Tíminn - 20.02.1951, Side 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 20. febrúar 1951.
42. blað.
Giftur allri
f jölskyldunni
Afarfyndin þýzk gaman- ]
mýnd.
Aðalhlutverk:
Ileinz Ruhmann, q
sem lék aðalhlutverkið í |
Grænu lyftunni.
Sænskar skýringar. ;
Sýnd kl. 5, 7 og 9. |
TRfiPOLI-BÍÓ
OFURHUGAR
(Brave Men)
Gullfalleg ný, rússnesk lit-
kvikmynd, sem stendur ekki =
að baki „Óð Síberíu". Fékk j
1. verðlaun fyrir árið 1950. |
Enskur texti.
Aðalhlutverk:
Gurzo
Tshernova
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BIO
ROBERTO.
(Prélude á la Glorie)
Stórfengleg tónlistarmynd,
með hinum fræga 10 ára
gamla tónsnillingi
Roberto Benzi
Tónlist: Liszt, Weber. Ross-|
ini, Mozart, Bach.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ!
HAFNARFIRÐI
Viö kertalj«»s j
Leikkvöld Menntaskólans: |
Sýning í kvöld kl. 8,30. Að-I
göngumiðar seldir í dag kl. 2.j
Sími 9184. j
JniuAsLLngSoéÍLÖOuzl etu áejtaA:
MírO-.
■. 4’
<5 \ * '*
| Austurbæjarbíó
| Jj»rui:<lur sinilíDr.
Sýnd kl. 7 og 9.
!
Gö«' og Gokke i
fangelsi
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Ljúfi g'ef inér
litinn koss.
] Bráðskemmtileg rússnesk
söngva- og músikmynd. Ensk
I ur texti.
A. Karlyev
S. Klicheva
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAIVILA BÍÓ
Ég' var fangi
á Grini.
Aðalhlutverk:
Harald Heidesteen,
Oscar Egede-Nissen,
Kari Frisell.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
HAFNARBÍO
Fallin fyrirniynd
(Silence Dust)
jHin fræga enska stórmynd,
[sem farið hefir sigurför um
! allan heim.
Aðalhlutverk:
Stephan Murry,
Sally Gray.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
| ELDURINN
{f erir ekki boS & undan sér.
{ Þeir, sem eru hyggnir,
{ tryggja strax hjá
j SamvinnutryggrAngum
| MUNIÐ:
j Auglýsingasíml
TlMANS er
81300
Bergur Jónsson \
klálaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Slml 5833.
Helma: Vltastíg 14.
Askriftarsímis
X I M I N IV
£311
Gerkt
áskrifenáor.
VIÐSKIFTI
HÚS • ÍBÚDIR
LÓÐIR • JARÐIR
SKIP • BIFREIÐAR
EINNIG:
Vcrðbrcf
Vátry^ingar
Auglýsingastaríscmi
FASTEIGNA
SÖLU
MIDSTÖi)IN
Lœkjargölu
10 B
SÍMI 6530
Fnska knattspyrnan
(Framhaid af 3. síðu.)
inni og sigraði nú Sunder-
land með yfirburðum. í 2.
deild fór fram mjög þýðingar
mikill leikur 'milli Coventry
og Manch. City. Leikurinn var
ekki vel leikinn en mjög
skemmtilegur. Þegar 30 mín.
voru af seinni hálfleik skor-
aði Manch. fyrsta markið, en
spenningurinn náði hámarki,
þegar rúm mín. var eftir. Þá
fékk Manch. hornspyrnu á
Coventry. Spyrnan var tek-
in, en það var Coventry, sem
náði mjög hættulegri sókn.
Einn leikmaður þeirra lék
upp með knöttinn og spyrnti
á markið. Knötturinn fór
fram hjá markmanninum, en
á marklínunni stóðu þrír varn
arleikmenn og tókst að
hreinsa frá, og nú var það
Manch. sem tók við og áð-
ur en nokkur gat áttað sig
lá knötturinn í markinu hjá
Coventry. Einhver hefir nú
hraðinn verið. Preston sigr-
aði Brentford og er það sjö-
undi sigur liðsins í röð. Lið-
ið er talið gefa beztu 1. deild-
ar liðum ekkert eftir.
Enska bikarkeppnin.
Sjötta umferð fer fram
næstkomandi laugardag, 24.
febrúar og leika þá þessi lið
saman:
Newcastle—Bristol Rovers.
Birmingham—Manch. Utd.
Sunderland—Wolves.
Fulham—Blackpool.
Ennþá lendir þeim liðum
ekki saman, sem álitið er ei5
séu líklegust í undanúrslit og
úrsl’t. Fulham og Chelsea
gerðu jafntefli í fimmmtu
umferð og þegar liðin mætt-
ust aftur sigraði Fulham með
3:0.
H.S.
Cjina JC
miS:
Leikfélag
_ & Hafnarf jarðar
Kinnarhvolssystur
Sýning annað kvöld kl. 8,30.
Aðgöngumiðar eftir kl. 4. —
Sími 9184. —
MARMARI
Eftir Guðmund Kamban.
Leikstjóri: Gunnar Hansen.
sýning í Iðnó annað kvöld,
kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl.
4—7 í dag. Sími 3191.
Næst síðasta sinn
WÓDLEIKHÚSIÐ
Miðvikudag kl. 20.
Flekkaðar hendur
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15—20 daginn fyrir sýn-
ingardag og sýningardag.
Tekið á móti pöntunum.
Sími 80 000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
37
— Verið hér, sagði hún, þótt Tómas gerði sig alls ekki lík-
legan til þess aö rísi á fætur. Verið hérna hjá mér dálitla
stund. Það lá einmitt svo illa á mér, þegar þér komuð. Ég
kvaddi góðan vin, er ég fór frá Þýzkalandi — og fæ aldrei
að sjá hann framar.
Tómas skildi ekkert af því, sem hún sagði. Hann heyrði
bara þægilega rödd hennar.
— Eigum við ekki að gleyma því, sem kvelur okkur? sagði
hún. Hjálpa hvort öðru?
Hún var oröin sannfærð um, að hún væri ástfangin af
þessum mann, sem tilviljunin hafði fært henni upp í hend-
urnar.
— Ég skal segja yður alla mína ævisögu, sagði hún. Ég er
þrjátíu ára gömul, og það hefir margt drifið á daga mína.
Hann heyrði mas hennar eins og í fjarlægð, og hann sá
glóðina í augum hennar og rakar varirnar í fölu andlitinu.
Hann vissi ekki, hvernig það gerðist, en allt í einu hvíldi
munnur við munn. og hann hélt lófanum utan um þrýstið
brjóst hennar.
En þetta varð skammvinnur sigur fyrir Júlíu Kaposí.
Skyndilega spratt Tómas á fætur, og var horfinn út úr klef-
anum. Hégómagirnd hennar hafði hlotið mikið sár. Tómas
hafði flúið, án þess að segja svo mikið sem aukatekið orð
við hana. Þegar hann kom upp á þilljur, mundi hann ekki
lengur, hvernig hún leit út. Ég hefi verið að ganga af vitinu,
hugsaði hann, og í sömu andrá skildi hann, að einmtt þetta
atvik hafði sefað skap hans. Hann skammaðist sín fyrir
þetta ævintýri með alókunnugri konu, en það var honum
fróun að geta skammazt sín fyrir eitthvað. Hann stóð ekki
lengur svo alveg vammlaus andspænis hinni syndugu Sybil!
Það var hér um bil ein stund til hádegisverðar, og Tómas
hafði ekkert að gera. Honum var ömun að hlátrum fólks-
ins, og hann var líka hræddur við einveruna í híbýlum sín-
um. Hann fór þess vegna upp í loftskeytastöðihá og barði
að dyrum hjá Köhler og spurði hann frétta. Köhler starði
út í bláinn og svaraði: Briand á að vera búinn að mynda
nýtt ráðuneyti fyrir kvöldið. Það var gert banatilræði við
spánska ríkiserfingjann í gær. Hann slapp heill á húfi —
tilræðismaðurinn.... ...
Tómas lagði höndina á handlegg honum.
— Nei, sagði hann — ég meinti, hvort þú hefðir fengið
fréttir af dóttur þinni.
Köhler hristi höfuðið.
— Læknarnir eru ekki annað en kuklarar, sagðí hann
gremjulega og af ásettu ráði, þvi að hann langaði til að særa
Tómas í hefndarskyni við stéttina.
Tómas skundaði niður stigann aftur og reikaði um gang-
ana. Hann vissi ekki, hvað hann átti að gera af sjálfum
sér. Loks ranglaði hann inn í tónlistarsalinn. Þar sátu þá
Lovísa og Wladimir. Þau urðu þess ekki vör, að hann kom inn.
Tómas læddist að hægindastól og settist þar. Hljóðfæra-
slátturinn hafði þægileg áhrif á hann.
— Það virðist ætla að ganga prýðilega, sagði Lovísa, þeg-
ar aríunni var lokið. Hún stóð fyrir aftan Wladimir. Tómas
sá það á vangasvipnum, að hún ljómaði bókstaflega.
— Er það ekki einkennileg tilviljun, að við skyldum hitt-
ast hér og fara svona vel á með okkur? hélt hún áfram. Við
stígum ekki einmana á land í Vesturheimi, og þurfum ekki
að vera ein á kvöldin.
Wladimir þagði og sló vandræðaiega fáeinar aukanótur.
— Við verðum sannarlega góðir vinir, sagði hún.
Hann hallaði sér aftur á bak, svo að höfuð hans nam við
brjóst Lovísu. En þá tók hún utan um hálsinn á honum aftan
frá og laut yfir hann.
Tómas reist á fætur og gekk hljóðlega út.
Systir Marta var í lækningastofunni, er hann kom þang-
að. Hún hafði skorið sig í fingur og var að bera joð á skein-
una. Hún ætlaði að flýta sér út, er hún varð hans vör. Hann
furðaði sig á þessum viðbragðsflýti og spurði hana, hvað, að
henni amaði. Hún sagði, að ekkert amaöi að sér — sagðist
bara halda, að honum væri leiðindi að návist sinni.
Hann mótmælti þessu harðlega. Hvernig gat nokkrum
verið ógeðfelld návist hennar? Hún, sem var svo kyrrlát og
fáskiptin og fórnfús. En þegar hann hafði orð á því, hve
fórnfús hún væri, fann hann samt sjálfur, að hún hafði að
nokkru leyti rétt fyrir sér. Hann var miður sín í návist henn-
ar. Hún var fjarlæg öllum jarðneskum ástríðum, svo heilög.
Hvað myndi hún hugsa, ef hún þekkti eigingirni hans og