Tíminn - 08.03.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 8. marz 1951. 56. blað. Hvað er Umræður þær, sem fram hafa farið lim v.ínveitinga- leyfin frægu, hafa að veru- legu leyti snvfzt um það, hvort afsakanlegt sé eða ekki, að félög, sem telja sig vinna uppeldislegt menningarstarf eins og íþróttafélögin, reki skemmtanir með áfengísveit- ingum. í því sambandi hefir því óspart veriö hampað, að fé- lögin væru fátæk og byrftu mikið fé við rekstur sinn og ef þau rækju ekki skemmtan ir með vínveitingum myndu aðrir gera það og hafa þá af því allan ábata. Svo langt hefir verið geng ið í þessu sambandi að segja að þeir, sem'ekki vildu slíkan ábata fyrir menningarstarf- semi fél. síns, ættuekkiheldur að þiggja opinber framlög til starfspmi þess, svö mjög sem ríkið aflaði sinna tekna með áfengissölu. Hér skal nú ekki fjölyrt um þetta, en hugleiða skyldu menn þó, hvar við erum staddir, þegar það þvkir rétt læta vafasamt verk eða illt, að ætla megi, að annar hefði unnið það hvort eð var? Þjóf jt og stigamenn allra alda hafa kunnað þær málsbætur, að þeir væru ýmist góðir menn eða sérstaklega þurf- andi og því væri miklu betra að þeir stælu og rændu en einhverjir aðrir. Þéir eru að forða verðmætunum frá því að lenda í höndum sér verri manna. Kjarni þessarar siðfræði er svona: Vitir þú um illt verk, sem verða muni ábatasamt er rétt að þú vinnir það, verið i Effiir IfalUlór svo að gróðinn af því falli ekki öðrum verri mönnum í skaut. Svo bætir rödd freistarans við: Þetta er svo sem ekki verra en sitthvað annaö, sem þú hefir orðið að þola. Þú ert nú enginn dýrlingur. Hér er ekki hvítt að velkja. Menn skulu muna það, að áfengisverzlun ríkisins er neyðarráðstöfun, sem byggist á því, að meiri hluti þjóðar- innar vildi hafa áfengisverzl- un í landinu. Þá vaf talið að sú verzlun væri bezt komin hjá ríkinu enda yrði að skatt leggja áfengishautnina drjúgum, þar sem hún væri vesta og óþarfasta eyðsla þjóð arinnar. Þeim tekjustofni ríkisins var aldrei ætlað neitt sérstakt misindishlutverk, en sízt af öllu var þó gert ráð fyrir þvi, að þessir blóðpen- ingar andbanninga yrðu rök- semdir til að verja alls kon- ar óvandaðar fjáröflunarleið ir, þar sem þeir segðu: Þetta er ekki verra en á- fengisgróði ríkisins! íþróttabandalag Reykjavík ur hefir nú gert ályktun um að félög félög þess vinni að bindindi hér eftir sem hing- að til og afli sér framvegis fjár til þeirrar starfsemi með drykk j usamkomum! Ef menn kynna sér bindindis starfsemi annarra þjóða, sjá þeir fljótt að hún snýst mjög gegn drykkj utízku. Þess vegna er þess krafizt annars- staðar á Norðurlöndum, að opinberir aðilar, svo sem ríki ið feia? Krisljáiissoi! og bæjarfélög hætti að hafa áfengi í veizlum. í Noregi til dæmis hafa staðið yfir hörð átök síðustu vikurnar um það, hvort bindindismenn fengju leyfi til að reka eitt fínasta veitingahús höíuðborgarinn- ar. Þar í landi reyna bindind ismenn að gera sem flest veit ingahús að bindindishúsum. Jafnframt reyna þar að út- breiða óáfenga ávaxtadrykki til neyzlu í heimahúsum. Bindindissamtökin í Nor- egi vinna að því, að fækka útsölustöðum áfengis, fækka vínveitingahúsum og brj óta drykkjusiðina á bak aftur á þennan hátt. — Hitt hefi ég ^ekki séð í norskum blöðum, að nokkur þáttur bindindis- samtakanna ræki áfengissölu beint eða óbeint til að afla sér fjár til bindindisstarfsemi. íþróttafélögin nafa fengið minnstan hluta þeirra vín- veitingaleyfa, sem veitt hafa verið hér í Reykjavík undan farið. Því spyr margur-hvar þau hafi lent. Enn er mér ekki kunnugt, að birt hafi verið nein skýrsla um sundur liðun þessara leyfa. Því er það ekki gert? Er hér nokkuð, sem þarf að fela? Og fyrir hvern þarf þá að fela, ef svo er? Hver sá, sem vita vill hið sanna í þessu máli og byggja skoðun sína á réttu.m rökum, hlýtur að krefjast þess að gögnin séu lögð á borðið. Það er talið, að Sjálfstæðis húsið muni hafa selt áfengi síðasta ár, sem svarar fimm kvöldum í hverri viku, og mun það þó sjaldan eða aldrei hafa verið gert út á leyfi í- þróttafélaganna. Þess vegna halda ýmsir, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé mesti áfengis- sali þessa lands, þeirra sem lögreglustjóri hefir löggilt. Það er ástæða til að láta menn vita sannleikann í þess um efnum, svo að Sjálfstæðis flokkurinn sé ekki hafður fyr ir rangri sök fremur en aðrir. Það er sagt, að stundum hafi verið búið til félag veit- ingafólks í sérstöku veitinga- húsi til þess að sækja um vín veitingaleyfi fyrir opna sam- komu, og leyfið hafa fengizt. Slíkar sögur ganga nú um bæinn. Það er því ástæða til að láta menn vita sannleik- ann. Dómsmálastjórnin á tafar- laust að birta sundurliðaða skýrslu um öll vínveitinga- leyfi 1945 til 1950. Hve mörg leyfi fékk hver aðili á hverju ári og hvar voru þau notuð? Hér á ekki að fela neitt. Ef menn finna til þess, að hér sé vandamál, sem þurfi að endurskoða, þá sæmir þeim ekki að halda heimildum leyndum. Það er svo alvarlegur skuggi yfir þessum málum, að veru- legur hluti veitingaleyfa er algjörlega ólöglegur. Mest öll áfengissalan í Sjálfstæðishús inu er lagalaust verk. Að tala um hefð vegna þess, hve oft sé búið að brjóta, er fleipur eitt, eins og ef togaraskip- stjóra væri látið haldast uppi landhelgisbrot ef hann hefði einskisvirt landhelgislögin í 20 ár, eða skattsvikari þætti í fullum rétti, þar sem það væri gróin hefð að falsa skatta- framtal. Vonandi gerast þau endemi aldrei framar í sögu ís lenzkra réttarfarsmála, að nokkur ábyrgur maður geri sig að undri með slíku kjaft- æði. Það kemur ekki þessu máli við, þó að einhverjir kunni að telja að það væri gæíulegast til góðra siða í meðferð á- fengis, að sem víðast væri frjálst að fá það. Þeirra skoð un er ekkert nær því að vera lög en skoðun hinna, sem trúa á takmarkanir og höml- ur. Hvorugir hafa neitt lög- gjafarvald bak við Alþingi, og vonandi kemur aldrei til þess, að það fordæmi, sem hér hefir verið skapað, verði talið til„ hefðar“, svo að einstakir embættismenn leyfi sér að fara slíku fram á fleiri syið- um. Fari nú enn svo undarlega, að engar fyllri skýrslur fáist um þessi leyfi frá opinberum aðilum, verður að freista ann arra leiða til að upplýsa mál- ið. Uppgjöf einkaút- gerðar á íslaadi? (Framhald af 3. síðu.) löggjafarinnar hvað sam- vinnuútgerðarfélög snertir, þannig að lokuð samvinnufé- lög áhafna og starfsmanna bátanna njóti þeirra s.iálf- sögðu réttinda og stuðnings, sem löggjöfin veitir. Ég er ekki þeirrar skoðun- ar, að það muni standa á sjó mönnum að taka að sér sam vinnurekstur á bátunum eft- ir að löggjöfinni hefir verið breytt á þá lund að gera hana framkvæmanlega með góðu móti. Og ríkisvaldinu ætti sízt að vera það óljúfara, að styrkja sjómenn almennt til þeirar tilraunar, hvort held- ur sem væri með því að leigja þeim bátana, eða selja með aðgengilegum kjörum, heldur en halda áfram óeðlilegum stuðningi við einkstklings- rekstur, sem hrakar .ár frá ári. Getum nii íiívogað Isinn.r þobkn Allis<CkaImors Model og ölírn lilhovrandi viiiiisliiliokjiiiti frá Allls-Clialuicrs linmnton, Engiamll. 9.B“ Iijóladrátíarvélar ásamt sláttnvélum Manufacturing Compaity, Totton, Soat- Miðandi við núgildandi innkaupsverð yrði útsöluverð dráttarvélarinnar með tilheyrandi útbúnaði, þ. e. vökvalyftu, aflúrtal ljósaútbúnaði og reimskífu, um kr. 20.200.00 og útsöluverð slátturvélarinnar, sem sérstaklega er smíðuð fyrir íslenzka staðhættí. 3.900.00. Dráttarhestafl Model „B“ vélarinnar er 20,6 og beltishestafl 22,87. Eldsneytiseyðsla Allis-Chalmers Model „B“ vélarinnar er minni en nokkurar annarar sambærilegrar bensín-dráttarvélar, eða um 2,1 á klukkustund í öllum léttari akstri, þar með töldum slætti. Samkvæmt nýútgefnum lögum geta bændur nú sjálfir ráðið kaupum á dráttarvélum. Þar eð Fjárhagsráð hefir nú ákveðið úthlutun á hjóladrátt- arvélum til innflutnings frá Evrópulöndum, þá teljum vér ráðlegt, að bænd- ur athugi nákvæmlega hina mörgu kosti Allis-Chalmers dráttarvélanna og að þeirri athugun lokinni sendi Uthlutunarnefnd jeppabifreiða beiðni um út hlutun á greindri dráttarvél. Samtímis því, sem þér sendið nefndinni beiðni yðar, þá gerið svo vel að gera oss aðvart þar um. Biöjið oss um lýsingu á Allis-Chalmers Model „B“ vélinni, sem send verður yður um hæl. Allar nánari upplvsiiigar or aö ffá Iijá Skálagötn 59, Rcykjavík Aðalumboð : H. Benediktsson Reykjavík. Söluuinboð Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.