Tíminn - 18.03.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudagrinn 18. marz 1951. 65. blaff. é. Leikfélág Reykjavíkur :trnmsýndi sjónleikinn Önnu Pétursdóttur eftir norska skáldið Hans Wiers-Jensen á nmmtudagskvöldið. Það er þriðja verkefni leikfélagsins í vetur og sannarlega er það verkefni, sem hverju leikfé- lagi er samboðið. Anna Pétursdóttir gerist í Björgv n seint á 16. öld, þegar galdrafárið geisaði af fullum krafti. Það er byggt á söguleg um grunni, því að Anna Pét- ursdóttir var prestskona, sem sökuð var um galdra og brennd á báli, þó að tildrög þess væru mjög á annan veg en í sjónleiknum. Það er önn- ur saga, og kemur þessu lítið við. Harmleikurinn um Önnu Pétursdóttur segir frá virðu- legum og vellærðum presti, séra Absalon Beyer, sem hef- tr tekið sér unga og fátæka stúlku fyrir seinni konu. Það er Anna Pétursdóttir. Móðir Absalons heldur áfram að stjórna heimili hans, þó að tengdadóttir sé flutt í húsið. En þegar Marteinn, sonur Absalons af fyrra hjóna- bandi, kemur heim frá námi fær Anna ofurást á honum. Þorsteinn Ö. Stephensen ieikur séra Absajon, virðuleg- an og háttvísan kennimann, sem er í rauninni vænsti maður. Hann hefir verið Önnu sinni góður, þó að hann hafi ekki borið gæfu til að veita henni neinn unað og hann heyri hana því ekki hlæja fyrr en Marteinn er kominn heim. Þá fyrst verð- ur honum ljóst, að hann hef- ir stofnað til þessa ráðahags af eigingirni án þess að hirða ura vilja stúlkunnar. Hann þjáist af þvi, að hafa ekki LEIKFÉLAG REYKJAVIKUR: Anna Pétursdóttir getað veitt konunni, sem hann elskar, og hefir gert hann hamingjusaman, sanna lifsgleði og finnst að hann hafi stolið æsku hennar. En þegar hann gerir þessa játn- ingu fyrir konu. sinni, brýzt hún úr þeim viðjum, sem heimilið og hjúskapurinn hef ir lagt á hana og les manni sínum pistil, svo hraustlega, að hann þarf ekki fleiri. Hann var orðinn veill fyrir hjarta, og verður nú svo mikið um, að hann fellur örendur í sæti sitt. — Þorsteinn gerir þessu hlut- verki góð og myndarleg skil, svo sem vænta má, þó án nokkurra sérstakra tilþrifa. Emilía Borg leikur Meretu, móður séra Absalons. Henni tekst vel. að sýna kaldan og settlegan virðuleik heldri konunnar og þótta þann, sem beygir Önnu Pétursdóttur og bælir hana niður. En þegar liður að leikslokum túlkar hún hug gömlu konunnar, er hún sakar Önnu um að hafa ráðið manni sínum bana með göldrum, naumast nógu glöggt og alls ekki af þeim þunga haturs og fyrirlitn- ingar, sem leikurinn virðist gefa tilefni til. Einar Pálsson leikur Mar- tein. Maðurinn er hæggerður og hefir sig lítt í frammi, lærður vel en enginn skörung ur. Eins og hann er sýndur þarna verður heldur lítið úr honum. Með samvizkunnar mótmælum verður hann unn usti stjúpu sinnar, aðallega vegna þess, hve lingerður hann er, og sami linjuskapur veldur því, að hann bregzt trausti Önnu í lokaþættin- um. — Hann hafði verið henni friðill af ástriðu og í- stöðuleysi og sama ístöðuleys- ið hrekur hann frá henni þeg ar á reynir. Katrín Thors leikur Önnu Pétursdóttur. Það væri synd að segja, að hún geri þessu hlutverki þau skil, að því sé fullkosta, en hitt sýnir hún ótvírætt, að hún er efnileg leikkona og vonandi á hún eftir að þroska á leiksviði listgáfu þá, er hún hefir þeg- ið að erfðum. Katrín sýndi það á leikkvöldum mennta- skólans að af henni mátti vænta afreka, og þær vonir, sem hún vakti þar, hafa ekki Marteinn og Anna — Einar Pálsson og Katrín Thors brugðizt. En það er verkefni fyrir hinar ágætustu leikkon- ur að sýna þessa ungu og bældu konu, þegar hún vakn- ar til ásta og unaðssemda lífsins. En réttur hennar til að njóta lífsins er ekki við- urkenndur. Ekki einu sinni maðurinn, sem hún elskar, stendur með henni, því að hann bognar fyrir aldarand- anum og trúir því, að ást sín sé af hinu illa, en þar með hverfur Önnu þróttur og löngun til að berjast fyrir lifi sínu og hamingju. Sá örlaga- þungi harmleikur er hlutverk fyrir hinar beztu leikkonur, fremur en byrjendur. Margar persónur . aðrar koma fram í þessum sjónleik. Hér er ekki tóm til að fjölyröa um þá hvern og einn. En ef til vill er séra Lárentinus eftirminnilegásta persóna leiksins. Gísli Halldórsson leikur Lárentínus, ofstækisfullan prest, sem vill uppræta ill- gresi djöfulsins úr guðs akri. Hann hefir ekki hina minnstu samúð með mennskum mönn um, er hrifinn af píningar- tækjum og píslarháttum til að fá menn til að meðganga og krefst þess, af hverjum sönnum presti, að hann gleðj ist einlæglega yfir hverjum galdramanni, sem upprættur er. Þeir, sem líta á þennan mann með hryllingi, og halda að þarna sé dregin upp ógeðs leg mynd, sem aðeins heyri til liðnu tímabili í menning- arsögunni, mættu gjarnan líta nær sér. Píslartæki við yfirheyrslur hafa verið not- uð um okkar daga. Og í vet- ur stóðu þessi orð í ritdómi í íslenzku blaði: „Öld vor spyr ekki um ástir né harma einstaklingsins.“ Þar er kom inn séra Lárentínus, sem fyr- irlítur hvern einstakan mann spyr ekki um tilfinningar mannsins og gleðst yfir því, að illgresi Satans sé brennt. Þess vegna á séra Lárentín- us fullt erindi á íslenzkt leik- svið í dag, sem fulltrúi of- stækisins og þeirrar miskunn arlausu og ómennsku grimmdar, sem fylgir því. Séra Jóhannes, sem Bryn- jólfur Jóhannesson leikur, segir Lárentínusi reyndar, að hann sé sjálfur fæddur í páp- iskum sið og hafi átt munk að föður, og ofstæki hans stafi af því, að hann hafi slæma samvizku, vilji afneita uppruna sínum og fortíð og skríða upp til metorða, en sé (Framhald á 7. síðu.) RENAULT-TRACTOR MODEL R 3042 RENAULT RENAULT-tractorinn hefir hlotið heimsviðurkenningu fyrir framúrskarandi hæfni og hefir rutt sér mjög til rúms á Norðurlöndum. RENAULT-verksmiðjurnar hafa framleitt tractora í fjöldaframieiðslu yfir 30 ár og eru einu framleiöendurnir í öllu Frakklandi, sem geta framleitt yfir 12.000 traktora á ári. Helztu kostir RENAULT-tractorsins, Model R 3042 fram yfir aðra sambærilega tractora: Þeir hafa Magnetu-kveikju (auk venjulegs raf- kveikjuútbúnaðar), sem gerir það að verkum, að miklu auðveldara er að fá vélina í gang í kuldum og þarf alls ekki að nota rafgeyminn við gangsetninguna. Vélin er aflmikil og mótorinn er hæggengur hún dregur því mjög vel jafnvel við erfiðustu aðstæður enda er hún hæfilega þung og hægt að breyta sporvíddinni eftir þörfum. Dráttargírin eru lág og hjólin stór, en ökugírið veitir mikinn hraða við akst- ur milli vinnustaða o. s. frv. Brennslan er alveg sérstaklega lítil eða aðeins 2,383 lítrar á klukkustund i öllum léttari akstri. Hægt er að fá hann afgreiddan bæði fyrir benzín- og steinolíubrennslu. Verð RENAULT-tractorsins Model R 3042 með vökvalyftu, reimskífu og öllum venjulegum ljósaútbúnaði og þ. h. er í útsölu hér aðeins kr. 21.500, sem er alveg sérstaklega hagstætt. Afgreiðsla fer fram frá verksmiðjunni strax og pöntun berst. Sláttuvélar svo og alls konar tæki er hægt að fá frá RENAULT-verksmiðjunum fyrir tractorinn. ATHUGIÐ: Nýútkomin lög mæla svo fyrir, að bændur sjálfir geti valið hvaða tractor þeir kaupi sér. Við viljum því benda yður á að kynna yður nú þegar þá mörgu óviðjafnanlegu kosti RENAULT-tractorsins og senda síðan Uthlutunarnefnd jeppabifreiða og hjóladrátt- arvéla umsókn yðar um úthlutun á RENAULT-tractor, og láta okkur jafnframt vita um, að þér hafið sent nefndinni beiðni. Þeir, sem þess óska, fá myndalista og aðrar upplýsingar sendar um hæl. Við óskum eftir að fá duglega og áhugasama umboðsmenn víðsvegar um landið til sölu á þessum tractorum. Einkaumboð á Islandi FYRIR Regié Nationale des Usines RENAULT Billancourt. — Seine. Frakkland. Sænsk-íslenzka frystihúsinu, Reykjavík. Símar 6460 og 6660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.