Tíminn - 29.03.1951, Blaðsíða 1
Rttstjórl:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35- árgangur.
Reykjavík, fimmtudaginn 29. marz 1951.
70. blao,
„ísland í sumarsól”
vekur hrifningu
í Danmörku
Frá Hering í Danmörku er
Tímanum skrifað:
Kjartan Ó. Bjarnason hef-
ir verið á ferðalagi í Dan-
mörku í vetur og sýnt íslands
kvikmynd sína, er hann nefn
ir „ísland í sumarsól“. Lýsir
hún íslenzku sumarlífi í sveit
og í kaupstað, ýmsum þátt-
um atvinnulífsins, íþróttum
og síðast en ekki sízt hinni
stórbrotnu, fögru íslenzku
náttúru. Hefir mynd þessi
vakið óskifta hrifningu áhorf
enda og hafa dönsk blöð far-
ið mjög lofsamlegum orðum
um hana. Hefir Kjartan sýnt
mynd sína á vegum hinna
fjölmörgu deilda Norræna fé-
lagsins og ýmissa annarra fé
lagssamtaka og skóla. Hafa
honum borist mikill fjöídi
beiðna hvaðanæva af land-
inu, en óvíst er, hvort hann
getur sinnt þeim öllum sök-
um tímaskorts. Hann hefir mi
sýnt um hundrað sinnum og
ætíð v ð húsfylli, og oft hef-
ir fólk þurft frá að hverfa.
Kjartan hefir ætíð haldið
fróðlegt erindi, um ísland
fyrir sýningar og síðan út-
skýrt myndina. Hann hefir
hvarvetna verið kvaddur með
þeim ummælum, að hans sé
vænst aftur með meira af
myndum frá hinu fagra fjar-
læga bróðurlandi. Kjartan á
þakkir skilið frá allri islenzku
þjóðinni fyrir hina ómetan-
legu og góðu landkynningu,
sem hefir mjög mikið að
segja fyrir ísland sem ferða-
mannaland.
iöf frá
Esjufjöll á Vatnajökl
Innheimtu lögreglunn-
ar á söluskatti lokið
Aðeins 3-1 f>rirta‘ki, er lokað var hjá
vegnu vangciUIms skatts. hafa ckkl greUf
Sú aðferð hefir verið höfð í vetur við innheimtu sölu-
skattsins, að Ioka hjá þeim fyrirtækjum, sem ekki greiða
hairp. En þótt Iokað hafi ver ð í bili hjá nokkrum fyrirtækj-
um, hafa bau flest greitt skattmn fljótlega, svo að ekki munu
nú lokuð uema þrjú eða fjögur fyrirtæki af þessuin sökum.
Hér getur að líta Esjufjöil á Vatnajökli, þar sem Jón Ey-
þórsson og leiðangur hans dvaldi um daginn, áður en lagt
var á stað norður á Brúarjökul. Á þessum slóðum ætlar
Jöklarannsóknarfélagið að reisa skála sinn í sumar, og hér
var það, sem rjúpur, kjóar, sóiskríkjur og steimleplar sáust
með unga sína síðastliðið smnar — á ósamim í jökulauðninni
FugEtrúakosningar í
K&QK innan skamms
Iýðræðiíisiiiíiaðir .samvinmimciiii hjóðu
fram g'cgn komnirmisiiiim í félagimi
Lýðræðissinnaðir samvinnumenn lögðu í gær fram tillögur
um fulltnia á aðalfund KRON. Eru tillogur þessar bornar
fram af nokkrum áhugamönnum í félag nu, og mælast þeir
til þcss við kjörstjórn, að listinn verði auðkenndur sem list’
Iýðræð’ss nnaðra samvinnumanna. Á listanum eru tillögur
um 146 aðalfulltrúa og 59 varafulltrúa.
„einura af 38”
Slysavarnafélagl íslands
hef’r borizt svolátandi bréf,
dagsett 24. marz, frá manni,
sem ekki vill láta nafns síns
getið, qg fylgdu bréfinu fimm
hundruð krónur:
„H nn 24. marz 1916 kl. 5
að kvöldi var lok ð við að
taka á móti 38 manns um borð
í kútter „Ester“ frá Reykja-
vík, skipstjóri Guðbjartur
Ólafsson, núverandi forseti
Slysavarnafélags íslands, en
menn rnir 38 voru úr Grinda-
vík og höfðu ekki náð landi
vegna norðan stórveðurs með
gaddi og byl.
Það eru því í dag liðin rétt
35 ár síðan þetta skeði og tl
þess að sýna vott þess, að
þetta er ekki liðið mér úr
minni ennþá, legg ég hér með
nokkrar krónur. Þær gætu
jafnvel bjargað e nu manns-
lifi. Ég óska svo Slysavarna-
félaginu og forseta þess allra
heilla og blessunar í framtíð-
arstarfinu.“
Bréfið var undirr tað „Einn
af 38“. Stjórn Slysavarnafé-
lagsins þakkar bréfið og gjöf-
ina.
Svo sem kunnugt er hafa
kommúnistar einir ráðið í fé
laginu nokkur ár. Breyttu
þe r lögum félagsins þannig,
að mikla erfiðleika þarf að
yfirstíga til þess að unnt sé
að bjóða fram á móti þe m í
félaginu. Nú hafa þejr menn,
sem standa að lista lýðræðis-
sinnaðra samvnnumanna
uþpfyllt öll skilyrði, og er
þess að vænta, að heilbrigð
ar kosningar far fram í fé-
laginu innan skamms. Mun
þá væntanlega koma í ljós, að
kommúnistar hafa stjórnað
félaginu með minn hluta fé-
lagsmanna að baki sér ur.d-
anfarin ár.
Sumir á báðum listunum.
Kjörnefnd sú, sem kommún
’star hafa að vanda kosið i I
KRON, hefir gert tillögur um {
fulltrúa, og eru til málamynda |
settir á hann lýðræðissinnar j
nnan um kommúnista. Af
þessum mönnum eru 45, sem
hafa ákveðið að vera á lista
lýðræðissinnaðra samvinnu-
manna. Hafði kjörnefnd
j KRON sett þá á s nn lista að j
þeim forspurðum. Hafa þessir
menn samið yfirlýsingu
þess efnis, að þeir v lji vera
á lista lýðræðissinnaðra sam-
vlnnumanna, og var sú yfir-
lýs ng lögð fram um leið og
listinn i gær.
Enn er ekki vitað, hvenær
kosn ngar fara fram í KRON,
en væntanlega verður það
(Framhald á 2. síðu.)
Hreppabú naðarf é- i
lögin úthluta jepp
um og dráttar-
vélum
Þar sem allmikið hefir!
borið á því, að þeir, sem
eignast v lja jeppa eðaj
heimilisdráttarvélar til
landbúnaðarstarfa, hafi
snú ð sér með umsóknir sín
ar til jeppaúthlutunar-
nefndarinnar hér syðra cða
jafnvel til einstakra
manna, hef:r Tíminn ver-
ð beðinn að benda á þetta:
Það er til hlutaðeigandi
hreppabúnaðarfélags, sem
slíkar umsóknir eiga að
sendast, þar eð þau ákveða
nú hverj r fá skuli þcssi
tæki. Til jeppaúthlutunar
nefndar geta menn aðeins
áfrýjað. umséknum sínum,
ef þeir telja sig ranglæt
beitta. Starf jeppaúthlut-
unarnefndar er aðeins að
ákveða, t I hvaða hreppa-
búnaðarfélaga t-ækin fari.
Þessi háttur var upp tek
inn til þess, að koma í veg
fyr r klíkuskap við úthlut-
unina og færa úthlutunar-
valdið lieim í sveitirnar, i
traust þess, að þeir, sem
bezt þekkja til, gæti hins
fyllsta réttlæt s eftir því
! sem unnt er.
Tíö ndaroaður frá Timan-
um átti i gær taf við Friðjón
Þórðarson, fulltrúa lögreglu-
stjóra, sem stjórnar inn-
heimtuherferð þessari í
Reykjavik i umboð: tollstjór-
ans.
— Innheimtu söluskatts-
ins er alveg að verða lokið,
sagði Friðjón. Við erum núna
með síðustu fyr rtækin. Það
hefir verið unnið að þessu
síðustu vikurnar, nema um
bæeadagana og páskana, og
á þriðjudaginn voru 11 dæm-
is þrír flokkar í förum við
innheimtustörf n.
Lokað á 12—15 stöðum.
— Til lokunar mun hafa
komið á tólf til fimmtán stöð
um, sagð. fulltrúinn ennfrem
ur. Þar á meðal var matstofa
Fæðiskaupendafélagsins, er
lokað var á þriðjudaginn, en
Fæðiskaupendafélagið telur,
að því beri ekki að greiða
þennan skatt. Annars hafa
stofnanir þær, sem lokað var,
greitt skattinn fljótlega eft’r
lokunina, svo að þær gætu opn
að aftur, þar á meðal Fæðis
kaupendafélagið, er borgaði
með því fororði, að það teldi
sig, sérstöðu sinnar vegna,
eiga rétt á endurgreiðslu.
Aðeins þrjú eða fjögur fyrir-
tæki munu enn vera lokuð.
Tilraun raeð Alaska-
gróður á Markar-
fljótsaurum
í sumar á að gera t lraun
með Alaskagróður á aurunum
við Markarfljót. Hefir verið
girtur þar dálítill blettur, og
verður sett í hann Alaska-
ösp og auk þess ýmis annar
gróður, ættaður frá Alaska,
meðal annars úlfabaun r,
lúpínur, sem vaxa þar villtar.
í Alaska vex öspin mjög
meðfram ám, sem koma und-
an skriðjöklum þar, og er hún
þar slík landvættur, að hún
heldur jökulánum bókst.af-
lega í stokk, svo að þær ná
ekki að flæða yfir landið og
mynda gróðurvana sanda. Eru
árfarvegirnir sums staðar
mun hærri en landið um-
hverf s, því að öspin hefir
myndað varnargarð til beggja
hliða og heldur vötnunum í
kreppu.
Er hugsanlegt að svo geti
einnig orðið hér, og því er
þessi tilraun gerð á Markar-
fljótsaurum.
Óvenjuleg ísalög í
Oræfum í vetur
lickaviilur sóíliir á fjjörur fyrir Skcifíarár-
sand á hifreiðinn, cr fara á ístim
Frá fréttaritara Tímans í Öræfum
Bændur í Svínafelli og Skaptafclli í Öræfum fóru í vet-
ur í fyrsta skipti á bifreiðum til þess að sækja rekatré á
I
fjörur fyrir Skeiðarársandi, 20—30 kílómetra leið.
ísalög hafa verið með mesta
móti í vetur, enda hafa verið
frost lengst af síðan um miðj
an nóvembermánuð, en
slíkt tíðarfar er óvenjulegt í
Öræfunum. Snjór er nú ó-
venjulega mik 11, litiir hagar
og vegir ófærir.
Hin miklu ísalög hafa hins
^ vegar gert kleift að fara á
, rekafjörurnar fyr r Skeiðar-
1 ársandi á bifreiðum, og voru
j tvær slíkar aðdráttarferðir
farnar frá Svínafelli og ein
I frá Skaftafelli.
Von Falkenhauser
kominn til Þýzkal.
Þýzki hershöfðinginn von
Falkenhauser, sem látinn var
laus í Belgíu í fyrradag kom
til Þýzkalands í gær. Var hon-
um fagnað af leiðtogum ým-
issa félagasamtaka og fulitrúa
Bonnstjórnarinnar, sem telur
mikilsvert að hann skuli nú
hafa verið látinn laus. Falken-
hauser var dæmdur í 12 ára
fangelsi af belgískum dómi fyr
ir þremur vikum.