Tíminn - 31.03.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.03.1951, Blaðsíða 8
35. árgangur. Reykjavík, „A FÖRMM VECI“ I DAG: Eldsuoðar og brunauarnir 31. marz 1951. 72. blað. Skrúðgarðurinn að Stafafelli í Lóni Rætt við Stgurð bónda að StafafclII: Á þessari mynd sést hinn stóri og fríði skrúðgarður í Stafafelli í Lóni, þar sein hálfrar aldar starf hefir nú geíið ríkulegan ávöxt. Sauðfjárbuskapur og trjá- rækt geta átt samleið Fágætiir árang'ur tr.|áræktar að Stafa- fclli cfiir Iiáífrar aldar ræktunarstarf i Siguröur Jónsson, bóndi að Stafafelli í Lóni, er einn af þeim allt of fáu íslenzku bændum, sem lagt hefir mikla alúð við trjáræktina. gsi. að Stafafeili má sjá, hver árangur er af ötulu starfi trjáræktarmannsins á íslandi. Blaðamað- ur frá Tímanum hitti Sígurð að máli í gær, og spurði hann um sitthvað, sem skýrir það, hvernig á þvi stendur, að Sig- urður og faðir hans, Jón Jónsson prófastur, hófu trjárækt- Þórunn Jóhannsdottir komin og hefdur hér hljómleika Mun dvclja facr til 17. apríl, fcr Jiá aftur til London o$£ lcikur ni. a. í sjónvarp Þóriinn Jóhannsdótt r, píanóleikari. sem nú er ellefu ára að aldri, kom hingað til Iands ásamt föður sínum, Jóhanni Tryggvasyni, á þriðjudaginn var. Mun hún halda hér hljóm- le ka og verða hinir fyrstu á þriðjudaginn í Austurbæjar- bíó. Á tónlekum þesum mun Þórunn leika ýmis verk eftir Beethoven, Chopin og Bach. Hún mun dvelja hér á landi til 17. apríl en þá halda aft- ur til London. Ef hægt verð- ur vegna samgönguerf ðleika, mun hún fara eitthvað út á land. Þórunn hefir stundað nám sitt með svipuðum hætti og árin áður og einng komð all viða fram og hlotð ágæta dóma fyrir píanóleik sinn. Hinn 25. apríl n. k. mun hún leika í brezka sjónvarpið með hljómsve t sjónvarpsins. Þórunn er enn svo ung, að hún má ekki halda sjálf- stæða hljómleika samkvæmt brezkum reglum, en nú nálg- ast hún 12 ára aldurinn og það er takmark það, sem sett er þeim listamönnum er vilja koma op nberlega fram. Hörð gagnáhlaup norðurhersins í Kóreu Kínverskar hersveitir hófu mjög hart gagnáhlaup á her S. Þ. rétt sunnan við 38. br.- baug norður af Seoul. Beittu Kínverjar stórskotaliði og sendu síðan fram fótgöngu- lið. Hopuðu hersveitir S. Þ. fyrir áhlaupinu lítið eitt. Er þetta snarpasta mótspyrna, sem norðurherinn hefir sýnt um langan tíma. Á austurvígstöðvunum sækja Suður-Kóreumenn hægt fram og eru nú komn- ir um 13 km. norður fyrir bauginn. Flugvélar S. Þ. gerðu mikl- ar loftárásir á vegi, Iárnbraut ir og brýr við Yalu-fljót í gær. Aukið frjálslyndi kaþólskra klaust- urreglna Katólsk’r leiðtogar hafa verið á ráðstefnu í Rómaborg og var þar mjög rætt um það, að saimhæfa klausturlifið lifnaðarháttum manna nú á tímum, meðal annars að gera ungu fólki kleift að iðka í- þróttir, fella n ður úreltar lífsreglur og taka 1 þjónustu klausturreglnanna nútíma- tækni, svo sem útvarp, sjón- varp og kvikmyndir. Saingönguvcrkfalli I París lokið Verkfalli starfsmanna stræt isvagna og neðanjarðar- brauta í Paris lauk í gær eft- ir viðræður Queuille forsætis ráðherra og leiðtoga verk- fallsmanna. Samþykktu þeir að hætta verkfallinu enda mun stjórnin hafa gengið eitthvað til móts við kröfur verkfallsmanna lengra en hún hafði áður gert. Broí úr Glofaemastcr ffugvclinni finnst Bandarískur tundurspillir hefir fundið á annað hundr- að brot og smáhluti úr flug- vélinni, sem fórst í Atlants- hafi í vikunni sem leið. Þykir sýnt að eldur haf komið upp í vélinni eða sprenging orð- ið, þótt ekki sé þar með víst að um skemmdarstarf sé að ræða eins og haldið hefir ver ið. Hvaö varð af ánni Inn? Stjórnin í kantónunni Grau búnden í Sviss fékk nýlega kurte slega fyrirspurn um það frá austurísku yfirvöld- unum hinum megin við landa mærin, hvað orðið væri af ánni Inn. Áin rennur frá Sviss inn í Austurriki, og hafði hún þornað skyndlega. Ótt- uðust Austurríkismenn, að áin hefði stíflazt einhvers staðar í Sv ss, og kynnu að hljótast af því hættuleg flóð. í Sviss reyndist vatnsmagn árinnar samt svipað og endra nær, og sendi stjórnin í Grau búnden Austurrík sstjórn hið kurteislegasta svar og tjáði henni, að ráðlegast myndi að leita orsakanna að hvarfi ár innar innan austurísku landa mæranna. iiut do dtuiitiem svo inngi u uuuau pvi, hér á landi. Ipprcisiiariiiciin hcfja sókn í Indó-Kína Uppreisnarmenn í Indó- Kína hófu 1 gær hörð áhlaup á eina eða tvær landamæra- stöðvar. Þess sjást nú ýmis merki, að uppreisnarmenn séu að búast til gagnsóknar. — Hver var orsök þe$s, að svo fallegir trjágarðar eru á Stafafelli? ' — Ég mátti velja úm lífs- stöðu og kaus bóndástöðuna. Foreldrár mínir höfðu mik- inn áhuga á ræktun og fegr- un heima við bæinn — vildu láta tvö strá vaxa, þar sem áður óx eitt. — Móðir mín, Margrét Sigurðardóttir, var alin upp á Hallormsstað, þar sem skógurinn lykur um bæinn og hinn fagrj Fljóts- dalur blasir við aúgumr Trjá- gróður varð þvi strax í huga mínum hin eftirsóknarverð- asta heimilisprýði. — Hvernig tókst svo starfið? — Það eru rúm 50 ár síðan faðir minn, Jón Jónsson prófastur, fékk 18 reyniviðar- plöntur frá útlöndum, ég held skozkar. Hæð þeirra var á að gizka hálfur metri. Þær voru settar niður við vesturstafn nýreists íbúðarhúss, og rimla girðing í kring. Eftir 2 ár voru þær allar dauðar, nema ein, sú minnsta, sem þá var tekin upp og flutt i svonefndan Drengjagarð, sem við áttum, fósturbróðir minn, Þorsteinn Stefánsson, og ég, en þar var hár klettur, sem átti að skýla þessu litla og lífseiga tré. —- Það tókst, því nú nær hrísl- an langt upp fyrir klettinn, og er óvenju limfögur og jöfn á vöxt. — Þetta hefir ekki verið álitleg byrjun? — Nei, en sjaldan fellur eik við fyrsta högg, segir mál tækið. Ég var á þessum árum við nám á Flensborgarskólan um á vetrum, og lauk þar námi 1903. Snemma vors fór ég í gróðurstöðina til Einars Helgasonar, síðar garðyrkjú- stjóra, sem kenndi ’ókkúr nokkrum piltum að plánta skóg eða setja niður trjá- plöntur og taka til í skrúð- görðum, sem þá var vísir að í Reykjavík. — Námið stóð í 6 vikur. Til heimilis var ég þann tima hjá Andrési söðla- smið á Laugaveg 11 og konu hans, Guðlaugu Jónsdóttur frá Hjarðarholti. Tel ég það hafa verið mér mikilsvirði að I (Framhald á 7. síðu.) Skemmtiferðaskip í sumar Bókaverzlun Norðra opnuö aftur í dag Finnur Einarsson, bóksali, hefir nú tekið við fram- kvæmdastjórn bókaverzlunar Norðra í Hafnarstræti 4. — Veröur vcrzlunin opnuð á nýjan leik í dag, en hún hefir verið lokuð um skeið. Gert er ráð fyr r því, að hingað til lands komi um 10. júli í sumar skemmtiferða- 1 skip á vegum American Ex- press og sér Ferðaskrifstofa rík'sins um móttökur. Skipið dvelur hér sólarhring og ferð ast fólkið, sem er um 550 að tölu, eitthvað um nágrenni bæjarins. Líkur eru taldar til þess að fleiri skemmtiferða- skip muni koma hSngað í sumar. Ferðamannaskipti mill. ís- lands og Svíþjóðar munu að öllum líkindum fara fram í sumar. Bókaverzlun Norðra hefir nú aukið bókakost sinn veru- lega og hefir á boðstólum mikið af innlendum og er-1 lendum bókum. Þá er það ætlun Finns að leggja mikla áherzlu á útvegun erlendra rita og reyna að uppfylla ósk ir, sem viðskiptavinir kunna að bera fram um blöð eða bækur, hvaðan sem er úr heiminum. Finnur Einarsson hefir stundað bókaverzlun i tæp- j lega 17 ár, og hefir hann alla j ' tíð lagt megináherzlu á er- lendar bækur og blöð. Und- j anfarin ár hefir útvegun slíkra bóka og blaða gengið illa vegna margvíslegra erf- iðleika, en nú virðist vera að greiðast úr þeim og horfir betur en áður um bókakaup erlendis. Bókaverzlunin í Hafnar- stræti 4 hefir verið innrétt- uð þannig, að viðskiptavinir hafi greiðan aðgang áð öll- um bókahillum verzlunarinn ar og geti þar í næði kynnt sér, hvað til er af bókum. — Auk hinna erlendu bóka verða að sjálfsögðu allar inn lendar bækur hafðar á boð- stólum. Húsnæði verzlunarinnar i Hafnarstræti verður varla framtíðarheimili bókaverzlun ar Norðra, og er nú verið að leggja drög að því að útvega hentugri verzlunarstað. Vill ræða herbúnað í Norður-Evrópu á fjórveldafundi Fulltrúar fjórveldanna héldu 21. fund sinn í París í gær. Var rætt um síðustu tillögur Gromykos. Flutti hann ræðu í gær, og kvað stjórn sina mundu e pnig leggja til, að rætt yrði á fjór veldaráðstefnunni um víg- búnað vesturveldanna i Norð ur-Evrópu, vopnasendingar Bandaríkjanna til Ncregs og Danmerkur og hernaðarbæki stöð á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.