Tíminn - 31.03.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, laugardaginn 31. marz 1951. 72. blað. /}rá hafi til heiía ÚtvarpÍð ■Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- degisútvarp. 15.30—16.30 Mið- degisútvarp. — (15.55 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregn ir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20. 00 Fréttir. 20.30 Útvarpstrióið: Tríó í Es-dúr eftir Haydn. 20.45 Leikrit: „Monna Vanna“ eftir Maurice Maetrlinck. — Stein- gerður Guðmundsdóttir leik- kona þýðir leikritið og flytur. — Enfremur tónleikar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Hvassafell er í Reykja- vík. M.s. Arnarfell átti að fara í dag frá Álaborg áleíðis til Islands. Eimskip: Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss er i Vestmannaeyj-. um. Fjallfoss kom til Freder- ( ikstad 28.3., fer þaðan til Grav- i arna, Gautaborgar og Kaup-1 mannahafnar. Goðafoss fer frá Rotterdam 31.3. til Leith og1 :þaðan 2.4. til Reykjavíkur. Lag- . iarfoss fer frá New York 8.4. til! 'Reykjavíkur. Selfoss fór frá > Vstmannaeyjum 29.3. til Leith, j Hamborgar, Antwerpen og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Baltimore 26.3. til Reykjavíkur. Dux fer væntanlega frá Kaup- mannahöfn 31.3. til Reykjayík- ur. Skagen fór frá London 28.3. til Reykjavíkur. Hesnes fermir í Hamborg um 2.4. til Reykja- víkur. Tovelil fermir í Rotter- dam um 10.4. til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er væntanleg til Reykjavíkur um hádegi í dag að austan og norðan. Herðu breið var væntanleg til Isa- fjarðar í gærkvöldi. Skjaldbreið var á Húnaflóa í gær á suður- leið. Þyrill er í Faxafióa. Ár- mann átti að fara frá Reykja- vík í gærkvöldi til Vestmanna- eyja. Árnað heilla Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af Birni Magnús- syni, prófessor, ungfrú Elsa Friðriksdóttir, Bdrgarnesi og Óskar Jóhannsson, deildar- stjóri Kron. Heimili þeirra verð ur fyrst um sinn að Njálsgötu 35. Úr ýmsum áttum Sundsamband íslands stofnað Þann 25. febrúar s. 1. var sund samband íslands stofnað í Reykjavík. Á stofnfundinum voru mættir 20 fulltrúar mð 24 atkvæði frá 9 aðilum. Á fundinum var gengið frá lög- um fyrir Sundsambandið og kosin stjórn. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórnina: Erling- ur Pálsson, formaður Rvík, Logi Einarsson, ritari, Rvík., Úlfar Þórðarson, gjaldkeri, Rvík Meðstjórnendur: Guðjón Ingi- mundarson, Sauðárkróki og j Stefán Þorleifsson, Nskaup- stað. í varastjórn voru þessir' menn kosnir: Ragnar Ólafsson, j Reykjavík, Jón M. Guðmunds- j son, Reykjum og Ingi Rafn Bald vinsson, Hafnarfirði. Á fundin- um mættu, auk áðurtalinna fulltrúa: Forseti í.S.f., Ben. G. Útvarpið og hlustendurnir. Mörgum þykir rikisútvarp ið harla dauft, og talsvert af því, sem það flytur, þyk- ir heldur óaðgengilegt og ekki allt eiga erindi til margra. Tvær aðfinnslur heyrast þó oftast: Að tón- leikarnir séu alltof þunglama legir og strembnir, en jass- giamur til uppfyllingar, og áberandi fátt sé af veiga- miklum erindum um efni, sem mörgum leikur hugur á að fá fræðslu um. Hins vegar er skylt að geta þess, að í vetur hafa tveir útvarpsþættir, og þó ólíks eiifcis, náð vinsældum, og mun mikill fjöldi útvarps- hlustenda bakklátur fyrir þá. Þetta er skemmtiþátturinn „Sitt af hverju tagi“, og skólaþátturinn, sem hefir heppnazt miklu betur en fólk gerði sér vonir um, og margt foreldra fylgist með af vaxandi athygli. Waage, varaforseti Erlingur Pálsson og gjaldkeri, Þorgils Guðmundsson. Ennfre muríþór Guðmundsson. Ennfremur í- þróttafulltrúi rikisins, Þorsteinn Einarsson, sem stjórnaði fund- inum. Elliheimilið. Guðsþjónusta kl. 10 árdegis, séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Úr Skagafirði. í fyrradag og daginn þar áð- ur var unnið að því að ryðja fl tfcthum Ceqit snjó af veginum frá Sauðár- króki og fram að Varmahlíð. Hagleysi er um mikinn hluta héraðsins. Hæfnisglíma íslands verður haldin fimmtudaginn 12. apríl 195 l.Þátttökutilkynn- ingar berist til formanns glímu deildar Ármanns, Sigfúsar Ingi- mundarsonar, Miklubraut 34, fyrir 7. apríl. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 á morgun, séra Garðar Svavarsson. Barnaguðs þjónusta kl. 10,15. Staðfestur íþróttabúningur Umf. Breiðablik í Kópavogs- hreppi, hefir fengið staðfest- ann íþróttabúning: Bolur: Blár með hvítum langröndum. Félags merki á brjósti. Buxur: Bláar. Jéfayáfíf Skíðaferðir í Hveradali. Laugardaga kl. 2 og kl. 6. Sunnudaga kl .9, kl. 10 og kl. 13.30. Fyrir sunnudagaferð kl. 10 verður fólk tekið i úthverf- unum og við Hlemmtorg, á sama tíma og áður. Brekkan er upplýst. Skíðalyftan 3 gangi. Afgreiðsla Hafnarstræti 21. Sími 1517. Skíðadeild K.R. Skíðafélag Reykjavíkur. Vegna fjölda áskorana verða Eldsvoðar og brunavarnir íslendingur i Kaupmannahöfn, Vilhjálmur Bjarnar- son, skrifar Tímanum svolátandi bréf um eldsvoða og brunavarnir: „í Tímanum 18. febrúar er í grein „Á förnum vegi“ vakin athygli á þeim miklu og tíðu eldsvoðum, sem orðið hafa á íslandi í vetur og spurt, hvort ekkert sé hægt að gera til að koma í veg fyrir þá. Spurning þessi er mjög eðlilega, því að ég er alveg viss um að á engu landi í Norður- og Vestur-Evrópu valda brunar tiltölulega eins miklu tjóni og á íslandi, og þar sem svo að segja allt, sem eldurinn eyðileggur, verður að flytja inn frá öðrum löndum, eru þessir brunar fjár- hagslega mjög hættulegir fyrir fámenna íslenzka þjóð- félagið. Það er heldur ekkert vafamál að því meir sem vélar og rafmagn ryður sér rúms, bæði i iðnaði og í daglegu lífi fólks, því meiri verður eldhættan og því nauðsynlegra er að gera eitthvað til að reyna að koma í veg íyrir hana. ★ ★ ★ Ég er starfsmaður hjá stóru, dönsku iðnaðarfyrirtæki og hafði, meðan á stríðinu stóð, töluvert að gera með brunavarnir hjá því. Ég hafði þá samvinnu við „Dansk Brandværns Komité,“ sem er félag, er danska rikið, bæja- og sveitafélög, stærri iðnaöarfyrirtæki, vátrygg- ingafélög og aðrir stofnuðu fyrir um 30 árum. Félagið hefir forustu um það, sem nefnt er í greininni ,,Á förn- um vegi“, — rannsókn á brunum og orsök þeirra, með hliðsjón af því, hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir þá. Á grundvelli þessara rannsókna eru svo byggð- ar leiðbeiningar, sem séð er um að nái tii fólks. Fé- lagið hefir mjög góða samvinnu við slökkviliðin og ásamt þeim kennir það fólki að einangra eld, fara með slökkvitæki og þ. u. 1. ★ ★ ★ „Dansk Brandværns Kornité“ hefir sambönd við samskonar félög í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og víðar, og á einum aðalfundi félagsins, sem ég sat fyrir hönd félags þess, sem ég vinn hjá, spurði ég forstjórann, hvort þeir hefðu nokkra samvinnu við ísland. For- stjórinn neitaði þessu, en sagði, að ef íslendingar ósk- uðu þess, mundu þeir með mikilli ánægju láta þeim í té allar þær upplýsingar og aðstoð, sem þeir gætu. Máske yrðu íslendingar að skipuleggja brunavarnir hjá sér öðruvísi en gert hefir verið í Danmörku, en hitt er alveg víst, að „Dansk Brandværns Komité“ hefir mjög mikla reynslu í þessu og að það mundi borga sig að athuga tilboð forstjórans.“ Hér er til umræðu mikið alvörumál, og leyfi ég mér að vænta þess, að þessu innleggi Vilhjálms Bjarnar- stíiiár •vérWVauMöí‘géfifch. j. h. LEIKAR SINFONIUHLJOMSVEITARINNAR endurteknir í dag, laugardag kl. 4.30 s.d. í Þjóðleikhúsinu. Rússneska óperusöngkonan NADEZDA KAZANTZEVA syngur með undirleik hljómsveitarinnar. ARAM KHATSJATURJAN flytur 4 hljómsveitarverk eftir sjálfan sig. Aðeins þetta eina sinn. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókum og Ritföngum. :: „ÞESSI VIKUR er óviðjafnanlegt skjól- efni. Hann svíkur' aldrei, er öruggur gegn vatni, eldi og áhrifUm lofts. Hið hagkvæm- asta efni, sem hægt er að liugsa sér til ein- angrunar í íbúðarhúsum. Plötumar múr- límast á steypuveggi þannig, að holrúm myndast milli þeirra og veggjarins, eða að þær eru negldar á tréundirlög, t. d. í ris- hæðum. Þá eru skilrúmsveggir fljóthlaðnir ög góðir úr vikurplötunum. Vikurinn er mulinn og þveginn, aðgreindur í mismunandi kornastærðir og blandaður í vissum hlutföllum. Með því móti þarf minna af sementi, sem bindiefni, en samt verður steypan mjög sterk og einangrar að sama skapi betur. Að því styður einnig verulega hin fullkomna „vibration" aðferð,- sem nctuð er við steypuna. Múrhúðun helzt eins vel á þessum vikri og bezt verður á kos- ið. Hægt er að saga, höggva og negla liann sem tré. Til mikilla þæginda er það, hvað veggir," einangraðir með vikrinum, hafa gott nagl- hald fyrir myndir o. fl„ einnig hve múrhúð- m un springur lítið, ef hún er vel sett á. Mjög fer í vöxt að hlaða íbúðarhús og aðrar byggingar úr vikurholsteininum. Reynist það góður og fljótvirkur byggingarmáti. Jafnframt því sem veggir úr honum eru ágætlega hlýir án nokkurs sérstaks skjól- Iags, eru þeir traustir og þola samkvæmfc hérlendri reynslu og erlendum tilraunum betur jarðskjálfta en steinsteypuveggir.“ Um heim allan vekur vikurinn sivaxandi athygli sem úrvals byggingarefni. Framleiðsla Vikurfélagsins h.f. (mölun, þvottur, kornablönd- un, steypa, vélþurrkun) er samkvæmt nýjustu vísindalegum tilraunum og tækni. VIKXRFÉLAGIÐ II.F. Hringbraut 121. Sími 80600. /.VA^^V.VV.V.V.V.V.V.V.Y.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V. AÐALFUNDUR | Fæðiskanpcndafélags Rcyk|avíkux* !; verður haldin í mötuneyti F. R. sunnudaginn 1. apríl n. k. kl. 2 síðdegis. I* Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin í =: W.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.'.V.V.V.V.^W.VAWV.V.V.V Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.