Tíminn - 03.04.1951, Blaðsíða 2
2.
TÍMINN, þriðjudaginn 3. apríl 1951.
74. biað.
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,20 Ávarp: Marshall-að-
stoðin þriggja ára (Björn Ólafs.
son viðskiptamálaráðherra).
20,25 Tónleikar (plötur): Celló-
sónata í A-dúr eftir Weber (Gre
gor Piatigorsky leikur). 20,35 Er-
indi: Bismarck og verkalýðs-
hreyfingin í Þýzkalandi; fyrra
erindi (Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur). 21,00 „Sitt af
hverju tagi“ (Pétur Pétursson).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Vinsæl lög (plötur). 22,30
Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Ríkisskip:
Hekla verður á Akureyri í dag.
Esja er í Reykjavík. Herðubreið
fer frá Reykjavík á morgun
austur um land til Bakkafjarð-
ar. Skjaldbreið er í Reykjavík og
fer þaðan á fimmtudaginn til
Breiðafjarðarhafna. Þyrill er í
Aeykjavík.
Eimskip:
Brúarfoss er á Akureyri, fer
þaðan í kvöld 2. 4. til Siglufjarð
ar. Dettifoss er í Vestmannaeyj
um, fer þaðan væntanlega í
kvöld 2. 4. til Keflavíkur, og
Akraness. Fjallfoss kom til
Gautaborgar 31. 3.. fer þaðan
l.il Kaupmannahafnar. Goðafoss
er væntanlegur til Leith í kvöld,
l'er þaðan 3. 4. til Reykjavíkur.
Lagarfoss fer frá New York 8.
4. til Reykjavíkur. Selfoss fór
l’rá Vestmannaeyjum 29. 3. til
Leith, Hamborgar, Antverpen og
Gautaborgar. Tröllafoss fór frá
Baltimore 28. 3. til Reykjavíkur.
Dux er í Kaupmannahöfn. Skag
en fór frá London 28. 3. til Rvík
ur. Hesnes fermir í Hamborg
um 2„4. til Reykjavíkur. Tovelil
l’ermir í Rotterdam um 10. 4. til
Reykjavíkur.
Árnað heilia
hetp til
Guðmundsson. Að ævilokum
(ritfregn). Nýjar erlendar bæk
ur. Spurt og svarað. Skopsögur.
Þeir vitru sögðu. Nýjar bækur
o. m. fl. Ritstjóri Samtíðarinn-
ar er Sigurður Skúlason.
Úr ýmsum áttum
A affalfundi
Hins íslenzka prentaraféíags,
1 sem haldinn var í Alþýðuhús
inu við Hverfisgötu í gær, var
m. a. lýst stjórnarkjöri.
| Kosningar fóru fram fyrir
nokkru í H. í. P., en úrslitum var
ekki lýst fyrr en í gær.
I Magnús H. Jónsson var kjör-
inn formaður með 120 atkvæð-
um. Auk Magnúsar er stjórn
H. f. P. þannig skipuð: Ritari
Árni Guðlaugsson, gjaldkeri
Kjartan Ólafsson, 1. meðstjórn-
undi Meyvant Ó. Hallgrímsson
og 2. meðstjórnandi Pétur Stef-
ánsson.
Konur, munið
afmælisfund kvennadeildar
Slysavarnafélagsins í Reykjavik
mánudaginn 9. apríl í Tjarnar-
kaffi. Aðgöngumiða sé vitjað
sem allra fyrst í Verzlun Gunn-
þórunnar i Eimskipafélagshús-
inu.
Um olíubrennsara.
Blaðið hefir verið beðið að
birta eftirfarandi athugasemd:
„I tilefni af blaðaskrifum og
fréttum í útvarpi undanfarna
daga um nýja tegund af olíu-
brennara í miðstöðvarkatla, svo
nefndan „Olíubrennara", vilj-
um við undirritaðir taka fram
eftirfarandi:
Vélsmiðjan Bjarg hefir und-
anfarin fjögur ár framleitt oliu-
kynditæki, brennara og katla,
sem nýta súginn úr reykháfn-
um í stað rafmagnsblásara. Olíu
kynditæki þessi eru útbúin ör-
yggistækjum gegn ikveikju, nýta
olíuna mjög vel og eru fullkom-
lega samkeppnisfærir í verði og
gæðum við önnur kyndingar-
tæki, sem eru á markaðnum.
Kyndingartæki þessi hafa verið
smiðuð i katla af stærðum frá
11/2 til 10 ferm. og hafa verið
sett í fjölmargar byggingar í
Reykjavík og víðar, þar sem þau
hafa gefið góða reynslu.
Af ofanrituðu er því augljóst,
að „olíubrennarinn“ er engin
nýjung, þar sem kyndingartæki
vort, byggt á sama lögmáli, hefir
verið í notkun svo árum skiftir.
Vélsmiðjan Bjarg h.f.
Höfðatúni 8“.
Leiðrétting.
1 auglýsingu um Miðá í Dala-
sýslu misritaðist heimilisfang
Þorbjörns Ólafssonar, sem er
Harrastaðir.
Marsliallhjálpin
(Framhald af 8. síðu.)
með þvi að amerískir sér-
fræðingar komu hingað til
lands til þess að athuga og
kynna sér freöfískframleiðsl-
una hér. Þrír íslenzkir sér-
fræðingar á sviði fiskiðnað-
ar og fiskirannsókna fóru til
Bandaríkjanna til þess að
kynna sér framfarir og nýj-
ungar hver á sínu sviði.
í tilefni af þessum tíma-
mótum í starfsemi Marshall-
áætlunarinnar, hélt Dean
Acheson, utanríkismálaráð-
herra Bandarikjanna ræðu í
gær, þar sem honum fórust
m. a. orð á þessa leið:
„Einhver merkilegasta þró
unarsaga okkar tíma er hinn
skjóti og mikli árangur, sem
þjóðir Evrópu hafa náð í end
urreisnarstarfi sínu eftir
hörmungar og eyðileggingu
stríðsáranna. Enda þótt það
megi mæla og lýsa þessari
endurreisn á efnislegum
grundvelli, þá er hún fyrst
og fremst dæmi um andlegan
sigur, þroska og einbeitni
þessara þjóða, og ber vitni
um áræði og framsýni leið-
toga þeirra-----þvi á þessu
hefir endurreisn Evrópu
fyrst og fremst byggst.“
Hjónaband.
S. 1. laugardag voru gefin
saman í hjónaband ungfrú
Stefania Guðmundsdóttir og
Guðbjörn Jóhannesson. Séra
Árelíus Níelsson gaf brúðhjónin 1
saman. Heimili þeirra er að
Hlíðaveg 20.
B/öð og tímarit
Prentarinn,
blað Hins íslenzka prentara-
félags, 9.—10. og 11.—12. tbl., er
nýkominn út. Fyrra blaðið hefst
á áramótahugleiðingu, eftir H.
H., þá er getið merkisafmæla
prentara, síðan er framhalds-
grein um Jan Tschichold og verk
hans og loks upptíningur ýmis
konar og fréttir. — f siðari blað
inu má sjá reikninga H. í. P.
árið 1950, og er þar margvísleg-
an fróðleik að finna um hag
þess. „Prentarinn" er að sjálf-
sögðu vel úr garði gerður, eins
og vera ber um málgagn þess-
arar stéttar. Ritstjórar eru Hall
björn Halldórsson og Sigurður
Eyjólfsson.
*
fl ftrnum Cegi:
Eldsvoðar og brunavarnir
Kristján J. Reykdal, fulltrúi í brunadeild Sjóvá-
tryggingafélagsins, hefir sent mér stuttan pistil i til-
efni af bréfi Vilhjálms Bjarnarsonar í Kaupmanna-
höfn, er birtist hér á dögunum. Skýrir Kristján J. Reyk-
dal, sem er formaður eldvarnanefndar innan Sam-
bands brunatryggjenda á íslandi, frá því, hvernig eld-
varnamálum er háttað hér á landi. Kristján segir:
„Það eru tveir aðilar, sem hafa á hendi eldvarnar-
eftirlit hér á landi, eldvarnaeftirlit ríkisins, sem er í
sambandi við Brunabótafélag íslands, en undir stjórn
Geirs Zöega vegamálastjóra, og eldvarnaeftirlit „Sam-
bands brunatryggjenda á íslandi“ (skammstafað S.B.
Á.Í.), en að því standa öll starfandi brunatryggingar-
félög hér á landi, innlend og erlend. Sérstök nefnd inn-
an „S.B.Á.Í.“ hefir með höndum mál þessi. H[ið fyrr-
nefnda hefir á hendi brunavarnir í sveitum og kaup-
stöðum utan Reykjavíkur, en hið síðarnefnda aðallega
hér í Reykjavík. Bæði hafa þessi „eftirlit" sérfróða
menn í þjónustu sinni, sem starfa að þessuln málum.
Tímaritið Samtiðin,
marzheftið hefir blaðinu bor
izt, og hefir það að vanda marg
víslegt efni m. a.: Er fimleika-
kennsla háskaleg? (forustu-
grein). Madrid er fræðileg
menningarborg eftir Magnús
Víglundsson ræðismann. Stríðs-
nótt (kvæði) eftir Gunnar Dal.
Um geislahitun húsa eftir Aðal-
stein Jóhannesson vélfræðing.
Bréfið (saga) eftir Ivar Árnason.
Fjármál framtíðarinnar (síðari
grein). eftir Aron Guðbrands-
son forstjóra. Bréf úr borginni
eftir Sonju B: Helgason. Til-,
kynnin^i45fqfuív.,eftir Loft
★ ★ ★
Eldvarnaeftirlit „S.B.Á.Í.“ er meðlimur í „Fire Pro-
tection Association“ í Englandi, sem gefur meðlimum
sínum alls konar tæknilegar leiðbeiningar og hefir
ennfremur haft samband við „Dansk Brandværns
Komité,“ m. a. hefir eldvarnaeftirlit „S.B.Á.Í.,“ ásamt
Slysavarnafélaginu, keypt 2 fræðslukvikmyndir um
eldvarnir af dönsku neíndinni, og eru myndir þessar
á leiðinnj hingað.
★ ★ ★
Annars ætla ég ekki að skrifa lengra mál um þetta
nú, þar eð búast má við, að bráðlega verði skrifað nán-
ar um málefni þessi í dagblöðin í sambándi við vænt-
anlega^ „slysavari|aviku,“ sem Slysavarnafélag'ið og
„S.B.Á.Í." standa að.“ J. H.
1 • m m m m 1
!?
W.V.W
--- :•
• TILKYNNING •
Nr. 11/1951
Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarkSverö
á selda viunn hjá vélsmiðjum, skipasmiðastöðvum og
netaverkstæðum: ---;
Dag- Eftir- N. og
vinna: vinna: hd.vinna
Skipasmíoasveinar og nemar
á 3. og 4. ári.......... 20.89
Sveinar í járniðnaði og nemar
á 3. og 4. ári.......... 20.34
Aðstoðarmenn ........... 17.22
Verkamenn cg nemar
á 1. og 2. ári '........ 16.32
Netavinnufóik .......... 16.16
Tilkynning þessi gengur í gildi frá og með 1. apríl
og með henni eru úr gildi fallin ákvæði tilkynningar
verðlagsstjóra nr. 36 og 37 frá 5. september 1950.
Reykjavík, 2. apríl 1951,
28.35
27.61
23.37
22.15
22.90
35.81
34.87
29.52
27.98
29.63.
:!
\%v.v
Verðlagsskrifsíofan.
’.V.V.V.-.V.VAV.VVAV.VÁ
Oprlm
Það er þegar fengin ágæt reynsla fyrir „Oprim“-
strauvélum, sem ómetanlegri húshjálp.
Getum nú aftur afgreitt þær með stuttum fyrir-
vara.
Tökum á móti pöntunum.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
Raftækjaverkstæðlð VOLTB
Sími 6458.
UNGLING
vantar til að bera út blaðið í KI.EPPSHOLT.
Afgretðsla TÍMANS
Sími 2323 og 81 549.
Allkálfakjöt
Nautakjöt
Kýrkjöt
FRYSTÍHUSIÐ HERÐUBREIÐ
Sími 2678