Tíminn - 07.04.1951, Síða 1

Tíminn - 07.04.1951, Síða 1
Rttstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttarltstjórl: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúei | Fréttasímar: 81302 og 81303 Aígreiðslusími 2323 ;> Auglýsingasími 81300 J Prentsmiðjan Edda | 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 7. apríl 1951. 78. blaö. Verkfallsástand á götum Parísar 4. ágúst síðastliðinn var gefinn út listi um vörur, sem heimilt var að flytja inn án innflutningsleyfis. Þessi listi var aukinn í haust, og í gær ákvað ríkisstjórnin að aúka frílistann enn verulega, svo að nú er frjáls innflutningur á flestum aðalrekstrarvörum atvinnuveganna og helztu neyzluvörum almennings. Stuðlað að fjölþætt- ara atvinnulífi Núverandi bæjaryfirvöld í Siglufirði stuðla mjög að fjöl- þættari atvinnurekstri í kaupstaðnum, undir forustu Jóns Kjartanssonar, hins duglega og ötula bæjarstjóra. Þannig hefir nú verið á- kveðið að auka verulega strax á þessu ári ræktun á kúabúi bæjarins að Hóli, til að minnka hin miklu heykaup, sem undanfarið hafa átt sér stað til búsins á hverju hausti. Er mikil og aðkallandi þörf fyrir kaupstaðinn, að aukin verði framleiðsla neyzlu- mjólkur, svo sem frekast er kostur, þar sem samgöngu- erfiðleikar á vetrum valda oft alvarlegum mjólkurskorti í bænum. Stútmíðar frá Áfengis- verzluninni leikfang Friimbnrðnr bílstjórans, cr seldi spirltus« Itlttnduna á flöskum frá Á. R. Fulltrfti sakadómara hefir haft til rannsóknar áfengis- sölumál bílstjóra eins, sem hafði til sölu spíritusblöndu á flöskum með miðum frá Áfengisverzlun ríkisins. Málið ei ekki full-upplýst enn, og þykir framburður bílstjórans tor- íryggilegur. Fulltrúi sakadómara skýrði Tímanum svo frá þessu máli í gær: Margskonar óþægindi og erfiðleikar hliuust af verkfalli bíl- stjóra og starfsmanna neðanjarðarbrauta í París á dögun- um. Þessi mynd sýnir ástandið á einni brautarstöðinni, þar scm fólk býður og ætlar að veifa stórum flutningabílum, sem stundum taka fólk upp. Alvarlegt fisklleysi á miðum Austf jarðabáta Aðeins fjjárðungur miðlungsafla kominn á land á Djúpavogi. — Fiskilaust á miðum Frá fréttaritara Tímans á Djúpavogi. Vertíðin hefir brugðizt hrapallega það sem af er. Afli Djúpavogsbátanna er ekki nema fjórði hluti aflans, sem kominn var á land um þetta leyti í fyrra. Er hvort tveggja, að gæftir hafa verið stirðar og aflaleysi. Virðist svo, sem fiskur sé áberandi minni á miðunum núna, bæði djúpt og inn á firði. haglaust og mikil harðindi. Suður á Djúpavogi og sunnar er hins vegar mikiu snjólétt- ara. Þar hefir verið þíðviðri undanfarna daga og nú víða komnir hinir sæmilegustu hagar. Á sama tíma hefir enn snjó að og harðnað á norðan Beru- fjarðar. Róið í tvo daga. í gær var búið að róa tvo daga frá Djúpavogi eftir lang varandi gæftaleysi. Aflinn var sáralítill, eða 6—7 skippund á bát í róðri. Reynt hefir verið með þorskanet í firðinum, en ekki hefir aflazt heldur með þeirri veiðiaðferð. í fyrra var hins vegar kominn sæmilegur afli í þorskanet innfjarðar um þetta leyti, enda er það venja að þær veiðar hefjist og gefi góða raun snemma vors. Snögg umskipti. Einkennilegt er það hversu snögglega skiptir um veðráttu við Berufjörð. Norðanmeginn á Berunesi er allt í kafi i snjó, Dularfullur yestur: Skiiríkjalaus stúlka kom með Karlsefni Segist vera íslen/k. cn talar ekki íslenzka né þekkir íslenzka staðhætti Iir togarinn Karlsefni kom til Reykjavíkur á miðviku- daginn var með skipinu sérkennilegur farþegi — stúlka, sem Þórarinn Olgeirsson, umboðsmaður í Grimsby, hafðj beðið fyrir flutning á. Var hún skilrikjalaus með öllu, sagðist vera íslenzk, en kann þó ekki íslenzku og þekkir ckki stað- liætti hér. . --------------------- María Sigurðsson — Helena Magnússon? I Útlendingaeftirlitið hér hef ir yfirheyrt stúlku þessa, en lítið er á framburði hennar að græða, og'stenzt fátt af því, sem hún segir. Yfirheyrslurn ar hafa farið fram á ensku. Hún segist hafa verið nefnd Marías Sigurðsson í Englandi, en allt er í vafa um skírnar- nafn hennar. Föður sinn seg- ir hún heita Valdimar Sig- urðsson, og hafi hún fæðzt í Reykjavík 1928. Til Englands þótt:st hún fyrst hafa farið í nðvembermánuði síðastliðn- um, brevtti framburði sínum s’ðar á þá leið, að hún hefði farið þangað í hitteðfyrra og síðast, að hún hefði flutzt þangað tveggja ára barn. — Á skipinu sagðist hún hins veg ar heita Helena Magnússon. Töldu skipverjar, að hún hefði ver ð send með Karlsefni til fslands að tilhlutan sendiráðs ins í London, en við yfirheyrsl ur hefir stúlkan sagt, að hún hafi aldrei séð íslenzka sendi- ráðið í London, hvað þá meira. Varla íslenzk. Stúlkan er rauðhærð, föl í andrtk meðalhá og feitlag!n. í gær gaf sig fram í Reykja- vík fólk, sem taldi stúlku þessa líkjast mjög íslenzkri hjúkrunarkonu, sem dvalið hefir langdvölum erlendis. Lögreglan telur með öilu ó- (Framhald á 2. siðu.) Leikfang handa börnunum! — Bílstjóri þessi segir, að hann hafi fyrir jólin i vet- ur farið með tómar flöskur til þess að selja í Nýborg. — Hafi hann þá séð hrúgu af stútmiðum af flöskum Á- fengisverzlunarinnar liggja við dyraþrepin utan við Ný- borg. Hafi hann þá gripið niður í hrúguna, tekið þarna rösklega fjörutíu miða og stungið þeim í skúffu í mæla- borði bifreiðar sinnar. Gefur hann þá skýringu á þessu, að hann hafi ætlað að gefa börn um sínum miðana til þess að leika sér að. Samt sem áður gerði hann það ekki og lágu miðarnir um hríð í skúffunni. Keypti spíritus, bland- aði og límdi yfir. Seinna segist hann hafa hitt mann, sem hann viti engin deili á. Bauð hann hon um fimmtán flöskur af ó- blönduðum spíritus, og tókust kaup með þeim. Síðan bland- aði hann spíritusinn með (Framhald á 7. síðu.) Alþýðnf lokku r inn tapar í Siglu- firði A síðasta bæjarstjórnar- fundi í Siglufirði, urðu all- miklar breytingar á nefnda- skipunum bæjarins. Tapaði Alþýðuflokkurinn fulltrúum. úr nokkrum nefndum, en Framsóknarmenn voru kjörn- ir í trúnaðarstörf þessi í stað inn. Þannig var Bjarni Jóhanns son kosinn í stjórn síldar- verksmiðjunnar Rauöku í stað Alþýðuílokksmanns og einnig var hann koiinn i stjórn bæjarbúsins að Hóli, og er formaður hennar. Alls unnu Framsóknarmenn sex ný sæti í nefndum frá Alþýðu flokknum, og hefir Framsókn arflokkurinn ekki átt menn í þessum nefndum áður. Dauð loðna flýtur í breiðum við Eyjar Ðeyr aft loklnni farygniiigunni Á sjónum umhverfis Vestmannaeyjar fljóta nú víða mikl- ar breiður af dauöri loðnu, og það, sem enn er lifandi af loðnunni virðist orðið mjög máttfarið, svo að hún drepst jafnvel við öldusláttinn frá skipum, sem leið eiga um loðnu- svæðin, og flýtur upp í kjölfarið. Sólbráð hefir verið í Skaga- firði síðustu daga, og er of- urlítið farið að batna á hög- um, þar sem vel liggur við sól. Næturfrost hafa hins vegar verið til þessa. Loðnan mun koma upp að landinu til þess að hrygna, og er hrygningartíminn tal- inn um miðjan marzmánuð. Það er álit sjómanna, að loðn an drepizt svo, að hrygningu lokinni. Álit fiskifræðinga. Hermann Einarsson fiski- fræðingur tjáði Tímanum, að það væri einnig álit fræði- manna, að hún dræpist yfir- leitt að lokinni hrygningu. — Kæmi oft mikil mergð af henni upp að landi, og væri hún þá svo máttfarin, aö hún reyndi ekki að bjarga sér, þótt undan henni fjaraði. Þá væru þess einnig dæmi, að mikiö af dauðri og iild- inni loðnu hefði komið í botnvörpu úti í Faxaflóa að vorlagi. Þjóðminjasafnið verður varla opnað í ár Það á enn langt í land, að þjóðminjasafnið verði opn- að, sagði Kristján Eldjárn þjóðminjavörður í gær við tíðindamann frá Tímanum. Það er verið að koma safn inu fyrir í hinni nýju bygg- ingu, en það er mikið verk og seinunnið og mun taka langan tíma. í ahnenna safninu eru þrettán til fjór- tán þúsund munir, sem raða þarf niður og búa sem bezt um, en auk þess eru svo sér- deildir ýmsar. ,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.