Tíminn - 19.04.1951, Blaðsíða 6
s.
TÍMINN, fimmtudaginn 19. apríl 1951.
88. blað.
Sumardagurinn fyrsti 1951
Háfíðarhðld „SUMARGJAFAR,/
♦
>
♦
♦
>
i
'♦
♦
>
>
♦
♦
l
t
♦
!
Kl. 1,15: Ræða:
Herra biskupinn Sigurgeir
Sigurðsson talar úr útvarps
sal. Að lokinni ræðu leikur
lúörasveit.
Sölustöðvar Sumargjafar
eru:
f. Grænuborg, Barónsborg,
Drafnarborg, Steinahlíð, j
Listamannaskálanum og1
við Sundlaugarnar (vinnu- ;
skáli.
Aðgöngumiðar að öllum
skemmtununum nema!
Snædrottningunni og Elsku
Rut, verða seldir í Lista-
mannaskálanum kl. 10—12
fyrsta sumardag.
Vðgöngumiðar að revýunni
„Hótel Bristol“ kosta kr.
á0,00.
Aðgöngumiðar að dagskemmt
ununum kosta kr. 5,00 fyrir
börn og kr. 10,00 fyrir full-
orðna.
\ðgöngumiðar að dans-
skemmtununum kosta kr.
15,00 fyrir manninn.
Öseldir aðgöngumiðar að
tlansskemmtununnm verða
seldir í húsunum sjálfum
við innganginn.
IiiuÍKkoiiinitanii*
Kl. 1,45 í Tjarnurbíó:
i.úðrasveitin „Svanur“ ieikur
Stjórnandi Karl Ó. Run-
ólfsson.
Kórsöngur: Telpur úr gagn-
fræðaskólanum við Lindar
götú. Jón ísleifsson stjórn
ar.
Sjónhverfingamaðurinn Pét-
ur Eggertsson.
Gamanvísur með gítarundir
leik: Jósef Helgason.
Samleikur á tvær fiðlur: Ól-
afía M. Ólafsdóttir og Ein-
ar G. Sveinbjörnsson.
(Yngri nem. Tónlistarskól
ans).
Munnhörpuleikur: Ingþór
Haraldsson og Karl Lillien
dahl.
Kl. 2 í Sjálfstæðishúsinu:
Kórsöngur: Átta ára telpur
úr Meiaskólanum, stjórn-
andi Guðrún Pálsdóttir.
Látbragðaleikur: Loftur
Magnússon og Pétur Einars
soru
Leikþáttur: Skátar úr Hafn-
arfirði, Ólafur Friðjóns-
son, Jón M. Þorvarðarson
og Ólafur Sigurðsson.
Einleikur á píanó: Ketill Ing
ólfsson. íYngri nem. Tón-
listarskólans).
Lcikþáttur: „Sitt sýnist hverj
um“. Börn úr 11 ára A
úr Melaskólanum.
Söngur með gítarundirleik:
Böm úr 11 ára A, úr Mela
skólanum.
Viikvakar cg bjóðdansar:
Telpur úr Glímufélaginu
Ármanni.
Leikfimi: Drengir úr Melá-
skólanum, stjórnandi Hann
es Ingibergsson.
Samieikur á selló og píanó:
Pétur Þorvaldsson og Þor-
kell Sigurbjörnsson (Yngri
nem. Tónlistarskólans).
Kl. 2,30 í Austurbæjarbíó:
Einieikur á píanó: Soffía Lúð
víksdóttir. (Yngri nem.
Tónlistarskólans).
Danssýning: Nemendur Rig-
mor Hanson.
Leikþáttur: Tveir drengir úr
12 ára G, úr Austurbæjar
skólanum.
Iiinsöngur: Hermann Guð-
mundsson.
Söngur með gítarundirleik:
Fjórar stúlkur úr 12 ára G
úr Austurbæjarskólanum.
Sjónieikur: ,Alvitur læknir“,
Börn úr 12 ára G, Austur-
bæjarskólanum.
Einleikur á píanó: Ester
Kaldalóns (12 ára úr Aust-
urbæjarskólanum).
Hvað ætla ég að verða, þegar
ég er orðin stór? (Níu stúlk
ur úr 12 ára G, úr Austur-
bæjarskólanum).
Dans: Stúlkur úr 9 ára G,
úr Austurbæjarskólanum.
Einleikur á píanó: Steinunn
Kolbrún Egilsdóttir.
Einsöngur: Sigurður Ólafs-
son.
Samleikur á fiðlu og píanó:
Ásdís Þorsteinsdóttir og
Soffía Lúðvíksdóttir.
(Yngri nem. Tónlistarskól-
ans).
Kl. 2 í Góðtcmplarahúsinu:
(Endurtekið kl. 4.)
Nemendur úr Uppeldisskóla
Sumargjafar og starfsstúlkna
fél^gið „Fóstra“ sjá um
skemmtunina.
Söngur.
Hringleikur barna (3—7
ára.)
TTpplestur: „Stubbur“
lesinn.
Þula
Almennur söngur
Getraun
Söngur
Sögð saga
AIIi, Palli og Erlingur
Almennur söngur.
Skemmtunin er einkum fyrir
börn á aldrinum 3ja til 7
ára.
Kl. 4 í Góðtemplarahúsinu:
Skemmtunin kl. 2 endur-
tekin.
Kl. 3 ílðnó:
Kórsöngur: Börn úr Mela-
skólanum, stjórnandi Ól-
afur Markússon.
Leikþáltur: Hjásetan. (Frá
barnastarfsemi frú Svövu
Fells).
Þjóðdansar: Nem. úr 1. bekk
gagnfræðaskól. við Hring-
braut, stjórnandi Þorgerð
ur Gísladóttir.
Einleikur á píanó: Jónína H.
Gísladó.ttir. (Yngri nem.
Tónlistarskólans).
Hvor var meiri? (Frá barna
starfsemi frú Svövu Fells).
Einleikur á píanó: Guðrún
Ingólfsdóttir.
Leikrit: Bilaðir bekkir. Leik-
stióri Klemens Jónsson,
leikari.
Kl. 3 í Hafnarbíó.
Kvikmyndasýning. Aðgöngu-
miðar setdir frá kl. 11 f.h.
Venjulegt verð.
Kl. 3 og kl. 5 í Nýja Bíó:
Kvikmyndasýningar. Að-
göngumiðar seldir frá kl.
11 f.h.. Venjulegt verð.
KI. 3 í Tjarnarbíó:
Kvikmyndasýning, Aðgöngu-
miðar seldir frá kl. 11 f.h.
Venjulegt verð.
KJ, 3 í Gamla Bíó:
Einleikur á harmoniku:
Grettir Bj'irnsson.
Söngdans: Börn úr 12 ára B,
úr Miðbæjarskól., stjórn-
andi Hjördís Þórðardóttir.
Einieikur á píanó: Jakobína
Axelsdóttir. (Yngri nem.
Tónlistarskólans).
Leikþáttur: Nem. úr Austur-
bæjarsk., stjórnandi ólaf-
ur Örn Árnason.
Drengjakór Fríkirkjunnar.
Stjórnandi Guðmunda El-
iasdóttir söngkona.
Danssýning: Nem. Rigmor
Hanson.
Samleikur á fiðlu og píanó:
Kristín S. Árnadóttir og
Árni Björnsson.
Einsöngur: Ólafur Magnús-
son.
Kl. 3 í Stjörnubíó:
Einleikur á harmoníku: Ólaf
ur Pétursson.
Upplestur: Svala Hannesdótt
ir.
Söngur með gítarundirleik:
12 ára G, úr Austurbæjar-
skólanum.
Leikþáttur: „Láki í klípu“.
Börn úr 12 ára II, úr Aust-
urbæ j arskólanum.
Sjónhverfingamaðurinn Pét-
ur Eggertsson.
Samleikur á þrjár fiðlur: Sig
rún Andrésdóttir, Ingi-
björg Björnsdóttir og Gunn
laugur Þór Ingvarsson.
(Yngri nem. Tónlistarskól-
ans).
Kvikmyndasýning: (Róbin-
son Krúsó. Skemmtileg
barnamynd).
KI. 4,30 í samkomuhúsi
U. M. F. G.
Grímsstaðaholti.
Einleikur á harmoníku.
Upplestur. (Saga).
Kvikmyndasýning.
Dans.
Kvikmyiida-
syiiiii’í'ar
Kl. 5 í Gamla Bíó.
Kl. 5 I Stjörnubíó.
KI. 9 í Hafnarbíó.
Kl. 9 í Austurbæjarbíó.
Aðgöngumiöar seldir frá kl.
1 e. h. Venjulegt verð
IfiksýnmjSar
Kl. 2 í Þjóðleikhúsinu:
Sýning á barnaleikritinu
Snædrottningin, eftir H. C.
Andersen.
Aðgöngumiðar seldir í þjóð-
leikhúsinu frá kl. 1,15 e. h.
KI. 8 í Iðnó:
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
„Elsku Rut“.
Aðgöngumiðasala í Iðnó, eins
og venjulega hjá Leikfélag
inu. Venjulegt verð.
Kl. 8,30 í Sjálfstæðis-
húsinu:
Bláa stjarnan sýnir revýuna
„Hótel Bristol".
Dansskþinintaiiir
verða í þessum hiisum:
Breiðfirðingabúð
Alþýðuhúsinu
Tjarnarcafé
Listamannaskálanum
Gömlu dansarnir.
DANSSKEMMTANIRNAR
hefjast allar kl. 9,30 e. h. og
standa til kl. 1.
Það hefir verið sagt, að nú á
tímum væri munur sumars og
vetrar orðinn svo lítill í aðbúð
manna og lifnaðarháttum, að
þjóðin væri að týna sumargleði
sinni. Menn væru yfirleitt hætt
ir að vita af myrkri og kulda
í líkingu við það, sem áður
var. í þetta sinn höfum við þó
fengið svo harðan vetur, að
hann glæðir áreiðanlega sumar
þrá og vorgleði, og reyndar
hélt ég að íslendingar fögnuðu
I vorinu alltaf, þó að hitaveita og
rafljós hafi sín áhrif. Hitaveita
| sólar og sumars og vorljósin
’ sjálf taka öllu öðru fram.. Jafn-
j vel þó að menn hafi gnægð mat
ar, búi við baðhita í húsum
og kveiki rafljós strax og
; skyggja tekur, þrá þeir vorið.
En allt annað er þó eðlilega við
horf þeirra, sem langþreyttir
eru orðnir á baráttu við hin
myrku og köldu náttúruöfl.
I
Það er ofætlun sennilega
venjulegum mönnum, sem ekk-
ert svipaö hafa reynt, að skilja
hvílík þrekraun er nú lögð á
bændur á harðindasvæðunum.
Sú raun verður ekki mæld eða
talin í hitaeiningum eða vinnu
stundum aðeins, því að hún er
engu siður og jafnvel fyrst og
fremst andleg raun. Þegar horf
ur gerast tvísýnar um þaö,
hvort bjarga megi bústofni, er
hafin sú raun, sem löngum hef
ir gengið næst sálarfriði bænda
og sálarþreki.
Þegar litið er um öxl og hugs-
að um flutninga þá, sem fram
hafa farið undanfarnar vikur,
til að bjarga á harðindasvæð-
unum, er það auðséð, að hin
nýja tækni hefir þar ráöið úr-
slitum. Beltisdráttarvélar, snjó-
bíll og sérstaklega öflugir vöru
bilar hafa brotizt áfram með
nauðsynjar manna, og jarðýtur
hafa haldið vegum opnum. All-
ar þessar samgöngur byggjast
á nýjum vegum og nýjum tækj
um, sem naumast voru til fyrir
20—30 árum. Félagsleg átök til
að byggja og nytja þetta land
síðasta aldarfjórðunginn hafa
gert þessa flutninga mögulega.
Fyrir einum 25 árum var að-
staðan öll önnur. Um það getur
hver skyggnzt í sinni sveit.
Ýmsir virtust vera farnir að
halda að tíðarfar á íslandi væri
verulega breytt frá því, sem áð-
ur var, — orðið mildara og
hlýrra. Fyrir þessu kunnu að
virðast þau rök, að ísar eru
miklu minni nú í norðurhöfum
en sögur eru af nokkru sinni
fyrr. Vorið 1949 sýndi þó greini
lega, að norðanátt er norðanátt,
og hvort sem henni fylgir haf-
ís eða ekki, fylgir henni kuldi
eins og ísavorin fyrrum. Senni-
lega hefir kuldinn ekki stafað
af hafísnum eins mikið og
menn héldu, heldur fylgt norð-
anáttinni. Þetta er ekki hugg-
unarríkt en það virðist vera
staðreynd. Nú hefir norðan og
norðaustanátt verið ríkjandi
nálega þrjú misseri og ekki séð
nær þeim ósköpum linnir.
En sumardagurinn fyrsti er
þó alltaf tákn sumarsins, fyrir-
heit og boðskapur batnandi
tíma. Þess vegna er hann alltaf
dagur vonarinnar og trúarinn-
ar ög styðst við hækkandi sól
og vaxandi birtu. Skíðafólkið
hefir nú fengið þá úrlausn, að
okkur finnst að það mætti vel
við una þó að vorið 'tæki völd
í sveitum og jörðin færi að
þiðna hið neðra, enda er víða
ærinn klaka að bræða sunnan-
lands, þó að jörðin liggi græn.
og þíð undir gaddinum um allt
landið norðan vert. Og það
verður fagurt vor, þegar sú
jörð kemur upp. Það fagra vor
þráum við að sjá sem fyrst og
með það í huga bjóðum við
hvort öðru gleðilegt sumar.
Starkaður gamli.
Miniiiiigarafliöfi!
JÓNU J. BRANDSSON
frá Tannsstöðum í Hrútafirði fer fram laugardaginn
21 þ. m. í Hallgrímskirkju kl. 2 e. h.
Systkinin.
Jarðarför mannsins míns
ÞÓlíÐAR HELGASONAR
fer fram laugardaginn 21. þ. m. kl. e. h. frá heimili
sonar hans Faxabraut 8 Keflavík.
Blóm og kransar afbeðin.
Gróa Erlendsdóttir
Dráttarvélanámskeið
vterður haldið á vegum vélanefndar ríkisins að Hvann-
eyri. Hefst námskeiðið 14. maí.
Umsóknir, er tilgreini aldur, þekkingu á þessu sviði
og hvort umsækjandi sé ráðinn til vinnu hjá búnaðar-
eða ræktunarsambandi, hafi borizt vélanefnd fyrir 1.
maí.
Vélanefnd ríkisins.
!AUGLYS IÐ I TIMANUM