Tíminn - 22.04.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.04.1951, Blaðsíða 5
90. blað. TÍMINN, sunnudaginn 22. apríl 1951. 5. Suntuid. 22. apríl Kommúnistum af- hent forustan Það er nú komið á daginn, eins og fyrirfram var vitað,1 að Alþýðuflokkurinn færðist meira í fang en hann hafði getu til, þegar hann lét stjórn Alþýðusambandsins fyrir- skipa uppsögn kaupsamninga og baráttu fyrir nýrri kaup- hækkun frá 1. þ. m. að telja. Meðal félagsmanna í verka- lýðsfélögunum var yfirleitt j ekki neinn jarðvegur fyrir! kauphækkunarbaráttu, þvi að þeim var ljóst, að hún gat ekki leitt til neinna kjarabóta að óbreyttum aðstæðum. Sár fá félög urðu því við áskorun Alþýðusamba!nds;(tj órnarinn- ar og aðalfélögin, sem höfðu auglýst verkföll, eins og Hlíf i Hafnarfirði og Baldur á ísa firði afturkölluðu þau um óákveðinn tima. Börðust þó Helgi Hannesson í Hafnar- firði og Hannibal Valdimars- son á ísafirði grimmilega fyr ir því, að til verkfalls væri látið koma nú þegar, en verka menn neituðu að fara að ráð um þeirra. Öll uppskeran af verkfalls brölti . Alþýöuflokksforingj- anna virðist vera sú, að tvö kvenfélög hafa hafið verkfall, annað í Hafnarfirði og hitt í Vestmannaeyjum. Það síðar- nefnda mun og njóta fylgd- ar verkamannafélagsins þar. Virðist það furðuleg herstjórn hjá jafnaðarmönnum á þess- um stöðum að valda með þessu óeðlilegri truflun í at- vinnulífin þar, en bíða ekki heldur eftir þeirri allsherjar stöðvun, sem virðist vera í vændum. Eftir að verkfallsbrölt Al- þýðuflokksins hafði þannig runnið út í sandinn og flokk urinn sýnt sig þess ómegnug an að heyja verkfallsbaráttu, — eins óg ætlun hans var og sýna sig þannig jafnsterkan eða sterkari kommúnis'tum, — hefir hann orðið að stíga þau þungu spor að biðju um liðveizlu kommúnista. Komm únistar hafa beðið rólegir eftir þessu, því að þeir vissu, að þannig myndi hin „misk- unnarlausa barátta“ Stefáns Jóhanns enda. Þeir hafa líka neytt aðstöðu sinnar til fulls. Það sést á samkomulagi verkalýðsfélaganna í Reykja vík, er sagt hafa upp kaup- samningum frá 18. maí n. k. Það ber gleggst með sér, hve fullkomiega Alþýðuflokkurinn hefir orðið að ganga að afar- kostum kommúnista. Það er t. d. eitt ákvæði þcssa samkomulags, að fé- lögin „mega ekki gera sam inga við atvinnurekendur, nema fyrir liggí samkomu lag allra félaganna, er að samkomulagi þessu standa.“ Óbilgjarnasta fé- lagið, þótt það sé kannske minnst, fær þannig al- ræðisvald. Með þessu liafa kommúnistar því alveg tryggt sér forustuna í væntanlegri kaupstyrjöld. í slíkum samtökum erlends þar sem jafnaðarmenn ráða, er það meirihluti fé- laganna, sem fer með úr- skurðavaldið, en ekki eitt félag. Það eitt er lika lýð- ræði. Annað ákvæði sýnir og ERLENT YFIRLIT: Fulltrúafundurinn í París Sainkomulag' næst ekki meiian áróðuriínn er látinn ski|ia öndvegið Fulltrúafundurinn í París, sem á að ganga frá dagskrá fyr- ir væntanlegail utanríkisráð- herrafund stórveldanna, hefir nú staðið vikum saman, án þess að nokkur árangur hafi náðst, eða samkomulagshorfur séu nokkuð betri en þær voru í upphafi. Hér verður það ekki rakið, er mestum ágreiningi virðist valda, heldur verða rifjuð upp nokkur atriði úr greinum, sem birtust í ensku blöðunum „Manchester Guardian“ og „Economist" um það leyti, er fulltrúafundurinn kom saman. í greinum þessum er vikið að tilhögun þeirri, sem er á þessum fundi og verið hef- ir á fundum stórveldanna um skeið, og það talið eiga sinn þátt í ósamkomulaginu. Virðist margt benda til, að gagnrýni þessara merku ensku blaða sé á talsverðum rökum reist. Ofmikill áróður. Manchester Guardian byrjar grein sína á því, að láta í ljós áhyggjur yfir því, að of mikið hafi verið rætt um viðhorf og kröfur full- trúanna. Af þeirri athygli, sem beinist að fundinum kunni að leiða, að menn haldi fastar við kröfur sínar en ella. Telur blað- ið, að ástæða væri til að athuga, hvort slíkir fundir ættu að vera jafn" opinberir og tíðkanlegt er, því að líklegra mundi til sam- komulags að hljóðara væri um þá. Það sé því ekki ráðlegt að flytja málin með ræðum, sem miðaðar eru við almennt áróð- ursgildi út í frá, en ekki ætlaðar til að sveigja hugi þeirra, sem raunverulega fjalla um málin. Með slíkum vinnubrögðum er árangursleysið tryggt fyrirfram. Blaðið segir, að sjálfsagt sé ekki unnt að snúa aftur til þeirra tíma, er utanríkismálin voru leynileg. Vesturlandabúar vita fyrir, að ef fundurinn mis- tekst, munu Rússar þegar í stað birta svo rangfærðar sög- ur um afstöðu þeirra manna, að þeir finni sig til neydda að gefa skýrslu á mótl sér til varn ar. Rússar halda líka með réttu eða röngu, að fyrr eða síðar verði gert uppskátt um sér- hvert tilboð, sem þeir gera. Þessi gagnkvæma tortryggni gerir allar framkvæmdir erf- iðari og alveg ómögulegt að snúa aftur til leynilegrar utanríkis- þjónustu. Ytarlegar fundalýsingar skaðlegar. En ef Rússar vildu í raun og veru ná samkomulagi, ættu þeir að geta fallizt á að stytta og takmarka daglegar frásagnir, sem blöðum eru látnar í té af fundunum, þar til málum hefir verið ráðið til úrslita. (Einn dag inn hófst dagskrárfundurinn á því, að Jessup deildi á Rússa fyrir að hafa brotið samkomu- lag um það, að láta fátt eitt fréttast af fundinum, með því að láta Tass fréttastofuna fá ræðu Gromykos í heilu lagi og gera fundinn þar með fyrir sitt leyti að áróðursfundi Moskvu- stjórnar.) Að sjálfsögðu, segir Manchest er Guardian, fylgdu því nokkr- ir erfiðleikar fyrir kommúnista blöðin, ef þau misstu áróðurs- efni það, sem í ræðum þessum er, auk þess, sem óábyrgari æs- ingablöð á Vesturlöndum misstu spón úr aski. Aðrir mættu þó vel við una. Þingin og almenn- ingur á Vesturlöndum verður að bera það traust til fulltrúa sinna, að þeir séu ekki neyddir til að gefa opinberar skýrslur. Almenningsálit og þing Ráð- stjórnarríkjanna mun ekki held ur verða kvatt til ráða í þessu sambandi. Leynllegir fundir gefast bezt. Hin opinbera utanríkisþjón- usta eftir styrjöldina er gagn- rýnd á líkan hátt í Economist. Þar segir, að ástæða sé til að hugleiða, hvort form og tilhög- un þessara funda sé ekki meg- inástæðan fyrir árangursleysi þeirra. Er ekki hin opinbera ut- anríkisþjónusta orðin alltof víð tæk? Allir þeir fundir, sem Rússar hafa átt þátt í eftir stríð og einhvern árangur hafa bor- ið, hafa verið leynilegir, segir Economist. Síðasta og greini- legasta dæmið eru viðræður þeirra Jessups og Maliks í Lake Success fyrir tveimur árum, þær sem leiddu til þess, að einangr- un Berlínarborgar var rofin og efnt til utanríkisráðherrafund- arins í fyrravor í maí, — þar var tekið á Þýzkalandsmálun- um til að reyna að leysa þau. Á sama hátt hafa þýðingar- mestu og skjótráðustu fundir Atlantshafsríkjanna verið haldn ir fyrir luktum dyrum. Það er óhætt að segja, að fundir hafi yfirleitt tekizt vel, þar sem menn hafa viljað ná árangri glöggt, hve kommúnistar hafa verið einráðir við samningagerðina. Alþýðu- sambandsstjórnlnni er gert að skyldu, að tryggja „stöðvun á vinnu við þau blöð, sem verða gegn verka lýðsfélögunum í vinnu- deilunni“. Þessi ofbeldis- og einræðiskrafa er vitan- lega runnin undan rifjum kommúnista. Þá er það loks í samn- ingunum, að stjórn Alþýðu sambandsins skuli leita fjárhagslegs stuðnings er- lendra verkalýðsamtaka og aðstoðar þeirra til að stöðva ísl. skip og flugvél- ar. Verður það ekki ó- skemmtileg ganga fyrir Stefán Jóhann og félaga hans, að biðja hina erlendu flokksbræður sína að styðja hér samskonar verk fallsbrölt og kommúnistar vinna að í löndum þeirra og þeir vinna þar einhuga á móti. Fleira þarf ekki að nefna til að sýna það, að hin „miskunnarlausa barátta“ Stefáns Jóhanns hefir nú fengið þann sorglega endir, að Alþýðuflokkurinn hefir orð ið að afhenda kommúnist- um forustuna í verkalýðsmál unum og verður að ganga er- inda þeirra innanlands og ut an. Svona fer það, þegar litl- ir karlar halda að þeir geti barizt miskunnarlaust. Það sorglega við þetta er þó ekki sú niðurlægjandi út- reið, sem Alþýðuflokkurinn hefir hlotið. Það sorglegasta !er, að afleiðingarnar verða ekki nema á eina leið fyrir | verkamenn. Hagur þeirra þol ir ekki langt verkfall. Hann þolir þó vafalaust enn slður stóraukna verðbólgu, sem yrði óhjákvæmileg, ef fallist yrði á þær kröfur, sem nú eru gerðar. Þetta þurfa verkamenn að gera sér Ijóst áður en það er um ofseinan. Það er ekki nauðsynlegt fyrir þá að fylgja kommúnistum í blindni þótt forkólfar Alþýðuflokksins hafi sett sig í þá ófæru að þurfa að ganga að slíkum af- arkostum. JESSUP og haldið blöðunum álengdar meðan á umræðum stóð, svo að þeir, sem í samningunum stóðu, hefðu frið fyrir þeim. Áróðurinn í öndvegi. 1 Lake Success hefir hinni op inberu leið verið fylgt, enda ár- angurinn yfirleitt hörmulegur. Það er bara utan fundarsals- ins, sem góður árangur hefir náðst, í öryggisráðinu og alls- herjarþinginu vita menn, að al- menningur hlustar og vakir yf- ir því, sem fram fer, ef ekki I með persónulegri nærveru, þá í gegnum útvarp og sjónvarp. Þetta telur Economist, að hafi haft slæm áhrif á vinnubrögð manna. Við þetta hafa menn miðað allt sitt starf. Economist finnur þessari op- inberu aðferð það líka til for- áttu, að húp skapi óraunhæft jafnvægi milli ríkja, sem hafa mismunandi styrkleika og leitar jafnframt eftir úrskurði al- menningsálitsins í málum þeim ýmsum, sem almenningur hefir hvorki þekkingu, dómgreind né þolinmæði til að brjóta til mergj ar. Eins og er semja stjórnmála- mennirnir ræður sínar með hlið sjón af áróðursgildi þeirra, og alltaf vakir hjá þeim tortryggni vegna þess, að hvert einasta orð muni verða notað fyrr eða siðar í áróðri andstæðinganna heima eða heiman. Því er það orðið eitt af megin verkefnum þessara fulltrúa, að (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúarma Mbl. ræðir í gær um upp- sagnir nokkurra Reykjavikur félaga á kaupsamningum og segir m. a.: i „Það er a. m. k. hægt að sjá fingraför kommúnista á einu atriði fréttatilkynningar þeirrar, sem verkalýðsfélögin gáfu út um uppsögn samninga sinna og væntanleg verkföll. Þar er þess krafist að stjórn Alþýðusambands íslands tryggi „stöðvun á vinnu við þau blöð, sem verða gegn verkalýðsfélögunum í vinnu- deilunni“. Það er verið að krefjast þess að hindruð verði útgáfa blaða, sem hafa aðra skoðun á á- kveðnu atrlðl í efnahagsmál- um en kommúnistar og fylgifé þeirra. Blöð kommúnista eiga hins vegar að fá að koma út. Þetta er það „lýðræði“ sem kommúnistar boða. Alþýðu- flokkurinn hefir hingað til talið sig hafa aðra afstöðu til prentfrelsisins og annarra mannréttinda en Kominform menn. Vera má, að hann hafi gleymt því nú, þegar hann rær á sama báti og þeir. En það ættu þeir menn að vita, sem að slíkum hernað- artilkynningum standa, að hótanir um afnám prentfrels- is í landinu, bæta ekki mál- stað þeirra, sem að þeim standa.“ Það er óhætt að fullyrða það, að slík hótun og hér um ræðir, verður ekki til að bæta aðstöðu verkfallsmanna, og þó enn síður, ef hún væri lát- in koma til framkvæmda. Enska knattspyrnan Úrslit í ensku knattspyrn- unni urðu þessi sl. laugardag: 1. deild. Aston Villa—Portsmouth 3—3 Blackpool—Middlesbro 2—1 Bolton—Sheffield W. 0—1 Charlton—Newcastle 1—3 Derby—Chelsea 1—0 Fulham—Arsenal 3—2 Liverpool—Burnley 1—0 Manch. Utd.—West Brom. 3—0 Sunderland—Everton 4—0 Tottenham—Huddersfield 0—2 Wolves—Stoke 2—3 2. deild. Barnsley—Coventry 3—0 Blackburn—Leicester 1—0 Brentford—Chesterfield 4—0 Doncaster—Queens P. 0—2 Hull City—Bury 4—0 Leeds—Grimsby 1—0 Luton—Birmingham 1—1 Sheffield U.—Cardiff 1—2 Southamton—Manch. City 2—1 Swansea—Preston 2—1 West Ham—Notts County 4—2 Áður í vikunni fóru fram þessir leikir i 1. deild: Middlesbro—Wolves 1—2 Newcastle—Portsmouth 0—0 Staðan er nú þannig: 1. deild. Tottenham 39 23 9 7 77-42 55 Manch. U. 39 22 7 10 65-39 51 Blackpool 39 20 9 10 77-48 49 Middlesb. 39 18 10 11 75-60 46 Newcastle 38 16 13 9 60-50 45 Arsenal 40 18 8 14 71-55 44 Burnley 40 14 14 12 47-39 42 Portsmout 39 14 14 11 63-64 42 Liverpool 39 16 10 13 52-55 42 Bolton 38 17 6 15 60-55 40 Stoke 40 13 14 13 46-49 40 Wolves 37 15 7 15 70-53 37 Derby 38 15 7 16 74-67 37 Sunderl. 39 11 14 14 58-70 36 Fulham 39 12 11 16 48-62 35 W. Brom. 40 12 10 18 49-58 34 Charlton 39 13 8 18 58-77 34 Huddersf. 39 14 5 20 61-84 33 Aston Villa 39 10 12 17 58-65 32 Everton 39 11 8 20 46-78 30 Sheffield 38 9 8 21 51-78 26 Chelsea 37 8 8 22 43-61 24 2. deild. Preston 40 25 5 10 90-47 55 Manch. C. 38 18 11 9 81-59 47 Cardiff 39 16 15 8 51-42 47 Birmingh. 39 19 8 12 61-50 46 Coventry 40 19 6 15 72-55 44 Blackburn 40 18 8 14 62-61 44 Brentford 40 18 7 15 73-71 43 Leeds 39 17 8 14 58-55 42 Doncaster 39 14 12 13 60-64 40 Southamt. 39 14 12 13 62-68 40 Sheffield 38 15 9 14 67-58 39 Hull City 39 14 11 14 68-66 39 W. Ham 39 15 9 15 66-67 39 Barnsley 39 15 8 16 73-61 38 Queens P. 40 14 10 16 67-78 38 Leicester 39 13 10 16 62-55 36 Notts C. 38 12 12 14 56-54 36 Swansea 39 16 4 19 51-69 36 Luton 39 9 13 17 52-62 31 Bury 40 11 8 21 55-82 30 Chesterf. 40 8 11 21 39-67 27 Grimsby 39 7 11 21 56-91 25 Huddersfield hlýtur að vera ægilegt nafn fyrir leikmenn Tottenham. Á laugardaginn léku þeir á móti Hudders- field á heimavelli sínum í London, og í þriðja skipti á árinu beið Tottenham ósigur . fyrir Huddersfield. Ekki var þó hægt að kenna landsleikn : um um, því bæði liðin áttu sinn hvorn manninn i lands- t liðinu. Og annað, þetta er í i annað skiptið síðan keppnin hófst í haust, að hinum mark heppnu framherjum Totten- ham tekst ekki að skora mark i leik. Hitt skiptið var, þegar Huddersfield sló Tottenham úr Bikarkeppninni. Þrátt fyr ir þetta tap verður að telja að Tottenham sé öruggt með meistaratitillnn. Liðið á þrjá leiki eftir, þar af tvo heima á móti Sheffield W. og Liver- pool, en sá þriðji verður háð ur í dag í Middlesbro. Sigur í einum þessara leikja dugir. Blackpool sigraði Middles- (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.