Tíminn - 01.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN. þriðjudaginn 1. maí 1951. 96. blað. Útvarpib Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Hátíðisdagur verkalýðs félaganna: a) Útvarpshljóm- sveitin leikur ættjarðar- og göngulög; Þórarinn Guðmunds- son stjórnar. b) Ávörp: Stein- grímur Steinþórsson félagsmála ráðherra, Helgi Hannesson for- ,seti Alþýðusambands Islands og próf. Ólafur Björnsson form. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. c) Kórsöngur: Söngfélag verkalýðssamtakanna í Reykja- vík syngur; Sigursveinn D. Krist insson stjórnar. d) Leikþáttur eftir Loft Guðmundsson. Leik- ■ stjóri: Ævar Kvaran. 22,00 Frétt ir og veðurfregnir. 22,05 Dans- lög (plötur). — 24,00 Dagskrár- lok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. K1 20,30 Tónleikar (plötur). 20,45 Erindi: Um Þjóðskjalasafn ið (dr. Björn K. Þórólfsson). 21,15 Einsöngur: Gerhard Huch syngur (plötur). 21,35 Erindi: Krabbamein í hálsi, nefi og eyr um (Erlingur Þorsteinsson lækn ir). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). — 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru. skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell er í Rvík. Ms. Arnarfell losar kol á Austur- landi. Ms. Jökulfell lestar fros- inn fisk á Vesturlandi. Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík um hádegi í gær vestur um land til Þórshafnar. Esja fer frá Rvík á morgun austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var vænt anleg til Reykjavíkur í gærkvöld frá Austfjörðum. Þyrill var í Hvalfirði í gær. Oddur var á Þórshöfn í gær. Eimskip: Brúarfoss er í Hull, fer þaðan 1. 5. til Reykjavíkur. Dettifoss kom til Haifa í Palestínu 21. 4. Fjallfoss verður á Hvammstanga síðdegis í dag 30. 4. Goðafoss fer frá Reykjavík í kvöld 30. 4. beint til Akureyrar. Lagarfoss er á Akranesi, fer þaðan síðdegis í dag 30. 4. til Reykjavíkur. Sel foss kom til Reykjavíkur 28. 4. frá Gautaborg. Tröllafoss fór frá New York 27. 4. til Norfolk og Reykjavíkur. Tovelil fór frá Rotterdam 25. 4. til Reykjavík- ur. Barjama fór frá Leith 25. 4. til Reykjavíkur. Dux fór frá Rotterdam 28. 4. til Hamborgar og Reykjavíkur. Hilde fer frá Rotterdam 30. 4. til Leith og Reykjavíkur. Hans Boye fermir ‘i Álaborg og Odda í Noregi í byrjun maí til Reykjavíkur. Katla fór frá Reykjavík 25. 4. til New York. Lubeck fermir í Rotterdam og Hull 2.—6. maí til Reykjavíkur. Teddy fermir í Kaupmannahöfn um 30. 4. til Reykjavikur. Force femrir í Hull 30. 4.—2. 5. til Reykjavíkur. Rifs nes fór frá Hull 28. 4. til Rvikur. B/öð og tímarit Samvinnan, aprílhefti, er nýlega komin út. Birtir hún meðal annars frá- sögn af fuglasýningunni á Akur eyri og hinu einstæða starfi Kristjáns Geirmundssonar. Greinin er eftir Hauk Snorra- son og fylgja henni fjölmargar myndir. Þá er grein um Laxár- virkjunina. Smásagan Gvendur grásleppa og*forseti bæjarstjórn arinnar eftir Drífu; greinin Áf mælisrit kaupfélags, sem varð að sögu samgöngu- og verzlun- til heiía arhátta í heilu héraði; þá grein um fyrsta starfsár Þjóðleikhúss eftir Guðlaug Rósinkranz; kvennasíða, myndasaga eftir Wilhelm Buch, grein um Somer set Maugham og byrjun á nýrri framhaldssögu eftir hann og margt fleira. í heftinu eru um 60 myndir, þar á meðal forsíðu mynd eftir Eðvarð Sigurgeirs- son af fálka og rjúpu. Flugferðir I I Loftleiðir h.f. 1 dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga :ii: Vestmannaeyja, ísafjarðar, Akureyrar, Sauðárkróks, Pat- reksfjarðar og Hóimavíkur. Úr ýmsum áttum ibúar við Bjarkargötu hafa skorað á bæjaryfirvöldin að láta malbika götuna og gera við hana gangstéttir. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriðjudaginn 1. maí kl. 10—12 f. h. í síma 2781. Skíðaráð Reykjavíkur. Kveðjusamsæti fyrir Hansons iijónin verður í skíðaskálanum í Hveradölum í dag, og hefst klukkan sjö síðdegis. Upplýsing ar hjá formönnum skíðafélag- anna. Leiðrétting. Sú slæma prentvilla varð í grein Vigfúsar Guðmundssonar í síðasta blaði, að þar stóð ,hækka“ skattana i öðrum dálki í stað lækka. Reyndar bar greinin með sér, að V. G. taldi lækkun ýmsra skatta og tolla einna drýgst til hagsbóta fyrir fólk, sem fær kaup sitt í peningum. Rafmagnsskömmtun er aflétt á ísafirði. /t ftrHunt tieqis Aðalfiimlma KKOX (Framhald af 8. síðu.) ist um kr. 54.284,10 á árinu, ' en varasjóður og aðrir sam- ! eignarsjóðir námu í árslok <samtals kr. 1.792.605,96 og ; höfðu aukist um kr. 170.984. 69 á árinu. Fundurinn samþykkti að leggja allan tekjuafganginn í varasjóð. S ORÐSENDING ♦♦ « 1 til innheimtumanna blaðsins ♦♦ ♦♦ ♦♦ : Næstu daga munu verðá sendir til ykkar innheimtu- listar ársins 1951. Vinsamlega hefjið innheimtuna þeg- ar eftir að listarnir hafa borizt ykkur. g | ••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦«♦»••♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦••< ♦•♦♦♦••♦♦♦♦♦••♦••••••••♦•♦••••♦♦♦■ Innheimta TÍMANS ♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦•♦♦•••♦»♦♦♦♦♦♦»♦ — '♦•♦•♦♦♦•»♦♦»♦•••♦♦♦•••♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦ i ■ i !■■■■■■■! _■_■ ■ • ■ I Ur stjórn félagsins gengu: Theódór B. Líndal, Svein- björn Guðlaugsson, Guðrún Guðjónsdóttir og voru þau öll endurkosin. rvýit lyf (Framhald af 8. síðu.) ingar hafa þó lýst yfir því, að unnt muni að búa efnið til á einfaldari hátt, þegar reynsla er fengin. Margra meina bót, að talið er. Meðal sjúkdóma þeirra, sem þetta nýja lyf er talið lækna, er iiðagigt, astma, ýmsir húðsjúkdómar og augn sjúkdómar, auk gigtsýki. — Meðal lækna erlendis er nú þegar farið að tala um að koma upp sérstökum sjúkra- húsum, þar sem fram fari lækning manna, sem haldn- ir eru gigtarsjúkdómum. Gjörizt áskrifendur að JJímanum Askrií carsími 2323 > *- Ef þú ert fertugur í dag sæki ég pistilinn í Esquire, og það eru ráð, sem það tímarit gefur þeim lesendum sinum, þegar þeir verða fertugir. Vona ég, að allir fertugir menn lesi þetta vandlega og hugleiði ráðin. ★ ★ ★ — Hið fyrsta, sem þeim manni ber að gera, er á fer- tugsafmæli, er að fleygja vekjaraklukkunni — og síð- an hátta svo snemma hvert kvöld, að hann vakni sjálf- krafa að morgni á réttum tima, hress og endurnærð- ur af góðum svefni, segir tímaritið. Annað höfuðatriðið er að hætta að borða of mikið. Menn þurfa miklu minna að borða en þeir gera sér al- mennt í hugarlund. Fertugur maður á sem mest að nær ast á mögru kjöti, baunum, osti, mjólk, eggjum og um- fram allt grænmeti. Hann á að forðast feitmeti og mat steiktan í smjör og feiti og þá ekki síður sætt brauð og sykur yfirleitt, súkkulaði og fleira af því tagi. Enn ráðleggur tímaritið fertugum mönnum að ganga undir allsherjar-læknisskoðun árlega og hafa sér- stakar gætur á sjúkdómum, sem forfeður hans og ætt- menn kunna að hafa haft. Fertugur maður má ekki heldur gera eins miklar kröfur til líkamsafreka og áður, en tímaritið gefur annað fyrirheit: Það sé sannað, að heili mannsins sé að þroskast til sextugsaldurs, og þess vegna sé 40—70 ára aldur bezti starfstími þeirra, sem vinna andleg störf. ★ ★ ★ Og enn falla huggunarorð: Sért þú, fertugi vinur, ó- kvæntur, segir tímaritið, þá skaltu vita það, að á þess- um aldri aukast mjög áhrif þau, sem menn hafa á konur. Það er ekki af því einu, að menn yfir fertugt eru oftast betur efnum búnir en unglingarnir, heldur kjósa flestar konur að giftast manni, sem er eitthvað eldri en þær sjálfar. Þetta er hægt að sanna með töl- um, og orsakanna er að leita í tilfinningalífi kvenna. Konúr heillast gjarna af gráum hárum! Þetta hefir Esquire fram að færa við hinn fertuga mann. J. H. Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú rnargt óskila- muna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lykla- kippur, veski, buddur, gleraugu o. fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa tínt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar á Frí- kirkjuvegi 11, næstu daga kl. 5—7 e. h. til að taka við munum sínum, sem þar kunna að vera. Rannsóknariögreglan. *■■■■■ I | Auglýsing frá landssímanumf I* Frá og með mánudeginum 30. apríl 1951, verður tal- *! . *, ■; sambandið við Bretland opið fyrst um sinn sem hér ’• ___ :• *, segir: alla virka daga nema laugardaga kl. 1000 til 1300, kl. 1630 til 1730 og laugardaga kl. 1000 til 1300. !■■■■■■! !■■■■■■■ V.V.V.V.VAV.’.VÖ II Rafmagnstakmörkun Straumlaust verður kl. 11—12. Mánudag 30. apríl. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Þriðjudag 1. maí. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir og svæðið þar norð-austur af. Miðvikudag 2. maí. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjáv ar við Nauthóisvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugarvegi. Fimmtudag 3. maí. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Föstudag 4. maí. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Mánudag 7. maí. 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes, Árnes- og Rangárvallasýslur. Straumurinn verður rofinn samkvæmt þessu þeg- ar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.