Tíminn - 01.05.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1951, Blaðsíða 5
96. blað. ,-£v£v TÍMINN, þriðjudaginn 1. maí 1951. 5. Þrtðjjcd. I. muí 1. maí 1. maí, hátíðisdagur verka- lýðsins, er orðinn viður- kenndur tyllidagur og líkur til þess, að það muni haldast. Verkalýðshreyfingin er búin að vinna sér þau ítök í sögu og menningu þjóðanna í Ev- rópu norð-vestanverðri, að þau spor verða ekki þurrkuð út. Það er orðin söguleg stað- reynd, sem allir viðurkenna, að verkalýðshreyfingin hafi markað tímamót í sögu þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar. Og það þykir heldur ekki umdeilanlegt, að þau áhrif eru á margan hátt til góðs. Verkalýðshreyfing- ln hefír átt mikil ítök og góð á þróun þjóðfélaganna. Það ætti heldur ekki að vera neitt ágreiningsmál, að verkalýðshreyfingin er rétt- borin til þess að vera voldug og áhrifamikil þjóðfélags- hreyfing á komandi tímum. Gegnum hana og með henni á alþýðan að móta þjóðfé- lagið og byggja það upp í bræðralagi og réttlæti. Hér skal svo ekki fjölyrða um baráttu og starf íslenzkra verkalýðssamtaka á liðnum tíma í einstökum atriðum. Sjálfsagt hefir þar misjafn- lega vel tekizt eins og lengst- um mun veröa. Og flestum mun finnast, að enn sé eftir löng leið, þar til alþýðan hefir unnið sér þær kjara- bástur, sem réttmætar eru. Þessi mál eru ekki svo ein- föld, að nægilegt sé að semja hærri kauptaxta eða gera lög um félagsleg framlög til verkamannabústaða og verð- lagseftirlit. Allt er þetta vel meint og getur verið virðing- arverð tilraun. En reynslan sýnir, að kauphækkun getur orðið bein gengislækkun pen- inganna, opinber styrkur til alþýðubygginga getur allur lent hjá húsabröskurum og gróðabrallsmönnum og verð- lagseftirlitið er takmarkað. Það er því annað og meira, sem gera þarf. Hér þarf þjóð- félagsbætur, þannig að al- þýðan geti ineð frjálsum fjöldasamtökum boðið fjár- magninu byrginn og keppt við það, svo að gróði þess haldist innan hóflegra tak- marka. Þess vegna fer vel á því, að verkalýðshreyfingin muni jafnan eftir samvinnustefn- unni á hátíðisdegi sínum, því að þetta eru hvort tveggja úrræði alþýðunnar til að byggja upp réttlátt þjóðfé- lag. Það má líka minna á það, að innan stéttarsamtaka þeirra, sem nú eru í Alþýðu- sambandi íslands og mynda þannig verkalýðshreyfinguna á landi hér, er víða lítið sam- ræmi eða jafnvægi í launa- greiðslum, heldur ræður þar víða tilviljanakennd hefð. ís- lenzk verkalýðshreyfing á því mikið verk fyrir höndum að samræma þetta og má þar nefna til dæmis kjör fiski- manna og einstakra iðnað- armanna. Enn má nefna það, að verkalýðshreyfingin ætti að láta sér annt um skynsam- iega hagnýtingu vinnuafls- ins, því að enginn á þar meira ERLENT YFIRUT: Aneurin Bevan Enda l»ótt Bevaii hafi gcngið úr ftSreta- stjórn íelja margir, að iiann eigi eftir að verða höfuðpersóna í hrezkum stjórn- málum. Fáir atbufðir hafa vakið meiri eftirtekt síðustu vikurnar en lausnarbeiðni Aneurins Bevans úr brezku stjórninni. Margt hef- ! ir verið úm það rætt í blöð’um 1 hvað þar: búi bak við og voru nokkrar getsakir uppi um það í fyrstu, að persónulegur metnað- | ur og valdastreyta lægi þar tili grundvallar, en þó viðurkenna j allir, að Bevan hafi jafnan ver- ið trúr stéfnu sinni. Hann hefir j alltaf verið i vinstra armi verka- j mannaflokksfns. Kona hans1 heitir Jemay Lee og er ritstjóri! blaðsins ,,Tribune“ en róttækari menn í yerkamannaflokknum' hafa löngum verið kenndir við það. Tíminn þirtir hér í dag grein, sem Politiken birti nýlega um Aneurin Bevan. Óbældur náttúrukraftur. Þegar Beván verkamálaráð- herra lagði niður mebætti sitt hvarf þar-með harðsnúnasti og gunnreifas.ti baráttumaðurinn úr verkamánnastjórninni, en ó- hætt er að sþá því, að hann sé ekki horfinn úr brezku stjórn- málalífi fyrir því. Bevan er Walesbúi, 53 ára gamall, náttúrubarn frá hinum svörtu fjöllum með óbælda krafta villtrar náttúru í brjósti sínu. Hann hefir brotið sér leið til frama og valda í hefðbundnu andrúmslofti þingsins á svipað- an hátt og'hloyd George fyrrum komst til æðstu valda, en hann var lika Wálésbúi. Og Bevan set- ur markið ekki lægra. Gamall kolanámumaður. Bevan var á unga aldri námu- verkamaður, en gáfur hans skip- uðu honum skjótt til starfa utan við hin dimmu námugöng. Hann varð foringi starfsbræðra sinna, námuverkamannanna, ofan jarð ar og hétt uppi vörnum fyrir þá í ræðu og riti. Varð hann þá skjótt áberandi maður í verka- mannaflokknum og síðan þing- maður fyrir námuhérað eitt í Wales. Heima fyrir stendur hann föstum fótum og verður hvergi haggað. Verkamannaflokkurinn tapaði viða í síðustu kosningum. Sjálfur Bcvin færði sig þá í ör- uggara kjördæmi. En Bevan hafði 20 þúsund atkvæði um- fram íhaldsmanninn, sem við hann keppti. Sjálfstæður maður, sem fyrirlítur' tildrið. Aftur á móti hefir Bevan átt við margá erfiðleika að etja í höfuðborginni og byrjaði það snemma. Bevan er ekki aðeins framgjarn, heldur lætur honum ekki málamiðlun. Því var hon- um vísað úr flokknum 1939 um leið og sír Stafford Cripps. Hvorugur var þó lengi í þeirri útlegð og'Bevan ekki árlangt. Það varð ekki mikil breyting á Bevan, þó að hann yrði einn af -*?: ráðherrum hans hátignar. Bevan er einn þeirra manna, sem verð- ur að þola eins og þeir eru eða þá alls ekki. Hann hefir aldrei klætt sig í kjól- eða smokingföt, og kemur hispurslaust í hirð- veizlur í bláu fötunum sínum og röndóttri skyrtu með sérstöku Wales-sniði á kraganum. Faðir sjúkratrygginganna. Bevan er heillandi maður í framgöngu og viðmóti. Hann ræður yfir hrífandi þrótti eins og Lloyd George á sinni tíð. Hann naut sín vel sem heil- brigðismálaráðherra, þar sem hann gat lægt ofsa sinn og beitt sér einhuga að því, að koma fram góðum málum til heilla þeim milljónagrúa, sem lengst- um hafði farið á mis við full- komna læknishjálp og sjúkra- húsvist blátt áfram vegna fá- tæktar. Fátæk alþýða hafði neyðst til að leita ýmiskonar kuklara og láta sér það nægja. Bevan sýndi mikla stjórnar- hæfileika í starfi sínu og virðist hafa verið bæði sanngjarn og skemmtilegur yfirmaður, gædd- ur óvenjulegum lífsþrótti og lífs- gleði. En framgjarn, ráðríkur og ó- þolinmóður er hann. Það geta verið góðir kostir á stjórnmála- manni, en hættulegir eiginleik- ar eru það samt. Það er einkennandi fyrir Bev- an, að þegar hann hafði komið fram sjúkratryggingalögunum missti hann áhuga fyrir starfi heilbrigðismálaráðherra og leit- aði meiri valda. Áhugamaður um utan- ríkismál. Þá fór Bevan að láta til sín taka í utanríkismálum í opinber- um ræðum og þótti fljótlega sýnt, að næsta takmark hans væri utanríkismálaráðuneytið. Ekki alls fyrir löngu flutti hann mikla ræðu um utanríkis- mál í neðri málstofunni. Þá var enginn í efa um það, hver hann ætlaðist til að yrði næsti utan- ríkismálaráðherra. Jafnvel Chur chill varð hrifinn af ræðunni. En í ræðulok kom Bevan með nokkur ónotaorð í garð Chur- chills. Þá réttist gamli maðurinn í sætinu og kallaði til hans. — Farðu nú ekki að skemma góða ræðu með svona barnaskap. Um stundarsakir var talsverð- ur áhugi á því að Bevan yrði utanríkisráðherra, en gömlu mönnunum, sem mestu réðu mun elcki hafa litizt á það. Bevan var gerður verkamála- ráðherra nokkru áður en Bevin sagði af sér og má nærri geta að þeim Attlee, Bevin og Morrison hefir þótt hentugt, að hann hlaut þá forfrömun í tæka tíð. Verka- málaráðuneytið er þýðingarmik- ið ráðuneyti og Isaak fyrirrenn- ara Bevans hafði farnast illa. Þar var því þörf fyrir dugandi Prentfrelsi og vinnudeilur Því hefir verið hreyft, að Alþýðusamband íslands ætti | að beita sér fyrir því, ef til verkfalls og kaupdeilu komi, að stöðva útkomu þeirra blaða, sem verða á móti Al- þýðusambandinu í þeirri deilu. Hér er í raun og veru um að ræða nýtt form af rit- skoðun og mun mörgum finn ast vafasamt að fara út á þá braut, að aðilar í vinnudeil- um reyni að hindra útkomu blaða, sem þeim geðjast ekki BEV AN að’ °g hefir lönS:um verið sagt, að óvandari væri eftir- Ieikurinn. En í þessu sam- mann, sem verkamennirnir bandi er vert aft athu?at treystu og gat talað við þa svo að þeir skildu. Bevan virtist ánægð- ur með þetta nýja embætti, og ekki gat hann vitað að sæti ut- anríkisráðherra yrði laust eftir nokkra mánuði. Og hann gat heldur ekki séð fyrir eða hafði að minnsta kosti ekki gert sér ljóst, að það kæmi til hans kasta sem verkamálaráðherra að standa fyrir hervæðingunni. Hann kemur aftur. Hin örlagaríka úrsögn hans úr stjórninni er ekki aðeins mót- mæli gegn því, að menn eiga nú að borga gervitennur og gler- augu að hálfu í stað þess að tryggingin greiddi það að fullu. Hún er líka móti fyrirkomulagi hervæðingarinnar, sem hann átti að stjórna. Eða hefir hann fyrst eftir á fundið, að gervi- tennur og gleraugu sköpuðu honum ekki neinn geislabaug um höfuð, svo að hann hafi tek- ið það til ráðs, að tala máli þeirra, sem eru óánægðir með hervæðinguna en vantaði for- ingja? Fyrst í stað gekk orðrómur um það að Bevan yrði rekinn úr flokknum. Hann hefir þá fyrri staðið einn á pólitískri eyðimörk. Hann verður ekki lengi utan- gátta. Hann kemur aftur. Og ef til vill hefir þetta, að hann reis gegn flokki sínum og hvarf úr ríkisstjórninni, skotið honum lengra áleiðis í brezkum stjórn- málum, en þó að hann skipaði nú sæti það er Morrison hefir eins og sakir standa. í húfi eh alþýðan sjálf og enginn ætti betur að kunna að meta* starfsafl mannsins en einmitt hinar vinnandi stéttir sjálfar. Þess vegna er það eðlilegt, að einmitt stétt- arsamtök: alþýðunnar hafi forgöngu um skynsamlega hagnýtingu vinnuaflsins. Þá er ekki heldur hægt að ganga þegjandi framhjá því á þessum hátíðisdegi, sem raunar er- skylt hinu siðasta, að á verði komið farsælli til- högun við nýjar samninga- gerðir en langvinnum og víðtækum vinnustöðvunum, sem höggva verulegt skarð í þjóðartekjurnar og hljóta því að stórspilla lífskjörum al- mennings i heild. Þegar þessa er gáð, er það næsta ljóst, að íslenzk verka- lýðshreyfing á mikil verkefni fyrir höndum og það er öll á- stæða til að óska þjóðinni til hamingju með verkalýðs- hreyfingu sína og vænta þess að hún eflist og þróist. Það getur verið ágreiningur um einstakar kröfur í bili, úrræði líðandi stundar eru álitamál og annarleg sjónarmið kunna að rugla reikninga um stund. En þrátt fyrir það má þjóðin ekki efast um verkalýðs- hreyfinguna eða hætta að trúa á hlutverk hennar við uppbyggingu og þróun hins íslenzka mannfélags. íjiróttir (Framhald af 3. síðu.) bar sigur úr býtum með 2—0. Leikurinn fór fram á Wemb- ley-leikvanginum í London og voru áhorfendur um 100 þús, og m. þ. enska konungs- fjölskyldan og ýmsir ráð- herrar ensku stjórnarinnar. Fyrri hálfleikur var nokk- uð daufur og leikmennirnir sýndu yfirleitt lítil tilþrif, þó voru sókharleikmenn Black- pool, aðallega Stanley Matt- hews, nokkuð áleitnir, en tókst þó ekki að skora vegna lélegra markskota. Þó lá mjög nærri á 20. mín., en hægri bakvörður Newcastle bjargaði snilidarlega á mark- línu. í seinni hálfleik náði Newcastle ágætum leik og miðframherjinn,, Jack Mil- burn, fyrrum landliðsmaður, var afarhættulegur. Á 5. mín. tókst honum að skora snilld- arlegt mark. Leikmenn Blackpool álitu hann rang- stæðan, en dómarinn var á annarri skoðun. Vörn Black- pool notaði mikið í þessum leik „off-side“ taktik og léku þeir framherja Newcastle oft rangstæða. Á 10. mín. tókst hvernig litið er á þessi mál í öðrum löndum. í Svíþjóð hafa samtök verkalýðs og atvinnurekenda haft samkomulag um það, að trufla aldrei prentfrelsi og útkemu blaða í verkföllum eða verkbönnum. Þetta sam- komulag hefir gilt síðan 1937 og er nú í samningi, sem gilda skal til 1954. Er tekið svo til orða, að með því vilji báðir aðilar fyrir sitt leyti sýna í verki hollustu við hið frjálsa orð og opinberan frjálsan málflutning, sem lýðræðið hljóti jafnan að byggjast á. I janúarmánuði 1950 var samþykkt í þjóðþinginu danska ályktun þess efnis, að þingið skoraði á ríkisstjórn- ina að beita áhrifum sínum við samtök verkalýðs og at- vinnurekenda til þess, að fyr- irbyggja allt það í deilum þeirra, sem verða mætti til að stöðva útkomu blaða og þar með frjálsar umræður og málflutning. Þessa ályktun samþykkti danska þjóðþingið einróma, nema 4 kommúnistar greiddu atkvæði á móti. Fulltrúi sænska prentara- félagsins, Emil Malmborg rik- isdagsmaður, hefir sagt: — „Sem sænskir lýðræðis- menn stöndum við vörð urn prentfrelsið." Þar í landi telja prentarar sér ósamboðið, að nota fé- lagslegt vald sitt til að hafa áhrif á dei'lur með því að varna öðrum deiluaðilanum máls og trufla frjálsar um- ræður. Það er ekki úr vegi að at- huga hvernig Norðurlanda- þjóðirnar hinar líta á þessa hluti. Þeim er það ljóst, að það er ekki nóg að hafa stjórnarskrárákvæði um prentfrelsi. Það þarf líka að vernda það frelsi og tryggja það í framkvæmd. Þó að það séu engin rök í sjálfu sér, að eitthvað sé svo og svo með öðrum þjóðum, höfum við alltaf gott af að hugleiða hvernig málum er háttað og hvers vegna það er svo. Og margt getum við lært af frændþjóðum okkar. Sú tilhögun, sem Svíar hafa í þessu sambandi, ber vitni um lýðræðislegan þroska þeirra og er vissulega til fyrirmynd- ar. Ö.-j-Z. gat ekki leikið með sökum meiðsla. Þetta er í 4. skipti, sem Newcastle ber sigur úr býtum í Bikarkeppninni. Beztu menn Newcastle í þess- Miiburn að brjótast í gegn’um ieik voru Milburn, mið- aftur og skora mjög glæsi- framvörðurinn Brennan og lega. Fleiri mörk voru ekki innherjinn Taylor. Hjá Black skoruð, þrátt fyrir mikinn vilja hjá Mortensen og Matt- hews hjá Blackpool, en þeir ,fengu litla aðstoð frá inn- herjunum Mudie og Sleyter, en hann er „amatör“. Skozki landsliðsmaðurinn pool var Matthews beztur, þrátt fyrir að 2—3 leikmenn væru settir honum til höf- uðs. Einnig voru Mortensen og fyrirliði liðsins, Johnson, ágætir, en þessir leikmenn Brown leika allir i enska landsliðnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.