Tíminn - 03.05.1951, Page 1

Tíminn - 03.05.1951, Page 1
Ritstjórl: fórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi () Fréttasímar: (’ 81302 og 81303 <> Afgreiðslusími 2323 }> Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangrur. Reykjavík, fimmtudaginn 3. maí 1951. 97. bla<\ Ungur maður drukknar af kajakk við Eyjar Æílaði að róa kringtim Eyjaruar með íélaga sínnni, cn kajakkiiuni livolftli Það slys varð við Vestmannaeyjar í fyrradag, að ungur maður, Grétar Karlsson frá Garðssíöðum í Eyjum, tæplega ívítugur að aldri, drukknaði í Suðureyjarsundi. Hafði hann ætlað áð róa í kringum Eyjarnar á kajakk, ásamt féiaga sínum, en kajakk Grétars Iivolfdi þarna í sundinu, og var hann dáinn, er hjálp barst úr landi. Félagi Grétars í þessari ferð var Sævar Benónýsson í Gröf í Vestmannaeyjum, skipstjóri á vélbátnum Garð- ari, en Grétar hafði nýlokið prófi á mótornámskeiði og var vélstjóri á taátnum hjá Sævari. Öðrum kajakknum hvolfdi. Þeir félagar lögðu af stað úr Vestmannaeyjahöfn og reru suður með Heimaey að austan. En er þeir komu suð ur fyrir Stórhöfða kom vest- anylgja á móti þeim, auk þess sem straumur var í sund inu milli Suðureyjar og Stór- höfða. Hvolfdi þar kajakk Grétars. Komst í björgunarbelti. Hann hafði björgunarbelti í kajakknum, og náði hann því og komst 1 það. Hins veg- ar tókst þeim félögum ekki að ausa kænuna. Voru þeir all langa hríð að velkjast þarna, og reyndi Sævar nú að draga félaga sinn til lands. En þeg ar ekkert miðaöi, stakk Grét- ar upp á því, að Sævar skildi hann eftir á floti í björgun- arbeltinu, en reri einn til lands að sækja hjálp. Naest í mannkjálp. Þetta varð að ráði, og tók Sævar land við Stórhöfða. — Klifraði hann þar upp klett- ana og komst í vitahúsið á höfðanum og símaði þaðan til bæjarins. Brugðu menn þegar við og fóru á bifreið út að Stórhöfða og hrundu á flot kænu, sem þar var. Er þeir voru að leggja frá landi. kom Sævar að, og kastaði hann sér til sunds og synti til móts við bátinn, þar eð heppilegra var, að hann vissi bezt, .hvar félagi hans var á íloti á Suöureyjarshndinu. Bazar kvenfélags Kópavogshrepps Bazarnefndin í hinu ný- stofnaða kvenfélagi í Kópa- vogshreppi hefir beðið blaðið að minna á bazar, sem hald- inn verður sunnudaginn 6 maí í skólahúsi hreppsins kl. 1,30. Bazarinn er haldinn til á- góða fyrir fyrirhugað félags- heimili. Bazarkonur hafa vandað mjög til hans, og verða þar á boðstólum ýmsir listmunir (keramik), handa- vinna og alls konar nytsam- ur fatnaður. Grétar flaut dáinn í beltinu. Síðan var róinn lífróður á slysstaðinn, og í sama mund og þeir félagar komu þang- að, bar þar einnig að vélbát úr Eyjum. Flaut Grétar þá í beltinu, en var andaður. Hafði hann þá verið um tvær klst. í sjónum. Lífgunartilraunir voru þeg ar gerðar, en þær báru ekki árangur. Grétar heitinn var hinn mesti efnismaður og ötull sj ómaður. Innbrot í Borgarnesi í fyrrinótt var innbrot framið í Borgarnesi, og stolið þar um þrjú hundruð krón- um. Hafði gluggi verið brot- inn á benzínafgreiðslu, og síð an seilzt inn eftir peninga- kassa, sem þar var. Málið er í rannsókn. Vegarkafli við Kleif- arvatn undir vatni Eins og stundum á sér stað á vorin og í rigningum hefir nú hækkað ofurlítið 1 Kleifar vatni, svo að ofurlítill vegar- kafli er kominn þar undir vatn og er ófært þarna að minnsta kosti litlum bilum. Ásgeir Ásgeirsson, skrif- stofustjóri vegamálaskrifstof unnar, sem blaðið átti tal við í gærkveldi, taldi ekki hættu á vegarskemmdum þarna af völdum vatnsins, þótt það> færi yfir hann á kafla. Fyrir nokkrum árum fór vatnið stundum yfir veginn á þess- um slóðum og var hann þá hækkaður yfir hæsta vatns- borð, sem þarna var vitað um á seinni árum, en það virðist ekki hafa dugað alveg. Framsóknarvist í Hafnarfirði Framsóknarfélag Hafn- arf jarðar efnir til skemmt- unar annað kvöld, föstu- dag, í Alþýðuhúsinu í Hafn arfiiði. Þar flytur Ey- steinn Jónsson, fjármála- ráðherra ræðu. Alfred Clausen syngur við gítar- undirleik og síðan verður spiluð Framsóknarvist. — Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Lfindnemur frá Eldlandinn: Sturla Friðriksson kom- inn með tr|ápiönturnar Fra*sendisig á leið til lamlsisas Sturla Friðriksson grasafræðingur kom til Iandsins i ga ' úr Eldiandsför sinni og liafði hann með sér allmikið af picni ■ um, þrjár tií fjórar tegundir. Fræið kemur með Tröllafossí. Sturla aflaði á Eldlandi mikils af ýmiskonar fræi, og kemur það að vestan með Tröllafossi. Eru aðdrættir hans í gróðurríki íslands hinir merkilegustu, og munur á veð urfari á Eldlandi og hér ekki meiri en svo, að full ástæða er til þess að ætla, að margt af því, sem vex þar syðra, geti einnig dafnað hér. Geymt við f jögurra stiga hita. Plöntum þeim, sem Sturla Friðriksson hafði heim með sér, hefir þegar verið komið í geymslu, og verða þær varð- veittar um sinn við fjöggurra stiga hita. Þar sem nú er haust á suöurhelmingi jarðar, eru plönturnar komnar í vetrar- dá. En þessi veturinn verður að vera stuttur hjá þeim, og svo á að taka við fyrsta ís- l’enzka sumarið þeirra. Er það von manna, að þessir ferða- lángar úr plönturíkinu eigi fyrir sér mörg íslenzk sumur, sem veiti þeim mikinn og góð an þroska. Úr VatnajökuSsIegðangri Jóns Eyþórssonar S.Í.S. styrkir etni lega saravinnuskóSa nemendur til fram hatdsnáms Uppsögn Samvinnuskólan.: fór fi*am á mánudaginn og; flutti Jónas Jónsson skok stjóri ræðu við það tækifær,, og ræddi hann meðal annar : þær breytingar, sem gerða1 hafa verið á skipan skólans. Þrjátíu og sjö nemendur voru í skólanum þetta skóla • ár, þar af 7 í framhaldsdeilo, og luku þeir allir burtfarar ■ prófi nema einn, sem forfali - aðist vegna veikinda. 1 að • aldeild hlutu hæstu einkunn Ólafur J. Þórðarson, 8,76, ot; Einar Gíslason, 8,50. í fram- haldsdeild hlutu hæstar einK unnir Jóhann T. Bjarnasor,, 8,13 og Ingólfur Ólafssor., 7,73. — Vegna breyttrar skólalög • gjafar og aukinnar skóla - skyldu, hefir reynzt nauð - synlegt að breyta skipan Samvinnuskólans allverulega. Inntökuskilyrði hafa verio' þyngd og er nú miðað viö, aö nemendur hafi landspmfs- menntun, er þeir koma i skól ann. Með þessu móti ljúka. nemendur eftir eins árs skolr, vist sama prófi og áður var tekið eftir tvö ár. Þá hefir verið sett á stofn framhalds-- deild, þar sem nokkrum nen.i endum er gefinn kostur t. eins vetrar verklegu og bok - legu námi. Er ætlunin að eirm eða fleiri nemendur úr þess- ari deild fari síðan utan til framhaldsnáms á vegum Sam bands ísl. samvinnufélaga. — Þessi úeild starfaði i fyrsta. sinn síðastliðinn vetur og ga;.’ góða raun. — Neðri myndin sýnir leiðangursmenn á ferð upp Breiðamerkurjökul. Skriðbíll með sleða í eftirdragi. í baksýn er Þvcrártindsegg, einhver stórskornasti og fegursli fjallgarður á ís landi. — Efri myndin er af tjaldbúðum leið angursmanna undir Esjufjöllum á páskadag. Tjaldið er af franskri gerð, og hefir reynzt ágætlega í heimskautaferðum. Til vinstri scsí yfirtjaldaður sleði með farangri. í baksýn er vestasti rani Esjufjalla. Fjarlægð þangað frá tjöldunum var fullir fimm km. (Ljósm.: Árni Stefánsson). Meiri afli í Grúnd- arfirði en í fyrra Frá fréttaritara Tímanp í Grundarfirði. Alls hafa borizt á land i Grundarfirði á þessari vertítí 1260 smál. af fiski af fjórun. bátum, og er aflinn nokkuö’ meiri en í fyrra. Afli bátanna er sem hé>.* segir: Grundfirðingur 340 smái.* Farsæll 321 smál., Runolíiu’ 300 smál., Páll Þorleifssou 298 smálestir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.