Tíminn - 12.05.1951, Síða 1

Tíminn - 12.05.1951, Síða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn r——~ --------——---------»—• 4 1 . ;• . ■ Skrifstofur í Edduhási Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda \ 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 12. maí 1951. 104. bla«. Borgarstjóri í New York, Vincent Impellitteri, fagnaði Auriol Frakklandsforseta af mikilli bliðu, er hann kom í heimsókn vestur um haf á dögunum. Þeir kysstu hvor annan á báðan kinnai, og sýnir mvndin höfðingjana, er sú athöfn fór fram. Sæbjörg í förum inn í Viðeyjarsund í dag Cóð skemmtisigliiig til styrktar S.V.F.f. í dag gefur Slysavarnarfélag íslands Reykvíkingum kost á því aff fara skemmtiferff með Sæbjörgu inn á sund og í kringum eyjarnar. Hefir þessi háttur áður verið hafffur á, og slík skemmtisigling veriff eftirsótt. Aðeins sölubörn I fyrstu ferffinni. Ferðir þessar hefjast klukk an eitt, en fyrstu ferðina fara einvörðungu börn, sem sýndu dugnað við sölu merkja og ár bókar Slysavarnafélagsins. Verði veður gott, verður þetta góð og hressandi skemmti- ferð. Á tveggja tíma fresti. Þegar Sæbjörg kemur úr þessari siglingu með hina ungu borgara Reykjavíkur, verður almenningi gefinn kostur á skemmtisiglingu inn á sund. Verður farið úr Reykjavíkurhöfn á tveggja tíma fresti, og haldið áfram eftir kvöldi, eins og aðsókn og veður gefur tilefni til. Á annan í hvítasunnu? Verði mun fleiri en kom- ast með skipinu í dag, er vilia fara slíka siglingu, verður skipið sennilega einnig haft Tíminn kemur næst út á miðvikudag Vegna þess, að prentar- ar vinna ekki nema til há- degis í dag, laugardag fyrir hvitasunnu, getur Tíminn ekki komið út á morgun. Næsta blaff kemur þess vegna út á miffvikudaginn. í förum á annan í hvíta- sunnu, ef veður leyfir þá. En um það verður fullnaðará- kvörðun tekin síðar. En Tím- inn væntir þess, að margir taki fegins hendi góðu boði Slysavarnafélagsins, og eigi ánægjulega stund um borð í SæbjOTgu og styrki Slysa- varnafélagið til þjóðþrifa- starfsemi. Búið að sleppa fé undir Eyjaf jöllum Nokkur gróður er nú kom- inn undir Ryjafjöllum, og er klaki orðinn þar lítill í jörðu. Er gróðurnál orðin svo mikil, að búið er að sleppa sauðfé. Flestir Sandgerðis- bátar róa áfram Sex Sandgerðisbátar voru hættir veiðum á lokadaginn, í gær, en 14 halda áfram, fram yfir hvítasunnu, og sjá til hvernig aflaðist. í gær var afli bátanna þar flestra í kringum 12 skippund. Einn bátur stundar síld- veiðar í reknet frá Sandgerði og hefir hann aflað um 100 tunnur í sjóferð siðustu dag- ana. Sildin virðist vera bæði sunnan og norðan Reykja- ness. Margar fjölskyldur í Reykjavík húsnæðislausar eftir 14. maí Nanðalítið framlioð á letguíbúðum Fyrr á árum var 14. maí mikili flutningadagur í Reykja- víkur, og nú er sennilegt, aff aftur hverfi í það horf. Mörg- ipn ieigjendum í Reykjavík hefir verið sagt upp húsnæði sínu þá, en hýá sumum er sá hængur á, aff þeir munu ekki Yfirlýsing frá ráð- herrum Framsókn- eiga í neitt annaff hús að venda. 10. hver fjöiskylda fékk úriausn. Samtals 29G fjölskyld- ur hafa að undanförnu leitað til leigumiðlunarskrifstofu Fasteignaeigendafélagsins i von um húsnæði, en í gær höfðu aðeins verið»gerðar fyr- ir milligöngu hennar leigu- samningar um þrjátíu íbúðir. Það hefir því ekki nema ná- lega 10. hver maður fengið úrlausn þar. Þess ber þó að geta, að þetta fólk var ekki allt húsnæðislaust 14. maí, heldur var sumt af því að leita fyrir sér um skárra hús- næði en það hafði. Barnafjölskyldur verffa harðast úti. Eins og gefur að skilja hafa ekki nándarnærri allir, sem í húsnæðishraki eru eða verða 14. maí, leitað til leigu- miðlunarskrifstofunnar, en á hinn bóginn hafa auðvitað margir, sem ekki gátu fengið húsnæði með aðstoð hennar, fengið von um eitthvert skjól yfir höfuðið. Líklegt er, að harðast verði liti stórar barnafjölskyldur, og aðrar fjölskyldur, sem sízt mega við að vera í húsnæðis- hraki. Margir á götunni. til ráða yrði þangað til, ef mik il brogð yrðu að útburði hús- næðislauss fólks, lá hins veg- ar ekki ljóst fyrir í gær. Tunnuverksmiðjan starfar aftur Frá fréttaritara Tímans i Siglufirði. Tunnuverksmiðjan í Siglu- firði er fyrir nokkru tekin til starfa eftir að gert hafði ver- ið við skemmdir þær, sem urðu af völdum brunans þar. Verksmiðjan smíðar um 400 tunnur á dag og er enn sem komið er aðeins unnið i átta stundir á sólarhring í verksmiðjunni, þó ástæða virðist til að ætla að full þörf sé fyrir 24 klukkustunda af- köst verksmiðjunnar við tunnusmiðina. Verkstjóri í tunnuverksmiðjunni er Ást- valdur Kristjánsson, sem unn ið hefir að tunnusmíði í mörg ár. arflokksins Aff gefnu tilefni viljum við taka það fram, aff þeg- ar samningsgerffin vtð Bandaríkjastjórn um varn ir íslands var til meðferð- ar í þingflokki Framsóknar manna, hlaut málið þá af- greiðslu, að það var „sam- þykkt með samhljóða at- kvæðum allra þingmanna að gera samninginn", eins og lokaniðurstaðan er bók uð í fundargerðinni. Allir þingmenn flokksins voru á fundinum. .Þessi niður- staða var tilkynnt ríkis- "ktjórninni og á henni byggð skýrsla ríkistjórnarinnar um afstöðu þingmanna. Yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um afstöðu þing- manna til samningsins er því rétt. Hitt er annað mál og þessu óviðkomandi, hver afstaða einstakra manna var til þess, hvenær máliff skyldi lagt fyrir Alþingi. Blóðskiptabarnið heim Þótt enn sé ekki nema ó- nógt yfirlit yfir það, hvernig þessi mál standa, þá er full- víst, að margir verða að fara út á götuna 14. maí. Það kem- ur þó ekki fyllilega í ljós, fyrr en eftir nokkra daga, að farið verður að bera út fjöl- skyldur, sem hvergi hafa get að fundið sér húsaskjól. Eng ar slíkar kröfur voru að vísu komnar til borgarfógeta í gær en talið er víst, að þær ber- ist eftir’helgina, er uppsagn- arfresturinn er liðinn og flutningsdagurinn um garð genginn. Engar sérstakar ráðstafanir.. Tíðindamaður frá Tíman- um talaði í gær við Ólaf Sveinbjörnsson lögfræðing, starfsmann hjá Reykjavíkur- bæ. Sagði hann, að enn hefðu engar sérstakar ráðstafanir verið gerðar til þess að hjálpa fólki, er kynni að standa ráða laust á götunni, en fylgzt með því, er í þessu gerðist. Gaf hann í skyn, að senni- legt væri, að skölar bæjarins yrðu notaðir handa húsnæðis lausu fólki, ef til þyrfti að taka, þegar þeir losna upp úr næstu mánaðamótum. Hvað nú um hvítasunnuna Hoimkomu þess boðið með mikilli eftir- vsentingii á heimili foreldra þess Litla barnið, sem skipt var um blóð í í fæðingardeild Land- spitalans í vor, mun geta farið heim til móður sinnar um hvítasunnuna. Hefði það fengið að fara nú fyrir helgina, ef það hefði ekki kvefazt. Fjögurra vikna. Barnið er nú orðið rösk- lega fjögurra vikna gamalt, og virðist hin nýstárlega að- gerð, sem Elías Eyvindsson. sem nú er orðinn svæfingar- læknir í Landspitalanum, framkvæmdi, nýkominn heim frá útlöndum að loknu fram- haldsnámi þar, hafa heppn- azt prýðilega. Beðið með eftirvæntingu. Foreldrar barnsins bíða heimkomu þess með hinni mestu eftirvæntingu, og það því fremur sem svo tvisýnt var um afdrif þess. Verður því fagnað af þeirri djúpu gleði hjartans, sem ekki verð ur minni en þegar týndi son urinn kom heim, að sögn hinnar helgu bókar. Góður afli dragnóta báta nyrðra Frá fréttaritara Timans í Siglufirði. Sjór er nú sf.undaður á nokkrum bátum frá Siglufirði og hefir aflazt all vel að und anförnu. Einkum hafa drag- nótarbátar aflað vel út af Siglufirði og á Grímseyjar- grunni. Nokkrir aðkomubát- ar hafa lagt upp afla sinn til vinnslu í Siglufirði, og er hann ýmist saltaður eða frystur. Hrognkelsaveiði er mikil í Siglufirði á þessu vori og margir sem hana hafa stund- að.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.