Tíminn - 12.05.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1951, Blaðsíða 3
104. blaS. TÍMINN, laugardaginn 12. mai 1951. 3, Málfrelsi eða ofbeldi Vegna mjög villanfii frá- sagna í Vísi 9. maí og Morgun blaðinu 10. maí af fundi, sem haldinn var í Kvenréttinda- félagi íslands 7. maí síðast- iiðinn, þykir mér rétt að bregöa upp skyndimyndum af viðburðum þessa kvölds i stutt um en sönnum dráttum. Óvenjuvel hafði verið til þessa fundar vandað og hann auglýstur með góðum fyrir- vara. Þekktur norskur rit- stjóri og íslandsvinur Henrik Aubert ætlaði áð tala um norsku skáldkonuna Camillu Collet og sýna kvikmyndir frá Noregi og var fundurinn skilj anlega af þessu tilefni fjöl- mennur. Frú Katrín Pálsdótt ir hafði óskað þess við for- mann að fá orðið í hléi því er varð milli ræðu Auberts og kvikmyndanna frá Noregi til að tala fyrir tillögu sem hún ætlaði að leggja fram, þar sem skorað væri á barna- verndarnefnd og barnavernd arfélag Reykjavikur, að gera ráðstafanir til að vernda æsku larídsins gegn hættum þeim sem stafar af hersetunni bæði siðferðislega og þjóð- ernislega. Formaður Sigríður J. Magii ússon synjaði henni um orðið á þeim forsendum að of fram orðið væri og ekki væri hægt að bera upp tillögu sem ekki væri hægt að ræða, og var þetta persónulegt viðtal þeirra Katrínar Pálsdóttur og Sigríð ar J. Magnússon. Þegar kvik*- myndasýningunni var lokiö sagði formaður: Þar sem er ekki fleira til umræðu segi ég fundi slitið. En fjöldi kvenna heyrði ekki þessi orð for- manns. Kvaddi sér þá hljóðs Þórunn Elfa skáldkona, kom þá augnabliks hik á formann, en hún sagði svo: Frú Þórunn Elfa Magnúsdóttir hefir orð- ið. Og mótmælti því engin svo heyrðist, enda fékk Þ. E. í upp hafi ræðu sinnar svo gott hljóð, að það hefði mátt heyra saumnál detta. Kom þá mál hennar að því, er hún sagði: ,,að ánægjulegt hefði verið að sjá þessa fögru kvikmynd sem sýnt hefði okkur frjálsa og glaða æsku í frjálsu landi, en hvernig hefði okkur orðið við, ef allt í einu hefðu þramm að þar um hertygjaðar sveit- ir og loftið sortnað af púður- reik? Þegar hér var komið hófst mikill gauragangur und ir forustu þeirra frú Guðrún- ar Pétursdóttur, sem er al- kunn að því að virða ekki fund ar Pétursdóttur, og Guðrúnar Guðlaugsdóttur. .Formaður reyndi að stilla til friöar og í örstuttu hléi sem varð, sagði frú Þórunn Elía: „Sá atburður hefir gerzt á þessum degi, sem gerir það nauðsynlegt, að konur styrki samtök sín til verndar æsku- ]ýðnum.“ Enn harðnaði leikurinn og stapp og klapp og hrópsyrði, svo sem rússaáróður, komm- únistaáróður og niður með kommúnistana, kvaö við aðal lega þó frá þessum tveim konum. Frú Sigríður Eiríks, sem sérstaklega hefir í Morg unblaðinu og Vísi veriö getiö til óspekta á fundinum, sat sem venja hennar er, stillt og prúð og lagði ekki til mála og var þó óspart vegið með s'tóryrðum. Þegar hér var komið, reyndi ég, með því að mig fýsti aö ræðukona fengj. að njóta málfrelsis, að kve&a henni hljóðs og hrópaöi ég .þá: „Ég heimta hljóð“ og barði tvö högg í borðið til á- réttingar þessari sjálfsögðu kröfu. En ekki varð við neitt ráðið, enda þótt formaður gerði enn tilraun til að miðla málum og talaði um að ræðu kona fengi 3 mmútur til að ljúka máli sinu. Sagði Þór- unn þá að lokum: „Ég þarf ekki að segja meira, ég veit, að konur munu hugsa um þessi mál.“ Gekk þá Sigriður Eiríks til ritara og kvaðst segja sig úr félaginu. Hélzt gauragangurinn allan tím- ann, sem konur voru að týgja sig til ferðar og féllu þá æru- meiðandi orð, svo sem áskor- anir til frú Þórunnar Elfu um að tala á þeim stað, þar sem hún fengi betri aostöðu til að tilnefna þá, sem hún vildi láta drepa og var þá sér- staklega tilnefnt barnaskóla-' portið. En frú Sigríði Eiríks var borið það á brýn, að hún væri islenzkri hjúkrunar- kvennastétt til skammar bæði utan lands og innan. Þær voru víst búnar að gleyma því, að frú Sigriður Eiríks er eina íslenzlca konan. sem hlotið hefir sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín frá Albjóða Rauðakrossinum eftir ábend- ingu Rauðakross íslands, og að hún hefir verið formaður hjúkrunarkver.nafélags ís- lands óslitið í 30 ár. En slepp-! um öllu þessu, allir, sem kynnst hafa málflutningi frú Sigriðar Eiríks og Þórunr.ar Elfu, vita hversu mikáð reg- indjúp er staðfest milli hátt- prýði þeirra og Guðrúnanna og getu þeirrg til að flytja og sækja mál. Sigriöur Eiriks hafði að lok um tal af formanni og stað- festi fyrri úrsögn sína, með þvi að hún áliti að grundvöll- ur til samstarfs hlyti fyrst og fremst að byggjast á mál- frelsi, en svo liti út, að sá andi fengi ekki að njóta sín í félaginu eins og stæði. Eins og ég gat um í upp- hafi, vildi ég að hið sanna kæmi fram og veit ég, að ó- hlutdrægir sjónarvottar munu staðfesta frásögn mína. — En með ugg hugsa ég til þess, hvernig fer um starf félags- ins, ef'það verður látið hald- ast uppi að konum sé meinað máls með ofstopa og ólátum og færustu starfskraftar þess hraktir burt með ofbeldi. Og sú spurning hlýtur að vakna meðal félagskvenna, hvernig tryggja megi konum innan félagsins málfrelsi ef slíku á fram aö fara ómótmælt. Mál- frelsi hefir þó hingað til ver- ið talið undirstaða almenns lýðfrelsis. Knattspyrnu: KR vann Víking 3:1 Mallclór Sl<*fá nsson: Brunatjón — Eldvarnir Mestii varðar að koma í veaí fyrir eldsvofia Ragnheiður E. Möller. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækj um. Leltið upp- lýslnga. Kolsýruhleðslan s.f. Siml 3381 Tiyggvagötu 10 jMinningarspjöld Krabbameinsfélags Reykjavíkur fást í Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og í skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grund. Annar leikurinn í vormóti Reykjavíkurfélaganna fór fram á fimmtudaginn milli KR og Víkings og lauk þann- ig að KR bar sigur úr býtum með þremur mörkum gegn einu. Þrátt fyrir að völlurinn var mjög þungur vegna rign- ingarinnar sýndu bæði liðin allsæmilegan leik, sérstaklega var lið KR heilsteypt og j hvergi veikur hlekkur í því. j Framlína liðsins var virk, stöð j ugar skiptingar hennar komu ! nokkrum rugling á vörn /ík- 1 ings. Framverðirnir voru dug i legir og hægri framvörðurinn vav sérstaklega virkur og fylgdi upphlaupunum vel eft- ir. Um vörnina er það að segja að staðsetningar voru sæmílegar, en allt of mikið sást af hugsunarlausum kýl- ingum út i bláinn. Bergur Bergsson stóð sig mjög vel í markinu. Lið Víkings var ekki heilsteypt og lítii stoð í báð- um ýthefjufn þess og öðrum innherja. Þess.ber að geta, að tvo af tilvonandi Þýzkn- landsförum félagsins vatnaði, þá Gunnlaug Lárusson og Reyni Þórðarson, og skapaði þar náttúrlega þau göt i fram linu, sem voru svo áberandi í þessum leik. En að öllu at- huguðu finnst mér að Víking- ar geti verið ánægðir með þennan leik. þvi margt kom fram í honum, sem sýndi að lið Vikings er i framför. Bjarni Guðnason átti ágætan leik og var mjög hættulegur, og gaman verður að sjá Bjarna leika í sumar með góð um innherjar og útherjum. Framverðirnir voru allir mjög athafnasamir og í stöðu hægri bakvarðar lék nýliði, sem átti ágætan leik. Fyrri hálfleikur endaði 0:0 og var nokkuð jafn og tæki- færi t^l að skora álíka. í byrjun seinni hálfleiks náði KR til að byrja með nokkrum yíirburðum og skorðu þá tvö mörk, bæði á glæsilegan hátt. Það fyrra skoraði Sverrir Kjærnesteð með fastri-spyrnu frá vítateig, og það siðara Hörður Óskarsson eftir á- gæta sendingu frá Gunnari. En eftir það náðu Vikingar sér á strik og lán um hríð tals svert á KR. Víkingum tókst þá að skora og var það Ingv- ar Pálsson, eftir að Bjarni haíði „ruslað“ til í vörninni. Áhorfendur voru farnir að láta sér detta jafntefli í hug, en KR-ingar voru ekki alveg á því og eftir „sólóhlaup“ hjá Ólafi Hannessyni tókst non- um að skora eftir að mark- maður Víkings, sem að öðru leiti átti ágætan leik, hafði hlaupið út á röngum tímá. Rétt fyrir leikslok kom bezta tækifærið í leiknum til að skora upp i hendurnar á hægri útherja Víkings, en hann spyrnti yfir markið. Dómari var Hrólfur Bene- diktsson og áhorfendur voru ótrúlega margir, þar sem leikurinn var lítið eða ekkert auglýstur. Sennilegt er að í dag fari fram tveir leikir í mótinu og verður keppt á Valsvellinum. Fyrri leikurinn, sem hefst sennilega kl. 2,30 e. h., verður milli Fram og KR, en síðari leikurinn milli Vals og Vik- ings. H. S. Ósmátt er það fjártjón, sem verður af völdum elds- voða. Það nemur eflaust tug- um milljóna króna árlega. Um upphæðina mætti fá nokkra hugmynd af" skýrsl- um vátryggingafélaga um tjónbætur til vátryggjenda, ef fyrir lægju. En þar með er hið beina fjártjón ekki að íullu talið. Hvort tveggja er, að vátryggjendur fá tjón sitt sjaldan að fullu bætt, m.a. af því, að þeú’ hafa ekkj vá- tryggt verðmætiö að fullu, og eins er hitt, að lang oftast verða þeir fyrir meira og minna óbeinu tjóni, atvinnu- truflunum og óþægindum margskonar. Enn er það, að oft verða einnig eldtjón á ó- vátryggðum verðmætum, eink um lausafé. Þó að fyrir lægju nákvæmar tölur um heildar- tjón allra vátryggingarfélaga, yrði aö leggja þar við háar. óþekktar upphæðir, sem ekki fást bættar. Önnur hlið þessa máls er sú, að til þess að endurbæta eða endurnýja það, sem eldur inn hefir eytt, þarf að stór- um hluta erlendan gjaldeyri. AÖ hve miklum hluta verður ekki með vissu sagt, en vart er ofætlað, að telja það að hálfu leyti. Fyrir þeim hlut- anum, sem kaupa þarf frá öðrum löndum, þarf því að framleiða söluhæfar vörur á erlendum mörkuðum — vör- ur, sern ærin þörf væri á, að nota til annarra brýnna þarfa í þjóöarbúskapnum. — Og að því leyti sem þarf vinnu til að endurnýja það, sem brunnið hefir, hlýtur hún að dragast að miklu leyti frá ýmist vinnu til gjaldeyr- isöflunar eða þeirri vinnu, sem ella gæti gengið til að viðhalda þjóöarauöinum eða auka hann. Loks er þess aö geta, að af eldsvoðum hlýzt oft mann- tjón og meiðsli. Slik tjón eru óbætanleg og er ekki unnt að meta til fjár. Allt er þetta augljóst og ó- umdeilt. Löggjöf og land- stjórn hefir á því vakandi auga og reynir að setja skorð ur við eldtjónunum með lög gjöf — almennum brunamála lögum og reglugerðum á þeim byggöum — og eftirlit me£ framkvæmd þeirra. Eftirlitié annast bæja- og sveitastj órr,. ir undir umsjón og leiðsögr. Brunavarnaeftirlits ríkisins, sem nær þó ekki til Reykja vikur. Fyrir Reykjavik haft verið sett sérstök brunamáh. lög og eftirlitið þar er beini í höndum bæjarstjórnar ái sérstaks eftirlits frá ríkis ins hálfu. Það skiptir höfuðmáli ti varnar eldtjónum, að eftirli ið með brunamálalögun (hvorutveggja) og bruna- málareglugerðum sé af fuli um skilningi rækt af þeirr aðilum, sem með það fara. Oé í því sambandi er þess ar geta, að víðast þar sem þv. má við koma, hafa bæja- oé sveitastjórnir komiö á sér stökum vörnum gegn elö., sem upp kemur, þ.e. bruna liði með nauðsynlegustu eln varnartækjum. Allar miða þessar opír. beru ráðstafanir að því, ac eldtjón og slys af völdum elds voða verði sem minnst o^ auðið er. Og sé þar hverg. vanræksla eða veikir hlekk- ir í vörnunum, orkar þat miklu til að hamla eldtjónun, Hinar opinberu ráðstafan- ir gegn eldtjónum ná einn- ig til þess, að hamla því at eldsupptök verði. Sá þáttui eldvarnanna er að fram- kvæmd í höndum bæja- of: sveitastjórna og er sízt minnsv veröur. Hann er fólginn — eða á aö vera fólginn — i stöðugu eftirliti með því, aí fylgt sé ákvæðum laga og reglugerða um tryggilegar. umbúnað allan gegn eldsupp tökum og um meðferð á eld- fimum efnum m.m. Þetta eft irlit þarf að vera sívakand: og sístarfandi. Það sem er eftir settum reglum við skoð- un, getur verið gengið úi skorðum e£tir stuttan tima. — • Þess vegna má hér ekki „sofa á verðinum“ né sýna neina linkind eða eftirlátssemi. Þar sem sleppir opinber- um aðgerðum og eftirliti met eldvörnum kemur til kasta einstaklinganna. Skiptir þai mestu, að þeir hafi sífellt i huga þær margvíslegu or- (Framhald á 6. siöu ) í Sauöárkrókskirkju 29. apr. Ymsir tónlistarmenn telja að bezta leiðin til þekking- arauka og yndis af góðri tón Iist fyrir allan fjöldann sé það, að við aöeins gefum okk ur tíma til að hlusta á fögur tónverk. Ef hægt væri að fá fólkið til að hlusta meira á sígild verk, segja þeir, þá mundi fjöldi leikmanna á þessu sviði smátt og smátt fara að njóta listarinnar og hrífast með. Þetta er vissu- lega rétt og kannske þaö eina, sem að gagni kemur fyr ir allan þorra man.na í leit þeirra aö dásemdum uónlist- arinnar. Hitt er svo engu að síður staöreynd, að músikfróö ir menn geta veitt okkur hin- um ómetanlegan stuðning í leit okkar að skilningi og þroska á þessu sviöi. Slikir menn geta og eiga að vera fjöldanum kennarar og hjálp armenn. Hverju slíkir leið- beinendnr fá áorkað, fer að sjálfsögðu eftir lagni þeirra og kennarahæfileikum. Við, sem stödd vorum í Sauðárkrókskirkju sunnu- dagskvöldið 29. apríl s.l. og hlustuðum á þaö, sem þar fór fram, fengum þar glöggt og gott dæmi þess, hvað góður og látlaus hæfileikamaður getui veitt okkur ánægjulegar stuntí. ir, sem lyfta hugum okkar i órafjarlægð frá hversdagsins önn og þrasi. Þarna var kom inn Eyþór Stefánsson meö hinn ágæta kirkjukór Sauðár- króks og bauð upp á hljóm- leika. Efnisskráin var ann- ars á þessa leið: Fyrsti þáttur: Lofsöngur, eftir Pétur Guðjohnsen, Heyr himnasmiður, eftir Sigvalda Kaldalóns, Máríuvers, eftir (Framhald á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.