Tíminn - 21.05.1951, Síða 4
4.
TÍMINN, þriðjudaginn 21. maí 1951.
110. blað.
ÚTVARPIÐ OG ÞJÓÐIN
Útvarpið er mikilsvert
menningartæki, ef rétt er
rækt. Það eru kvikmyndir og
bækur líka, en á því vill verða
mikill misbrestur. Þau sjón-
armið sem víða ráða i bóka-
og blaðaútgáfu og kvikmynda
t'ramleiðslu, eiga oft ekkert
skylt við holla uppfræðslu og
sanna menntun.
Um útvarpið á íslandi er
allt öðru máli að gegna. Hér
er það rikið eitt, sem „gefur
út“ útvarpsefni, og þar eru
valdir menn til að sjá um og
sía sorann frá kjarnanum. —•
Þar er þó líka mestur vand-
mn á höndum, því að útvarp-
ið hefir stærst áhrifasvæði,
par sem svo að segja hver
landsbúi, sem óskerta heyrn
nefir, á þess kost að njóta
þess. Þess vegna er útvarpið
stórvirkt menningartæki, eða
torheimskunar afi, eftir því
hvernig til tekst.
í sveitum og fámenni er
iíklega bezt hlustað á útvarp.
I hinu mesta þéttbýli er
margt sem glepur, og þar fer
areiðaplega margt gott fyrir
ofan garð og neðan hjá óró
iegum og lítt heimakærum
oorgurum, og ódýrt og gott
ökemmtiefni fer forgörðum.
Útvarpið kemur víða í stað
inn fyrir skemmtiatriðin á
gömlu og góðu kvöldvökun-
um á íslandi, sem eiga óend-
anlega mikinn þátt í menn-
íngu þjóðarinnar.
Nú er fólkið færra á heim-
ilunum og enginn virðist hafa
iengur tima til, eða vilja
iesa upphátt fyrir aðra í
heimahúsum, en þar hefir út
. varpið hlaupið í skarðið.
Víða í sveitum situr heim-
ilisfólk ennþá vinnandi. og
hlustar á útvarpið, a.m.k.
Kvenþjóðin. Meiri misbrestur
er á vinnusemi karlmann-
anna. Þó geta þeir eins og
kvenþjóðin alveg eins og ekki
síður, unnið í höndunum,
prjónað, saumað, fengist við
tóskap o. fL, ef þeir vilja og
neiina. En það er mikiis virði,
að sitja ekki auðum höndum,
og liggja margar ástæður til
þess. Það eru feiknin öll, sem
kvenfólk vinnur í höndun-
am í heimahúsum og víðar, í
cómstundum og um leið og
það nýtur utanaðkomandi
skemmtana, samræðna o. s.
frv. Þarna er hlutur karl-
manna miklu síðri. Margt
neimilið er bætt og prýtt með
v þessari tómstundavinnu, og
mörg húsmóðirin og heima-
sætan hefir forðað heimil-
mu frá miklum útgjöldum
með þessari lofsverðu iðju-
semi, og um leið þroskað og
eflt sjálfa sig að manngildi.
Með því að hlusta á útvarp
á vetrarkvöldum, þegar dag-
iegum önrrum er víða að
mestu lokið, má endurheimta
pann menníngarþátt, sem
þjóðin átti á kvöldvökunum
aður. Og ánægjan er miklu
meiri, ef ekki er setið auðum
löndum.
En þá þarf líka vel að vanda
íil útvarpsefnisins.
Stjórn útvarpsins þarf að
caka tillit til margs, munu
menn segja, þegar velja skal
utvarpsefni. En eitt verður
hún að gera sér ljóst fyrir-
cram. Á útvarpið, rikisútvarp
rð á íslandi, að vera þjóðar-
háskóli í menntun orðs og
hljóma og vörður tungunnar,
sem er okkar dýrmætasti arf
ur, og þar af leiðandi að hafa
aðeins það bezta á boðstólum
eða á það að láta smekk og
duttlunga fólksins og að-
cftir Jóiiannes Davíðsson, Hjarðardal
flutts tíðaranda ráða að meira
eða minna leyti, um efni og
val útvarpsefnis, eins og
kvikmyndahúsum, blöðum og
bókaútgefendum hættir til
að gera, þar sem framleiðsl-
an er í fjölmargra höndum
og gróðasjónarmið og þjónust
an við það sem bezt þóknast
fjöldanum í þann og þann
svipinn, og er um leið arð-
vænlegast, ræður oft allt of
miklu um efni þess sem á borð
er borið?
Ég lít svo á, að útvarpið
eigi að vera þarna leiðandi
afl um smekk o'g val, svo að
það vegi upp á móti óþjóð-
legu dægur ómenningarrugli,
sem yfir heiminn flæðir nú
á tímum, litum, myndum og
prentuðu máli.
Þetta hlutverk er erfitt og
ekki vandalaust, en þarna
eiga lika valdir menn að vera
að verki, með fullan skilning
á ábyrgð þeirri, sem á þeim
hvílir, og mikilvægi útvarps-
ins tll áhrifa á þjóðfélagið.
Á síðustu árum, er um það
rætt, af forráðamönnum út-
varpsins o. fl., að auka þurfi
tímalengd þá, sem útvarpið
starfar á degi hverjum, helzt
að útvarpa einnig á fleiri en
einni bylgjulengd samtímis,
svo menn geti valið um
tvenns-, eða margskonar efni
á sama tíma. M.a. til að tolla
í útlendum útvarpsstöðvum.
Ég lít svo á, að útvarps-
tíminn daglega sé þegar orð-
inn ærið nógu langur, og
mætti styttast.
Það er hvorki hollt fyrir
þann sem veitir né þiggur,
að gæta ekki hófs í þessu efni
sem öðrum.
Ofrausn á þessum sviðum,
og fleirum, sem nú sækja á
nútímamanninn, og aldrei
láta hann í friði með sjálf-
um sér, svo hann hefir of
nauman, eða engan tíma, til
að kynnast sinni eigin per-
sónu, sem þó er hverjum
manni nauðsynlegt nú, eins
og áður, er hættuleg.
Veit ég það, að mörgum er
ekki ofætlun að einangra sig
frá umhverfi sínu, hafna og
velja, en flestum mun verða
það á, að láta stjórnast af
utanaðkomandi áhrifum,sem
sí og æ í ríkari og ríkari mæli
sækja á nútímamanninn og
varna því, að hann geti orð-
ið sjálfstæður einstaklingur,
sérstæður og persónulega
þroskaður, en vinna öflugt að
því að skapa múgmanninn,
sem auðvelt er að leiða og
fylgir straumi tímans-og stund
arinnar, eins og rótlaust þang
ig hafstraumnum.
Það er mikil hætta hér á
ferðum, eins og haft var eftir
páfanum í fréttum nýlega,
að kvikmyndir og sjónvarp
væri að gera mannfólkið vit-
laust.
Svo er önnur hlið á þessu
máli, sem lika má taka tillit
til.
Með lengingu útvarpstím-
ans daglega, og útþenslu
starfsemi þess, hlýtur kostn-
aður við útvarpið að aukast
og afnotagjöldin að hækka,
nema mikil aukning á auglýs
ingum komi til,sem þá hlýtur
að ganga nær bezta útvarps-
tímanum, en góðu hófi gegnir.
Ég fullvissa forráðamenn
útvarpsins um það, að nú er
þegar full ástæða til að gæta
hófs í starfskostnaði útvarps
ins. Almenningur út á lands-
byggðinni, finnur nú þegar
til kostnaðarins við not út-
varpsins, sem eru: afnota-
gjöldin, rafhlöðurnar og við-
hald útvarpstækjanna. Þetta
horfir öðru vísi við þeim, sem
rafmagn hafa, og því ósann-
gjarnt að allir greiði afnot
útvarpsins sama verði.
Framhald.
Templarar heimsækja Akranes
Það þarf engan skrumara
til þess að segja nokkur við-
urkenningarorð í garð Akur-
nesinga. Það er kominn all-
myndarlegur bragur á bæjar-
lífið iijá þeim. Götur hrein-
legar og vel lagaðar gang-
stéttir, hús reisuleg og traust,
og nokkur stórhýsi, sem vekja
aðdáun gestkomanda. Ýmis-
legt á Akranesi ber vott um
mikinn dugnað og framtaks-
semi.
Við brugðum okkur, hátt
upp í hundrað manns, til
Akraness, og hvað munar þá
um, að vista hundrað manns
einn sólarhring á gestrisn-
um heimilum á Skaganum. —
Þeim varð heldur ekki skota-
skuld úr því.
Við háðum á Akranesi að
þessu sinni, vorþing Umdæm
isstúku Suðurlands, dagana
19. og 20. maí. Fulltrúar voru
næstum eitt hundrað. Þing-
staður var hið vistlega félags-
heimili templara á Akranesi.
Þetta hús hefir eiginlega vald
ið skemmtilegri byltingu í fé-
lagslífi Akurnesinga. Til dæm
is hafa 90 gengið í stúkuna
á staðnum s.l. vetur, og flest
hefir þetta verið ungt fólk.
Ráðamenn hússins vaka svo
vel yfir sæmd þess, að eng-
um leigjendum liðst að láta
bera þar nokkru sinni á ölv-
un; og konur í stúkunni leggja
á sig mikið og mjög lofsvert
1 starf, allt endurgjaldslaust,
til þess að sjá hag hússins vel
borgið, og á það þjónustu-
starf skilið fleiri viðurkenn-
ingarorð, en hér verða þó við
höfð um það.
Viðtökurnar hjá Akurnes-
ingum voru hinar prýðileg-
ustu í alla staði. Við færum
þeim okkar innilegustu þakk-
ir fyrir ánægjulegar samveru
stundir. Blöðin munu svo fá
brátt nánari fréttir af þingi
umdæmisstúkunnar.
Milli þátta gátum við skoð-
að nýja barnaskólann og
sjúkrahúsið, einnig sundlaug-
ina. Allir voru gestirnir undr-
andi yfir þeim myndarskap,
sem er á gerð nýja barna-
skólans og sjúkrahússins. —
Það er vissulega ánægjulegt
að sjá slíkar framkvæmdir,
sjá alla umgengnina í sam-
bandi við þessi hús og kynn-
ast þemi dugnaði, sem þar
hefir verið að verki. í tvö ár
er nú búið að kynda hið veg-
lega sjúkrahús, án þess að
hægt hafi verið að taka hús-
ið til aínota, því að ekki hef-
ir fengizt fjárfestingarleyfi
til kaupa á öllum innanhúss-
munum hússins, en vonir
standa til, að úr þessu ræt-
ist nú hið bráðasta.
Það var 15. desember 1915,
(Framhald á 7. síðu.)
Sveinn Sveinsson frá Fossi
tekur til máls: j
„Þeir, sem láta sig nokkuð
skipta almenn mál þjóðarinnar,1
svo sem skóla- og uppeldismál,1
hafa sjálfsagt að öllu forfalla- j
lausu fylgzt með og hlustað á
skólaþætti útvarpsins, er Helgi j
Þorláksson kennari sá um. Ég
er einn af þeim hlustendum út-
varpsins, sem þótti þessir þættir
sína lofsverðan áhuga á skóla-
málum hér í Reykjavík, enda
mun kennarastéttin að mestu
leyti vera skipuð vel menntuð-
um mönnum og áhugasömum
um skólamál. Og þó þessir skóla'
þættir geri ekki neina breytingu !
á 'skólalöggjöfinni að þessu j
sinni, þá vekja þeir samt áhuga J
fólksins með ýmsar breytingar
á barnaskólalöggjöfinni, sem til
bóta má verða, svo sem að hafa
skólatímann styttri ár hvert, —
svipað og með alþýðuskólana,
að þeir byrji ekki fyr á haustinu
en með október, og standi ekki
lengur yfir að vorinu en til
aprílloka. Við, sem erum vanlr'
barnauppeldi, höfum vel vit á [
þessari hlið málsins, þó að við,'
sem ekki erum lærðir kennarar, I
höfum ekki þekkingu á ýmsum
öðrum greinum lærdómsins á við
lærða kennara.
Annars voru þessír skólaþætt-
ir að mér fannst bæði skemmti-
legir og fróðlegir um kennslu-
aðferð skólanna í sumum grein
um að minnsta kosti. Án þess að
ég ætli mér að fara út i það hér,
að ræða um það, semdesið var
og rætt um í þessum skólaþátt-
um, þá er það þó eitt atriði,
sem ég ætla að taka fram í sam-
bandi við síðasta þáttinn, og
bréf, sem lesið var þá upp, frá
konu á Austurlandi. Þar segir
eitthvað á þessa leið: Börnin,
sem koma í sveitina á vorin til
að vera þar yfir sumarið, sækja
þangað meira seinna árið en það
fyrra. Þessi fullyrðing hljóðar
allt öðru vísi en mín reynsla er
af þessum málum, sem nú skal
greina: Börn, sem ekki hafa
farið í sveit áður, en eiga nú að
fara það, hlakka vanalega mikið
til þess, en þegar þau eru svo
komin þangað, sem þau eiga að
vera yfir sumarið — eða á það
heimili, þá er það oftast svo að
þeim leiðist, og það mikið stund
um, og flest af þeim sækja ekki
eftir að fara í sveit aftur þótt
þau verði að hafa það , og þau
börn, sem svona eru, eru verri
seinna árið en það fyrra. Þetta
er í sjálfu sér ekki óeðlilegt og
kemur til af því tvennu, að þeim
þykir skemmtilegra götulífið
með leikfélögum sínum, og svo
með sum þeirra að þau eru löt
að vinna sveitaverkin, þykir eins
og áður er sagt, skemmtilegra
að leika sér við leiksystkini sín
heima hjá sér. Þetta er mín
reynsla að undanskyldu einu og
einu barni. Auðvitað eru þau
verst af leiðindum fyrst á vor-
in, en lagast þegar kemur fram
á sumarið, fara þá að telja
dagana til haustsins, að komast
heim aftur, sem von er. Ég hef
alltaf getað vorkennt þeim börn
um, sem leiðist og langar heim
til sín — það er svo eðlilegt.
Allt fyrir það þurfa sem flest
börn í Reykjavík og sumum
kaupstöðum að komast í sveit-
ina að sumarlagi, því bæði er
það að undir flestum kringum
stæðum hafa þau gott af þvi, og
svo eru flest heimili í sveitunum,
sem þurfa að fá stálpuð börn
yfir sumarið til hjálpar við heim
ilisstörf, sérstaklega getur það
verið gott, þar sem vélar eru
komnar í staðinn fyrir orf og
hrífur, því svoleiðis heimili þurfa
síður fullorðið kaupafóik, enda
iíka of dýrt eins og sakir standa.
Svo ég víki aftur aðeins að
skólamálunum, þá er ég einn af
þeim mönnum, sem hygg að
betra væri að skólarnir væru
fleiri og smærri hér í Reykja-
vik, þó að það kostaði fleiri
kennara, ég á við barnaskólana.
Þetta vita barnakennararnir
líka manna bezt og hafa sumir
þeirra látið það í ljósi, en við
þessu er kannske ekki svo .gott
að gera, barnaskólarnir hér í
Reykjavík eru svo stórir og við
það verður auðvitað að sitja, en
framvegis ætti þetta mál að
verða til athugunar við nýjar
skólabyggingar. Ef maður hugs
ar um árangurinn af skólastarf
inu, að börnin læri vel það sem
þeim er kennt, þá gefur að skilja
að kennari, hversu góður sem
hann er, ef hann hefir of mörg
börn til að kenna, getur ekki
kennt eins vel og jafn góður
kennari, sem hefir ekki of mörg
börn undir sinni hendi tii
kennslu. Ég er nú líklega kom-
inn of langt út í þessar sakir,
því auðvitað þekkja góðir og
æfðir kennarar þessar hliðar
málsins langtum betur en ég,
en allt er þetta þá til athugun-
ar fyrir þá góðu kennara, sem
hafa áhuga fyrir þessum skólgi-
málum, og vita hvað það hefir
að þýða fyrir framtíð þjóðar-
innar“.
Starkaður gamli.
Til sláturgerðar:
Vambir,
Blóð
HERÐUBREIÐ
Sími 2678.
Húsmæðrakennaraskóli íslands
heldur matreiðslunámskeið að Laugarvatni frá 10. júni.
Uppl. gefnar í síma 6145 og 5245 næstu daga og
umsóknir sendist Helgu Sigurðardóttur skólastjóra.
>>i;iin»inncmsnaiani!iiiiii»«i:nt:iumi)iiíiii:iiiiBnimi«i»8nnw»