Tíminn - 21.05.1951, Qupperneq 6

Tíminn - 21.05.1951, Qupperneq 6
i—-^scfwawiqi TÍMINN, þriðjudaginn 21. maí 1951. 110. blaff. Leyndardómnr íbúðarinnar (Den hemelighedsfulle lejlig- heten) Mjög eftirtektarverð norsk mynd um áhrifavald fram- liðins manns. Aðalhlutverk: Ola Isene, Sonja Wigert. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Vinir hittast Ný, skemmtileg rússnesk lit- kvikmynd með enskum skýr- ingartexta. Aðalhlutverk: T. Makarova Sýnd kl. 7 og 9. Týmla eldfjallið Með Johnny Sheffield. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ ATÖMÖNDIN (Mr. Drake’s duck) Það er engin prentvilla að nefna þessa mynd „Atóm- öndina", því að hún segir frá furðulegustu önd, sem uppi hefir verið. Myndin er tekin undir snjallri stjórn Val Guest’s, en auk þess hefir hermálaráðuneyti Breta að- stoðað við töku myndarinn- ar til þess að gera hana sem eðlilegasta á þessari atómöld, sem við lifum á. * Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr. Yolande Donlan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBfÓ HAFNARFIROI Sitíiir rauðu akurliljunnar (The Eiusive Pimpemel) Mjög spennandi og 'glæsileg ný stórmynd í eðlilegum lit- um, byggð á einni af hinum mörgu ódauðlegu sögum Bar- oness Orczy um Rauðu Akur- liljuna. David Niven Margaret Leigthon Sýnd kl. 9. Kvenngulliif Sýnd kl. 7. atu áejtaJV Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum vlð straujárn og ðnnur helmllistaekl Raftækjavenclunin LJÓS & HITI H.F. Laufaveg 79. — Sfmi 5184. Austurbæjarbíó Glófaxi Sýnd kl. 5 og 7. Engin sýning kl. 9. Blár himinn (Blue Skies) Bráðskemmtileg ný amerísk söngva- og músíkmynd í eðli legum litum. 32 lög eftir Irving Berlin eru sungin og leikin í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby Fred Astaire Joan Caulfield Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BfÓ Músík- prófessorinn með Danny Kaye. Sýnd kl. 9. Spámaðurinn (When’s Your Birthday) með skopleikaranum Joe E. Brown. Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARBÍÓ Konungar jassins Nýjar amerískar jass- og söngvamyndir, þar sem með- al annara koma fram: Caunt Basie og hljómsveit — King Cole tríó — Woody Herman og hljómsveit — Mills Broth ers — Gene Krupa og hljóm- sveit — Fats Waller — Lena Horne — Andrews systur o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN I gerir ekki boð á undan aér. Þelr, lem em hyggnlr, tryggja itrax hjá SamvlnnutrysslnKum Anglýsingasimi TIMANS er 81300 Aikriftanfnfi TIMI AP¥ VIDSKIPTI HÚS • IBÚÐIR LÓÐIR • JARÐIR SKIP • BIFREIÐAR EINNIG: Vcrðbríf Vitryggmgar Auglýsingastarfscmi FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖDIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.j dæmi um mótsagnirnar í stjórn málunum nú sem stendur. f Ameríku lét Getulio Vargas í lok styrjaldarinnar af stöðu sinni, vegna þess að hann var ekki lýðræðissinnaður og einnig að því er sagt er — hafði ekki stuðning þjóðarinnar, þrátt fyr ir að hann á meðan á styrjöld- inni stóð hafi fylgt Bandaríkj unum fast að málum. Síðan eru liðin fimm ár og nú kjósa Brazi- líumenn með miklum meirihluta — og á fullkomlega lýðræðisleg- an hátt — sama Getulio Vargas sem forseta. Frjálslynd blaðamennska. Spænsku blöðín hafa mjög góð fréttasambönd erlendis; allir er lendir atburðir, sem hafa ein- hverja þýðingu, er ítarlega lýst og af miklu meiri óhlutdrægni, en erlendis er venjulegt um spönsk málefni. Bandarískur fréttamaður, svertingi, sem annars hafði það fyrir sið að greiða ekki hótel- reikningana sína, sendi átakan legar lýsingar heim og sagði hvernig „lögreglan misþyrmdi spönsku alþýðunni á götunum". Þetta er auðvitað dæmi af verra tagi en þó eru margir fréttarit- arar, gem eru meira og minna missögulir, en Spánverjar leyfa þó landvist. Samt ættu þessir herrar að leggja spánskan málshátt á minnið: Para mentir y comer pescado hay que tener muy cuidado. — Til að ljúga og borða fisk þarf mikla aðgæzlu. Sann- leikurinn hefir alltaf mikla til- hneigingu til að koma í ljós við eitt eða annað tækifæri. Eins og vitað er hafa hin ábyrgu amerísku blöð annað sjónarmið í seinni tíð á málefnum Spánar, en lýst er í þessari grein. IV.WANWAVAW.WAVW.W.VAW.W.’AVAWVVJ1 Bernhard Nordh: *onu VEIÐI MANNS Nýja sendibílastöðin hefir afgreiðslu á Bæjarbíla- stöðinni, Aðalstræti 16. Sími 1395. — Úr og klukkur sendum gegn póstkröfu um allt land HlagnúA €. SalJcinÁÁon Laugaveg 12 — Sími 7048 í , . ÞJÓDLEIKHUSID Þriðjudag kl. 20.00. DeUög Jóhaima eftir B. Shaw. Siðasta sinn. Anna Borg í aðalhlutverki. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Miðvikudagur kl. 20.00. tmyndunarveikm eftlr Moliére. Anna Borg leikur sem gestur. Leikstjóri: Óskar Borg. Aðgöngumiðar seldir írá kl. 13,19 tll 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýnlngardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. Wn'*--—•• v.w.v.v.v.v.v. 18 DAGUR .v.v.v.w.w.v.w/ — Jú. Án barna þorir þú ekki að gerast nýbýlingur á þessum slóðum. Erlendur andmælti. Gat hann ekki veitt, þó að kofinn væri ekki fullur af krökkum? Róta í mold, fiska! Kjöt, sem ekki nægði tíu, gat mettað tvo. Það var barnahópur- inn, sem átti sök á allsleysinu — því varð ekki neitað. — Og þegar þú eldist — ætlarðu þá að leggjast fyrir og deyja úr hungri eins og dýr merkurinnar? Sá dagur kemur, að þú getur ekki lengur farið út í skóg með byssu eða borið heim eldivið. Börn og gamalmenni geta ekki séð sér farborða af sjálfs dáðum. Sá, sem er ungur og hraustur í dag, verð- ur gamall og hrumur á morgun, og þá er það kornbarnið, sem axlar byssuna og heldur til skógar. Viljið þið ekki eign- ast börn, þá eruð þið ekki til þess fallin að setjast að í þess- um bjálkakofa. Ingibjörgu tókst að koma í veg fyrir frekari orðaskipti. Það var viðkvæmt umræðuefni að tala um börn, og hún vissi ekki fullkomlega, hvor ha^ði rétt fyrir sér. Það var sjálfsagt rétt að sumu leyti, sem maðurinn úr Akkafjalli sagði. En var það verjandi að ala börn, ef ekki var hægt að sjá þeim sómasamlega farborða? Spurning var komin fram á varir hennar, en hún þorði ekki að spyrja.. En í stað þess spurði hún, hvernig veturinn myndi verða — harður eða mildur. Árni í Akkafjalli sagði, að margt benti til þess, að nú myndi verða góðæri. Það var mikið af læmingjum á fjallinu, og læmingjarnir voru fæða margra dýra. Tófan hafði líka lagt fleiri yrðlinga en venjulega, og fjallafálkinn átti sex og sjö egg. Stundum voru ekki tvö egg í hreiðrum hans. Kornið spratt vel, og kartöflugrasið var orðið þroskamikið í Akka- fjalli ,og það hafði hvorki skort vætu né hlýnidi, svo að grasvöxtur var í bezta lagi. Það mátti fara að slá. Á góðum grasárum reið á- því að afla mikilla heyja. Þá var eitthvað til að hverfa að, þegar grasleysissumur komu. — Eigið þið margar kýr í Akkafjalli? — Fimm. Erlendur hnussaði. Fimm kýr? Það var brjálæði. Hvenær vannst þeim tími til veiðiferða? Gesturinn hló kuldalega. — Faðir minn segir, að djöfullinn komist í pottinn hjá þeim, sem fara veiðiferðir á sunnudögum. Ingibjörg kipptist til. — Er sunnudagur? spurði hún. Gesturinn samsinnti þvi, og það færðist djúpur roði yfir kinnar henni. Hér var kominn einn af heiðingjunum, og hann gat frætt þau á því, að það var sunnudagur. Hér eftir ætlaði hún ekki að týna dagatalinu. — Við höfum ruglazt í dagatalinu, sagði hún afsakandi. Ég vissi ekki, að það var sunnudagur. Erlendi veittist erfitt að stilla sig. Kýr og sunnudagar — var ekki hægt að tala um eitthvað annað. Hann spurði, hve langt væri í næsta verzlunarstað handan við norsku landa- mærin. Þau yrðu að kaupa vistir til vetrarins. Það voru sex mílur í næsta kaupstað í Noregi. Leiðin lá yfir fjöllin, og hún var vandrötuð. Handan við landamærin var jökulvatn, sem erfitt var yfirferðar, ef menn voru ekki vel kunnugir vöðum og eðli jökulvatna. Árni hét því að verða nágranna sínum samferða til Noregs. Hann ætlaði vestur yfir landamærin áður en haustrigningarnar gengju í garð og skammdegið færi að. Þau fóru nú út í sólskinið, og maðurinn úr Akkafjalli spurði, hvort þau hefðu ekki hugsað sér að heyja dálítið. Það var. mikill grasvöxtur í hvömmunum upp frá vatninu. — Nei, svaraði Erlendur. Við eigum engar skepnur. Gesturinn sagði eitthvað, sem Erlendur heyrði ekki. Svo sneri hann sér að Ingibjörgu. — Eigið þið nokkrar tunnur eða kagga? — Nei. Slíkt gátum við ekki flutt með okkur. — Það eru búshlutir, sem þið verðið að eiga. Maður verð- ur að salta silung í tunnu til vetrarins, og það verður að safna saft og berjum í kagga. Það lifir enginn á skógar- veiðinni einni saman. Jafnvel Erlendur féllst á, að betra væri að eiga einhver ílát. Hann spurði, hvort Norðmennirnir hefðu þau ekki til sölu. — Jú, sagði Árni. Slík kaup gera menn einungis, þegar fært er með sleða yfir fjöllin. Það er ekki hægt að bera tunnu á bakinu. Þið gietið fengið ílát í Akkafjalli, ef þið viljið verzla við mig. Ég sé ekki, að þið hafið mikið fyrir stafni núna. Við þurfum mannhjálp nokkrar vikur um slátt-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.