Tíminn - 21.05.1951, Qupperneq 8
ERIÆ\T YFIRLIT:
Erfiðleikar Spánarstjórnar
35. árgangur.
Eeykjavík,
„A FÖRMJM VEGI“ t DAGt
Yinna og afkoma
22. maí 1951.
110. blað.
Sumarveður
á Akureyri
Dagurinn í gær var heitasti
ciagur ársins víða á Norður-
landi. Á Akureyri var hið blíð
asta sumarveður í gær, hæg-
lír sunnan andvari og létt-
skýjað. Götur eru orðnar þrifa
legar og sumarlegt í bænum.
Var það mikið happ hversu
leysingin Var hæg', Vegna
þess, hve snjórinn var mik-
ill, hefðu getað orðið spell á
mannvirkjum og eignum fólks
í bænum, ef leysingin hefði
komið í áhlaupi.
Herfilegur ósigur
Islendinga í
Diisseldorf
Þýzkalandsfararnir úr Fram
og Vikingi háðu fyrsta knatt-
spyrunkappleík sinn í Díissel
dorf í fyrradag. Áttu þeir þar
við úrvalslið úr Neðri-Rínar
býggðum.
íslendingar biðu herfilegan
ósigur í þessum leik. Þjóðverj
ar skoruðu tíu mörk en íslend
ingar ekkert. Virðist þessi
fyrsti leikur ekki gefa til
kynna, að íslendingum muni
farnast vel í viðureigninni við
hina þýzku knattspyrnu-
menn.
Fóðurbætis- og heykaup vegna
harðindanna nema 15—18
mi
Yiðtal við Pál Zóphóníasson hiinaðarmála-
stjóra iim harðindfn í vetur
Síðasti vetur mun lengi verða í minnum hafður, vegna
hinna einstæðu harðinda austanlands og norðan. í allan
vetur hefir fólk sunnanlands fylgzt með þeim erfiðleikum,
sem fclkið í harðindabyggðarlögunum hefir orðið að heyja
baráttu við. Tíminn hefir snúið sór til Páls Zóphóníasson-
ar búnaðarmálastjóra og fengið hjá hcnum í eftirfarandi
viðtali heildaryfirlit.
Vaðlaheiði varð
fær í gær
Vaðlaheiði er nú að verða
fær. Fyrir helgina kom Sig-
urður Lúther Vigfússon á
Fosshóli fyrstur akandi á
jeppa yfir heiðina til Akur-
eyrar. Hann fór hana einnig
síðast i fyrrahaust.
í gær var svo unnið að því
að ljúka við að ryðja braut
gegnum háan skafl vestan-
vert 1 heiðinni. Voru allmarg-
ir bílar austan úr Þingeyjar-
sýslu komnir til Akureyrar í
gærkvöldi, og eru menn því
fegnir, að hinnj löngu um-
ferðateppu er nú loksins lok
±________________________I
Sama þófið í olíu-
deilu Persa og Breta
íransstjórn hefir engu svar
að orðsendingu um olíumál-1
in, sem brezka stjórnin sendi
síðastl. laugardag. Á hinn bóg
inn hefir hún ráðið til sín
átta svlssneska sérfræðinga
um olíuvinnslu og stendur nú
í samningum við víðkunnan,
franskan olíufræðing. 1
Brezka stjórnin mun ekki
enn hafa ákveðið, hvað hún
ætlar til bragðs að taka, ef
hún nær engu samkomulagi
við Persa. Er tæpast búizt við
því, að hún beiti vopnavaldi,
sérstaklega vegna þeirra samn
inga Rússa víð Persa, að þeim
sé heimilt að fara með her
inn í Persíu, ef vopnavaldi sé
beitt gegn þeim.
Hvað vflt þú nú segja okk-
ur um aðstoðina til bænda á
harðindasvæðinu, og baráttu
þeirra við veturinn?
Ég hygg að rekja megi alla
aðstoð er bændum á óþurrka
svæðinu hefir verið veitt í
þeim einstöku harðindum, er
þéir hafa stritt i árlangt til
þess að þegar ég sá hvernig
heyskapurinn gekk í fyrra, þá
ritaði ég landbúnaðarráð-
herra um málið 25. ágúst 1950
og skýrði það fyrir honum
jafnframt því að ég fór fram
á að hann hlutaðíst til um
að gerðar væru athuganir á á
Standinu og að þeim loknum
hafnar framkvæmdir, er
mættu leiða til tryggari á-
setnings, en ella mundí verða
Á harðindasvæðinu býr nú
tæpur l/i hluti allra bænda
landsins og eíga um af
öllum sauðfénaði landsins.
Nokkrum dögum síðar var
Stéttarsambandsfundurinn
haldinn að Kirkjubæjar-
tíðinni var víða um land ekki
til fóðurbætir, svo að menn
gátu ekki dregið hann að sér
þegar þeir áttu hægt með, og
leiddi þetta aftur til þess að
verja hefir orðið stórfé til
i þess að koma fóðurbæti til
manna í vor og vetur, sem
ekki hofði þurft, ef fóðurbæt
irinn hefði verið til í verzlun
um í fyrra haust og menn þá
haft hugsun á að kaupa hann
og draga að sér.
Við Árni ferðuðumst síðan
um megin hluta óþurrka-
svæðisins og héldum fundi
með oddvítum o. fl. Reyndum
við eftir getu að afla okkur
yfirlits yfir heyskapinn og
hve mikinn fóðurbæti mundi
þurfa til að vega að næringar
gildi á móti því næringarefria
tapi, sem ætla mætti að bænd
ur yrðu fyrir á fóðri búfjárs-
ins vegna minni og verri
heyja, en þeir væru vanir að
fá í meðalári. Þegar allt svæð
ið var tekið virtist ekki vanta
mikið á að fóðurbætir kost-
klaustri, og þar var málið tek aði 14 milljónir, er innihéldi
ið upp af fulltrúum af harð
indasvæðinú, og skorað á ráð
herra að hefjast handa í mál-
inu.
Þetta mun hafa orðið til
þess að til öfga leiði um notk
land var með bréfi 8. septem
ber falið að athuga „hið al-
varlega ástand og horfur í
þeim héruðum, sem mest af
hroð hafa goldið við heyskap
á þessu sumri sökum mikilla
ðþurrka". í bréfinu var okk-
ur Árna ennfremur falið „að
íramkvæma rannsðkn á hey
skaparástandinu í umrædd-
um héruðum, svo og hverjar
leiðir væru til úrbóta á því
sviði, svo sem hvað er til af
fóðurbæti í landinu, hvað
mundi þurfa að flytja inn af
þeim vörum, og á hvern hátt
sé hægt að gera bændum fært
að afla sér fóðurbætis án
þess að til öfga leiði um notk
un hans og fyrir fjárhag
bænda sem í hlut eiga“.
Eftir að við Árni höfðu feng
ið þetta verkefni, rannsökuð
um við þegar fóðurbætisbirgð
irnar í landinu, og og hvað
innflytjendur hefðu pantað.
Sýndi það sig vera tiltölulega
litið og eftír tillögum frá okk
ur var þá þegar stöðvuð sa!a
á síldar og fiskimjöli úr landi
og tvöfaldað það magn af
fóðurbæti, sem koma átti til
landsins fyrir áramót. Siðan
hef ég í allan vetur fylgzt
með fóðurbætisbirgðunum og
hlutast til um það við fjár-
hagsráð að næg leyfi væru
veitt fyrir fóðurbæti, svo
hann væri ávallt til í landinu
Hinsvegar var það svo í
haust, eins og venja er orðin
hin síðari ár, að í haustkaup
svipað næríngargildi og telja
varð að vantaði í venjulegan
vetrarforða bænda á óþurrka
svæðinu.
Þegar við gerðum þenn-
an samanburð, miðuðum
við við fóðurforðan undan
farin ár enda þó okkur
værf Ijóst að hann hefir
við við fóðurforðann undan
alvetur og bændur þá með
honum óviðbúnir hörðum
vetri.
28. sept. sendum við ríkis-
stjórninni greinargerð um
niðurstöður okkar og tillögur.
Við lögðum til að bændum
yrði veitt aðstoð til að kaupa
sér fóðurbæti eða hey, en töld
um eftir ástæðum ekki þýða
að fara fram á hærri upp-
hæð eins og þó stóð en 4,5
milljónir króna eða V3 af
þeim aukakostnaði, er bændur
yrðu að leggja í fóðurbætis-
kaup, ef þeir ættu að vera á-
líka byrgír af fóðri og þeir
væru vanir að haustnóttum.
Var þá gengið út frá því að
nokkuð yrði að fækka fénaði,
en bændur annárs að gréiða
hitt sjálfir, þó mikið yrði.
Ennfremur bentum við á,
„að athugaðir verði möguleik
ar á samhjálp bænda í því
formi, aö bændur í þeim sveit
um, þar sem vel hefir heyjast
í sumar, gefi hey til sending-
ar til þeirra er 'helzt þurfa
þess með“. Þessa hugmynd
okkar útfærðum við nokkuð
nánar í greinargerð okkar til
ráðuneytisins, og „töldum eðli
legast að Stéttarsamband
bænda tæki málið að sér“.
Enn bentum við á að rétt
mundi að kaupa 5000 hesta
heys frá Noregi, og geyma
það í verzlunarstöðum á ó-
þurrkasvæðinu, svo grípa
mætti til þess ef nauðsyn
krefði, er á veturinn liði. í
því sambandi bentum við á
að allar okkar áætlanir byggð
ust á sama fóðurforða og ver-
ið hefði undanfarin haust, en
hann hefði aldrei verið meiri,
en svo að hann hefði rétt
hrokkið í góðum meðalvetri
en algjörlega ónógur ef hart
væri, og auk þess væru nú
engar fyrningar til, því þær
hefðu allar faríð vorið 1949.
Áður en þessar tillögur okk
ar voru teknar til endanlegr-
ar afgreiðslu af ríkisstjórn-
inni, lagði hún þær bæði fyrir
stjórn Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambandsins.
Stjórnir beggja þessara fé-
lagsmálasamtaka bænda,
mæltu i heild sinni með til-
Iögunum, þó taldi stjóm Bún
aðarfélags íslands varasamt
að fá hey frá Noregi, vegna
hættu á að með því gætu bor
ist sjúkdómar, og mun það
meðal annars hafa ráðið
nokkru um það að að því
ráði var ekkí horfíð að fá hey
þaðan. Ekki náðist í alla
stjórn Stéttarsambandsins, er
málið var tekið þar fyrir, en
auðheyrt var á þeim er þar
voru, að þeir voru þeirri hug
mynd fylgjandi að Stéttar-
sambandið gengist fyrir söfn
un gjafaheys, þó ekkert yrði
þá ákveðið um það.
Ríkisstjórnin ákvað síðan
að leggja fram 4 v2 mílljónir
króna % sem hagkvæm lán,
en y3 sem styrk til þess að
fóðurásetningur mætti verða
(Framhald á 7. siðu.'
Hjörleifur Sigurðs-
son fær norskan
námsstyrk
Norsk stjórnarvöld ákváöu
fyrir nokkru að vejta íslenzk-
um listamanna styrk, að fjár
hæð 3.200 norskar krónur til
námsdvalar í Noregi á þessu
ári.
Menntamálaráöuneytið hef
ir lagt til í samráði við
menntamálaráð að Hjörleif-
ur Sigurðsson listmálari hljóti
styrkinn.
Hjörleifur dvelst nú í Nor-
egi.
Þjófnaðarmálið
í Hafnarfirði
enn í rannsókn
Ekki hefir enn tekizt að
sanna, hver valdur er að
þjófnaðinum á Nönnustíg í
Hafnarfirði, þar sem sparifé
verkakonunnar var stolið úr
dragkistu í herberglnu, sem
hún svaf í.
Sá, sem grunur hefir helzt
fallið á, er í haldi hjá lög-
reglunní.
Fullfermi af karfa
a sex
Bæjartogarinn Bjarni Ólafs
son kom heim af karfaveiðum
í gær. Var hann með full-
fermi, í kringum 370 lestir,
eftir sex daga veiðiíör. Nær
allur aflinn er karfi, og er hon
um skipað upp í dag’ til
vinnslu i frystihúsunum á
staðnum. í síðustu veiðiför
fékk togarinn einnig full-
fermí af karfa á svipuðum
tíma, svo að ekki er annað
hægt að segja en karfaveið-
arnar gangi vel hjá Akur-
nesingum.
Smásíld í Seyð-
isfirði vestra
Símskeyti frá fréttaritara
Tímans á ísafirði.
Síðastliðinn sunnudag fékk
Brynjólfur Jónsson um 500
tunnur af smásíld í landdrátt
(Framhald á 7. síðu.)
Með bilaða vél ■
180 sjómílur
vestur í hafi
Eftlr hádegið í gær kom,
! Sæbjörg til Hafnarfjarðar
! með línuveiðaskipið Akra-1
‘ borg frá Akureyri. Var Akra-
lx)rgin á lúðuveiðum vest-
ur í hafi, 180 sjómílur norð-
vestur frá Reykjavík. Bilaði
vél skípsins, og var Sæbjörg
kvðdd til hjálpar.
Sæbjörg var 51 klukku-
stund í þessum hjálparleið-
angri.
Hersveitir S.Þ. byrja
sókn norðan við Seoul
Ilersveitir S. Þ. hófu í gær gagnsókn á vesturvígstöðvunum
norðan Seoul, og urðu hersvcitir norðanmanna og Kínvcrja
á þeim slóðum að láta undan síga og hörfa til nýrra varnar-
stöðva.
við Seoul. Mun þetta þegar
hafa tekizt að nokkru leyti.
Mannfall í líði norðan-
manna mun hafa verið gífur-
legt hina síðustu daga, síðan
þeir hófu sókn að nýju. Er
valurinn svo mikill að jarða
verður í fjöidagröfum, sem
líkunum er fleygt í hundruð-
um saman.
Tilgangurinn með þessari
sókn mun fyrst og fremst sá,
að knýja norðanmenn til þess
að draga úr þunga sóknar
sinnar á austur- og miðvíg-
stöðvunum, þar sem lið S. Þ.
og Suður-Kóreumanna stend
ur höllum fæti, og koma til
liðs við sveitir sínar norðan