Tíminn - 24.05.1951, Page 4

Tíminn - 24.05.1951, Page 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 24. maí 1951. 112. blaff. Björn JnliminoNNon: Áburðarblandanir og stríð Þann 17. maí s.l. birti Tím- inn grein eftir Friðjón Júl- tusson, þar sem deilt er á mig iyrir þekkingarskort varðandi olöndun áburðartegunda. Við lestur greinarinnar varð mér ,iö orði: „Það á ekki úr að aka með búnaðarfræðsluna!“ Og óg held hreint að Tíman- um sé einkar umhugað að skapa mér atvinnu með því að flytja bændum „fróðleik" um áburð á svo nýstárlegan hátt, að tæpast er hægt að láta ósvarað. Grein Friðjóns er nefnilega ekki sú fyrsta í pessum „fræðsluflokki“. En pó að ég sé ekki í þörf fyrir atvinnubótavinnu mitt í vor- ónnunum, þá sé ég mig knú- mn til að bregðast við eins og til var stofnað og gera ■ itutta athugasemd. S. 1. vor birtust eftir Frið- ;jón tvær greinar, þar sem íann varaði garðeigendur í ííeykjavík og bændur alvar- iega við hættum þeim, er stafaði af áburðarblöndun og deildi jafnframt allharkalega á mig fyrir villukenningar og pekkingarskort. Ég svaraöi ekki þessum skrifum, en birti asamt ræktunarráðunaut tteykjavíkurbæjar örstutta æiðréttingu i dagblöðum bæj arins. — í viðtali við Frið- :,on. er hann getur um með nokkru yfirlæti í Tímagrein uinni, kom m. a. í ljós, að hann kunni ekki skil á einföld astu undirstöðuatriðum í efna fræði, sagðist enda ekki vera „neinn efnafræðingur." Nú getur enginn gert kröfu til pess, að Friðjón kunni endi- iega frumatriði efnafræði, hvað þá meira. En þessi skort ur á undirstöðuþekkingu fyr- irmunar honum að skilja um nvað hann er að tala, eða hverskonar breytingar geti átt sér stað, þegar mismunandi áburðartegundum er bland- að saman. Hanri getur í bezta tilfelli lært eins og páfagauk- ur það sem hann nær í á prenti um þessi efni. Að loknu þessu viðtali virtist mér sem ekki gæti verið um að ræða nokkurn faglegan umræðu- grundvöll með okkur Frið'jóni. En hann er bersýnilega á ann arrí skoðun. Nú skrifar hann :með fræðilegu yfirbragði, en jafn hneykslaður og fyrr á þekkingarskorti minum og tornæmi. f þeim stuttu útvarpserind um um notkun áburðar, er ég hefi flutt, var bent á, að ó- hætt væri að blanda saman þeim áburðartegundum. sem væru á boðstólum, ef blönd- mni væri dreift áður en hún rynni í kekki. f erindinu á dögunum varaði ég þó vlð því, að blanda bóraxi saman við íöfnunarefnisáburð, þar eð ofurlítið af ammoniaki myndi rjúka burt eí raki kæmist að alöndunni. Og ég vil leyfa ,nér að nota þetta tækifæri til að endurtaka þessar ráð- ieggingar. Það liggúr i hlut- arins eðli, að hér er átt við pær áburðartegundir, sem fá- anlegar eru, en ekki thomas- fosfat eða einhverjar aðrar á- burðartegundir, sem ekki eru fhittar tll landsirts. Margskonar efnabreyting- ar geta átt sér stað, þegar ó- iikum áburðartegúndum er blandað saman, og ef að lík- um lætur, ætti ég að hafa um þær nokkru ljósari hugmynd- ir en Friðjón Júlíusson. Nefnd ar efnabreytingar eru ekki eingöngu háðar því, hvaða efnasambönd um er að ræða, heldur engu síður eðlisástandi þeirra, geymsluaðstæðum, (hita, loftraka, umbúðum), og siðast en ekki sízt, hve lengi blandan er geymd áður en henni er dreift. Það er t. d. reginmunur á því, hvort blöndunni er dreift samdæg- urs eða mjög fljótlega eftir að hún er sett saman, eða hvort hún er geymd í fleiri mánuði. Blöndurnar. Friðjón greinir réttilega frá sumum annmörkum, er géta verið samfara blöndun áburð artegunda. Þannig valda efni, er gefa sterka lútkennda (bas iska) vatnsupplausn tapi á ammoníaki, ef ammoníum- sambönd eru í blöndunni. — Thomasfosfat og bórax eru lútkennd á þennan hátt. Kalk saltpétur, sem Friðjón minn- ist á, er mjög rakasækinn, og verður því að dreifa honum fljótlega eftir að pokinn er opnaður. Af þessari ástæðu er kahcsaltpétur óheppilegur í hverskonar áburðarblöndur, en rakasækni slikra blanda vex þó enn, ef þær innihalda klórið. Þessi áburðartegund hefir ekki flutzt inn síðustu tvö árin. Ýmsar áburðarteg- undir aðrar en kalksaltpétur eru rakasæknar, að visu í mis munandi ríkum mæli, og blotna og renna saman, ef loft leikur um þær í lengri tíma, og því fyrr sem það inni heldur meira af raka. Gildir þetta m.a. um ammoníaksalt- pétur, kalkammonsaltpétur og ammonsúlfatsaltpétur. Ef til vill hefir þessi eiginleiki ammonsúlfatsaltpéturs átt einhvern þátt í því, að blanda af þessari og „einhverri“ ann arri áburðartegund,rann sam an við ótíltekin geymsluskil- yrði í ótiltekinn tíma, eins og Friðjón getur um í greln sinni. Það er erfitt að komast að ákveðinni niðurstöðu um orsakir samrunans á grund- velli slíkra forsenda, og álykt anir Friðjóns varðandi þetta atriði jaðra helzt við fleipur. Annars þolir blanda af amm onsúlfatsaltpétri og kalíá- burði (brennisteinssúru eða klórsúru kali) nokkra geymslu án þess að renna í kekki, sé blandan geymd i rakaþétt- um pokum — óháð skoðun- um Friðjóns um þetta atriði. Þá segir Friðjón, að enginn skyldi „blanda saman inn- byrðis“ hinum ýmsu tegund- um köfnunarefnisáburðar. í þvi sambandi skal honum bent á, að ammonsúlfatsalt- pétur er samansettur af brennisteinssúru ammoníaki og ammoníaksaltpétri, — Hins vegar kemur það tæp- lega til greina að blanda sam an tveim tegundum köfnunar efnisáburðar til notkunar hér lendis. f kafla um áburðarbland- anir segist Friðjón ekki trúa því „að Ameríkumenn blandi áburðarefnum saman, hvern- ig sem helzt.“ Þakkað skyldi honum! En óljóst er mér, hvernig flugu um slíkar vinnu aðferðlr hefir skotið upp í kollinum á honum. A.m.k. neita ég að hafa haldið fram slíkri firru. Friðjón nefnir þrjár áburð artegundir, sem oft eru not- aöar í áburðarblöndur. En lengja mætti þann lista, því að mörg önnur efni eru not- uð í þessum tilgangi, svo sem: ammoníak, ammoniummítrat þvagefni, þrífosfat, ammoní- umfosfat, kaliumklórið o. fl. íslenzkir ræktunarmenn blanda saman áburðartegund um eingöngu til flýtisauka við dreifingu. Telji þeir sér ekki hag í slíkum vinnubrögð um, er að sjálfsögðu ekki á- stæða til að blanda saman fleiri tegundum. Þá er með öllu ástæðulaust að blanda áburðinum fyrr en rétt áður en honum er dreift, og því er þessi vinnuaðferð algjör- lega áhættulaus, miðað við þær tegundir áburðar, er nú fást, að bóraxi fráskildu. Nokkuð öðru máli gegnir um blandaðan eða algildan áburð, sem framleiddur er fyrir markað og þarf því að geta geymst í langan tíma, án þess að renna saman. Ef um mekaniska blöndu er að ræða, er, ef þurfa þykir, bætt í hana fylliefnum til varnar sam- runa. En oft er hráefnum, er innihalda jurtanæringarefni, blandað það snemma i fram- leiðslukeðjunni, að hvert korn í hinum fullunna áburði hef- ir sömu samsetningu, og vænt anlega órar Friðjón fyrir þess ari aðferð, þegar hann ræðir um framleiðslu blandaðs á- ! burðar á „efnafræðilegum I grundvelli." Nitrophoska og | sá algildi áburður, sem nú er hér á markaði er t. d. fram- leiddur á þennan hátt. Stríðið. Mér skilst af grein Frið- jóns, að hann hafi att mér fram til orrustu gegn þúsund- um evrópískra fræðimanna og vísindastofnana, og má segja, að þar sparaði hann mér stríðsyfirlýsingar1 Hitt er þó ef til vill öllu kynlegra, að Friðjón virðist hafa lýst stríði á hendur sjálfum sér, því að á einum stað í gr$in- inni farast honum orð á þá leið, að það sé í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að menn blandi áburði áður cn honum er dreift, sé réttilega að farið. Hér gerir hann eng- ar undantekningar með áburð artegundir. Sjálfsstríð Frið- jóns kann að vera tvísýnt. — Hins vegar býst ég við, að stríð mitt við Evrópu verði evrópískum vísindamönnum og stofnunum ekki á milli að því er varðar blöndun áburð- artegunda. Staðreyndirnar liggja raunar svo ljóst fyrir, að þessi atriði eru yfirleitt ekki umdeild af öðrum en Friðjóni Júlíussyni. í annan stað efast ég um það — þar til annað reynist sannara, að þeir evrópísku vísindamenn hafi kjörið Frið jón sem umboðsmann og tals mann þeirra i stríði við hér- lenda. A.m.k. myndi ég hugsa mig um tvisvar áður en ég gæfi honum umboð til að túlka mínar skoðanir, hér heima, eða i öðrum löndum — í stríði við þarlenda. Að lokum vil ég biðja þess, að Timinn geri það a.m.k. ekki visvitandi að neýða mig til að standa í Jafn fánýtu þvargi og þetta áburðarblönd unarmál er í raun og veru. Ég hefi áður fundið mig knúðan til að eiga i álika fá- (Framhald á 7. síðu.) Víkverji okkar segir í gær frá karlmönnum, sem voru í sínu! „fínasta pússi“. Ef til vill hefir j hann ætlað að segja stássi ogj þó er stáss fremur skraut, sem1 haft er á fötum, en skrautklæð- j in sjálf. Púss er aftur á móti gamalt íslenzkt orð, karlkyns- orð, dregið af pungur eins og pyngja, samanber, að hafa eitt hvað í pússi sínum. Víkverji mun ekki hafa átt við slíkan púss. Til er í dönsku puds, sem þýðir skraut og Danir munu tala um það, að menn séu í „fuld puds“. En því sagði þá ekki maðurinn í fullu pússi? Ég minntist á mál. Stundum er verið með óþarfar og ástæðu- j lausar aðfinnslur. Einn slíkur er hjá bæjarpósti Þjóðviljans í1 gær, og kallar sig Njörð á Núpi. Honum finnst vitlaust að tala um „útilegubáta". Það heldur hann að sé „nýstárlegt“. „Ætli þeir séu notaðir á afréttum“? [ segir hann. Manntetrið hefir lík lega heyrt talað um útilegur og útilegumenn á afréttum, en skil ur ekki málið og veit ekki, að það er líka hægt að liggja úti á hafinu. Hann langar líka „dæmalaust" til að sjá „landróðrarbátana“,! sem stundum er minnst á í út- I varpl. Náttúrulega eru það ekki; róðrarbátar, því að róður er lagð [ ur af og þessir bátar eru ekki rónir og yfirleitt ekki ætlaðir til þess, en þeir eru landróðrarbát ar meðan sjór er sóttur á þeim frá landi en ekki legið úti. Land róðrar eru veiðiferðir, sem stund aðar eru frá höfn. Línubátur fer þá til dæmis með beittar lóðir úr landi, leggur þær og dregur og flytur afla og veiðar- færi síðan gagngert í land til aðgerðar. Svo verður þessi sami bátur ef til vill útiiegubátur. Þá gæti fiskurinn verið flattur og saltaður um borð, beita væri höfð með í margar lagnir og línan beitt um borð. Þetta ætti Njörður að kynna sér áður en hann heldur áfram. Yfirleitt er það farsælt, að hafa dálitla nasasjón af því, sem menn eru að tala um, áður en hátt er látið með fullyrðingar. Ég get sagt Nirði það, að það er gamalt og gott mál að tala um sjávarjarðir, og þarf þó ekki að vera átt við flæðilönd, sem sjór gengur yfir. Annars hættir mörgum við að halda, að það, sem hann hefir ekki vanizt hljóti að vera rangt mál, en fáir munu þeir vera, sem kunna ís- lenzkt mál svo vel, að þeir muni allar orðmyndir og orðasam- bönd, sem teljast verða þó rétt mál, ef slíkur kunnáttumaður er þá nofekur til. Við megum hvorki gleypa hugsunarlaust við „pússinu" hans Vikverja né reka upp fíflahlátur, þó að við heyr- um talað um útilegubáta. Nokkurt umtai vekur frásögn Kristins Andréssonar af því, að Guðgeir Jónsson fann ekki góð- templarastúku í Rússlandi. Þess er þó lítil von að sú regla blómgv ist þar í landi. Vel má minna á það, að Hitler bannaði þýzku stórstúkunni fyrst að vera í sambandi við alþjóðasamtök templara og leysti hreyfinguna síðan upp til fulls. Nú er regla templara aftur tekin til starfa í Vestur-Þýzkalandi, en stúkum þeim, sem tekið hafa til starfs á hernámssvæði Rússa í Austur- Þýzkalandi, er meinað allt sam- band við alþjóðasamtökin. Þetta á sér allt eðlilegar or- sakir. Reglan er alþjóðleg hreyf ing, sem byggir starf sitt á bræðralagi og jafnrétti allra þjóða og manna og viðurkennir því ekki nein flokksleg forrétt- indi. Slíkur félagsskapur getur blátt áfram ekki þrifizt og starf- að undir þeim stjórnarskrárá- kvæðum, að þeir menn, sem skipa sér í þennan ákveðna flokk, myndi forustuna í öllum menningarlegum samtökum. Það ákvæði rússnesku stjórnar- skrárinnar, að menn úr st.iórn- arflokknum skuli alls staðar hafa forustu í menningarlegum félögum, er í hrópandi mótsögn við þann anda, sem byggir á bræðralagi og jafnrétti allra manna án tillits til skoðana í trúmálum, stjórnmálum og svo framvegis. Auk þess er svo það, að mis- jafnlega er litið í einræðisríkj- um á þá viðleitni að rækta bróðurþel um allan heim. Hitler taldi ríki sitt og völd ekki þola það. Þess vegna bannaði hann góðtemplararegluna. Og sumum virðist nokkur skyldleiki koma fram með ríkjum þeirra Hitlers og Stalins, jafnvel í þessu sam- bandi. Starkaður gamli. r =i. Ungling vantar til blaðburðar í VOGAHVERFI. Afgreiðsla TÍMANS Sími 2323. f n <► <► l Dieselmótor til sölu Diselmotor 12 ha. er til sölu. — Dynamor 4 kw. getur fylgt. Hentugt til raílýsingar á sveitaheimili. Upplýsingar gefur Kristinn Gnðnason, Klapparstíg 27. — Siml 2314.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.