Tíminn - 29.05.1951, Page 3

Tíminn - 29.05.1951, Page 3
116. blað. TÍMINN. þriðjudaginn 29. maí 1951. 3. Góður árangur á KR-mótinu Torfi stökk 4,15 m. í stangarstökki, HörÍSur hljjóp 100 m. á 10,9 sek. Fimm menn vörp- uðu kiilunni yfir 14 m. en Huseby keppti ekki. Stefán vann Kristjánsbikarinn í fimmta sinn Frjálsíþróttamót KR fór fram um helgina og náðist góður árangur í mörgum grein um, sérstaklega síðari daginn þrátt fyrir óhagstætt veður. Nokkrir af beztu íþrótta- mönnum okkar gátu ekki tek ið þátt í mótinu vegna meiðsla eins og Finnbjörn, Haukur og Guðmundur og Huseby mun ekki geta keppt um sinn vegna veikinda. Fyrri dagurinn Mótið hófst með keppni í 100 m. hlaupi og var keppt í þremur flokkum. Hörður Har aldsson Á. bar sigur úr být- um og hljóp á 10,9 sek. sem er mjög góður árangur, þegar tekið er tillit til þess að nokk ur mótvindur var. Keppnin um annað sætið var skemmti lega milli Arnar Clausen og Ásmundar og hlupu þeir báð ir á 11,1 sek. en Örn var sjón armun á undan. í B-flokki sigraði Alexander Sigurðsson, kornungur KR-ingur, og hljóp á 11,4 sek. og vann nokkra á- gæta hlaupara. Þessi árangur spretthlauparanna lofar góðu í sumar og eitt er víst að keppnin milli þeirra verður tvísýn, þegar allir mæta heil ir til leiks. Nokkuð skyggði á að Haukur Clausen gat ekki tekið þátt í hlaupinu, vegna gamalla meiðsla, sem tóku sig Hörður Haraldsson upp rétt fyrir hlaupið. Árang urinn í kúluvarpinu var á- gætur og keppnin skemmtileg þrátt fyrir fjarveru Huseby. Fimm menn vörpuðu yfir 14 sem þætti afbragð hvar sem er í Evrópu. Þingeyingurinn Hallgrímur Jónsson bar sigur varð Karl Olsen úr Njarðvík- um stökk 6,63. Að árangurinn varð ekki betri mun fyrst og fremst hafa stafað af því hve atrennubrautin var slæm. í kringlukasti kvenna bar María Jónsdóttir KR sigur úr býtum og setti nýtt íslenzkt met, kastaði 35,05 m. en eldra metið, sem hún átti sjálf var 34,45 m. Seinni dagurinn. Veður var óhagstætt, kalt og hvasst, en Torfi Bryn- geirsson lét það ekkert á sig fá og stökk tvisvar yfir 4,15 m. í stangarstökki, sem er frábært afrek svo snemma sumars og besti árangur á Norðurlöndum í vor ,en Kaas, Noregi, hefir stokkið 4,12 m. Það sást fljótt að Torfi var í „stuði“, þegar hann sveiflaði sér létt yfir lægri hæðirnar og fór hátt yfir 4. m. Síðan var hækkað í 4,15 m. og fór hann vel yfir í fyrstu tilraun, en rokið var það mikið að stöngin fauk á rána og felldi hana niður. Torfi varð því að reyna aftur við þessa hæð og í þriðju tilraun komst hann aftur yfir. Þá var hækkað í 4,26 m. sem er einum senti- metra hærra en íslenzka met ið. Torfa tókst ekki að stökkva þá hæð, en var nærri því í öðru stökki sínu, en það sýnir vel að Torfi á eftir að stökkva hátt í sumar, og eitt er víst að íslenzka metið í stangarstökkinu verður 4,35 —4,40 m. eða ef til vill betra, er keppni líkur í haust. í 200 m. hlaupinu sigraði Hörður Haraldsson hljóp á 22,7 sek. en mjög óhagstætt var að hlaupa. Ásmundur Bjarnason varð annað á 23,2 sek. í kringlukasti náðist á- gætur árangur. Þorsteinn Löve var langbeztur og kast- aði lengst 47,08 m. og á Norð urlöndum hefir aðeins Gunn ar Huseby kastað lengra í ár. Köst Þorsteins voru einnig flest yfir 45 m. Annar varð Hallgrímur Jónsson kastaði 46,13 m. og kom mjög á ó vart. Þetta er bezti árangur Hallgríms og þar af leiðandi nýtt þingeykzt met. Friðrik Guðmundsson varð þriðji kastaði 44, 21 m. en Sigurður Júlíusson setti nýtt hafnfirzkt met kastaði 43,30. í sleggjukastinu náðist ó- venjugóður árangur, sem gef íslendingajpættir Dánarminning: Biarni Eyjólfsson, Hólabrekku úr býtum varpaði 14.29 m. og ur vonir um að nú loksins náði forustunni í síðustu um komi að því, að metið í sleggju ferð. Litill munur var á þrem kastinu verði bætt. Páll Jóns- ur fyrstu keppendunum. Frið' rik Guðm.ss. varpaði 14,24 og Sigfús Sigurðsson 14,21, auk þess varpaði Bragi Friðriks- son 14,04 og Vilhj. Vilmundar son 14,00. í hástökki sigraði Sigurður Friðfinnsson F H stökk 1,83 m. sem er prýðilegt afrek. Sigurður Guðnason varð fyrstur í 800 m. hlaupinu hljóp á 2:02,9 mín. sem er bezti árangur hans á vega- lendinni og sennilegt er að Sigurður hlaupi innan við 2 mín. í sumar. Árangurinn í langstökkinu olli áhorfendum nokkrum von brigðum, þar sem báðir lands liðsmennirnir í greininni, Torfi og Örn, voru meðal keppenda. Torfi stökk aðeins 6,66 m. og Örn 6,50, en annar son KR kastaði lengst 44,01 m. og átti þrjú köst yfir 43 m. Tveir aðrir köstuðu yfir 40 m. Hinn stóri Pétur Kristbergs- son frá Hafnarfirði kastaði 42,10 m. en ætti að geta náð mun betri árangri. Methafinn Vilhj. Guðmundsson kastaði 40,56 m. í 3000 m. hlaupinu var keppt um þinn svokallaða Kristjánsbikar, gefinn af Kristjáni L. Gestssyni, og sigr aði Stefán Gunnarsson og vann bikarinn i fimmta sinn í röð. Tími Stefáns var all- sæmilegur 9:33.4 mín. miðað við aðstæður. í langstökki kvenna stökk Margrét Hallgrímsdóttir lengst 4,92 m. sem 'ér 7’ cm. lengra en metið, en aðstæður Torfi Bryngeirsson stekkur 4,25 í stangarstökki munu ekki hafa verið lögleg ar. í heild gekk mótið frekar illa og mikið var um „dauða punkta“ sem alls ekki meiga eiga sér stað og fæla áhorf- endur frá frjálsíþróttamót- um. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup. 1. Hörður Haraldss. Á 10,9 sek 2. Örn Clausen ÍR 11,1 3. Ásm. Bjarnason KR 11,1 B-flokkur 1. Alexand. Sigurðss. KR 11,4 2. Þorv. Óskarsson ÍR 11,6 3. Matth. Guðmundss. Á 11,7 4. Grétar Hinriksson Á 11,8 Hástökk. 1. Sig. Friðfinnss. FH 1,83 m. 2. Garðar Jóhannsson ÍA 1,72 3. Gunnar Bjarnason ÍR 1,72 4. Björn Berntsen UMFR 1,67 400 m. hlaup. 1. Sveinn Björnsson. KR 52,8 2. Garðar Ragnarss. 55,3 sek Kúluvarp. 1. Hallgr. Jónsson HSÞ 14,29 2. Friðrik Guðmundss 14,24 3. Sigfús Sigurðss. Self. 14,21 100 m. hlaup kvenna. 1. Hafd. Ragnarsd. KR 13,8 2. Sesselja Þorsteinsd. 13,9 3. Margr. Hallgrímsd. UR 14,0 4. Elín Helgadóttir KR 14,0 Langstökk. 1. Torfi Bryngeirss. KR 6,66 2. Karl Olsen U. Njarðv. 6,63 3. Örn Clausen ÍR 6,50 4. Erl. Sveinsson UMFR 5,95 Kringlukast kvenna. 1. María Jónsdóttir 35, 05 m. (ísl. met) 2. Guðný Steingrímsd. 27,62 3. Margr. Margeirsd. KR 26,50 800 m. hlaup. 1. Sig. Guðnason ÍR 2:02,9 m. 2. Einar Sigurðss. KR 2:10,7 3. Helgi Veturliðason Á 2:13,4 Spjótkast. 1. Jóel Sigurðsson ÍR 58,77 m. 2. Vilhj. Pálsson HSÞ 54,06 3. Hjálmar Torfas. HSÞ 53,42 4X100 m. boöhlaup. 1. Sveit Ármanns 45,2 sek. Bjarni Eyjólfsson andaðist að heimili sinu, Hólabrekku, hinn 22. febrúar 1950, rúmlega 71 árs að aldri. Hann var fæddur að Reynivöllum í Suð ursveit 3. desember 1879. Fað- ir hans var Eyjólfur Runólfs son bóndi að Reynivöllum, og hreppstjóri Suðursveitar, en móðir Bjarna var Sigríður Eiríksdóttir, er þá var ekkja og vinnukona hjá hjónunum á Reynivöllum. Móðir Bjarna hafði ekki tök á því að hafa drenginn sinn með sér, er hún flutti frá Reynivöllum, er Bjarni var á fyrsta ári. Hann varð því eftir hjá föður sínum og hans ágætu konu Ingunni, er tók þvílíku ást- fóstri við drenginn, að hún auðsýndi honum engu minni ástúð en sínum eigin börn um, nema frekar væri. Ingunn var ein af þeim konum, sem allir virtu og báru til mikmn kærleika. Enda bar Bjarni sonarlega ást til þessarar fóstru sinnar og auðsýndi minningu hennar mikinn inni leik alla tíð. Fyrsta barn Bjarna Eyjólfssonar var dótt ir, sem heitin v-ar eftir þessari kjörmóður hans. Sú dóttir Bjarna er Ingunn húsfreyja og tónskáld í Hveragerði. Á uppvaxtarárum Bjarna eignaðist faðir hans jörðina Geirsstaði í Mýrasveit, sem þá var nýfarin í eyði. Frá Reynivöllum var þar stund- aður heyskapur á sumrin og gripir hafðir þar að vetrin- um, sauðfé og hross. Var Bjarni oft gripahirðir á vetr- um og var þá til heimilis á næsta bæ vð Geirsstaði, Ein- holti. Sú dvöl hans þar og kynni hans af því heimili 2. Sveit ÍR 3. Sveit KR 45,8 45,8 Seinni dagurinn Stangarstökk 1. Torfi Bryngeirss. KR 4,15 2. Kolb. Kristinss. Self. 3,50 3. Bjarni Linnet Á 3,40 200 m. hlaup 1. Hörður Haraldss. Á 22,7 sek 2. Ásm. Bjarnas. KR 23,2 3. Matth. Guðmundss. Á 24,1 4. Grétar Hinriksson Á 24,8 Kringlukast 1. Þorsteinn Löve ÍR 47,08 m. 2. Hallgr. Jónsson HSÞ 46,13 3. Friðrik Guðm.ss. KR 44,21 4. Sig. Júlíusson FH 43,30 1500 m. hlaup. 1. Sig. Guðnason ÍR 4:32,2 m 2. Rafn Sigurðsson ÍBV 4:34,0 3. Hörður Guðm.ss. 4:37,6 3. Þórh. Guðjónsson 4:41,8 Langstökk kvenna. 1. Marg. Hallgrímsd. 4,92 m. 2. Elín Helgadóttir KR 4,79 3. Kristín Jónsdóttir KR 4,21 3000 m. hlaup. 1. Stefán Gunnarss. Á 9:33,4 2. Hörður Hafliðas. Á 9:44.8 3. Victor Múnch Á 9:47,8 4. Guðm. Bjarnason ÍR 9:53,0 Sleggjukast 1. Páll Jónsson'KR 44,01 m. 2. P. Kristbergsson FH 42,10 3. Vilhj. Guðm.ss. KR' 40,56 4X100 m. boðhlaup kvenna. 1. Sveit KR 55,2 sek. 2. Sveit UMFR 60,6 4X400 m. bodhlaup drengja. 1. Sveit ÍR 3:52,4 mín. 2. Sveit KR 3:57,6 H. S. urðu til þess að Bjarni fastn- aði sér eina heimasætuna, Margréti Benediktsdóttur. Bjarni flutti að Einhoiti vor- ið 1904 og giftist það sumar. Var Bjarni þá 24 ára en Mar- grét 18. Siðan hefir Bjarni tileinkað Mýrasveit alla sína starfskrafta. Eftir að ungu hjónin höfðu verið eitt ár í Einholti fluttu þau að Holtum og bjuggu þar til æfiloka, full 45 ár. Þau hjón byrjuðu búskap með mjög lítil efni. Eignuðust. þau 15 börn og af þeim eru nú 11 á lífi. Bjarni og Margrét voru alltaf efnalítil og lífs- barátta þeirra hörð, en sín- um góðu eðliskostum héldu þau til æfiloka, en það voru mikil lífsgleði og bjart.sýni og frábær dugnaður. Lífsbarátt- an var hörð, en svo var vel á öllu haldið, að alltaf reyndust þau hjón veitandi, og eins og sagt var í æfiminningu Mar- grétar, að oft er koma þurfti fyrir barni eða hrumu gamal menni, var leitað til hjónanna í Hólabrekku með góðum ár- angri. Bjarni var stórbrotinn í lund og þó barnslega viðkvæm ur. Hin erfiða lífsbarátta hans skerpti skilning hans, um misskipting kjara yfirleitt, t. d. sýndist honum lítið sam- ræmi í því að láta skuldir fátæka mannsins vaxa af rentum sjálfra þeirra, þrátt fyrir viðnám sem reynt er að veita. En peningar ríka manns ins aukast með vöxtum án þess hlutaðeigandi þurfi nokk uð að leggja af mörkum til slíks. Einn var sá eiginleiki er Bjarni átti öðrum framar, það var sönghneigð hans og söng hæfni. Hann var nær 40 ár forsöngvari 1 Brunnhóls- kirkju, og við allan mann- fagnað var hann hrókur alls fagnaðar með söng sínum og fjöri. Bjarni hafði ekki lært söng, nema hvað hann æfði á litla orgelið sitt heima. Hann hafði fagra söngrödd og söngur hans virtist svo léttur og eðlilegur að unun var á að hlýða. Fyrir tæpum tveimur áruin missti Bjarni konu sína. Þann missi tók hann sér mjög nærri, saknaði hennar mjög, enda þvarr lífsþróttur hans ört frá þeim tíma að hún lézt, þrátt fyrir nærveru nokk uð margra barna hans, sem auðsýndu honum hina rnestu ástúð. Helga, yngsta dóttir þeirra hjóna, annaðist föður sinn með mikilli kostgæfni hin síð ustu ár, hún sat hjá honum og vakti hjá honum þegar þörf var á. í umönnun henn- ar endurspeglaðist honum ást úð þeirra kvenna, er áður höfðu annazt hann, fóstr- unnar kæru og eiginkonunn- ar ástríku. Með bjarta brá og bros á hvarmi kvaddi hann börn sin og aðra ástvini hér. Bjarni! Við vinir þinir og samferðamenn þökkurn þér allt ,er þú gott gjörðir okkur og framtíð okkar, og fyrir allt er þú varst okkur til fyrir- ir.yndar. Kristján Benediktsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.