Tíminn - 29.05.1951, Side 6

Tíminn - 29.05.1951, Side 6
G. TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1951. 116. blað. La Traviata Sýnd kl. 9. Allra síðasta sinn. Sambi litli lappi Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOU-BÍÖ Hættnlegur leikur Frönsk stórmynd, mjög vel leikin með Charles Boyer Michele Morcah Sýnd kl. 7 og 9. Dick Sand Hin bráðskemmtilega og ævintýraríka rússneska kvik mynd, byggð á skáldsögu Jules Verne, sem komið hef- ir út í ísl. þýðingu. Sýnd kl. 5. NÝJA BIO Klskulegi Agiístín (Ach du lieber Augustin) Mjög skemmtileg músík- og gamanmynd frá Vínarborg. Aðalhlutverk: Paul Horbiger Maria Andergast Sýnd kl. 7 og 9. Braskararnir og bændurnir Hin spennandi kúrekamynd með kappanum Rod Cameron Aukamynd: Tvær nýjar teiknimyndir. Sýnd kl. 5. Sm. BÆJARBÍÖ HAFNARFIROI Abbott og Costello í lífshættu (Meet the Killer) Ný sprenghlægileg amerísk gamanmynd með hinum af- ar vinsælu skopleikurum: Bud Abbott Lou Costello ásamt Boris Carloff. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. O&uAjuzA alu áejtaA! Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum við straujáin of finnur heimlllstaekl Raftaekjaverzlunln LJÓS & HITI HT. I aufavef 79. — Síml 8184. •W Austurbæjarbíó Hermaðurinn frá Kentucky Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Austurlensk æfintýri (Saigon) Afarspennandi ný amerísk mynd, er gerist í Austurlönd um. Aðalhlutverk: Alan Ladd Veronica Lake Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÖ Hin heimsfræga ítalska verð launakvikmynd: Reiðhjóla- þjófurinn (The Bicycle Thief) Aðalhlutverk: Lamberto Maggiorami Enzo Stoiola (9 ára) Myndin er með dönskum skýringartexta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÖ Tíðindalaust á vest urvígstöðvunum (All quat on the vestern Front). Amerísk stórmynd gerð eftir samnefndri sögu Erich Maria Remarque. Aðalhlutverk: Lew Ayres Louis Wolheim Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin er ekki fyrir taugaveiklað fólk. Aakrlftarsímfs TININIV MIAIÐ: Auglýsingasíml TÍMANS er 81300 Bergnr Jónsson Hálaflutntnfsakrif«t«fa Laugaveg 05. Blml 5833. Helma: Vítaatlg 14. Raddir nábáanna (Framhald af 5. síðu.; lega mannvirki miklu fé og Höngum tima, tókst Alþýðu- flokksmönnum í bæjarstjórn ísafjarðar loksins að koma vitinu fyrir einn hinna fjög- urra bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og fengu samþykkt að sækja vatnið inn í Tunguá. Var þar með fundin leið til þess að bæta úr vatnsskort- inum gegn vilja forseta bæj- arstjórnar, hr. Matthíasar Bjarnasonar, og meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn." Þannig er myndin meginatriðum rétt. og í H.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar, miðvikudag- inn 30. 5. kl. 12 á hádegi. Farþegar eiga að mæta í Afgreiðsluskála tollgæzlu- manna kl. 11 f. h. Tekið verður á móti flutn- ingi á morgun. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Ó. Pétursson Til sölu Stofuskápar Klæðaskaápar Tauskápar Sængurfataskápar Kommóður Bókahillur Borð, ýmsar gerðir Skrifborð Borðstofustólar, eik 3 gerðir Armstólar Dívanar Ottómanar Sparið peningana og kaupið húsgögnin þar sem þau eru bezt og ódýrust. Husgagnaverzlunin ELFA Hverfisgötu 32 — Sími 5605 TENGILL H.F. Slml 80 694 Heiðl vlð Kleppsvef annast hverskonar raflagn- Ir og vlðgerðlr svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnlr, sklpalagnlr ásamt vlðgerðum og uppsetnlngu & mótorum, röntgentækjum og helmllla- vélum. í iti ÞJÓDLEIKHÚSID Sunnudaginn kl. 14.00. Imyndiiiiarvcikin Uppselt. Sunnudag kl. 20.00 tmyndnnarveikin Uppselt. Síðasta sinn. ABgöngumlðar seldlr frá kl. 13,15 tll 20,00 daglnn fyrir sýn- lngardag og sýnlngardag. Sími 80004. hans var undarlega næm á öll hljóð frá vatninu. Hins veg- ar hefði hann ekki einu sinni heyrt, þótt kýr hefði baulað í birkikjarrinu við engið. Ella vissi, að bróðir hennar var ekki langt undan, og Ingibjörg fann það á sér. En það ork- aði ekki óþægilega á hana. Það gerði hana jafnvel djarfari en ella. Hvað gerði það til, þótt hún sykki nú? Eitt lítið óp, og Árni kæmi hlaupandi út úr kjarrinu og styhgi sér í vatn- ið. Hún barðist við þá freistingu að gera eina tilraun, þegar hún hefði synt spölkorn út á vatnið. En Ella vakti yfir henni. Hún fékk ekki að hætta sér of langt frá bakkanum, Og Ingibjörg varð að hlýða. Það var reyndar eins gott fyr- ir hana, því að í ákefðinni hafði hún solgið vatn, og hún var fullhert með að komast upp úr hjálparlaust. Eftir það hafði hún ekki í frammi neina viðleitni til þess að fá hjálp að nauðsynjalausu. Nú var hún líka farin að geta fleytt sér svo, a0( hjálpar var ekki þörf. Gamli maðurinn rumdi á- nægjulega. Þetta var kvenmaður, sem honum var að skapi. Akkafjall var merkilegur staður. En Ingibjörg var hætt að furða sig á myndarbragnum. Gólfið í íveruhúsinu var úr sög- uðum borðvið, en það var ekki undarlegt, því að við viðar- hlaðann var heljarstór sög. Hér gátu tveir menn sagað planka og borð úr vænum trjástofnum. Hún vissi, að það var ekki létt vinna — það þurfti oft að draga sögina gegnum trjá- bolinn, áður en borðið var komið. Hún reyndi að telja plank- ana og borðin, sem verið var að þurrka í stórum hlaða, en hún komst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri, að þau skiptu hundruðum. Ingibjörg sá líka alls konar gripi, sem smíðaðir höfðu verið úr birki, og hún sá efnivið í skíði og tunnustafi. Þetta sýndi, að karlmennirnir í Akkafjalli gerðu fleira en reika um með byssur sínar, þegar vetur gekk í garð. Gat Erlendur smíðað skíði? Það var óhjákvæmilegt að eiga skíði, því að skíðalaus komst hann ekki áfram 1 miklum snjó. Og Erlendur varð að smíða fleira en skiði. Hér í Akka- fjalli sögðu dauðir hlutir langa sögu um það, að frumbýling- ur mátti aldrei vera ráðalaus. Og hún sjálf? Gat hún gert það, sem kona frumbýlings varð að kunna? Það var ekki að- eins að sjóða mat og hirða gripi og ala börn. Svo mikið vissi hún nú. Fyrsta sunnudaginn gerðist óvæntur atburður. Jónas Pét- ursson spurði Ingibjörgu, hvort hún gæti lesið á bók. — Já, sagði Ingbijörg. — Þá skaltu lesa fyrir okkur. Þeir kalla okkur heiðingja og það getur svo sem verið réttnefni. Það er löng leið til kenn- arans frá Akkafjalli. Gamli frumbýlingurinn fékk Inigibjörgu biblíu. Hann hafði keypt hana fyrir mörgum árum, enda þótt hann kynni ekki að lesa hið heilaga orð, því að það var þ.ó alltaf bót í máli, að hún væri til á heimilinu. Ingibjörg sat þegjandi nokkra stund, og hún gat ekki varn- að því, að hún roðnaði dálítið. Það kom svo flatt á hana að það skyldi vera til bibiía í Akkafjalli. Sjálf átti hún ekki biblíu, enda þótt presturinn segði, að hún læsi flestum betur. Svo opnaði hún biblíuna og byrjaði að lesa — fyrst dálítið hikandi, en síðan öruggari og öruggari. Fólkið hlýddi á lesturinn steinþegjandi. Þetta var í fyrsta skipti, að guðs orð var lesið á bænum. Allir störðu hugfangn- ir á Ingibjörgu, og Ellu vöknaði um augu. Hún hafði ekki oft heyrt orð biblíunnar. Það voru sextán mílur til sóknarkirkj- unnar, og hér um bil fimm til Lappakapellunnar. Tvisvar á ári predikaði presturinn í litlu kapellunni, skírði börn, gaf Lappa og nýbýlinga saman í hjónaband og kastaði rekun- um þremur á þá, sem látnir voru. Ekkert barnanna í Akka- fjalli hafði verið skírt á fyrsta ári. Fimm mílur fram og til baka var langur vegur, og það var ekki hægt að skilja heim- ilið eftir mannlaust svo lengi. Sex sinnum á hér um bil þrjá- tíu árum hafði kona Jónasar farið til Lappakapellunnar til þess að hlýða þar messu. Börn sín hafði hún alið á svipaðan hátt og gripirnir eða dýr merkurinnar og síðan farið á fæt- ur á öðrum degi, fleygt eldibrandi að hurðinni til þess að forða því, að illur andi kæmist að nýfæddu barninu og látið fingur þess snerta hina helgu bók. Næst þegar messað var, hafði Jónas tilkynnt barnsfæðinguna. Skírnin varð að bíða betri tíma. Ingibjörg lokaði bókinni, er hún hafði lesið einn kaupítula. Enginn fór fram á, að hún læsi meira, því að guðs orði átti ekki að sóa 1 ráðleysi. Það átti að fara þannig með það, að það færi ekki inn um annað eyrað og út um hitt. Jónas Pétursson reis seinlega á fætur og renndi sigggró-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.