Tíminn - 03.06.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.06.1951, Blaðsíða 1
I f**1 Arv^f Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýslngasími 81300 Prentsmiðjan Edda I 35. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 3. júní 1951. 121. blað. Lamb með tvö höíuð í Hraungerðishreppi Fyrir nokkrum dögum átti ær að Laugum í Hraungerðis- hreppi lamb með tveimur höfðum. Var það dautt, og átti ærin mjög örðugt um burð, svo að hjálpa varð henni. Höfuðin voru hvort um sig af fullri stærð, og að öllu leyti fullsköpuð. Vikugamall tvílembingur var látin til ærinnar eftir þennan óburð, og gengur hann nú undir henni. 10 smíðakennarar útskrifast úr Handíðaskólanum Sjómannadagurinn er í dag Friðrik Ólafsson Dagurinn i dag er um allt land helgaður sjómönnunum. Víðsvegar um landið er efnt til hlaut 89,5% vinninga Friðrik Ólafsson tefldi á föstudagskvöld fjöltefli á 24 borðum og fóru leikar þannig, að Friðrik vann 21 skák, gerði eitt jafntefli og tapaði tveim- ur, hafði 21 y2 vinning gegn 2 ys. Er þetta einn glæsilegasti árangur, sem náðst hefir í fjöltefli hér á landi, ef ekki sá bezti. Er það yfirleitt mjög ó- venjulegt að hljóta 89.5% vinninga. Eins og kunnugt er, mun Friðrik fara utan n. k. þriðjudag til Birmingham, þar sem hann tekur þátt í heimsmeistarakeppni drengja í skák. í gær var haldin sýning á smíðisgripum, unnum í smíða kennaradeild Handíðaskól- ans í vetur. En þar ljúka nú námi 10 nemendur eftir níu mánaða nám og fá kennára- próf í smíðum. Lögð hefir verið áherzla á smíði húsgagna í léttum stii, eins og nú tíðkast mikið víða um lönd og njóta vaxandi vin sælda. Auk þess hafa nem- endur smíðað ýms hagnýt kennslutæki — skólasmíði, sem kallað er. Má þar nefna eðlisfræðitæki, málmsmíði, hefilbekki og bandsagir . Gunnar Klængsson er smíðakennari deildarinnar, en auk þess hafa þeir Sveinn Kjarval kennt efnisfræði og Björn Th. Björnsson listfræð- ingur stílsögu. Þessi smíða- kennaradeild hefir starfað við Handíðaskólann síðan 1939. fjölbreyttra hátíðahalda sjómanna, sem allra stétta fólk tekur iíka þátt í, en ágóðanum er varið til styrktar ýmsum málefnum sjómanna, byggingu dvalarheimila og liknarstarfs. Að þessu sinni eru óvenju fá skip í höfn hér i Reykjavík á sjómannadaginn. í verstöðvun- um eru flestir bátanna hins vegar inni, þar eð nú er yfirleitt hlé á milli vertíða og veiðiaðferða. Fimm íslendingar bornir út af knattspyrnuveHinum í Dusseldorf Hitinn var 35 sf if> í skugganum, cr tslend- ingarnir háðu þennan fyrsta kappleik Fimm af aöalkeppendunum í knattspyrnuflokki Fram og Víkings, sem fór til Þýzkalandsí voru bornir út af vellinum í Dússeldorf, áður en leiknum lauk, og urðu varamenn að koma í þeirra stað. 35 stíga hiti . Þessi atburður fyrsta kappleik gerðist í íslending- Flugvél á sveimi við ströndina: Var fljúgandi virki Keflavíkurflugvelli Tímanum bárust í gær skeyti um það frá ýmsum frétta- riturum blaðsins, að við ströndina hefði sést á flugi fjögrra hreyfla flugvél, er menn vissu ekki deili á, þá daginn áður. Var fljúgandi virki. Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við flugum- ferðarstjórnina á Reykjavík- urflugvelli, og skýrði hún svo frá, að 1 .júní hefði fljúgandi virki frá Keflavíkurflugvelli, fjögurra hreyfla, verið á æf- ingarflugi við ströndina. — Flaug það lágt undir skýjum og fór austur með suðurströnd inni, norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi. Bárust flugstjórninni hér ýms ar fyrirspurnir um flugvél þessa. Fleiri ferðir. Flugstjórnin tjáði blaðinu ennfremur, að fljúgandi virki myndi sennilega fara annað slíkt æfingaflug í gær, og að því sinni yfir Vestfirði. Fagridalur fær öllnm bifroiðum Frá fréttaritara Tím- ans í Reyðarfirði. Vegurinn um Fagradal var opnaður fyrir allar bifreiðir í gær. Höfðu jarðýtur unnið þar látlaust að snjómokstri í heila viku. Er því nú lokið samgönguteppu þeirri, sem verið hefir af völdum snjóa- laganna á Fagradal. anna í Þýzkalandi, og eins og kunnugt er töpuðu þeir hon- um með tiu mörkum gegn engu. Knattspyrnumennirnir höfðu farið dagfari og nátt- fari í ferðinni og gengu svo að segja beint út á knatt- spymuvöllinn í Dússeldorf. Var þetta um miðjan dag, og hitinn 35 stig í skugganum, því að hitabylgja gekk þá yfir í Rínarlöndunum. Leið yfir íslendingana. Þegar íslendingarnir hófu kappleik sinn, lúnir af löngu ferðalagi, komnir skyndilega í svo mikinn hita, mátti fljótt sjá, að þeir voru miður sín, og ekki voru nema fimm mínút- ur liðnar, er leið yfir fyrsta manninn í liði þeirra. Áður en leiknum var lokið, höfðu fimm íslenzku keppendanna verið bornir eða studdir út af vellinum. Meðal þeirra var markmaðurinn, Gunnar Sí- monarson. Höfðu ekki jafn færa varamenn. Knattspyrnuflokkurinn hafði ekki á að skipa jafn fær um mönnum og aðalmönnum, sem hitinn yfirbugaði, til þess að fylla þeirra skarð, enda má segja, að fáir leikmannanna (Framhald á 2. síðu.) Hvarf í Casablanca- fundinn og a heimleið Baldvin Ásgeirsson, hrein- gerningarmaður á Gullfossi, sem ekki kom fram, er Gull- foss fór frá Casablanca 3. maí í vor, er nú kominn fram og er á leið heim. Skeyti um þetta barst frá íslenzka sendiráðinu í Paris í gærmorgun. Naut stórslasar • • mann í Onundarf. Frá fréttaritara Tímans á Flateyri við Önundarfj. Á fimmtudagskvöldið vildi það til að Vífilsmýrum í Ön- undarfirði, að þriggja vetra gamalt kynbótanaut,. sem hafði slitið sig upp og kom- izt út úr húsi, réðst á mann, Guðmund Ágúst Jónsson bónda, sem hlaut mikil meiðsli, nefbrotnaði, rifbrotn aði og skrámaðist og marðist. Liggur Guðmundur nú i sjúkraskýlinu á Flateyri. Guðmundur er maður um sextugt. Hafði hann ætlað að ganga til nautsins, er það slapp út og handsama það, enda hefir það aldrei fyrr blakað við manni. En það snerist illa við og rak hann undir sig. Tveir aðrir menn voru nær staddir, sonur Guðmundar og sambýlismaðus, og komu þeir honum til hjálpar. Breytt tilhög'nn hjá strætisvögnunum: Fargjöldin hækka, peninga- Jbaukar taka viö fargjöldum Ýmsar aðrar breyting'ar á rckstri í atlingun Hinn nýi forstjóri strætisvagnanna, Eiríkur Ásgeirsson, bauð blaðamönnum að eiga viðtal við sig í gærmorgun og skýrði hann frá nýjungum, sem teknar verða upp við rekst- ur vaganna á mánudagsmorgun og fólk þarf að átta sig á. Peningabaukur tekur við gjaldinu. Fólk á framvegis að láta fargjaldið i til þess gerðan kassa, sem stendur á gólfinu hjá bílstjóranum. Hins vegar hætta vagnstjórarnir með öllu að taka við fargjöldum fólks, eins og verið hefir. í kassana verður að láta rétta fargjaldsupphæð eða farmiða keyptan fyrirfram. Ef fólk hefir ekki hina réttu upphæð, sem í alla staði er æskilegast, getur það fengið peningum sinum skipt hjá vagnstjóranum. Hann tekur (Framhald á 7. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.