Tíminn - 10.06.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1951, Blaðsíða 1
F m rnrnm *■ <» a<v» Rltstjórl: Þórarlnn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn r Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda [---------------------- 1 35. árgangur. Feykjavík, sunnudaginn 10. júní 1951. 127. blað. Ný, auðug karfamið átta stunda siglingu frá Faxaflóahöfnum Rigndi 10,4 mm. á einni klukkustund Um hádegisbilið í gær gerði óvenjulega mikla rigningardembu á vestur- landi og við sunnanverðan Faxaflóa. í Reykjavík mátti heita skýfali, og mældist úrkoman á einum klukkutíma, frá hálf-tólf til hálf-eitt, hvorki meira né minna en 10,4 miili- metrar. Er harla langt síð- an slík úrkoma hefir kom- ið hér, og mun þetta vera fast að því met á svo skömmum tíma. Nálgast þetta hinar mestu rigning ardembur, er koma í sumar hita erlendis. Tíminn hafði ekki fregn ir af l>ví í gær, hvort úr- koman hafði verið svona stórfelld víða. Rákust saman á fullri ferð Á miðnætti í fyrrinótt varð harkalegur árekstur milli tveggja bifreiða á Laugavegin um rétt við Tungu. MættuSt þar tveir bílar á fullri ferð og rákust saman. Skemmdust bílarnir mjög mikið, en tiltölu lega lítil meiðsl urðu á fólki. Þegar lögreglan kom á stað inn, voru báðir bílstjórarnir horfnir af staðnum en lög- reglan náði þó í annan og kom I ljós að hann hafði ver ið ölvaður við aksturinn. Ligg ur sterkur grunur á því að hinn hafi einnig verið ölvað- ur. Lögreglan biður því bílstjóra þá er óku mönnunum burt af slysstaðnum að koma til að gefa upplýsingar og eins þá aðra er þarna komu að, sem upplýsingar geta gefið. En fjöldi manns safnaðist þarna saman eftir áreksturinn. Mokafli, en liotn vefðafærairekHr Ný og veiðisæl karfamið virðast nú vera fundin vestur I hafi, am átta stunda siglingu á togara frá Reykjavík og Hafnarfirði, en um 120 mílur út af Reykjanesi. Fuli varpa'af karfa á 20 mínútum. Selnustu daga munu togar- ar hafa aflað mjög vel á þessum veiðislóðum, og dæmi er um það, að varpan hafi verið orðin full eftir að tog- að hafði verið í tuttugu mín- útur. Nær allir íslenzku tog- ararnir munu komnir á þessi nýju karfamið. Erfiður botn. Botn er þó erfiður þarna, og er mikið slit á veiðarfærum en þó er hann þegar tekinn að jafnast nokkuð, þar sem mest hefir verið togað. Mun hann smátt og smátt jafnast, er farið verður að toga þar langtímum saman af fjölda skipa. Aflatregða á gömlu miðunum. Gömlu karfamiðin voru norðar og dýpra, út af Breiða firði. Þegar afli fór að tregð- ast þar, tóku togararnir að leita suður með kantinum, er gengur út frá landgrunninu, unz þeir eru nú komnir á þess ar fengsælu slóðir. Leit að karfamiðum. í fyrra fékk fiksimálanefnd Benedikt Ögmundsson, skip- stjóra á togaranum Júní frá Hafnarfirði, til þess að leita nýrra karfamiða. Reyndi hann þá meðfram þessum kanti, og fékk þar nokkurn afla. En síðan féll karfaleitin niður. Nú nýlega fór Júní aft ur á karfaveiðar, og þá á þess ar sömu slóðir, og í veiðiför þeirri, sem hann er nú nýkom inn úr, setti hann út dufl til þess að merkja með mið, sem hann fann. En nú hafa ís- lenzku togararnir, sem á karfaveiðum eru, flykkzt á þessar slóðir hina síðustu daga. Halamið. Á Halamiðum er nú nokk- ur ýsuafli, en þar er aðeins einn íslenzkur togari, Hval- fell. Hins vegar er þar fjöldi þýzkra togara að veiðum. * Islendingar við flug- þjónustu þjálfaðir Sigurður Þorseinsson lög- regluþjónn úr Reykjavík hef ir undanfarna daga verið á Keflavíkurflugvelli og vinn- ur þar að því að þjálfa þá íslendinga, sem þar vinna við flugþjónustuna. Mun þjálfunin vera fólgin i því að venja þá við skipu- leg viðbrögð, ef til óvæntra atburða kemur í eldsvoða, styrjöld eða ef slys ber að höndum. Handavinnusýning í húsmæðraskóla Reykjavíkur í gær var opnuð í húsmæðra skóla Reykjavíkur sýning á munum þeim, er unnir hafa verið af námsmeyjum skólans í vetur. Verður sýning þessi ekki opin nema tvo daga, og lýkur henni því i kvöld. Þarna getur að lita margt fagurra muna, sem bera vott um gott handbragð og mikla kunnáttu, og ættu bæjarbúar að nota tækifærið til þess að kynnast því starfi, sem unn- ið er í húsmæðraskólanum. Skólastjóri húsmæðraskól- ans er Hulda Stefánsdóttir. Togbátar afla vef fyrir Norðurlandi Miklar hafnarbætur á Breiðdalsvík í sumar Brygjíjan longjd um 30—40 metra Frá fréttaritara Tímans í Breiðdalsvík Flokkur manna hefir nú hafði vinnu við hafnarbætur í Breiðdaisvík, og verður bryggjan breikkuð og lengd til mik- illa muna, svo að allt að þúsund lesta skip geti lagzt þar að. Verið er nú að steypa tvö ker, sem sett verða fram af bryggjunni, en fremst mun koma timburhaus. Lengist bryggjan þannig um 30—40 metra. Á að ljúka þessu verki í sumar. Hingað til hafa Herðubreið og Skjaldbreið getað lagzt að bryggju í góðu veðri, en eftir hafnarbæturnar mun Hekla og Esja komast þar upp að. Frá fréttaritara Tímans á Norðfirði. Togbátar hafa komið með ágætan afla til Norðfjarðar að undanförnu. Þannig kom einn þeirra fjögurra báta, er þaðan eru gerðir út á tog- veiðar með um 48 smálestir af fiski í fyrradag. Eru bát- arnir að veiðum aðallega út af Þistilfirði. Togarinn Egill Rauði kom í vikunni með talsvert á fjórða hundrað lestir af karfa. Var um það bil helmingurinn sett ur á land til vinnslu í frysti húsunum á Norðfirði, en hinu komið í vinnslu á Seyð- isfirði. Bandariskir skriðdrekar streyma yfir á í Kóreu gegn liði kommúnista, sem tekiff hefir sér varnarstöðu ál | ium« bakkanum Með 17 manna áhöfn á Grænland í sumar «1 Hafborg'in úr Borganesi. annað íslenzka skipið. sem fer til veiða við Grsenland Hafborgin frá Borgarnesi er í þann veginn að leggja í fisk- veiðaleiðangur til Grænlandsstranda og er það annað ís- lenzkra skipa, sem leitar á þau mið á þessu sumri. Rifsnes- ið frá Re.vkjavík er búið að vera um skeið að veiðum við Grænland og afli þess sagður góður. Jón Magnússon fram- kvæmdastjóri útgerarfélags- ins Gríms h.f. í Borgarnesi gaf Tímanum þær upplýsing- ar I gær, að þessi ferð skips- ins sem staðið hefir til nú að undanförnu væri nú ráðin. Átti skipið að fara frá Borg- arnesi i gærkvöldi áleiðis til Reykjavíkur, en þaðan fer það svo í næstu viku til Græn- lands. í Borgarnesi hefir verið unnið að því að búa skipið til þesarar ferðar, það málað og byggt beituskýli og bætt að- staða til söltunar um borð. Hafborg er ágætis skip um 100 smálestir að stærð og tal- in heppileg til þessara veiða. Skipstjóri verður Jón Frankl- ínsson, sem er kunnugur á miðunum við Grænland. Var hann þar með skipið Elsu sama sumarið og Súðin var þar. Hafborgin mun fiska í salt og er 17 manna áhöfn á skip inu í þessari ferð. Gert er ráð fyrir að skipið verði 9 daga á leiðinni vestur fyrir Græn- land á miðin. Fiskurinn vprð- ur sennlega seldur í erlend fisktökuskip á. miðunum, og hjá þeim keyptar vistir, olía og salt eftir hendinni eins og þarf. Ingimar Eydal heið- ursfélagi KEA Á aðalfundi Kaufélags Ey- firðinga, sem haldinn var á Akureyri í vikunni, var Ingi- mar Eydal fyrrverandi rit- stjóri á Akureyri, gerður að heiðursfélaga. Hefir Ingimar átt sæti i stjórn félagsins í 34 ár og gegnt fyrir það mar- víslegum trúnaðarstörfum. Ingimar baðst að þessu sinni undan endurkosningu, sök- um heilsubrests. skeri í Eyjafiröi Um þessar mundir er verið að undirbúa byggingu vita á I Hrólfsskeri í miðju mynni Eyjafjarðar, milli Ólafsf jarðar- múla að vestan og Einbúa að austan. Vitaskipið Hermður hefir flutt efni í vitabygginguna norður, og flokkur verka- manna er komin út í skerið, sem aðeins er sex metra yfir sjávarmál. Eiga þeir að haf ast þar við, ef unnt verður vegna sjógangs, unz vitabygg ingunni er lokið. En við því er búizt, að það taki um tvo mánuði. Viti þessi mun verða all- mikil bygging, og verða sjó- farendum við mynni Eyja- fjarðar góður leiðarvísir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.