Tíminn - 14.06.1951, Qupperneq 4
«.
TÍMINN, fimmtudaginn 14. júní 1951.
130. blaff.
Um viðskiptamál
Frjálsari inn-
flutningur.
Seint á árinu 1950 og tím-
anlega á þessu ári var gefinn
frjáls innflutningur á all-
mörgum tegundum nauðsynja
vöru og má telja, að flestar
nauðsynlegustu vörurnar,
sem menn þurfa að kaupa frá
útlöndum, t. d. til fæðis og
klæða, sé nú heimilt að kaupa
án leyfis yfirvaldanna. Þetta
er mikil breyting frá því, sem
verið hefir um langan tíma
að undanförnu og vegna
þessa nýja frjálsræðis í við-
skiptalífinu má hiklaust gera
ráð fyrir að verzlunin sé al-
menningi hagstæðari en orðið
hefði að óbreyttu fyrirkomu-
lagi þeirra mála. Nú er mönn
um í sjálfsvald sett hjá hvaða
verzlunarfyrirtækjum þeir
kaupa þessar vörur, en eru
ekki lengur bundnir af ákvörð
unum fjárhagsráðs eða ann-
ara opinbera ráða og nefnda
í þeim efnum. Hver og einn
getur því leitað fyrir sér og
gert kaupin á þann hátt sem
hann, að athuguðu máli, tel-
ur sér hagkvæmast.
Það er sérstök ástæða fyr-
ír samvinnumenn landsins að
fagna þvi, að viðskiptin hafa
nú þroskast verulega i áttina
til frelsis. Um mörg undan-
farin ár hafa samvinnufélög
in verið mjög afskipt við út-
hlutun innflutningsleyfa. Af
því hefir leitt, að kaupfélags-
menn hafa ekki hjá því kom
ist að kaupa mikið af vörum
hjá óviðkomandi fyrirtækj-
um, þó að fengin reynsla hafi
sýnt þeim að viðskiptin séu
hagfeldust hjá þeirra eigin
Hvað líður rann-
sókninni í máli
Efíir Skétla Gaðmniidsson
S.I.F.?
Senn mun liðiff eitt og
hálft ár síðan stjórn Sölu-
sambands íslenzkra fisk-
framleiðenda bar fram þá
ósk viff dómsmálaráðuneyt
ið að það léti fram fara
opinbera rannsókn á
rekstri Sölusambandsins.
Tilefnið mun hafa verið
upplýsingar, varðandi fyr-
irtækið, sem einstakir
stjórnarnefndarmenn þess
fengu í hendur, og sem
voru þess eðlis, að rétt þótti
að óska rannsóknar á mála
vöxtum.
Dómsmálaráðherra fól
Iöglærðum manni, sem heit
ir Guttormur Erlendsson,
að rannsaka málefni S. í.
F. Réttarhöld munu hafa
verið seint í fyrravetur og
ýmsir menn yfirheyrðir. En
litlar fréttir hafa borist af
rannsókn þessari.
Þetta er mál, sem al-
menning varðar einkum
vegna þess, að ekki er
fjarri sanni að S. í. F. hafi
lengi haft, og hafí enn,
einkasölu á saltfiski, sem
héðan er fluttur til ann-
ara landa. Og þar sem svo
langur tími er nú liðinn,
er vissulega ástæða til að
spyrja:
Hvað líður rannsókninni
hjá S. í. F.?
Er henni lokið, og ef svo
er, hver hefir þá niðurstað
an orðið?
Skúli Guðmundsson
stofnunum, kaupfélögunum.
Eftir að þessi breyting er á
orðin, að því er snertir marg
ar innfluttar vörur, geta menn
notið hagnaðarins af því að
kaupa þær hjá sínum eigin
félögum.
En þrátt fyrir þá mikils-
verö rýmkun, sem gerð hefir
verið á innflutningshöftun-
um, skortir enn mjög á það
að innflutningsverzi'Iunín sé
orðin svo frjáls sem æskilegt
væri. Enn þarf leyfi yfirvalda
til innflutnings á ýmsum
nauðsynlegum vörum, t. d.
byggingarefni o. fl. Er vissu-
lega mikils um það vert að
takast megi hið fyrsta að
létta hömlum af þeim við-
skiptum, svo að verzlunin
geti að sem mestu leyti orð-
ið frjáls.
Verðlagseftirlitið.
Þess hefði mátt vænta að
fjárhagsráð væri nú þegar
búið að afnema opinbert eftir
lit með verðlagi á þeim vörum
sem heimilt er að kaupa án
innflutningsleyfa. í næstliðn
um mánuði mun ráðið hafi
'gefið út tilskipun, sem felur
1 í sér niðurfellingu verðlags-
eftirlits á nokkrum af hinum
1 frjálsu vörum, en verzlun með
jmargar þeirra mun enn búa
við eftirlitið.
Það liggur í augum uppi,
að eftirlit ríkisins með sölu-
verði á vörum, sem öllum er
frjálst að flytja til landsins,
er með öllu óþarft, og því á-
mælisvert ef haldið er áfram
að eyða fé til þess að launa
menn við slíkt eftirlit.
Höftin á útflutn-
ingsverzluninni.
í útflutningsverzluninni er
enn sama ófrelsið og verið hef
ir undanfarin ár. íslenzkar
framleiðsluvörur má yfirleitt
ekki selja úr landi nema að
fengnu leyfi frá atvinnumála
ráðuneytinu, og í framkvæmd
inni hefir þetta verið þannig
að mikil tregða hefir verið á
því að leyfa nýjum aðilum
að fást við sölu á íslenzkum
vörum utan landsins, en ein-
stök fyrirtæki hafa einkarétt
til sölu á sumum helztu út-
flutningsvörunum. Svo er t.
d. um saltfiskinn. Vegna ráð-
stafana ríkisvaldsins má
teija að Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda hafi
einkasölu á þeirri vöru.
Því hefir oft verið haldið
fram, að stofnun Sölusam-
bands ísl. fiskframl. hafi ver-
ið gagnleg ráðstöfun, vegna
þess hvernig ástatt var um
fisksölumálin- um og eftir
1930. Ég geri ráð fyrir að þetta
sé rétt, en þó að svo hafi ver-
ið er ekki þar með sagt að
nú, 20 árum síðar, þegar marg
ar þjóðir hér í álfu stefna að
frjálsari viðskiptum, sé skyn
samlegt eða réttlætanlegt að
halda einkasölufyrirkomu-
lagi á saltfisksölu og fleiri út
flutningsvörum.
Eins og kunnugt er, meðal
annars af frásögnum af síð-
| asta flokksþingi Framsóknar-
manna, vill Framsóknarflokk
i urinn vinna að því, að hér
, verði frjáls verzlun. Á næst-
] liðnum vetri var þess einnig
getið í blöðum að félag ís-
lenzkra stórkaupmanna og
jafnvel fleiri félög kaupsýslu
manna, sem einkum eru skip
uð Sjálfsætðisflokksmönnum,
vildu fá aukið frjálsræði í við
skiptunum, ekki aðeins í inn
flutningsverzluninni heldur
emnig á sviði útflutningsverzl
unarinnar. Þess mun líka ein
hverntima hafa verið getið,
að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði frjálsa verzlun á stefnu
skrá sinni.
Að þessu athuguðu ætti að
mega vænta þess, að núver-
andi stjórnarflokkar gætu á-
greiningslaust unnið að því
að auka viðskiptafrelsið. En
þá verður lítt skiljanlegt sein
læti ríkisstjórnarinnar í því
að losa um fjötrana á út-
flutningsverzluninni.
Hvað veldur því seinlæti?
Tökum
á múti
í
pöntiinum
á IIOVER
ryksugum
ofí Jivotta-
vólum
Ljós & Hiti
Laugaveg 79
:::::::::::::::::
œ»i«aæK::.i::::s:::K«OT::iiiw;n5;
H
Lokað
vegna jarðarfarar kl. 1—4 í dag, fimmtudag 14. júní
H.f Ölqerðin Eqill
Skallugrímsson
ttag:»iimuu:na»ii»m:«mn»niimtwuiiiin»um
Hér heldur áfram spjalli Grjót
áss, þar sem frá var horfið í
fyrradag:
„Fyrir nokkrum dögum mátti
líta í Morgunblaðinu mynd eina
og undir henni nokkur orð. —
Eins og kunnugt er, er þar
venjulega fyllt dálítið horn
neðst til hægri á einni síðu
blaðsins, nú venjulega á 4. síðu
safn af smákiausum, sem á að
kalla „skrítlur“, en sjaldan
finnst nokkur, skrítla í. Þessi
kafli byrjar ætíð með mynd, og
eru þær venjulegast slíkar ó-
myndir, að varla verður séð
hvað þær eiga að tákna, því
síður að í þeim, frekar en les-
greinunum á eftir, finnist nokk
urt „púður“. Allt er þetta tínt
upp úr einhverjum útlendum
blöðum eða tímaritum, eftir
efni og gerð „berjanna" lík-
legast meira og minna ómerki-
legum, — og oft má af orðun-
um ráða úr hvaða máli það er
,,þýtt“(!!). Myndin, sem hér
ræðir um, var af fugls-skrípi,
sem flaug með hreiður í nef-
inu fram hjá útdauðu tré. Og
undir myndinni stóð (ég held
að ég muni setninguna rétta):
„Hvernig átti.ég að geta vitað
að það væri útgengið." Af setn
ingu þessari mátti sjá, að mynd
in með tilheyrandi orðum var
komin úr dönsku, og að þýðand
inn hefir alls ekki skilið mynd-
ina og' ekki heldur orðin. Á
dönsku hefir þarna staðið:
„HvorlrV.es skulde jeg kunde
vide at det var udgaaet?" Þýð-
andinn hefir þrætt setninguna
dönsku orði til orðs, svo að setn
ingin er dönsk þótt orðin eigi
að heita íslenzk, og svo endar
hann á að skilja ekki síðasta
orðið og þá ekki heldur mynd-
ina.
Flestir ættu þó að vita, að
danska orðið: „udgaaet“ þýðir
„útdauður", enda sýnir mynd-
in það greinilega þótt ófögur
sé. Og flestir vita líklega líka, að
íslenzka orðið: „útgenginn“ þýð
ir, að það, sém um er rætt, sé
ekki lengur falt, ekki tiltækilegt.
Þannig hefir löngum verið sagt
um pilt eða (stúlku), sem er
trúlofaður eða giftur, að „hann
sé útgenginn" (hún útgengin),
eða um hlut eða hús, sem hefir
verið á boðstólum, en hefir þeg-
ar verið keypt, að það sé út-
gengið.
I sambandi við þetta má
minna á hin frægu Morgunblaðs
orð, sem lifa vel af því að þau
komust í „revíuna": „og hún
gekk á krukkum“. — Svona
mætti lengi telja. Og, ei'ns og
ég sagði fyrr, að minnsta kosti
blöðin eru orðin öll því sem
næst jafn sek í meiri og minni
misþyrmingu á málinu voru ís-
lenzkunni, þótt dálítill munur
sé á og mikill munur á einstök-
um mönnum, sem í hvert blað
rita. Jafn-verst í öllum blöð-
unum, eru fyrirsagnir frétta-
greinanna; þær eru oftar til
stórskammar sem íslenzka.
Af hverju kemur þetta? Hver
er orsökin til þess að þorri
manna fer nú orðið svona for-
smánarlega illa með „móður-
málið góða, mjúka og ríka“, en
látast þó bera svo mikla ættjarð
arást i brjósti?
Orsakirnar munu vera marg-
ar og marg tvinnaðar saman.
En þessar finnst mér að muni
vera helztar:
a) Sem næst algert virðingar-
leysi fyrir máli voru og skeyt-
ingarleysi um meðferð þess,
b) Flaustur og hugsunarleysi
við notkun þess, leti við að bera
það rétt fram og skrifa og
smitun frá erlendum málum og
því umhverfi, sem menn velja
sér; þar gildir hið fornkveðna
að „dregur hver dám af sinum
sessunaut.“
c) Flest allir eru alveg hættir
að lesa gullaldar-nt vor, svo
sem fornritin, að ég ekki tali
um rit endurreisnarmanna og
málhreinsunarmanna vorra frá
árunum 1850 til 1900 eða rit
þeirra, er bezta íslenzku skrif-
uðu á fyrri hluta þessarar ald-
ar, svo sem Björns Jónssonar,
Jþns Ólafssonar, Valdimars Ás
mundssonar og Einars Hjör-
leifssonar (síðar Kvaran), svo
að ég nefni nokkra blaðamenn,
—Einars Benediktssonar, Jóns
Jónssonar, sagnfræðings (síðar
Aðils), Bjarna Jónssonar frá
Vogi, Björns Magnússonar Ól-
sen og Helga Péturssonar
Péturss, svo að aðeins fáir ein-
ir kunnir menn séu nefndir úr
hópi hins mikla fjölda, sem
skrifaði og talaði fagurt mál og
hreint. Af þessum vakningar-
innar mönnum má læra íslenzkt
mál með því að lesa það, sem
þeir rituðu, til þess þarf engan
skóla og enga málfræði, hún
kemur sjálfkrafa við lestur-
inn og við að skrifa eftir því
lesna.
d) Islenzkukennslan í skól-
unum hefir — að því er virð-
ist — nær eingöngu verið staf-
setningar- og setninga-fræði, þ.
e. dauðir molar úr málinu, en
lítið eða ekkert lifandi nám.
Bendir öll málmeðferð flestra
hinna skólagengnu manna á
þetta.
e) Og loks hið mikla erlenda
tungumálanám áður en ung-
lingarnir hafa lært sitt eigið
mál. Og svo er nær allt, sem les
ið er, lesið íá þessum málum,
sem — því miður — eru mörg
reglulegur málagrautur, og
svo óregluleg að orðaröð og hljóð
um sem orðið getur, svo sem er
um enskuna, sem nú mun vera
mest lærð og lesin, og dönsk-
una, sem er nú að komast það
langt niður í pottinn, að tal-
mál borgabúanna — að minnsta
kosti — og ritmál blaðanna, er
sem næst að 3/7 hlutum útlend
orð meira og minna ómelt, og
hitt að töluverðum hluta lat-
mæli úr mörgum dönskum mál-
lýskum. Sora-bókmenntir á
þessum málum mun vera það,
sem mest er lesið, og þá mest
mótar íslenzku flestra. Já, ekki
er kyn þótt keraldið leki, botn-
inn er suður í Borgarfirði". Og
ofan á þetta bætist svo kennsla?
í samræmdum framburði (ég
veit ekki hvað þetta er, en hef
heyrt um það talað) sem, —
eftir „ávöxtunum" að dæma
virðist vera byggð á latmælum,
hljóðvillum og orðasamkeðjun
máltafsara.
Þetta er orðið mikið lengra
mál en ég ætlaði í fyrstu að bera
fram, en gremjan yfir hinni al-
ráðu, margföldu misþyrmingu,
sem „ástkæra, ylhýra málið og
allri rödd fegra“ verður að þola
jafnt hjá meiri hluta þeirra
manna, sem eiga að vita betur
og ber skylda til, vegna stöðu
sinnar, að verja og vernda það,
— svo sem lærðir menn, blaða-
menn og rithöfundar, — sem
hjá hinum lærdómssnauða al-
menningi. — En nú skal hætta
í þetta sinn.
Verður fróðlegt að heyra og
sjá undirtektir annarra, heima
manna og gesta í baðstofunni,
undir þessi mál.“
Lýkur svo spjalli Grjótáss.
Starkaður gamli.
-3
Auglýsingasími Tímans 81300