Tíminn - 12.07.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1951, Blaðsíða 3
157. blað. TÍMINN, fimníitudaginn 12 júlí 1951. 3. / slendingalDættir Dánarminning: Gunnar Bjarnason Enn er einn öó'Iingurinn og sæmöarmaðurinn fallinn í val inn, eítir langvarandi van- heilsu og þrot á lífskröítum. þótt allt væri gert sem hugs- anlegt var til að létta hinurn þjáða byrði krankleika hans, með aðstoð lækna og hinnar dásömu umhyggju konu hans og uppeldisbarna. Þau vinir hins látna sáu hvaö að fór, og tjáði ekki um að tala, enda andaðist hann 15. júní s. 1. að heimili sínu Rauðarárstíg 3 í Reykjavik og var jarðsunginn' frá Foss- vogskapellu 25. s .m., að við- stöddu fjolmenni, af fyrrv. sóknarpresti hans, séra Sveini Víking, hinum vellátna og elskulega fyrrverandi sóknar presti Seyðfirðinga. Gunnar Bjarnason var fæddur 22 maí 1873, að Upp- sölum í Suðursvelt. og var þvi rúmlega 78 ára, er hann lézt. Faðir Gunnars var Bjarni Gíslason, bóndi að Uppsölum, Þorsteinssonar, Vigfússonar frá Felli í Suðursveit. Bjarni var vel gefinn gæðamaður, eftirsóttur að hjúkra mönn- um og málleysingjum, sem honum heppnaðist prýðilega, var hann þvi öllum harmdauðj er hann féll frá á sviplegan hátt við Hálsós (lendingar- stað Suðursveitunga). Þau hjónin eignuðust fjóra syni alla mannvænlega. Þrír þeirra komust upp, og var þeirra elztur, Jón, nú í hárri elli heima að Uppsölum, ann- ar var Gísli, sem lézt 5. des. 1940, að Uppsölum, Gunnar, er lézt nú þ. 15. júní s.l. Þor- steinn dó fjögra ára Mcðir Gunnars var Þóra Jónsdóttir, fríðleikskona, virt og vellátin og elskuð af öll- um, sem umgengust hana. Sambúð þeirra var ástúðleg og fór vel á með þeim í alla staði. Gunnar ólzt upp að Uppsöl- um, og dvaldist þar hjá móð- ur sinýri, ásamt bræðrum sín um eftir föðurmissirinn, þar til hann var 26 ára að akV'i að hann fluttist austur á Mjóa fjörð um haustið 1899, til Kristjáns Guðmundssonar skósmiðs, sem nemi. Dvaldi Gunnar við námið þann vetur til vors, en þá flutti Kristján alfarinn frá Mjóafirði til Vopnafjarðar, fór Gunnar þá í landvinnu hjá Viglundi Þorgrímssyni að S1-4ttu um su’uarið. Ég, sem Þetta rita, kynntist Cunnari fytst hjá Kristjáni um veturirm, báðir við skó- stníði, og um sumarið hjá Víglundi. Þarm 24 sept 1900, tók ég Gunnar á mit/t skóverkstæði og unnum v:ð saman fjóra vetur samfleytt, en á sumr- um- stundaði Gunnar j'msa vinnu, var á hvalveiðastöð- inni og viðar og hélt vel sam an því, er hann inn vann. Gunnar lauk prófsmíði um vorið 1903 og þótti vel vand- virkur og ve) vinna Veturinn 1904 og 5 var Gunnar fyrir verkstæðinu hjá mér í Hafnarfirði við fimmta xnann í húsi Ólafs Sigurðsson ar. Var þá unnið vel, því auk allra viðgerða voru smiðuð 540 pör af hnéháum sjóstig- vélum fyrir verzlun eina þar í firSinum. Stýrði Gunar því prýðilega í fjarveru minni, því að ég var hér og þar mikið við ox-gelnám hjá Brynjólfi Þor- lákssyni i Reykjavík. Um vorið 1905 skildu leiðir okkar Gunnars. Ég fór til Morðfjarðar, en Gunnar til Seyðisfjarðai'. Var hann fyrst víð útgerð og síðan skósmíði. Á næstu árum reisti hanr. sér íbúðarhús, er hann kallaði Skuld. Mun hann hafa kall- að það svo vegna þess að eitt hvað lán mun hann hafa þurít að taka til að geta lok- ið við hina prýðilegu bygg- :ngu sína. Árið 1911 gekk Gunnar að ciga Valgerði Ingimundardótt ur, hina ágætustu konu, ætt- IFramhald á 5. siðu.) Ef þið haldið aö Sambandiö hafi veriö, eða sé, óvinur ! Eimskipafélagsins, þá æítuð þið að kynna ykkur hjá vinum ykkar á Eimskip, bvort nokkur viðskipti hafa verið þar á milli á undanförnum árum. Spyrjið þiö t. d. hvort það sé satt, að SJ.S. haíi verið stærsti viðskipta- i maður hjá Eimskip. Spyrjið þið hvort þau viðskipti hafi hrapað niður úr öllu valdi síðan SJ.S. fór að gera út : skip. Spyrjið þið jafnvel hve mikið S.Í.S. og kaupfélögin ; hafj greitt Eimskip í farmgjöld seinustu 10—20 árin og hve stór hundraðshluti það hafi verið af farmgjalda- i tekjum félagsins, sem komið hafi frá S.Í.S. og kaup- félögunum. Það værj gaman fyrir ykkur að vita þetta og fróölegt gætj verið að sjá það i blaðinu ykkar. R. S. Utan úr haimi Stjórnkænska. Robert Schuman, utanríkis- ráðherra Frakka, var nýlega spurður að því, hvort stjórn- kænska (diplomacy) hefði nokkuð að segja á þessum tímum, þegar hatrið og vopn- in réðu ríkjum. Schuman svaraði með því að segja eftirfarandi sögu: Persneskan kóng dreymdi eitt sinn, að hann hefði misst allar tennurnar. Hann kallaði einn ráðgjafa sinn á fund sinn og bað hann að ráða drauminn. Ráðgjafinn, sem var enginn diplomat, svaraði óðara: Yðar hátign, draumur- inn boðar óhamingju. Tenn- urnar merkja börn þín og þú munt missa þau öll og syrgja þau sárlega. Konungurinn reiddist þessari ráðningu svo mikið, að hann lét drepa ráð- gjafann. Síðan gerði hann boð eftir öðrum ráðgjafa, er var sannur diplomat, og bað hann að ráða drauminn. Hann svaraði óðara: Yðar hátign, draumurinn boðar óvenjulega hamingju. Tennurnar merkja börn þín. Guðuixum líkar svo vel stjórn þín, að þeir munu gera þig óvenjulega Ianglíf- an og láta þig lifa öll börn þín. Konungurinn gladdist svo yfir þessari ráðningu, að hann gaf ráðgjafanum stóran sekk fullan af gullpeningum. Á þessu getið þið séð, sagði Schuman að lokum, hvað það þýðir að vera diplomat og hvað gagn getur hlotizt af stjórn- kænskuixni. * Fjórburar. Tæplega þrítug kona i Aust urbotni í Finniandi, Hilkka Joupila, eignaðist fjórbura í siðastl. mánuði. Fyrst átti hún stúlku, er vóg 1800 grömm, en síðan komu þrír drengir, sem vógu 1800, 1700 og 1450 grömm. Öll börnin fæddust á sama klukkutímanum. Þau voru hin hraustustu. Hins vegar var óttast um frú Joupila meðan hún gekk með þau, þar eð hún þjáðist af ill kynjaðri nýrnaveiki. Eftir fæð inguna leið henni þó vel eftir atvikum. Nokkrar ályktanir þings Stórstúku íslands Hér fara á eftir nokkrar samþykktir hins nýafstaðna þings Stórstúku íslands, sem haldið var á Akureyri dagana 27. til 30. júní s. 1.: 1. Stórstúkuþingið skorar á framkvæmdanefndina að hlutast til um að komið verði upp lækningastofum í helztu kaupstöðum landsins fyrir drykkjusjúkt fólk, og að séð verði um, að þar verði að starfi sérfróðir læknar í bess- um efnum, og að notuð verði öll þau helztu lyf, sem ætlað er að gagni megi koma. 2. Stórstúkuþingið skorar á rikisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur að hrinda nú þegar í framkvæmd: a) Að koma upp lækninga- stöð í Reykjavík fyrir drykkju sjúkt fólk. b) Að koma upp hressingar hæli fyrir þá drykkjusjúk- linga, sem þurfa á langri hæl- isvist að halda. c) Að ráöa konu til þess að annast um þær konur, sem dæmdar hafa verið til fanga- vistar í Reykjavík. d) Að ráðin sé lærður hjúkr unarmaður er sé jafnan til aðstoðar á lögreglustöðinni í Reykjavík til þess að annast ölvaða menn, sem þar eru í vörzlu. Felur þingið fram- kvæmdanefnd sinixi að koma þessum áskorunixm þegar á framfærj við ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur og fylgja þeim fast eftir. 3. Stórstúkuþingið flytur menntamálaráðherra þakkir fyrir bréf með fyrirmælum um bindindissemi í skólum lands ins. Jafnframt skorar þingið á menntamálaráðuneytið að herða á skólum landsins að auka þindindisfræðslu samkv. gildandi reglugerð. veitingar áfengra drykkja og skorar á framkvæmdanefnd sína og alla bindindissinnaða. menix í landinu að vera vel á verði gegn öllurn tilraunxun i þá átt. 6. Stórstúkuþingið felur framkvæmdanefnd sinni að' , koma því til leiðar, að lögin um héraðabönn korni þegar til framkvæmdar. 7. Jafnframt Því, sem Stór- stúkuþingið mótmælir öllum undanþágum frá gildandi reglugerð um vínveitingaleyíi, skorar það á framkvæmda- nefnd sína að beita sér fyrir' afnánxi allra vínveitingaleyfa.. 8. Stórstúkuþingið þakkax Alfreð Gíslasyni lækni mikið og gott starf til hjálpar drykkjusjúkum mönnum. 9. Stórstúkuþingiö lætur i ljós ánægju sína út af góðri samvinnu milli kirkjunnar og, Reglunnar og beinir jafn- framt þeirri ósk til fram- kvæmdanefndarinnar að hún leiti samstarfs við alla þjón- andj presta í landinu. 10. Stórstúkuþingið 1951 beinir þeim tilmælum til skip- stjóra á siglingaflota lands- manna, að Þeir beiti sér, svo sem verða má, gegn vínkaup- um skipshafna sinna utan- lands og innan með hliðsjón af sorglegri reynslu undan- farinna ára. 11. Stórstúkuþingið mót- mæfir bruggun sterkari öl- tegunda en þegar eru frarn- leiddar i landinu, hvort sem er til sölu utanlands eða innan. Telur þingið, að sala á áfengu öli myndi auka drykkjuskap i landinu, sérstaklega meðai æskulýðsins. Gifti sig sjö sinnum á sex vikuni. Fadl Abdel Kermin, soldán í Lahej, sem er smáríki í Suð- vestur-Arabiu, setti nýlega það met að gifta sig sjö sinnum á sex vikum. Hamx hefir hafixaö þeim sið að ciga fleiri konur samtíxxxis, en skiptir þeim muix oftar um. Eitt af umræddum hjónaböndum stóð ekki nema í tvær nætur og eiixn dag, en þá hafði soldáninn kyixnzt amxari konu, er hugur hans girntist enn meira. Það hjóna baixd, sem þá tók við, stóð þó ekki nema i tæpa viku. * Hótel neðanjarðar. Neðanjaröarbyrgi, sem var útbúið hjá Clapham Common í London á striðsárunum. hef- ir íxú verið breytt í bráðabirgða hótel vegixa himxar miklu gestakomu til London í tilefni af Bretlandshátíðinni. í byrg- inu hefir verið komið fyrir 4000 rúmum og eru þau leigð fyrir 3 shillinga á sólarhring. * Óþægilegar spurningar. Erindrekar tékkneska al- þýðusambandsins hafa fengið fyrirskipun um að leyfa ekki fyrirspurnir á verkamanna- fundum, er þeir halda. Það hef ir nefnilega komið fyrir, að á fundum, sem þeir hafa hald- ið um Stokkhólmsávarpið og friðarbaráttu Rússa, að áheyr endur hafi lagt fyrir þá óvið- komandi spurningar, eins og t. d. hvar væri hægt að fá vinnuskó eða regnfrakka, og hefir ræðumönnum þá ott orð ið erfitt um svör. Slíkar spurn- ingar hafa oft eyðilagt friðar- fundina, segir í fyrirmæ!um sambandsins, og verða því að baixna þær með öllu. 4. Stórstúkuþingið lætur í Ijós þakklæti sitt til ÍÞrótta- sambands íslands og forseta þess, fyrir það hve traustum tökum var tekið á því hixeyksli er uppvíst varð að sum íþrótta félög höfðu áfexxgissölu sér til fjáröflunar. 5. Stói'stúkuþingið varar við allri rýmkun um sölu og Keppni íslenáinga í Noregi Eftir landskeppixina í Osló kepptu íslenzku frjálsíþrótta- mennirnir á nokkrum stöðum í Noregi. Á móti, sem haldiö var í Tönsbei'g 3. júlí sigr- aði Ásmundur Bjarnason í 100 og 200 nx. hlaupum, hljóp á 10,9 sek. og 22,4 sek., sem er ágætur árangur, því aðstæð- ur voru ekki sem beztar. Alex- ander Sigurðsson sigraði í drengjaflokkum, hljóp á 11,1 sek. Ágúst Ásgrímsson sigraði i kúluvarpi og náði bezta á- rangri sinum hingað til, varp aði 14,58 m. Ingi Þorsteinsson varð fyrstur í 110 m. grinda- hlaupi á 15,3 sek. Þorsteinn Löve sigraði í kringlukasti með 43,51 m. Kolbeinn Krist- insson keppti á hástökki og varð fyrstur, stökk 1,80 m. — Íslendiixgarnir kepptu einnig í nokkrum öðrum greiixunx og stóðu sig .vel. Sigurður Guðna son var þriðji í 1500 m. á 4:09,4 nxín. og Ingi Þorsteins- son var fjórði í 200 m. á 23,2 sek. Áskorun Ég undirritaður vil hér með' gera smávegis athugasenxd við skrjf Mánudagsblaðsins 9. þessa mánaðar, þar sem ráðizt; er svo lxarkalega á Guixnar Guðmundsson, að ég get varla. hugsað mér, aö lánadrottnar þeir, sem blaðið telur lxann. hafa svikið, telji aðra leið eðlilegri en úrskurð dómstóla. Það mun þó nýtilkomið, að upphæðir, sem skipta tugum. þúsunda, séu lánaðar eigna- lausum manni tryggiixgar- laust. Þykir mér það furðu sæta, ef menn haga þamxig útlánum á pexxingum sínum, því að alltaf getur sá, sem lánið tekur, dáið er hann hef ir tekið við því. Ég skil þvi ekki, hvers konar leiksvið' þessj lánastarfsemi hefir ver ið færð yfir á. Nú vildi ég gjarna sem aðili mákominn Gunnari mælast til þess, að ,ég fengi að sjá plögg öll viðvíkjandi þessum lánum, svo að ég geti komizt að raun um, hvort hér er um þrjú hundruð þúsund kronur að ræða, eins og Mánudags- blaöið segjr. Sjálfur er Gunn ar erlendis og getur þvi ekki svarað árásunx á sig. Veröi ekki orðið við þessum tilmælum, hlýt ég að líta á skrif Mánudagsblaðsiixs sem svívirðilega árás á fjarver- andi mann. Guöniundur Vigfússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.