Tíminn - 19.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1951, Blaðsíða 4
«. TÍMINN. fimmtudaginn 19. júlí 1951. 159. blað. Húsin, skipulagið og fólkið Þegar á það var minnst við mig, að ég segði hér eitthvað um byggingar, tók ég því ekki fjarri. Þó er þetta í annað sinn, sem ég mæti hér á sam- komu bankamanna með það málefni og má því ef til vill segja, að nær hefði verið að ræða um eitthvað annað. Því er þó ekki að neita, að um byggingamálin er allt of litið ritað og rætt hér hjá okkur, svo mjög sem þau snerta þó líf og líðan hvers einasta manns, og frá því sjónarmiði er ekki nauðsyn að afsaka þótt ég nú hreyfi þessu máli enn á ný. — í okkar samsetta þjóðfélagi verða það æ fleiri mál, sem sundurliðast og flokkast í sérgreinar og sér- fræðiatriði. Allt á þetta að miða til hagsbóta fyrir fólk- ið, en ekki er því að neita, að það á einnig sínar veiku hlið- ar. — Ef sérfræðin hefir þau áhrif, að hún einangrast og fólkið fer að telja sér ýms þau mál óviðkomandi, sem hún fjallar um, þá er eitthvaö rangt við þau lífrænu tengsl, sem þurfa að vera til staðar í hverjum hlut. Opt er það svo, að því aðeins byggir sérfræð- ingurinn upp heppilegar lausnir verkefna sinna og samræmir þær á náttúrleg- an hátt lífinu sjálfu, að fólk- ið sé einnig vel vakandi og vel sjáandi gagnvart þessum sömu verkefnum, hafi áhuga fyrir þeim og sjái, að þaö er að sínu leyti virkur þátttak- andi, en ekki ófróður og skoð- analítill áheyrandi eða á- horfandi. í fáum sérfræði- greinum skiptir þetta meira máli en einmitt þeim, er varða hýbýlaskipan bæði hið innra 1 hinum margvísiegu smáatriðum og hið ytra í hinum stærri dráttum. — Við höfum oft fundið það, íslend- ingar, að við vorum fámennir og fjarliggjandi þeim stóru og umbrotamiklu iðnaðar- löndum. Á liðnum öldum var þetta hvortveggja í senn, okkar mikla gæfa og okkar mikla tap. Nú er fjarlægðin ekki lengur vörn okkar og verja, og svo virðist, að að- eins sé eftir tjónið, sem fjar- lægðin veldur. Þannig er það ýmislegt, sem betur mætti fara og alkunnugt er með öðrum þjóðum, en sem okkur reynist seinlært eða komum alls ekki auga á, sennilega vegna þess hve við liggjum þeim fjarri og tækifæri okk- ar þess vegna fá til þess að kynnast og fræðast. Þessa gætir töluvert í byggingar- málum okkar. Að vísu ferðast margir til annarra landa, en byggingariðnaðarmenn okk- ar hafa gert minna af því en skyldi, enda að jafnaði svo bundnir störfum sínum, að ekki hefir verið hægt um vik, að minnsta kosti ekki þessi undanförnu ár, sem mest hefir verið byggt hér í Reykja vík. — Við höfum engin blöð eða tímarit um byggingamál, erum yfirleitt of fámennir til þess, að sérfræðirit geti borið sig hér, eða verið svo fjöl- breytt eða vel gerð, að ein- hver ávinningur sé að út- komu þeirra. Útlend bygg- ingatimarit berast hingað eitthvað, en aðallega þá til sérfræðinga, og hafa því mjög takmörkuð áhrif, og engin á almennan smekk. Lands- bókasafnið og önnur bóka- söfn virðast áhugalítil um Eftir Þóri Baldvinsson húsamcistara Á síðastl. vetri flutti Þórir Baldvinsson húsameistari er- í indi um byg&ingamál á fundi bankastarfsmanna í Reykja- ;I ||I v:k Frindi þetta var síðar birt í Bankablaðinu. Þar sem hér !■ er um mál að ræða, scm menn hafa eðlilega mikinn áhuga I* I; fyrir cg Þórir bendir á mörg athyglisverð atriði í erindi Ij sínu, hefir Tíminn fengið leyfi hans til að birta það. ^V.'.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.’.V.V.’.V.V. málefnið og hafa lítið sem ekkert upp á að bjóða. Og þá er ekki annað eftir en þetta sem við sjáum í kringum okkur hérna í Reykjavík og er sameiginlegt verk okkar arkitektanna og fólksins. En þá bregður svo undarlega við, að þótt þessi hús séu verk 20—30 arkitekta, sem lært hafa í 5—6 mis- munandi þjóðlöndum, og þótt fólkið, sem húsin hefur kost- að og byggt, sé víða að komið og með mismunandi smekk og þarfir, þá eru húsin í flest- öllum höfuðatriðum svo lík hvert öðru, að ætla mætti, að langsamlega meiri hluti þeirra væri teiknaður af ein- um og sama arkitektinum og fyrir sömu fjölskylduna. Þetta er staðreynd, sem ýmsir hafa tekið eftir, en á- stæður hennar eru að ég held aðallega tvær, hið fyrra skipulagsreglur, sem eru svo fábreyttar, þröngar og fátæk- legar, að þær hafa fryst höf- uðform allra íbúðarhúsa bæj- arins í tvær til þrjár týpur eða gerðir. Hin ástæðan, sem jafnframt er orsök fyrri á- stæðunnar, er tómlæti al- mennings um byggingamál, að hann ekki einungis lætur sér nægja að fara troðnar slóðir heldur oft og tíðum beinlínis óskar eftir því. Þar nýtur fólkið og undantekn- ingarlítið aðstoðar bygging- ariðnaðarmanna, sem nær alltaf eru mótfallnir breyt- ingum og vilja langhelzt halda sig við þær reglur, sem þeir upphaflega lærðu utan- að í faginu. Ég ætla nú að víkja dálítið að skipulaginu, að því leyti sem það ákveður gerð hús- anna hér í Reykjavík, þ. e. húsanna í íbúðarhverfunum. Eins og kunnugt er, eru lóð- irnar að jafnaði fremur þröngar, miðað við þá teg- und húsa, sem þar verður að byggja. Er þetta gert til þess að spara götur og er skiljan- legt sjónarmið út af fyrir sig. Nú eru ákveðin takmörk fyrir því, hve hægt er að byggja nálægt lóðamörkum á hvorn veg, svo og er ákveðin götu- lína húsanna, í þriðja lagi fæst ekki samþykkt á upp- drætti, ef bakhlið húss ligg- ur nokkuð að ráði aftar en bakhlið nærliggjandi húsa, og að lokum er vegghæð hús- anna nákvæmlega ákveðin með skipulagsreglunum. Ef frá eru dregin fjölbýlishúsin, hafa skipulagsyfirvöldin hér í bænum ekki þekkt annað en tvær tölur í sambandi við vegghæð húsa í íbúðarhverf- unum. Þetta eru tölurnar 7 og 4.5. Þannig gildir talan sjö, sjö metrar, um vegghæðir allra húsa i Melahverfinu, Hlíðahverfunum og megin- hluta Laugarneshverfis. Tal- an 4.5 gildir hins vegar í Kleppsholti og Langholtum, Skjólum og Höfðahverfi. Ekkert frávik hefir fengizt frá þessari reglu. Þegar svo er komið, eins og hér hefir verið frá sagt, er verkefni arki- tektsins orðið harla lítið Form hússins er fyrirfram á- kveðið. Það er ekki annað eftir en að pakka í kassann, troða í pokann. Til þess að sálast ekki af þessari lög- boðnu einhæfni tökum við svo upp á allskonar pírumpári og meiningarleysi, sem alltof er þó til kostnaðarauka og stundum til tjóns. Við hengj- um gluggana utan á veggina leins og skilirí, við hryggbrjót- um þökin eða setjum í þau síðuslög, við snúum dyra- skyggnin upp í hrútshorn, við setjum hattbörð á svalirnar og við jafnvel höllum út- veggjunum sitt á hvað held- ur en ekki neitt. Ég hefi sjálf- ur tekið þátt í þessum bjána- lega skollaleik, en það á ó- sköp litið skylt við það að byggja eða teikna góð hús. — Nú má ekki misskilja þetta á þann hátt, að ég sé mótfall- inn skipulagi og ákveðnum takmörkunum. Því fer fjarri. En ef skipulagið eða aðhaldiö er svo þröngt eða takmarkað, að það útilokar nauðsynlega fjölbreytni og fullnægir þannig ekki þörfum borgar- anna, þá álít ég það skaðlegt. Ef þið ferðist milli Reykja- vikur og Hafnarfjarðar verð- ið þið þess vör, að suður í Kópavogshreppi, miðja vegu milli bæjanna, er að rísa upp stór byggð. Menn hafa reist hús sín þarna þrátt fyrir ým- iskonar erfiðleika, svo sem skort á skolpleiðslum, vatns- |kerfi, vegum, síma, rafmagni, skólum, samgöngum, öllu þessu eða ýmsu af þessu, eftir því hvar menn hafa borið niður. Flestallir, sem þarna hafa byggt, eru Reykvíkingar upphaflega og hafa atvinnu 1 sína í Reykjavík. En hvernig [stendur á því, að þeir skuli kjósa að fara út úr bænum frá þeim þægindum, sem hér er að fá? Hver byggingar- 'fróður maður getur svarað þeirri spurningu og sama svarið mynduð þið fá hjá fólkinu sjálfu, sem þarna býr. Það flýði einhæfni skipulags- ins hér i Reykjavík, það flýði af því, að hér var hvergi leyfi- legt að byggja ódýr einnar hæðar hús. Þetta er skaðlegt hvorttveggja í senn, fyrir fólkið, sem taldi sig verða að flýja, og fyrir Reykjavik, sem hefir tapað þessu fólki sem skattborgara. Ég fullyrði, að hvergi í heimi er önnur borg, þar sem bannað er að byggja hús nema undir það sé sett kjallarabákn, §em rísi hálfan annan metra úr jörð. Banka- menn fengu á sínum tíma að kenna á þessu skipulagi hér. Þegar sænsku húsin voru byggð inni á Langholtinu, voru kjallararnir skilyrðis- laus krafa. Þessir háu kjall- arar spilltu svipmóti hús- anna, en auk þess juku þeir ÍFramhald á 8. siðu.J Hér er nú kominn Pétur Jakobsson og hefir valið sér virð ingarstöður kirkjunnar sem um- ' talsef ni: „Oss er kennt, að frammi fyr- ir hástóli hnattanna konungs, séu allir jarðarbúar jafnir. Oss er ennfremur kennt, að þótt vér lifum í auði og allsnægtum, purpura og dýrindis líni, étum og drekkum og kýlum vambir okkar, þá séum vér fátækir og naktir frammi fyrir augliti þessa volduga konungs. Oss er líka kennt, að þessum mikla konungi konunganna verði ekki þjónað nema með því, sem byggt er á mikið dýpri rökum, en jarðnesk um hégóma. Oss er kennt, að þessi mikli konungur hafi stofn sett kirkju sína hér á jörðinni. Oss er líka kennt, að þjónar hennar séu hans sérlegu sendi- herrar vor á meðal. Vér skyldum ætla, að sendi- herrar þessa óviðjafnanlega konungs, væru hafðir yfir jarð neskar vegtyllur, sem auðvitað, eru hégómi, í orðsins dýpsta' skilningi, eins og mennirnir sjálf t ir. Þetta hefir þó ekki svo til gengið. Það sýnir reynsla ald- anna. Jafnvel í frumkristni, þar sem bræðralagið og jafnréttis- hugsjónin var ekki minni, en nú gerist innan safnaða, örlar á vegtyllu þráinni. Markúsarguðspjall segir oss, að þegar Kristur leggur af stað úr Galileu suður til Jerúsalem, sína síðustu för, og þessa miklu og merkilegu för, þá fylgdi hon um mikill mannfjöldi. Meðal fylgdarmanna hans, og meðal þeirra, er honum stóðu næstir, voru þeir: Jakob og Jóhannes Sebedussynir. Á leiðinni fóru þeir að tala við Krist um að fá að sitja næstir honum, er hann kæmi í ríkið væntanlega, ann ar til hægri handar honum, en hinn til vinstri handar. Mattheusarguðspjall segir oss frá hinu sama, en þó með nokk uð öðrum hætti. Þar segir, að móðir þeirra bræðra hafi komið fram með þessa beiðni, fyrir hönd sona sinna. Loforð fyrir þessari vegtyllu fást engin. Auð séð er, ef marka má guðspjöllin, að Kristi hafa leiðst þessar veg- tyllusníkjur flokksmanna sinna, sem ef til vill hafa verið fleiri en um er getið. Hann slær út í aðra sálma. Segir þeim, að hver, sem vill verða mestur meðal þeirra, verði að vera allra þjónn eða eins og Mattheus orðar það, þá verði sá, sem mestur vill verða meðal þeirra, að vera allra þræll. Þetta, og margt fleira, bendir til þess, tað innan Krists kirkju, hafi engar vegtyllur átt að vera, svo enginn gæti öfundað annan, heldur endalaust jafnrétti og bræðralag. Aldirnar liðu. Kirkj an varð voldug, varð handhafi auðs og jarðneskra valda. Veg- tyllur urðu margar innan henn ar vébanda. Ef nefndur væri metorðastigi kirkjunnar í kat- ólskum sið, þá er hann mikill og margbrotinn. Fyrst urðu þjón ar hennar að taka hina svo- nefndu krúnuvígslu, voru krúnu rakaðir til merkis um að þeir væru komnir inn fyrir kirkjunn ar dyr sem þjónandi menn, næst er dyravarðarvígsla, þá ljósa- meistaravígsla, lesaravígsla, sem veitti rétt til að lesa ritningar- greinar úr kór, þá akólútus- vígsla. Allar þessar virðingarstöður voru og eru lausar stöður innan kirkjunnar, þannig, að menn gátu sagt sig frá þeim, gift sig og gengið úr þjónustu kirkjunn ar, allt eftir vild. Þá kemur á- framhald metorðastigans, en stöður þær, sem hér á eftir koma eru bindandi, þannig, að þær eru loforð um ævilanga þjónustu í ríki kirkjunnar, og ennfremur loforð um ævilangt einlífi. Vígsl urnar eru þessar: Súbdjákn, djákn, prestur og biskup. Eru þá virðingarstöður í katólskum sið níu alls. Nú ber vel að merkja að til þess að klifa metorðastig ann katólsku kirkjunnar þurfti og þarf mikið erfiði. Mikils bók- legs lærdóms er krafizt, einlægr ar og óskeikullar þjónustu, ein lífis, fátæktar, og afneitun allra jarðneskra listisemda. Kirkjunn ar menn í katólskum sið hafa á öllum öldum verið vel komnir að æðstu virðingarstöðum kirkj unnar. Munu það öll heimsins börn viðurkenna. Nokkru öðru máli er að gegna um kirkjuna í Lúterskum sið. Þar er talið sjálfsagt að kirkj- unnar þjónn sé einnar konu eig inmaður. Hann má afla fjár á allan heiðarlegan hátt og verða maður ríkur og voldugur á ver- aldlega vísu. Metorðastigi Lút- ersku kirkjunnar er stuttur, að- eins fjögur stig, sem eru: Prest ur, prófastur, biskup og erki- biskup. Til þess að geta klifað öll þessi stig þar stúdentspróf, kandidatspróf í guðfræði og prestsvígslu. Þessum stigum fylgja hækkandi tekjur, hærra líf, á veraldlega vísu, auður og völd. Þessi stig koma nokkuð af sjálfu sér, eftir að maðurinn hefir hlotið prestsvígslu. 1 Lúterskum sið hefir á öllum öldum verið nokkurt kapp milli presta um metorðin. Þar hefir verið sótzt fast eftir metorðun um, enda hafa þau ávallt skap að veraldlega velmegun og ytri glans. í friðarríki hinnar Lút- ersku kirkju hefir ávallt gætt lágrar kjælu og metings um hefð arstigin. Hefir þetta nokkuð tor veldað friðsælu þá, sem þar hef ir átt að ríkja, samkvæmt anda hennar og uppruna, enda þótt (Framhald á 6. siðu.) •2 Okkar innilegustu kveðjur og þakklæti sendum við I; ■I öllum þeim, sem á einn eða á annan hátt greiddu I; götu okkar og sýndu okkur vinsemd á.ferð okkar um ■; Gnúpverja og Hrunamannahrepp þann 12. þ. m. Sér- £ ;■ staklega þökkum við prestinum að Hruna og heimilis- ;I I; fólki hans, og heimilisfólkinu á Galtafelli, fyrir ógleym- ;■ I; anlegar móttökur. Ij •I Guð og gæfan fylgj ykkur og ykkar fögru sveit. ;I Konur úr kvenfélaginu Eining, Hvolhreppi. ;I A.W.W.W.VW.W.WAW.W.W.VW.VVVVW.VW.VV Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.