Tíminn - 19.07.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1951, Blaðsíða 5
159. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 19. júlí 1951. imjt. 5. Samvinnuskipulagið og þjóðnýtingin Samband flutningaverka- manna er fjölmennasta verka lýðssamband Breta. Félags- menn þess eru talsvert á aðra milljón. Það var hinn nýlátni stjórnmálaskörungur Breta, Bevin utanríkisráðherra, er var aðalstofnandi og forustu maður þess um langt skeið. Forustumaður þess nú er Arthur Deakin, en hann taldi Bevin bezt hæfan til þess að vera eftirmann sinn. Deakin hefir nýlega vakið sérstaka athygli með því að gera þjóðnýtingarmálin að umtalsefni í ræðu, sem hann hélt. Hann komst svo að orði m. a., að Verkamannaflokkur inn myndi bíða stórfelldan ó- sigur í næstu kosningum, ef hann ætlaði að hafa einhver meiriháttar þjóðnýtingará- form á stefnuskrá sinni. Þessi ummæli Deakins hafa vakið enn meiri athygli en ella vegna þess, að innan sam taka þeirra, er hann veitir for stöðu, er mikill hluti þeirra verkamanna, er vinna við þjóðnýtt fyrirtæki, en bæði járnbrautirnar og áætlunar bifreiðar í langleiðaferðum eru þjóðnýttar. Ummæli Deakins þykja túlka óánægju þeirra verka- manna, er starfa við þjóð- nýttu fyrirtækin. Þeir hafa yfirleitt orðið fyrir vonbrigð- um. Þeim finnst stjórnin sízt lýðræðislegri en hún áður var og hinn nýi atvinnuveitandi vera þeim engu síður erfiður. Reksturinn hefir ekki heldur tekið verulegum - breytingum til bóta. Reynsla sú, sem hefir feng- izt af þjóðnýtingunni í Bret landi, virðist hafa sannfært marga fleiri af leiðtogum Verkamannaflokksins en Deakins um það, að ríkisrekst urinn er ekki heppilegt form til að koma stefnu þeirra í framkvæmd. Hann leiðir til mikillar skrifstofumennsku og leggur völdin raunverulega í hendur fámennra nefnda eða ráða. Skipulagið verður enn stirðara og silalegra en það áður var. Hinir óbreyttu verkamenn finna ekki neitt til þess að fyrirkomulagið sé lýðræðislegra en það áður var eða að þeir njóti meiri ávaxta af rekstrinum, ef hann geng ur vel. Vonbrigði þeirra verða því mikil vegna þess, hve búið var að gylla þjóðnýtinguna fyrir þeim. Umrædd reynsla hefir orðið til þess, að ýmsir af forustu- mönnum Verkamannaflokks- ins hafa byrjað að gera sér grein fyrir nýjum leiðum, er betur fullnægðu því, sem fyr ir þeim vekti. Meðal þessara manna má ekki sízt nefna Cole prófessor, sem er einn af helztu og viðurkenndustu fræðimönnum flokksins. Nið- urstaða hans er í stuttu máli sú, að samvinnuskipulagið sé hið rétta úrræði. Það geri ein- staklingana beina þátttak- endur i stjórn fyrirtækjanna og auki áhuga þeirra fyrir góðri stjórn og afkomu, þar sem þeir njóta þess, ef vel gengur. Með samvinnuskipulaginu séu völdin látin í hendur fólksins, ERLENT YFIRLIT: Semja Bandaríkin við Franco? 1 Madrid liafa staðið yfir viðræðnr, scm vekja mikla athyt>ii o$>' talsverðar deilnr Yfirmaður bandaríska flotans, Sherman flotaforingi, dvelur nú í Madrid og ræðir þar við spönsk stjórnarvöld um hugsanlega sam vinnu Spánar og Bandaríkj- anna um sameiginlegar hervarn ir. Fyrr í sumar kom Bradley hershöfðingi, sem er yfirmaður alls Bandaríkjahers, til Spánar í sömu erindum. Álitsgerð sú, * sem hann sendi Bandaríkja-1 stjórn eftir Madriddvöl sína, hef ir orðið til þess, að stjórnin ] hefir hraðað aðgerðum sírium í þessum málum stórum meira en ella. Líkur eru þó til þess, að það dragist nokkuð enn, að hernað arleg samvinna Spánar og Bahdaríkjanna komist á. Banda ríkjastjórn mun sennilega helzt vilja hafa hana í því formi, að Spánn gangi í Atlantshafsbanda lagið, en það mætir mikilli mót- spyrnu annarra þátttökuríkja þess. Ýmsir áhrifamiklir Banda ríkjamenn telja líka samvinn- una við Spán hæpna, eins og ástatt er. f annan stað vilja ýms ir æstustu þjóðernissinnar í liði Francos setja skilyrði fyrir sam vinnunni, sem vesturveldin munu eiga erfitt með að fallast á, eins og t. d. að Bretar láti Gibraltar af hendi. Álit Bradleys. í álitsgerð Bradleys, sem áð ur er minnzt á, er því m. a. haldið fram, að það taki alltaf 11/2—2 ár enn að koma upp næg um þjálfuðum herafla í Vestur- Evrópu, þó ekki standi á herút- búnaði frá Bandaríkjunum. Á næsta ári, sem margir telja mjög hættulegt, muni Vestur- Evrópa því ekki hafa nægu liði á að skipa til þess að geta var ið sig. Hins vegar hafi Spánn þjálfaðan her, sem telur um eina milljón manns. Varnir Vest ur-Evrópu á næsta ári verði því bezt treystar með því, að hægt sé að grípa til spánska hersins, ef á þurfi að halda. Bradley telur að vísu, að ekki megi dæma styrkleika spánska hersins eftir höfðatölunni einni saman. Auðvelt eigi þó að vera að koma upp 10 góðum spönsk- um herfylkjum fyrir næsta vor, ef Bandaríkin leggja til herbún að og vopn, en slíkt væri stór- aukinn styrkur fyrir varnir Vestur-Evrópu. Hernaðarlegt samstarf Spánar og Bandaríkjanna myndi hafa það í för með sér, að Bandarík- in yrðu að veita Spáni ýmsa efnahagslega hjálp, auk aðstoð arinnar við vígbúnaðinn. Sérstakt hernaðarlegt bandalag. í seinni tíð virðist það hafa komið mjög til tals, að Banda- ríkin og Spánn gerðu með sér sérstakt hernaðarbandalag til þess að komast hjá árekstrum, sem gætu leitt af því, ef Banda- ríkin reyndu að koma Spáni inn í AtlantshafsbandalagiÖ. Franco stjórnin er talin vilja þetta held ur, en Bandaríkjastjórn mun telja það óheppilegra. 1 Bandaríkjunum sjálfum myndi og sennilega verða meiri andstaða gegn sérsamningi við, Spán. Þar er það skoðun margra 1 manna, að Francostjórnin sé aö j falli komin og það myndi að- \ eins verða til að styrkja hana í sessi, ef Bandaríkin gerðu banda lag við Spánverja og veitti þeim efnahagslega hjálp. Auk þess myndi slíkt bandalag mælast illa fyrir í Vestur-Evrópu. Spánski herinn sé heldur ekki svo sterkur, að slíkt sé tilvinn andi fyrir aðstoð hans. Meðal þeirra, sem dregið hafa styrk- leika spánska hersins í efa, er Hanson W. Baldvin, hernaðar- legur sérfræðingur „The New York Times“. Hann telur að hern aðarbandalag við Spán undir rikjandi kringumstæðum sé ekki tilvinnandi, þar sem ávinn ingurinn af því, geti ekki bætt upp það álitstap, sem fylgi samningum við Franco. Slíkur samningur yrði talinn merki þess, að Bandaríkin væru farin að styðja versta afturhaldið eða Franco í Evrópu og Chiang Kai Shek í Asíu. Kommúnistar myndu vissulega kunna að not- færa sér það. Franco valtur í sessi. Talið er, að Bandaríkjastjórn muni reyna að fá Franco til að taka upp lýðræðislegri stjórnar hætti, svo að auðveldara verði að mæta þessum áróðri. Vafa- samt er hins vegar talið, að Franco þori því að eiga slíkt á hættu. Seinustu fréttir frá Spáni benda eindregið til þess, að and staða gegn Franco fari vaxandi, og það ekki aðeins meðal al- mennings heldur líka innan hersins. Óstaðfestar fregnir herma, að nýlega sé komin upp víðtæk hreyfing, sem stefnir að því að steypa Franco, og sé hún bæði skipuð' fulltrúum hægri manna og vinstri manna. Aðal- leiðtogi þessarar hreyfingar er sagður Antonio Aranda hershöfð ingi, sem barðist undir merkjum Francos í borgarastyrjöldinni og vann sér þá mikla frægð. Ýmsir telja, að kirkjan, sem er áhrifa mikil á Spáni, styðji þessa hreyf ingu. Þessar ástæður valda því m. a., að Bandaríkjastjórn mun treg til samninga við Franco, nema hann breyti verulega um stjórnarhætti, og Bandaríkin fái því ekki það óorð á sig, að þau séu að endurlífga afturhalds-' stjórn, er sé að falli komin. Þeir, sem eru meðmæltir samn ingum við Spán, segja hins veg ar, að ekki megi láta stjórnar- hætti landsins standa í vegin- um. Einræðið sé ekki eins öflugt og ófyrirleitið þar og í Sovétríkj unum og hafi þó Rússar þótt fullboðlegir bandamenn gegn nazistum. Nú eigi hinn frjálsi heimur í höggi við sízt minni hættu en nazismann og eftir þeim kringumstæðum verði menn að haga sér. Kröfur falangista. Það getur átt sinn þátt í því að hindra samvinnu Spánar og Bandaríkjanna, að æstustu þjóð ernissinnar í hópi falangista, en svo kallast stuðningsmenn Francos, vilja setja allskonar skilyrði fyrir samstarfinu, eins og t. d. að Bandaríkin lofi að styðja kröfu Spánverja um end urheimtun Gíbraltar. Þeir munu og eftir megni reyna að hindra það, að Franco fallist á kröfur Bandarikjamanna um frjálslegri stjórnarhætti. OTramhald á 6. siðu.) Saltfiskeinokunm og ungir stæðismenn en ríkisreksturinn leggi þau raunverulega í hendur fá- mennra ráða, sem hinir ó- breyttu starfsmenn hafi lítinn eða engan aðgang að. Þess vegna tryggi samvinnuskipu- lagið bæði meira lýðræði og betri rekstursafkomu en ríkis reksturinn. Annar áhrifamaður í Verka mannaflokknum, John Strac- hey hermálaráðherra, hefir nýlega flutt ræðu, þar sem hann hefir tekið í svipaðan streng og Cole prófessor. Hann sagði, að á fjölmörgum sviðum verzlunar og atvinnu- reksturs hentaði samvinnu- skipulagið miklu betur en rík isreksturinn. Þannig mætti halda áfram að nefna ummæli brezkra verkalýðsleiðtoga, er benda til þess, að þeir og flokkur þeirra eru nú óðum að hneigjast frá úrræðum þjóðnýtingarinnar að úrræðum samvinnuskipu lagsins. Þeir hafa að visu jafn an sýnt samvinnufélagsskapn um vinsemd, en hins vegar ekki gert neitt sérstakt til þess að greiða fyrir honum, því að þeir hafa fyrst og fremst sett trú sína á ríkis- reksturfnn. Nú er reynslan hins vegar óðum að sýna þeim, að þeir eru þar á rangri leið. Ríkisreksturinn getur að vísu átt bezt við á visSum, tak mörkuðum sviðum, en hann er fjarri því að vera nokkur allsherjarlausn, heldur þvert á móti hið gagnstæða. En það er ekki aðeins í Bretlandi, heldur víða um lönd, er frjálslyndir og lýðræð issinnaðir menn eygja sam- vinnuskipulagið sem hina beztu lausn á sviði verzlunar og margháttaðs atvinnurekst urs, og þó sér í lagi alls konar stóriðju. Allt bendir til þess að samvinnuskipulagið muni á komandi áratugum færa út landnám sitt meira en nokkru sinni fyrr. Raddir nábúanna í nýútkomnu hefti af Sam vinnunni birtist ritstjórnar- grein um aðalfund S.Í.S. og segir þar m. a.: „En athyglisverðasta aukn- ingin var þó sú, að á árinu tóku 2056 landsmenn þá á- kvörðun að gerast meðlimir kaupfélaganna og hefja við þau meira eða minna regluleg viðskipti. Voru félagsmenn sam bandsfélaganna þannig orðnir 30 680 í árslok 1950, þar af 30 263 í neytendafélögunum, og höfðu þeir á sínu framfæri 93 760 manns. Erú því tæplega tveir þriðju hlutar þjóðarinn ar félagsmenn samvinnufélaga eða á framfæri þeirra, og munu vera vandfundin öflugri eða almennari samtök í land- inu, og mjög vafasamt að sam vinnuhreyfing nokkurs lands njóti svo almenns stuðnings. í þessari aukningu, sem er aðeins einn árshringur á traustu tré, er fólginn ánægju legasti dómurinn um starf samvinnufélaganna. Frá þeirri tíð, fyrir tæplega sjötíu árum, er fyrsta kaupfélagið geymdi vörur sínar í tjaldi og kaup- félagsstjórann kól á höndum við uppskipun, hefir stofninn orðið traustari með hverju ári, greinarnar fleiri og sterkari, ávöxtur þjóðarinnár mijjti og betri. Meðan landsmenn halda áfram að fylkja sér undir merki samvinnustefnunnar, geta forráðamenn samtakanna verið vissir um, að þau eru á réttri braut“. Á fundinum benti forstjóri S.Í.S. á, að framundan væri harðari samkeppni en undan farin ár um vöruval, vöruvönd un og hvers kyns þjónustu. Samvinnumenn hafa fullan hug á að mæta þeim vanda þannig, að sigrar samvinnunp |ar verði enn fleiri og meiri. Ungir Sjálfstæðismenn hafa nýlega haldið landsfund á Akureyri. Eftir því, sem Mbl. segir, var það ákaflega merki legur fundur. Samþykktir hans benda hins vegar til þess, að aðalverkefni hans hafi verið að týna saman öll þau loforð, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir gefið á und anförnum árum, en litla eða enga viðleitni sýnt i því að efna, þótt hann hafi haft að- stöðu til þess. Ein af samþykktum fund- arins hljóðar t. d. á þessa lcið: „Þingið vill að öll einka- leyfis- og einokunaraðstaða sérstakra aðila í útflutnings verzlun landsmanna verði numin úr lögum. Telur þing ið, að löggilding einstakra út flytjenda til útflutnings á ákveðnum afurðum sé ekki æskileg, heldur skuli út- flutningurinn vera algerlega frjáls“. Það er vissulega ekki nema gott um þessa samþykkt ungra Sjálfstæðismanna að segja. Hitt er verra, að það eru foringjar þeirra, sem viðhalda þeirri einokun, sem þeir eru hér að átelja. Það er á valdi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins að afnema þau sérleyfi, er löggjöfin heimilar að veitt séu til cinkasölu á útfluttum sjáv arafurðum. Af hálfu Fram- sóknarflokksins hefir hvað eftir annað verið yfirlýst, að ekki myndi standa á sam- þykki hans til slíkra aðgerða. Þrátt fyrir þetta halda ráð herrar Sjálfstæðisflokksins hið fastasta í saltfiskseinokun ina, sem þeir gætu nú af- numið með einu pennastriki. Ungir Sjálfstæðismenn geta séð á þessu, að foringjar Sjálf stæðisflokksins taka sjálfir lítið mark á þeim yfirlýsing- um og fyrirheitum, sem þeir hafa verið að gefa á undan- förnum árum. Vissulega hafa þeir lofað frjálsri útflutnings verzlun, en standa nú sjálfir í vegi þess, að hún komist á. Það er vegna þess, að vissir máttarstólpar í flokknum hagnast á einokuninni. Hags munir þeirra eru .metnir meira en hagsmunir þjóðar- innar og hátíðleg loforð Sjálf stæðisflokksins. Þetta þurfa ungir Sjálfstæð ismenn að gera sér ljóst. Þeir ættu heldur að einbeita kröft um sínum að því, að foringj- ar Sjálfstæðisflokksins efndu loforð sín en að lýsa því sem stefnu sinni og flokksins, er foringjarnir hafa marg- sinnis vanefnt. Satt að segja virðist líka lítil alvara hjá ungum Sjálfstæðis mönnum með þessum yfirlýs ingum, þar sem þeir keppast jafnhliða við að lýsa trausti síhu á þeim foringjum, sem búnir eru að sýna í verki, að þeir hafa umræddar yfirlýs- irígar að engu. Slík framkoma benúir vissulega til þess, að ungir Sjálfstæðismenn meini ekkí mikið með samþykktum sínum, heldur séu búnir að læra það af forustumönnuin sínum að skreyta sig með marklausum loforðum. Það verður góður prófsteinn á traustleika og ráðvendni ungra Sjálfstæðismanna, hve skelegglega þeir fylgja fram þeirri yfirlýsingu sinni að bcrjast gegn saltfiskseinokun inni. X+Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.