Tíminn - 27.07.1951, Síða 4

Tíminn - 27.07.1951, Síða 4
TÍMINN, föstudaginn 27. júlí 1951. 166. blað. Hjúkrunarkvennaskóli íslands Að undanförnu hefir tals- vert verið rætt og ritað um þann mikla skort, sem er á nauðsynlegu sjúkrahúsi fyrir sjúklinga og er það að von- um. — Virðist sem heilbrigðis málin hafi ekki verið með í þeirri nýsköpun, sem átt hef ir sér stað á ýmsum sviðum — enda þótt við hefðum síst mátt við því. Þörfin á auknu sjúkrahúsrúmi — fleiri sjúkra húsum — er svo brýn, að úr henni verður að bæta, ef ekki eiga að hljótast meiri vand- ræði en nú þegar hafa orðið, en kunnugir vita þó, að þar er hvergi á bætandi. — Hafa og læknafélögin ög ýmsir læknai' marg oft bent á þetta í ræðu og riti. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir nú fyrir rúmu hálfu þriðja ári séð hvert stefnir fyrir bæjarbúa I þessum málum og hefir ver- ið skipuð nefnd til þess að gera tillögur um sjúkrahús fyrir Reykjavík — og starfar sú nefnd enn. Er það vel farið — þó seint sé, — að einhver skriður virð ist vera að koma á sjúkrahús mál bæjarbúa, en þó þarf meira en tillögur — en þær verða þó að koma fyrst — framkvæmdirnar eru aðalat- riðið — og er að vænta að þeim verði hrundið áfram af krafti og dugnaði þegar þar að kemur. En setjum svo, að hægt verði að reisa bæjarsjúkra- hús og hjúkrunarheimili og að því verði t. d. lokið eftir fimm ár — hvar á þá að fá hjúkrunarkonur til starfa við þessar stofnanir? — Þetta er spurning, sem svara verður. Þarna er vandamál, sem leysa verður, áður en hægt verður að taka þessar stofnanir til afnota, ef reist- ar verða — en um það þarf tæpast að efast — til þess er vöntunin á þeim of brýn. Hjúkrunarkonur vantar til- finnanlega á flest sjúkrahús og hæli í landinu og sumstað ar er svo mikil vöntun á þeim að við borð liggur að loka verði sjúkrahúsum að miklu eða öllu leyti. Þær hjúkrun- arkonur, sem eru í sjúkrahús um eru margar hverjar alltof hiaðnar störfum og er ekki hægt að veit þeim nauðsyn- lega aðstoð — hjálparstúlkur, starfSstúlkur vantar einnig til finnanlega. Hvar eru stúlkurn ai, eru þær allar við sauma- skap, eða á hinum nýju veit- ingastofum, svokölluðum „börum“, sem nú eru komnar upp svo víðsvegar um bæinn? Eitt er víst, það fást of íáar til starfa við sjúkrahús og aðrar hliðstæðar stofnanir. Þó eru þessi störf sæmilega laun uð og eru síst lakari en i ýms um sambærilegum starfs- greinum. Hjúkrunarkonur munu nú vera um 140 starfandi í land- inu eða ein hjúkiunarkona á hverja 1000 íbúa — og er það, eins og áður segir, hvergi nærri nóg. Þyrftu hjúkrunar konur að vera að minsta kosti helmingi fleiri, ef vel ætti að vera. En hversvegna eru ekki fleiri hjúkrunarkonur íslenzk ar til í landinu? Eru launa- kjör þeirra ekki sæmileg og eru ekki starfsskilyrði þeirra góð? Þessu má svara þannig: Laun hjúkrunarkvenna eru sæmileg — þó ekki meira en það. Vinnutíminn er nú 8 tím Eftir Gísla Sigurbjörnsson ar á dag — eða nóttu en vinn an oftast mjög erfið vegna vöntunar á nauðsynlegu starfsliði, þannig að hjúkrun arkona þarf ekki ósjaldan að leggja meira að sér en góðu hófi gegnir. — Starfsskilyrö- in á ýmsum sjúkrahúsum eru vægast sagt léleg. Húsaskipan víða óhentug, nauðsynleg hjálpartækj ekki fyrir hendi eða ófullkomin og svo vöntun á aðstoð. Þetta allt gerir starf hjúkrunarkonunnar erf iðara en það ætti að vera. Þessu öllu þarf að breyta og bæta úr — og það er hægt með góðum vilja og samvinnu þeirra aðilja, sem um þessi mál eiga að fjalla. Enda þótt úr þessu verði bætt, þá þarf þó fyrst og fremst að vinna að því að hér rísi af grunni hið fyrsta heimavistarskóli fyrir hjúkr- unarnema — Hjúkrunar- kvennaskóli íslands. — Skól- inn er nú í húsi Landsspítal- ans og búa hjúkrunarnemar á þriðju hæð spítalans og er allur aðbúnaður þeirra sæmi legur almennt, en kennslu- stofur of fáar og húsrými hvergi nærri nægjanlegt.. — Þriðju hæð Landsspítalans þarf og nauðsynlega að nota fyrir sjúklinga og hefir lengi staðið til að rýma þessa hæð. Var t. d. talað um að kaupa hús við Laufásveg í því skyni — en af einhverjum ástæð- um varð þó aldrei neitt úr þesum ráðagerðum enda þótt hér sé um mikilvert nauð- synjamál — fjölgun á sjúkra rúmum í Landspítalanum — og heppilegra húsrými fyrir hjúkrunarnema og skóla þeirra til bráðabirgða. Hjúkrunarkonurnar hafa ár um saman barist fyrir því að myndarlegur heimavistar- skóli verði reistur fyrir þær stúlkur, sem vilja gera hjúkr un sjúkra að lífsstarfi sínu — enda þótt svo farj að lokum að helmingur þeirra fái ann- að lífsstarf — giftist. Hjúkr- unarkonurnar hafa bent á það með rökum að fleiri stúlk ur myndu gefa sig að hjúkrun arnámi ef heimavistarskóli fyrir þær verði reistur. Hefir verið mikið um þessa skóla- byggingu rætt og ritað, teikn ingar fengnar erlendis frá og margar tillögur gerðar í þessu máli af forystukonum Hjúkr- unarkvennafélags íslands. Landlæknirinn tekur undir sjálfsagða kröfu hjúkrunar- kvenna í þessu máli í ágætri grein, sem birtist í 2—4. tbl. Hj úkrunarkvennablaðsins 1942/ Þar segir landlæknir- inn m. a.: „.. Hjúkrunarfræðslan býr enn við bág skilyrði, og er aðkallandi, að um verði bætt. Þarf aö hverfa frá þvi, sem nú er ofmikið um, að störf nemendanna á sjúkrahúsum séu aðalatriðlð, en fræðslan tínd upp í meira og minna sundurlausum molum, og að því, að námið verði höfuðvið fangsefnið, en það látið styðj ast við sjúkrastörfin. í því skyni þarf að sjá skólanum fyrir sérstöku vel útbúnu skólahúsi með öllum nauðsyn legum kennslutækjum, fá hon um sjálfstæða forustu og gera hann að öðru leyti svo úr garði, að hann verði nemend unum uppbyggfilegt heimili, þar sem við megi koma nauð synlegu aðhaldi og sjálfsögðu eftirliti því til tryggingar, að 1 þeir verði fyrir sem hollustum | uppeldisáhrifum jöfnum hönd um í þágu sjálfra sín, stéttar sinnar og þjóðfélagsins....“ Er þetta vel og réttilega mælt, en síðan eru liðin 8 ár og því miður ekkert verið gert. — Ástæðurnar fyrir því geta verið margar — og við skulum ekki vera að fást um það áð sinni, hitt er meira um vert, að finna einhver ráð til þess að hrinda málinu fram. — Það hefir þegar dreg ist of lengi. Mönnum mun sumum finn ast það vera að bera í bakka- fullann lækinn að tala um að reisa enn eitt skólahúsið. Það er líka satt, að of mikið má af slíku gera og að sum skóla húsin standa hálfnotuð og hálfreist — en fyrir þessa starfsgrein — hjúkrunarnema — er bókstaflega lífsnauðsyn að byggt verði og það án frek ari tafa. Sjúkrahús þarf að reisa, á þeim er mikil og brýn þörf, en sjúkrahús án hjúkrunar- kvenna er ekki hægt að starf rækja og þess vegna verður að leysa þetta vandamál áð- ur en hægt er að taka fleiri sjúkrahús til notkunar. — Þetta getur komið ýmsum ein kennilega fyrir sjónir, en svona er það nú samt. — Það er ekki hægt að reka sjúkra- húsin með útlendum hjúkrun arkonum eingöngu. Þær fást tæpast til að starfa hér á landi — og svo er hitt, að ís- lenzkar hjúkrunarkonur eiga fyrst og fremst að starfa að hjúkrun hér á landi. Útlendar hjúkrunarkonur hafa starfað og starfa enn nokkrar hér á landi og hafa yfirleitt unnið störf sín ágætlega — en við eigum ekki að byggja of mik ið á starfskröftum þeirra. Við eigum að vinna að því að ís- lenzk hjúkrunarkvennastétt verði svo vel mennt og svo fjölmenn að hún geti fullkom lega séð fyrir hjúkrun sjúkra í sjúkrahúsum og í heima- húsum í landinu. — En til þess að svo veröi, þarf að reisa margnefndan heimavist arskóla og gera allan aðbún- að þar og námið yfirleitt þann ig úr garði, að ungar stúlkur fjölmenni í skólann árlega, og á þann hátt verði hjúkrun arkvennastétt landsins svo fjölmenn að hún geti annað öllum þeim störfum, sem nú og síðar bíða eftir velmennt- uöum islenzkum hjúkrunar- konum. Í5rú á Timgnaá (Framhala af 3. síðu.) Suðurland. Og hvernig heföi gengið að bjarga áhöfninni á Geysi af Vatnajökli síðastliðið haust ef Ólafur Jónsson, Páll Arason og fleiri hefðu ekki verið búnir að finna bílfæra leið um öræfin suður að Vatnajökli? Þetta er aðeins fá dæmi af mörgum. En sem sagt. Þeir sem ráða eiga fram úr þeim vanda að annast þessi fjárskipti ættu að íhuga fljótt og vel, hvort bezta og ódýrasta leiöin sé ekki þessi að setja brú á Tungnaá. Brú verður sett þar einhverntíma en bezt að gera það strax. Einar Magnússon I dag verður rætt um kaffið.; Hér er kominn Björn L. Jónsson veðurfræðingur og verður hon- um gefið orðið: „Sveinn Sveinsson frá Fossi ræðir um kaffið i Baðstofunni föstud. 20. júlí sl. i tilefni af greinarkorni eftir mig og telur j reynsluna sýna, að kaffið sé ^ ekki óhollt og geri menn ekki1 heilsútæpari né skammlífari en ella. Ef rannsaka ætti áhrif kaffis á heilsufar almennt, þyrfti að gera samanburð á miklum fjölda kaffimanna og annarra, sem ekki nota kaffi. Einstök dæmi sanna ekkert, og óskráð reynsla einstakra manna nær til svo fárra og er svo mjög til- viljunum háð, að í þessu efni má ekki leggja of mikið upp úr henni, jafnvel þótt eftirtekt og minni séu í bezta lagi. Þannig telja margir sig hafa reynslu fyrir því, að tóbaksmenn séu sízt óhraustari né skammlífari en aðrir. En víðtækar saman- burðarrannsóknir líftrygginga- féiaga hafa sannað, að reykinga menn verða miklum mun skammlífari en hinir, sem ekki [reykja, þótt einstök tilfelli geti I sýnt hið gagnstæða. Fróðleg 1 tafla um þetta birtist í 4. hefti Heilsuverndar 1948. Því miður er mér ekki kunnugt um hlið- stæðar rannsóknir á áhrifum kaffis, en á þetta er bent til að sýna, hve valt er að treysta reynslu fárra manna í slíkum efnum. Þó að mönnum „verði gott af“ einhverjum mat eða drykk, er það engin sönnun þess, að holl- usta fylgi. Þvert á móti eru á- hrif margra skaðlegra eitur- efna í því fólgin að eyða þján- ingum og þreytu og auka vellíð- an um stundarsakir (koffein, nikótín, áfengi, morfín, kókaín o. s. frv.). Og það eru þessi á- hrif, sem gera mörg eiturlyf að hættulegum nautnalyfjum. ÖIl eiturefni verka skaðlega á lifandi frumur og eðlileg lífs- störf. Að viðurkenna í öðru orð- inu, að kaffið innihaldi eitur- efni og halda því 'fram í hinu, að það sé ósaknæmt eða jafn- vel heilnæmt, er því misskiln- ingur eða hugsunarvilla. Og jafnvel þótt ýmsir læknar og leikmenn haldi því fram í orði og á borði, að dagleg neyzla kaffis sé ósaknæm, viðurkenna flestir þeirra óhollustu kaffisins með því að meina ungbörnum og jafnvel stálpuðum börnum, að neyta þess drykkjar. Og vissulega væri framleiðendum cóla-drykkjanna hér á landi ekki gert að skyldu að lýsa kof- fein-innihaldi þeirra á umbúð- unum, ef heilbrigðisstjórnin teldi þetta efni meinlaust til neyzlu. Það má vera, að réttlætanlegt sé að grípa til eiturlyfja í sjúk- dómum eða sérstökum tilfellum. En út frá því er ekki leyfilegt að draga þá ‘ályktun, að menn geti að ósekju gert neyzlu þeirra að daglegri venju. T. d. getur það komið sér vel fyrir sár- þreyttan mann, sem þarf nauð- synlega að ljúka ákveðnu verki, að hressa sig á kaffisopa. En kaffið færir honum enga orku, heldur deyfir þreytutilfinning- una eða svefnþörfina um stund- arsakir, en maðurinn ofreynir sig eigi að síður, þótt ekki komi að sök í eitt og eitt skipti. En til langframa er þetta hættulegt heilsu hans, bæði vegna of- reynslunnar og vegna kaffieit- ursins. 1 grein minni í Heilsuvernd, sem Tíminn birti 14. þ. m. og gaf Sveini tilefni til hugleiðinga sinna, benti ég á innlenda drykki, heilnæma og ljúffenga, sem koma þyrftu í staðinn fyrir kaffið, fyrst og fremst te af inn- lendum jurtum. Er þar kostur svo mikillar fjölbreytni, að á- stæðulaust er að grípa til þess örþrifaráðs að gera áfengt öl að þjóðardrykk Islendinga í stað kaffisins. Það væri að fara úr öskunni í eldinn." Björn hefir lokið máli sínu. Vilja fleiri fá orðið um þetta at- hyglisverða mál? Starkaður. Erum nú birgir af öli og gosdrykkjum, ýmsra tegunda VINSAMLEGAST GERIÐ PANTANIR YÐAR H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson SÍMI 1390 *AWA,.V.V.V.V.W.V.,.V.%V.W.,.V.,.W.\WAVLWAfli r r INNING tll kanpenda utan Reykjavíkur, er ■: grciða eijí'a blaðlð beint til inn- ;j hcinitiinnar í Athygli skal vakin á því, að blaðgjald þessa árs er faliið í gjalddaga og sendið því greiðslu þegar um hæl. — ■' Innheimta Tímans W/.%%WA%%V.,.,.V.VJ,/.,.,.%VL,A*M,/UV.%,,V.VW.WA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.