Tíminn - 31.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriðjudaginn 31. júlí 1951 170. blað Flokkur sérréttindastéttanna Ef nokkur hefir efast um það, að málgögn Sjálfstæðis flokksins gengu erinda þeirra sérréttindamanna, er ætla sér annan hlut en allri alþýðu, þá ættu þeir að lesa „leiðar- ann“ í Vísi þ. 24. júlí s. 1. Stjórnmálaritstjóri Vísis hef- ír valið þessum skrifum sín- um heitið „Snobbið fyrir fátæktinni. í grein þessari segir svo: „Hér á landi llfa tveir, ef ekki þrír stjórnmálaflokkar á því að „snobba“ fyrir fá- tæktinni. Reisi einhver sér hús með menningarbragði. hefir þótt góður siður að stimpla hann sem auðkýfing og broddborgara og birta myndir í blöðunum af þessu risavaxna fyrirtæki. „Snobb ið“ fyrir fátæktinni hefir jafnvel gengið svo Iangt, að með lagasetningu, reglugerð um og allskyns auglýsingum opinberra nefnda, hefir mönnum verið bannað að byggja sér stærri íbúð, en sem nemur eitt hundrað og þrjátíu fermetrum að flatar máli. Stjórnmálaflokkar þeir, sem að ofan greinir, vaða í þeirri sálfræðilegu villu, að íslenzkur almenn- ingur kunni ekki að hugsa stórt og vilji veg sinn sem minnstan og aðbúð sína sem versta. Sannleikurinn er þó sá, að flest íbúðarhús mega teljast íburðarlaus með öllu, og eru einföld að gerð ytra sem innra. Mætti það helzt að þeim finna, að byggingarnar séu of látlausar og innbyrðis líkar. En allur áróðurinn um ó- hófið og „Iuxusinn“ virðist einna frekast benda til þess, að þeir menn, sem mest af slíku guma, vilji helzt, að al- menningur sætti sig við braggahverfi til íbúðar, eða einhverja slika vistarveru.“ Mikið speglast Fariseahátt- ur broddborgaranna fallega í þessum orrðum, er hrotið hafa úr penna Vísisritstjórans. Á máli Vísis er það aðeins af því að menn vilji, að almenning ur búi í bröggum eða álíka vistarverum, sem amast er við því að einbýlishús séu byggð stærri en 130 fermetra, á tímum, sem byggingaefni er takmarkað. Ritstjóra Vísis finnst það goðgá, að menn skuli ekki mega byggja 200—250 fer- metra „villur“ eins og tíðkað- ist á dögum nýsköpunarinnar. Útflúrið er of lítið, húsin of lík hvert öðru. Jú, ætli maður kannist ekki við hugsunarhátt inn. Broddborgara-frúrnar og nýríku herrarnir þola það ekki, að húsið þeirra sé ekki með einhverju „pírumpári“, sem nágranninn hefir ekki. Kapphlaupið um útflúrið og lúxusinn má ekki stöðvast. Hinir ríku skulu hafa óskor- aðan rétt til að láta eftir hé- gómagirnd sinni og heimsku- legum metnaði. En hvað líður þá öllum hin- um, sem ekki hafa efni á að taka þátt í kapphlaupinu um útflúrið og óhófið. Fóiksins, sem aflað hefir gjaldeyrisins til að kaupa fyrir byggingar- efnið. Fólksins, sem hefir lát- ið menn með hugsunarhætti Visisritstjórans skriða upp eft jr bökum stnum, og nota sig sem verkfæri til að afla fjár- mnnanna í útflúrið á „lúxus- villunum* Eftir Hannes Pálsson frá IJndirfelli Hvernlg hafa byggingarmál okkar verið framkvæmd. Vilt þú nú ekki lesandi góð- ur nema staðar og hugsa um byggingarmál okkar þjóðar. Til skamms tíma voru engar varanlegar byggingar byggðar á voru landi. Á tímum nýsköpunarinnar var miklu af gjaldeyri þjóð- arinnar eytt í óhófsíbúðir í Reykjavík. Hinir nýríku sökktu hundr- uðum milljóna króna í „vill* ur“, einbýlis- og tvíbýlishús, eins og sjá má hér í Hiíðun- um og Melunum og víðar. Þeir, sem forystuna höfðu rugluðu dómgreind almenn- ings, §vo margir hlupu í þessa sporaslóð, sem ekki höfðu efni á því, og stynja nú undan skuldafargi er stafar af of dýru og óhentugu íbúð- arhúsi. Meðan broddborgararnir og þeir sem gengu í þeirra spora- slóð, byggðu sér 200—250 fer- metra villur, með hinu stóra holi, sem þá tíðkaðist, svölum og hverskyns útflúri, hrúguð- ust hinir fátækari í bragga, kjallara og rishæðir tvibýl- ishúsanna. Verkamannabú- staðir voru ekki byggðir, hóf- legir samvinnubústaðir áttu erfitt uppdráttar, og í sveit- um var ekki byggt neitt sem heitið gat. Flottræfilsháttur þjóðarinnar varð dýr. Fyrr en varði var allur gjaldeyrir upp étinn. Ef þjóðin átti ekki að svelta varð að fá erlenda fjárhagshjálp. Hjálpin var veitt. Hin íslenzka þjóð hefir nú þegið tugi milljóna í fá- tækraframfæri, og alla sökina eiga broddborgararnir, sem sóuðu fé þjóðfélagsins i lúxus villur og persónulegt óhóf. Eftir stendur fátæk þjóð með flest verkefni óleyst. — Meira en þriðjung af öllum sveitabýlum landsins þarf að byggja upp á næstu árum. Mikinn hluta gripahúsa og annarra nauðsynlegra fram- leiðslutækja landbúnaðarins. Braggarnir grotna utan af fólkinu í fátækrahverfum höfuðborgarinnar. Hundruð manna búa í sólarlitlum og saggafullum kjöllurum.. Smá- kauptúnin út um land þurfa að endurbyggjast að mestu leyti. Þjóðin virðist ekki geta framleitt nóg af útflutnings- vörum, til að kaupa neyzlu og rekstrarvörur og hinar þjóð- nauðsynlegustu fjárfestingar- vörur, svo hægt sé að efla framleiðsluna, og hafa þak yfir höfuð þeirra, er að henni vinna, beint eða óbeint. Þegar svona er ástatt, telja ritstjórar Sjálfstæðisflokksins það helzt að, að einstaklíng- um sé bannað að byggja nema takmarkaö stærð íbúðarhúsa. Flestum mönnum sem eitt- hvað hugsa mun þó vera ljóst, að því minna óhóf, sem ein- staklingar þjóðfélagsins leggja í óarðgæfar byggingar, því meira fé hefir þjóðin til að leggja í arðgæfar fram- kvæmdir. Við getum ekki lagt það fé í rafvirkjanir, ræktun, hafnarbætur, vélar og skip, sem við Ieggjum í lúxusvillur og sumarbústaði broddborg- aranna. Hversu margar verkamanna íbúðir eða snotur íbúðarhús til sveita hefði mátt byggja fyrir það byggingarefni, sem farið hefir í sumar'nallir broddanna. Við Þingvallavatn eitt, munu vera sumarbústað- ir fleiri en einn, sem kostað hafa yfir hálfa miljón króna hver. Hversu mikil not hefir fram leiðsla landsins af slíkum byggingum? Mun ekki mörg- um finnast, að sá erlendi gjaldeyrir og kannske hið innlenda fjármagn, er i þess- ar sumarhallir hefir farið, væri betur komið í verka- mannabústað eða sveitabæ? Skortur íbúðarhús-" næðis er afleiðing „lúxushallanna“. Um það er engum blöðum að fletta, að hefði því bygg- ingaefni, er sökkt var í ó- hentugar óhófsíbúðir í Reykja vík, á tíma nýsköpunarinnar, verið varið til hæfilegra íbúða bygginga í sveit og við sjó, þá væru nú mun minni húsnæð- isvandræði í höfuðstað lands- ins og mun færri jarðir, sem dæmdar væru til að fara i eyði fyrir skort á byggingum. Öllum má það ljóst vera, að lúxushöll í Reykjavík, 150— 250 flatarmetrar, sem skýlir jafnmörgum einstaklingum og 70 fermetra íbúð í verka- mannabústað, kostar marg- falt meira af erlendum gjald- eyri og innlendu framlagi á hvern einstakling, en verka- mannabústaðurinn. Flestum mun það lika ljóst, að þjóð, sem raunverulega er að byrja nýtt landnám, getur ekki byrjað á því að byggja stórar hallir með hverskyns útflúri yfir hverja fjölskyldu. Þetta vita sérréttindastéttirn ar líka, en þær ætla sér ann- an hlut en almenningi. Verka mennirnir, sem gjaldeyririns afla, eiga að þeirra dómi að búa í bröggum eða borga ok- urleigu fyrir að fá af náð, að hýrast í kjallaraholu eða hanabjálkalof tum. Sveitafólkið, sem yrkir jörð ina og bezt gengur fram í hinu nýja landnámi, það má einn- ig áfram hýrast í saggafull- um og hriplekum torfbæjum. En broddborgararnir þurfa að hafa 150—250 fermetr,a „lúxusíbúðir" í höfuðstaðn- um og sumarhallir við Þing- vallavatn. Það þarf að takmarka stærð einbýlishúsa. Vísisritstjórinn kvartarund an því, að ekki megi byggja stærra einbýlishús en 130 fer- metra. Án efa er þetta tak- mark allt of hátt. Það sem okkur vantar eru íbúðir á borð við verkamannaibúðirn- ar í Hafnarfirði, sem eru 70 flatarmetrar, 3ja herbergja í- búðir með nútímaþægindum. Það sem vantar fyrst og fremst eru 2ja til 3ja her- bergja íbúðir. Fólkið hefir því miður ekki almennt efni á stærri ibúð, þegar það byrjar að reisa heimili. En þessar i- búðarstærðir vantar mest nú. Því miður virðist Fjárhags- ráö ekki hafa nægilegt eftir- lit með því að fjárfestingar- leyfin séu ekki misnotuð. Ef ritstj. Vísis skoðaði viss hús við Ægissiðu og víöar, þá myndi hann geta fundið til velþóknunar í hjarta sínu, við að sjá, hvernig leyfi Fjárhags- ráðs til fjárfestingar eru mis- notuð. Þannig, að einbýlis- (Framhald á 7. síðu). Hér er kominn I baðstofuna] Pétur Jakobsson og ætlar að flytja ræðustúf um Skálholt: „Það er fallegt í Skálholti á þessum tíma árs, þegar öll jörð er iðjagræn, þegar himininn er bjartur og fagur og brosir kring- um bláan og víðfeðman fjalla- hringinn. f Skálholti stendur maður á mold minninganna og þar andar maður að sér lofti minninganna. Þar situr Saga á sínum gullstóli og segir við veg- farandann líkt og Jave við Móse: „Drag skó þína af fótum þér, því sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“. Það var mikil há- tíð í Skálholti, þann 20. júlí, fyrr á öldum. Þess vár þá minnst, með mikilli viðhöfn, að helgur dómur Þorláks Skálholts biskups var þann dag eitt sinn upptekinn, og minning hans þá tekin í tölu helgra manna, en dánardægur hans er 23. des. Því eigum við Þorláksmessu á sumri og Þorláksmessu á vetri. Fyrra sunnudag var mikil há- tíð f Skálaholti. Þangað streymdi múgur og margmenni, úr Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu og Reykjavík. Muri þar hafa verið um 2000 manns. Þar voru fræðslu- og skemmtikraftar miklir. Biskupar landsins þjón- uðu í kirkjunni með sínum á- gætum, landsins mesti organ- leikari lék á kirkjuorgelið og val inn kór annaðist sönginn í kirkj unni. Eftir messu var útiskemmt un, góðar ræður voru fluttar, mjög vel ortur kvæðaflokkur les inn, leiksýning fór þar fram, sem virtist takast með ágætum, þá söng Karlakór Biskupstungna,og fórst það vel, eftir atvikum, og loks söng Þjóðkórinn, að vísu fá mennur, en leysti þó sitt hlut- verk ágætlega af hendi. Nú mun, ef til vill, einhver spyrja: Til hvers var þessi hátíð með öllu þessu skrauti og við- höfn? Hún var til þess að opna fólkið fyrir Skálholti, því Skál- holt hefir ávallt verið fólkinu i opið. Hún átti að sýna gestum fall staðarins úr fornri frægð. Hún átti að hvetja fólkið til á- taka ’ um viðreisn staðarins, I sem er mjög nauðsynleg og að- kallandi. En hvernig á að reisa Skálholt úr rústum? Það er i spurningin, sem fær misjafnt | svar. Ég leyfi mér að leggja til I málahna, að nú þegar verði haf- i izt handa um stórfelldar jarða- bætur á staðnum, gert verði svo fljótt sem auðið er, að minnsta kosti 300 hektara tún, byggð verði þar gróðrarstöð, byggð verði þar gróðurhús og jarðhiti nýttur, byggðar verði varanlegar nýtízku byggingar fyrir búpening, hey og annan jarðarávöxt, að byggð verði var- anleg hús fyrir fólk það, sem aö búskap staðarins vinnur, að reistur verði skóli á staðnum. kennaraskóli landsins, hús- mæðrakennaraskólinn, landbún aðarháskóli, einn eða allir, að reist verði kirkja á staðnum, sem sómi honum, og að þar verði prestssetur. Tel ég fyrst þurfi að efla jörð ina til nytja og fegurðar, því, án jarðnytjanna á staðurinn enga framtíð og engan rétt á sér til frama. Finnst mér rangt að byggja viðhafnarkirkju á van- hirtri jörð, sem er með ræfilsleg um húsakosti og nær mannlaus. Fyrst, þegar búið er að rækta staðinn upp og koma nytja framleiðslu þar upp í stórbrotn- um stíl, húsakostur orðinn góð- ur, skólar komnir þar og mann- fjöldi, þá er fylling tímans kom- in til þeirrar kirkjubyggingar, sem staðnum hæfir; fyrr ekki. Skálholt á sér mikla sögu. Þegar fallegustu blöð þeirrar sögu eru lesin út af fyrir sig, þá er dýrð Skálholts mikil. Þegar saga þess er lesin í heild, þá kemur nokk- uð annað upp, því þar eru blöð blettuð. Hvað sem annars öllum sögu- og trúarbragðahugleiðingum við kemur, þá verður að endurreisa Skálholt og koma því til vegs og gengis í þeim stíl, sem ég hefi bent á. Ég skora á Árnesinga, heima í héraði og í Reykjavík, að fara heim til Hóla og skoða staðinn þar. Þá munu þeir gleggst geta séð niðurlægingu Skálholts, og þá munu þeir sann færast um, að héegt er að hefja veldi og dýrð Skálholts samtækt og sambærilega við Hóla í Hjaltadal. Árnesingum ber fyrst og fremst að endurreisa Skál- holt. Þeir hafa horft á það níð- ast niður og þeir eiga að taka í taumana og segja: „Hingað og ekki lengra". Stuðningur þjóðarinnar kemur, ef byrjað er á verkinu. Um þá hugmyndi, sem nú virð ist vera efst á baugi hér í Reykja vík, að endurreisa Skálholt sem biskupssetur, skal ég vera fá- orður. Ég hefi ekki trú á slíku. Hygg ég að biskupum landsins mundi þykja dauflegt áð vera þar búsettir árum í kring. Mundi þeim þykja lífið fátækt þar og tilbreytingalítið, nema þá að hafa um sig stóra hirð manna og kvenna, en slíkt mundi verða þungur ómagi á búi þjóðarinn- ar. En eigi það að liggja fyrir Skálholti að verða aftur biskups setur, þá vil ég óska þess, að þar yrðu valdir menn á stóli, sem sameinuðu í sér glæsi- mennsku GiSsurar og ísleifs og orku og manndáð Ögmundar og Vidalíns.“ Ilér verður numið staðar að sinni. Stark-tður. ,v.v ■v.v.v.v.v/.v.v; H.f. Eimskipafélag íslands í M.s. Gullfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 18. ágúst kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar skulu sóttir eigi síðar en þriðjudag 7. ágúst. Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgild vegabréf þegar farseöl- ar eru sóttir. i v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.