Tíminn - 05.08.1951, Síða 4
”ITO»3
TÍMINN. sunnudaginn 5. ágúst 1951
175. blaö
Ellefu ar í fangabúðum IV.
Eftirminnilegir samferðamenn
Reglugerð stofunarinnar.
Samkvæmt reglugerð stofn
unarinnar, neytum við matar
ins í kaldri borðstofunni, þar
sem við sitjum í einni þröng
á bekkjum. Er við höfum feng
ið þessa næringu, flýtum við
okkur til baka inn í skálann,
ljúkum við að klæða okkur, og
gera upp rúmin; þá gefur
hljómur járnslárinnar til
kynna, að nú sé kominn vinnu
tími.
Einu sinni enn myndum við
röð fyrir framan skálann, og
eftir hæfilega bið leiðir vörð-
urinn okkur út í garðinn fyr-
ir framan hliðið.Þarna eru 600
konur að bíða eftir að fara út.
Hermannavörðurinn er enn
ókominn, svo við bíðum.
Stundum kom sjálfur yfir-
maður fangabúðanna til að
líta eftir okkur er við fórum
í vinnuna, eða forstöðukona
vinnudeildanna. Þegar það
kom fyrir voru ævinlega ein-
hverjar á meðal okkar send-
ar í fangaklefa fyrir að hafa
talað í leyfisleysi, eða verið
seinar. Þessir feitu yfirmenn,
sem voru notalega klæddir i
loðfeldi og fóðruð stígvél, virt
ust ekki taka það nærri sér að
úthluta slíkum refsidómum
nokkrum sinnum á hverjum
mánuði. Þeir horfa ekki einu
sinni á þessa köldu, hrjáðu
vesalinga, sem standa hálf-
bognir og þögulir frammi fyr-
ir þeim. Þeir þekkja ekki fang
ana og vilja ekki þekkja þá.
Þeir vita aðeins, að það eru
nokkrir vissir fangar, sem
verða að vinna þangað til þeir
gefast upp. Og þó þeir gefist
upp, gildir það einu, því að
aðrir koma í staðinn, nafn-
lausir aumingjar, sem hafa
aðeins númer i stað persónu-
leika.
Verðirnir eru ávarpaðir sem
„borgarar". (Fangarnir mega
ekki nefna frjálsa menn „fé-
laga“). Þeir koma dúðaðir í
síðum loðfeldum, með byssu-'
stingi um öxl. Fangarnir bíða.
Þeir hafa engin loðskinn eða
fóðraða skó, aðeins þolinmæði
örvæntingarinnar. Flest frost
sár á meðal fanganna orsak-
ast af þessum löngu biðum,
áður en vinnan hefst, eða
eftir að henni er lokið.
Loksins opnast stóra hiiðið.
Hermennirnir standa til
beggja hliða, og fyrsti vinnu-
flokkurinn fer út. Venjuleg-
ast liður meira en klukku-
stund, þar til síðasti fanginn
fer út og hliðinu er lokað.
Enda þótt við höfum farið á
fætur kl. 5, er talið að vinnu-
dagurinn hefjist kl. 7 til 12,
þá er klukkutíma hvíld, og
svo aftur unnið til kl. 8.
Á ökrunum i kring um Elg-
en-fangelsið erú'kálhöfuð að-
al uppskeran. Á vetrum grafa
fangarnir móinn, sem er not-
aður með mykju til að undir-
búa jarðveginn. Á vorin leggja
þeir hönd á sáninguna, sem
ekki má taka lengur en hálf-
an mánuð. Svo líta þeir eftir
kálinu allt sumarið, oft gegn-
drepa af regni, og særðir af
mýflugu, og svo vinna þeir
að uppskerunni á haustin, oft
hálfdofnir af kulda. Fyrir allt
þetta erfiði fá þeir aðeins
dökku og súru ytri blöðin, en
sjálfur kjarninn er fluttur á
borð hinna frjálsu borgara.
Sagnaþulurinn.
Sagnaþulurinn er eina
manneskjan í skálanum, sem
allir elska og virða. Allir vilja
fangarnir fegins hugar
gleyma veruleikanum, en þul-
urinn hjálpar þeim til þess;
þegar hann talar, þá birtir í
búðinni, og dvölin í skóginum
verður ekki eins einmanaleg
og þvingandi. Það er merki-
legt, að þessir fangar, sem
verða að þola allar hörmung-
ar og smán, sem mönnum
hugkvæmist að þjá samferða-
menn sina með, skuli geta tár
ast út af ímynduðum ástar-
harmi!
Langbezti þulurinn, sem ég
kynntist í minni löngu fanga-
vist, var fyrrverandi skóla-
kennari frá Moskvu, María
Mikalayevna að nafni. Hún
var svo mögur, að það var erf
itt að skilja, hvernig hún gat
haldið uppi þeim klunnalega
fatnaði, sem hún bar, hvað
þá líkamanum sjálfum. En í
þessum veikbyggða líkama og
litla höfðinu snoðklippta bjó
hlýr og ódrepandi andi. Hún
blátt áfram neitaði að viður-
kenna veruleika þess anda,
sem rikti í fangabúðunum, og
lögmálið sem þar gilti* um
hungur og miskunnarlausa
grimmd.
Ég mun seint gleyma degi
einum, er við María vorum,
að vetrarlagi, úti í skógi að
safna víðihríslum. Það var að
vísu ekki erfitt verk, en þó
svo ömurlegt sem hugsast gat.
Vissulega er nógur víðir til í
Kolyma, en þó eru ekki marg-
ar greinar tiltölulega nógu
langar til körfugerðar. Þann-
ig gengum við frá einum
runna til annars og leituðum
að þessum hríslum, unz við
höfðum fundið tíu hver, en
það var talin hæfileg byrði.
Að ganga þannig hægt í gegn
um skóginn og slita upp hrísl-
ur í 40 stiga frosti er nóg til
að blóðið næstum frjósi í æð-
um; hendurnar verða svo dofn
ar, að naumast er hægt að
hreyfa þær, og kuldinn sker
eins og eggjárn í hálfnakta
fæturna. Við gengum áfram
með stuttu millibili, og leituð
um að skýrslum, og skiptumst
á orðum við og við. En eftir
því sem mér varð kaldara,
varð ég æ fámálugri, og loks
þagnaði ég meö öllu. Ég kærði
mig ekki um neitt í víðri ver-
öld annað en eld, eld. Stund-
um hoppaði ég upp og niður i
snjónum, eða hljóp spölkorn
til hliðar til þess að Maria
heyrði ekki að ég grét eins og
barn af kuldanum. En þessi
grátköst stóðu ekki lengi; ég
varð að finna minn hluta af
hríslunum, þessum dýrmætu
hrislum; ég varð að vera bú-
in að finna tíu bindi áður en
ég fengi að fara heim.
Allt í einu heyrði ég Maríu
segja: Manstu eftir kvæðinu
hans Turgenevs: „Ó, hvað
rósin er frisk og fögur.“ Ég
neitaði því. Mér er það ráð-
gáta, hvaðan hún fékk krafta
til að fara með kvæðið, en það
gerði hún. En ég gleymdi öllu
í svipinn, líka því, að snjórinn
féll ofan úr trjánum niður í
hálsmálið á treyjunni minni,
— því að allt í einu varð snjór
inn þakinn blómum, og orð
skáldsins slógu um okkur eins
konar töfrahring, sem hörm-
ungar heimsins fengu ekki
brotið. Er hún hafði lokið
lestri sínum, tök ég hana í
faðm mér. Á meðan við gát-
um haldið við næmleika fyrir
fegurð og skáldskap i 40 stiga
frosti, var okkur óhætt.
Aldrei munu mér úr minni
líða blómin hans Turgenevs á
snjóbreiðunum í Kolyma.
Spítalaþjónninn.
Vel man ég eftir gömlum
bónda frá Úkraínu, sem var að
taka út tíu ára hegningarvist
fyrir stjórnmálaskoðanir sín-
ar; hann var um skeið spít-
alaþjónn, þá nýstaðinn upp
úr þungri legu. Eitt sinn hafði
hann átt bújörð sína sjálfur.
Nú var hann ávallt mjög dap-
ur í bragði; állt frá því að
hann tók að vinna í gullnám-
unum sá hann aldrei glaðan
dag. Aðeins einu sinni sá ég
þennan gamla mann utan við
sig af hrifningu.
Á milli spítalabygginganna
var hafraakur sem þurfti að
sá í. Ævagamall jarðplógur
var notaður til að róta við
jarðveginum; reyndar var
þetta lélegur járnfleygur —
en plógur samt. Dag nokkurn
stóðu margir úr vinnuliði {
spítalans ráðalausir í kring
um lítinn hest, sem hafði ver- j
ið spenntur fyrir plóginn. Allt
í einu kom gamli spítalaþjónn!
inn hlaupandi i hvita sloppn-1
um sínum. Hann stjakaði ráð
leysingjunum til hliðar, tal-
aði nokkur hvatningarorð til
hestsins og greip um plóg-
skaftið.
En tilburðirnir! Hvernig
hann hélt um handföngin
með augsýnilegri og óumræði
legri gleði! Beygður og hrjáð-
ur líkami hans varð teinrétt-
ur. Þarna gekk hann á eftir
plóginum þráðbeinn og hélt
höfði hátt, stikaði stórum
skrefum. í augum hans leiftr-
aði slíkur fögnuður, að allir
viðstaddir urðu djúpt hrærð-
ir. Mann horfðu þögulir en
hrifnir á eftir þessum fangna
bónda, þessu barni náttúrunn
ar, þar sem hann þrammaði
á eftir hestinum, utan við sig
af fögnuði yfir því að hafa
enn einu sinni fengið plóg í
hendur. Þegar hann varð að
hætta plægingunni, sneri
hann aftur þögull og dapur-
legur heim til búðanna, líf-
vana og vonlaus maður, sem
hafði verið hrifsaður frá |
brjóstum ástmeyjar sinnar,
moldinni.
Á heiðarbiuniinni
(Framhald á 4. síðu.)
Mbl. stendur á heiðarbrún-
inni og horfir yfir Eyjafjörð.
Héraðið er búsældarlegt yfir
að líta, bleikir akrar og sleg-
in tún. Ritstjórinn fyllist
hrifningu og við heimkomuna
sezt hann niður og skrifar
góða og myndarlega grein um
þetta og ræktun landsins al-
mennt. Hann fæst ekki um,
þótt Eyfirðingar hafi á und-
anförnum árum algerlega virt
skrif blaðs hans og stefnu að
vettugi.
Og einmitt vegna þess, að
þeir hafa ekkert tillit tekið
til skrifa Mbl., eru þeir komn-
ir svo langt í ræktunarmál-
unum eins og gefur á að líta
af heiðarbrúninni.
ýtbreiðil Titnahh
Hér er kominn A. Th. og ósk-
ar eftir að halda dálítinn ræðu
stúf um kaffið:
Daglega sé ég í Tímanum, að
baðstofuna þína gistir margur
góður gestur, og sýnir það gest-
risni þína að gömlum og nýjum
íslenzkum sið. Að sjálfsögðu má
um hina mörgu gesti þína segja,
að þar sé misjafn sauður í
mörgu fé og að því séu sam-
ræður manna þar sannkallað
„baðstofuhjar, æði misjafnt að
gæðum.
„Nú ætla ég að biðja þig að
lofá mér að skjótast innfyrir
gættina og tylla mér á skákina
og gefa mér orðið augnablik.
Ég sé að nýlega hefir gist bað-
stofu þína einn fínn náungi,
sem ætlar sér hvorki meira né
minna en að telja fólkinu trú
um — þvert ofan í staðreyndir
— að kaifið, sem við drekkum
daglega sé eitur, já, seigdrep-
andi eitur. Hvílíkt bull! Hvílík
fáfræði! Slíkt baðstofuhjal láta
menn auðvitað innum annað
eyrað og út um hitt, eins og vera
ber, en vegna þess, að þú, Stark
aður minn góður, lætur þetta
bull á þrykk út ganga eins og
um vizku væri að ræða', og ferð
þannig fram hjá þeim gamla,
góða húsbónda sið að láta sem
minnst berast út úr baðstofunni
af Gróusögum og bulli, þótt inn
anveggja komi fyrir, verð ég að
biðja þig að sýna mér þá gest-
risni sem öðrum, að leggja orð
í belg.
Það má vel vera rétt hjá gest
inum í baðstofunni (kaffihat-
aranum) að yfir 20 eiturteg-
undir séu í kaffiplöntunni og
kaffibaununum, og að jafnvel
pro. mill. af því hverju sérstöku
sé nægilegt til að drepa mann,
en það sannar ekki, að kaffið
sem drykkur sé eitrað. Ártuga
jafnvel árhundraða reynsla hef
ir sýnt og sánnað, að svo dá-
samlega hefir náttúrunni. tækni
og vizku mannanna tekizt að
blanda og sameina öll þessi eit-
urefni kaffijurtarinnar, að úr
henni má, á einfaldari hátt laga
hinn . dásamlegasta lífselixír,
sem kalíast kaffidrykkur eða
kaffi, sem um áratugi eða ár-
hundruð hefir verið heilsu- og
lífgjafi mikilshluta þjóðarinn-
ar og þá sérstaklega eldra fólks
ins, svo og þeirra sem við fæð-
isskort hafa átt að. búa. Gegn
þessari æfagömlu og nútíina-
reynslu ætlar kaffihatarinn í
baðstofu þinni að telja fólki trú
um að kaffinotkun sé eitúrbyrl
un. Hvílíkt bull! Veit maðurinn
ekki, að úr fjölda banvænum
eiturefnum hefir læknum og
vísindamönnum tekizt að búa
til lífsnauðsynleg balsöm, meðul
og drykki. Svo er og um kaffið.
Spyrjum fólkið! Spyrjum
gamalmennin! Spyrjum þá, sem
hafa ‘lélegt viðúrværi og léleg-
an aðbúnað, hvort þeir óski að
vera án kaffis. Spyrjum sjó-
mennina frá skútutímabilinu,
hvört, þeir héfðu viljað missa
kaffikörihuna af „kabissunni",'
sem þeir drukku af dag og nótt,
er þreyta, vosbúð, illviðri og lé-
legt fæði þjakaði. Ég veit, að
þeir blessa þennan lífselixír,
sem beinlínis gerði þeim lífið
þolanlegt, án kaffis óþolandi. Á
móti broddunum þýðir ekki að
spyrna, á móti staðreyndunum
þýðir ekki að mæla. Reynslan
er og verður sannleikur.
Ég hefi þekkt og þekki fjölda
gamalmenna, sem beinlínis lifa
á kaffi, eða vegna þess að þeir
hafa haft nægilegt kaffi með
lélegu fæði og sáralitlu. — Án
kaffis mundu þeir hafa veslast
upp fyrir tímann og dáið úr
„ófeiti“ eins og komist var að
orði hér áður fyrri.
Ég vil nota tækifærið og skora
á alla mannvini og mannúðar-
menn, að sjá um að öll gamal-
menni hafi nóg kaffi og sykur
til dauðadags. Þá fáið þið bless-
un þúsunda."
» ■
Þá hefir þakklátur ferðalang
ur óskað eftir að segja nokkur
orð.
„Það er eitthvað svo íslenzkt
við það að koma í baðstofu, að
ég er að hugsa um að biðja um
orðið örlitla stund. Og ég trúi
varla að þú neitir mér um það,
Starkaður sæll.
Það er gaman að fljúga. Já,
og meira en það. Það sparar
manni tíma og gerir manni
fært að kynnast einu mesta
undri nútimans, fluginu. Og
jafnframt blasa við nýir menn-
ingárhættir. Já, hver skyldi
hafa trúað því í bernsku sinni
fyrir meir en hálfri öld, — upp
í afdal á íslandi, að þjóðsagan
um lofthestana — faxana og hið
fljúgandi klæði, rættist svo að
segja bókstaflega á einni stuttri
mannsævi. En svona er nú kom
ið: Og dásamlegt er það, þrátt
fyrir allt. Og ógrynnismunur er
nú orðinn á farkostum nútím-
ans eða fyrir hálfri öld. Og þó
fer flugið fram úr öllu.
Hér sit ég nú í „Gullfaxa",
skýjum ofar í glaða sólskini, í
8000 feta hæð yfir Færeyjum.
1 hinum ágætustu salarkynnum
flugvélarinnar njótum við á-
gagtr'ar hressingár, te, kaffi,
smurt brauð, buff o. s. frv. Og
allt er þetta framborið og veitt
af slíkri alúð og snyrtimennsku
að uriun er að. „Það er hvergi
betra en hér“, segja tveir útlend
ingar hvor við annan. „Enda er
Gullfaxi talinn i fremstu röð
farþegavéla", bætir annar við.
— Það lyftist brúnin á íslend-
ingnum og ósjálfrátt hækkar
hann í sessi! Flugfélagið vinn-
ur áreiðanlega mikið menning-
arstarf. Það mun almannaróm-
ur að það sé áreiðánfegt og lip
urt í viðskiptum. Óg starfslið
þess allt virðist ganga að þessu
þjónustustarfi með stakri alúð
og prúðmennsku. Þess á að geta
og það ber að þakka. Því eins
og það er nauðsynlegt að gagn-
rýna ómennskuna og það sem
illa er af hendi leyst, eins er
líka sjálfsagt og rétt að geta
þess og þakká það, sem vel er
gert. Það ýtir uridir og hvetur
til að gera enn betur. Og það
er „ferill að framfaraauði“. Því
segi ég nú: Þökk sé Flúgfélagi
Islarids og heill fylgi störfum
þess við ,að leysa af hendi ó-
riietanlegt menningarstarf í nú
tíma samfélagi.
Gifta fylgi „Föxum“ þess!“
Fleirum verður ekki gefið orð
ið í dag. „ „
Starkaður.
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS
Auglýsingasími Tímans: 81300