Tíminn - 05.08.1951, Page 6

Tíminn - 05.08.1951, Page 6
L- 6. TÍMINN. sunnudaginn 5. ágúst 1951 175. blaff Sorendcr dear Mjög skemmtileg amerísk dans- og söngvamynd, með vinsælustu dægurlagakynn- irum bandaríska útvarpsins. synd kl. 5, 7 og 9. Smámyndnsafn Teiknimyndir, Skipper Skræk o. íl. Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÓ Bið a<$ hoiKa Brotiway (Give My Regards to Broadway) Bráðskemmtileg ný amer- ísk mynd með músik, lífi og litnm. Aðalhlutverk: Dan Dailey, Nancy Guild, Charles Winninger. Sýnd í dag og á morgun (mánud.) kl. 3, 5, 7 og 9.. Sala hefst kl. 1 e. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Frú Guðrún Brunborg sýnir Við giituni okkur Henki Kolstad, Inger Marie Andersen. Þessi mynd hefir verið sýnd við fádæma aðsókn í Osló síðan í janúar, m, a. í 18 vikur samfleytt á öllum sýningum í helztu kvik- myndahúsum þar i borg. Sýnd kl. 9. Aii gengnr það glatt Paulette Goddard, MacDonald Carey. Sýnd kl. 7. Bergnr Jónsson Málaflutnlngsskrifstofa Laugaveg 65. Slml 5833. tfmuAjujUfjoéújAnaJL *tu áejhdV Cfua/e£a$id% Höfum efnl til raflagna.j Raflagnir 1 minni og stæri hús. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverziunin EJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Stmi 5184. Anstnrbæjarbíó Falinn (jársjóður Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. TJARNARBÍÓ Ástir og' afbrot (So evil my love) Afarspennandi og vel leikin amerisk mynd, byggð á sönn um atburðum er áttu sér stað í Bretlandi 1866. Aðalhlutverk: Ann Todd. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. 7 og 9 Regnbogaeyjan Hin undurfagra ævintýra- mynd í eðlilegum litum. Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ DéUir miijóna- mseringsins (B. T.’s Daughter) Áhrifamikil ný amerísk kvikmynd gerð eftir metsölu skáldsögu Jchn B. Marqu- ands. Aðalhlutverk: Barbara Stanwyck. Van Heflin Richard Hart. Sýnd kf. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. HAFNARBÍÓ Líf í læknis liendi (Jeg drepte). Hrífandi og efnisrik ný norsk stórmynd, er vakið hef ir geysilega athygli. Aðalhlutverk: Erling Drangsholt, Rolf Christensen, Wenche Foss. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SLETTCBCAR Sýnd kl. 3. TRIPOLI-BÍÓ Hans háfg'öfgi skemmtir sér (Hofkonzert) Elsíe Meyerhofer Eroch Donto. Sýnd kl. 7 og 9. Gissnr skemmtir sér Sýnd kl. 5. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá SamvínmitrygrRincuaw Erlent yfirUt (Framhald af 5 slffu.) í scr standa að semja uni allsherjar- afvopnun, ef trvggíng f;est fyrir heið- arlegri framkvæmd hennar. I öllum vestrænu löndunum vilja menn losna við byrðar vígbúnaðarins, líka i Bandaríkjuntim. í Vestur-Evrópu rík- ir líka nokkttr uggur út af því, hvert Bandaríkin kunna að stefna í fram- tíðinni, og þar ríkir engin ánægja yf- ir cndudrvígbúnaði Þjóðverja eða yf- ir samvinnu við Spánverja. Jarðvegur- inn er þvf fyrir hendi, ef Rússar kjósa að gera samninga um afvopn- un og friðsainleg skipti við vestrænu þjóðirnar. En til þess þurfa Rússar þó að sýna viljann í verki, því að vest- rænu þjóðirnar ertt orðnar svo lífs- reyndar, að þær láta sér ckki n.igja cintóm vöggttljóð, svo að notuð séu orð Achesons. l>að kann vel að vera, að hin nýja stefna Sovétríkjanna hafi ekki annað markmið en að vekja falskar vonir, draga úr vígbúnaðaráhuga lýðræðis- rikjanna og auka sundrungu meðal þcirra. F.n það mun fljótt sjást og Rússar munu hljóta litla uppskeru af shkum leikaraskap. Sameiginlegir hagsmunir. Vafalausl markast stefna Sovétríkj- anna fyrst og fremst af því hverju sinni, er þau telja sér fyrir beztu. I>að er því bezt að taka því með hæfilegri varasemi, þegar forustumenn þcirra tala um, að kommúnisminn og kapí- talisminn geti búið friðsainlega sam- an. J>að þarf ekki að þýða, að þeir hafi lagt drauminn urn alheimsbylt- ingu og fullnaðarsigur kommúnism- ans til Iiliðar. En þeir geta samt ósk- að eftir því að draga úr kalda stríð- inu, svo að þeir geti sinnt betur upp- byggingunni innan landam.era sinna. Lýðræðisríkin óska þess sama og að því leyti geta Ifagsmunirnir farið saman. En eins og áður segir, segir Enard Skov að loktim, er hin nýja stefua, sem Rússar virðast vera að taka upp, enn svo óljós og lauslega mótuð, að erfitt er að djcma um hana. Revnsl- an mun skera úr því, hvort hún er aðelns ný áróðiirsaðfevð, cða hefir al- varlegri og heiIÖrigðari tilgang. Ur og klukkur sendum gegn póstkröfu um allt land tHapú* C. Salc(t)ÍHMCH Laugaveg 12 — Síml 7048 Raflagningaefni Vír 1,5 4q. 6q. 16q Antigronstrengur 3x1, 5q 3x2, 5q. 3x4q. Rofar, margar tegundir. Tenglar, margar tegundir Loftdósir 4 og 6 stúta Rofa og tengidósir Rakaþj. tengidósir 3 og 4 st. Dy r abj ölluspennar Varhús 25 amp. 100 og 200 amp Undirlög, Loftdósalok. Véla- og Raftækjaverzinnin Ttyggvagötu 23 Sípii 81279 IVASWAW.'.VW.W.VAVAWW.W.V.V.V/.V/AW ^---------------------------------í !; Bsrnhard Nordh: wna VEIÐIMANNS WAVAVi AV, 83. DAGUR .V.VAW.V.W V.V.V ur ráðlegt að láta hann fara einan síns liðs burtu. Brjálað- ur maður gat ekki séð sér farborða. — Þú getur komið með mér í Akkafjall. Ingibjörg leit upp. Ávarp Ólafs kom henni á óvart. — Já, sagðj hún titrandi röddu. — Hvenær eigum við að leggja af stað? Ingibjörg sagði, að henni væri ekkert að vanbúnaði. Hún þyrfti aðeins að tína saman spjarir sínar. Ólafur gerðj sér far um að leyna því, hve glaður hann varð. Heppnin hafði verið með honum. Ingibjörg var þægi- leg afturganga. Hún vildi ekki gera honum neitt til miska. Hann bauð henni hjálp sína, og Ingibjörg þáði hana. Það mátti ekkj gera brjáluðum mönnum gramt í geði. Ingibjörg og Ólafur voru fljót að búa um farangurinn. Bæði voru jafn áköf að komast af stað. En bæði voru samt á varðbergi. Hvorugt þorði að líta af hinu eða vita af því fyrir aftan sig. Hver vissi, hvað vitleysingur eða afturganga kunni til bragðs að taka? Ólafur rumdi ánægjuíega, er hann hafði snarað pokanum á öxl sér. Það var gott að fá þessa byrði á bakið. Hann var sterkur maður, og kraftarnir heimtuðu, að á þá reyndi. Hann langaði til þess að ráðast á trén í skóginum og rymja eins og björn, og þessi pokaskjatti á öxlinni var skárri en ekki neitt. Ingibjörg gat orðið. hrædd, ef hann sleppti sér. Það lá við, að þeim yrði sundurorða, er að því var komið, að þau færu út úr húsinu. Hvorugt viidi snúa bakj við hinu og ganga á undan. Bæði töldu það tryggast að vera á eftir. Ólafur lét þó undan og þrammaði út. Ingibjörg tifaði á eft- ir honum með líkið af barninu í fanginu. Ólafur leit hvað eftir annaö við. Hann var því feginn, að Ingibjörg fylgdi honum eftir og gerði sig ekkj líklega til neins óvenjulegs. Hann hét sjálfum sér því að brenna hús- iö einhvem daginn. Landnám Hungur-Jóhanns varð ' að hverfa úr sögunni, því að það var ekkj gott að hafa nágranna svo nærrj sér. Enginn skyldi setjast þarna að framar. Fjög- urra tíma gangur var í Akkafjall, en það var stutt leið, ef óhamingjan vofði yfir. XXV. Þegar Ingibjörg vaknaði, heyrði hún mannamál í næsta herbergi. Hún teygði sig og deplaði augunum upp í sólargeisl- ann, er lagði inn um gluggann til hennar. Henni var brenn- heitt, og hún ýtti gæruskinnunum ofan af sér. Síðan settist * hún upp. Jú — þarna voru fötin hennar! Ingibjörg lét fall- ast aftur á bak. Það var gott að liggja kyrr og njóta þess að vera meðal fólks. Hún hafði blotnað í gærkvöldi, og það veitti ekki af, að sigi úr fötum hennar. Hún heyrði ógreinilega samræður fólksins í hinu her- berginu. Hún reyndi ekki heldur að hlusta eftir þeim. Svefn- inn var að sigra hana aftur, er hurðinni var skyndilega hrundið upp. Móðir Árna kom inn með brauð og smjör og mjólk í könnu. Hún horfði rannsóknaraugum á Ingibjörgu. í gærkvöldi hafði hún ekki verið upp á marga fiska. Hún hafði varla komið ofan í sig nokkrum matarbita, og það hafði orðið að hjálpa henni úr fötunum. — Hvernig líður þér? Ingibjörg brosti. Hún hafði sofið vel um nóttina og ætí- aði nú að klæða sig. Gamla konan andmælti. Nei — hún gat legið kyrr í bólinu. Hún var ekki neinum til áma, og hún þurfti að hvíla sig vel og borða kjarngóðan mat. Hönd Ingibjargar titraði, er hún tók við mjólkurkönn- unni. Ef hún hefði haft ráð á mjólk í tæka tíð. Hún snökti ofurlítið, og gamla konan renndi hendinni yfir hárið á henni. Svona — ekki gráta. Það var sárt að missa börn, en vegir guðs voru stundum huldir mistri og þoku fyrir augum mann- anna. Það, sem okkur virðist illt, gat stundum snúizt upp í blessun. Og það var ekki gott að setja sig upp á móti sjálf- um guði og syrgja það, sem hann hafði látið fram koma, hversu þungbært sem það var. Það var, kannske sælla, að barnið dó, því að enginn vissi, hvað ella hefði borið því að höndum í lífinu. — Ég hafði ekki mjólk handa henni, sagði Ingibjörg. — Ekki var það þin sök. — Jú — ég er ekki hæf til þess að vera móðir. Gamla konan reyndi að hugga hana. Víst var hún hæf til þess að vera móðir. Hún máttf ekki krefjast of mikls af sjálfri sér. Ekki hafði hún sjálf mjólkað Árna, þegar hún átti hann. Aöeins fyrstu vikurnar. En svo varð hún þurr-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.