Tíminn - 09.08.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.08.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Eddubúsl Préttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Augiýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 9. ágúst 1951. 177 biað. Unnið að brunni á Jökulsá í Lóni í sumar hefir verið uhnið að brúargerð á Jökulsá í Lóni, og hefir aðstaða verið góð, því að þurrviðrasamt hefir verið og vatn í ánni með m'nnsta móti. Brúin á Jökulsá verður 247 metrar og því geysifnikið mannvirki. Gert er ráð fyrir, að brúarsmíðinni verði lok ð haustið 1952. Engin síldveiði nyrðra í gær Síldarskip þau, sem verið höfðu í höfn á Raufarhöfn eða leitað í var undir landi, fóru út í gær. Var þá tekiö að iygna, en sjór enn rismikill og varla bátaveður austur frá. Voru skipin einkum á Tjör- nesbanka og austan Langa- ness, en urðu ekkj sildar vör, svo að frétt r bærust af í gær- kvöldi. Þrátt fyrir þetta eru menn ekki úrkula vonar um, að stld sé enn fyrir Norðausturlandi, og komi upp, þegar sjó lægir. Aðrir óttast þó, að síldin sé gengin austur um og komin á haf út. Um allt vestursvæðið var ágætt veður í gær og lítil kvika, en síldarleitarflugvél- ar urðu hvergi síldar varir, þótt þær færu víða. Nokkur skip eru einnig á vestursvæðinu, og höfðu þau ekki orðið vör við neina síld 1 gærkvöldi, svo að kunnugt væri. Minningartafia um þjóðfundinn í dag verður afhjúpuð i menntaskólanum i Reykja- vík minningartafla um þjóð- ifundinn 1851, að forgöngu Reykvíkingafélagsins. Taflan er úr kopar, og verð ur fest upp við aðaldyr skól- ans. Athöfnin fer fram klukk- an hálf-þrjú. Hlaðafli af þorski við Norð-austurland Undanfarna daga hefir afli mjög glæðzt hjá línubátum í verstöðvum norðaustan lands, aðallega frá Húsavík til Norð fjarðar. Hafa bátarnir kom- ið drekkhlaðnir úr róðrum, og stundum orðið að tvíhlaða, eða fá aðra báta til hjálpar til að flytja aflann að landi. Virðist þorskaflinn hafa kom- ið í kjölfar síldargöngunnar fyr:'r Nörðausturlandi. Jón Sigurðsson mótmælir atferli Trampe greifa Þcssa »uynd hefir Gunnlaugur Blöndal listmálari gert cftir gamalli mynd af þjóðfundin- um, er Trampe greifi sleit honum 9. ágúst 1851. Trampe greifi er að ganga fram gólf ð í einkcnnisbúningi ogmeð hönd á sverði sánu. Farseti fundaríns, Pál! Melsteð, stendur við for- setaborðíð, albúinn að yfirgefa salinn. Jón Sigurðsson stendur við borðið hægra megin, styður á það annarri hönd, en kreppir hinn hnefann og ber fram mótmæli sin. Við borð- cndann situr Jón Guðmundsson og réttir fra n krepptan hnefa, en bak v:ð hann er Pélur Pétuisson, siðar biskup, með gleraugu. og séra Björn llahdórsson með dökkt skegg, en fremst og yzt til hægri Eggcrt Briem. ótrauður fylgisniaður Jóns Sigurðssonar. Næstur að bakj Jóns Sigurðssonar stendur séra Hannes Stephensen og við hlið hans séra Ilalldór Jónsson á Hofi, háðir meðal skeleggustu þjóðfundarmanna. Vinstra megin við Pál Melsteð amtmann, standandi, er Jósep Skaptason læ’inir, sem var meðal harðskeyttustu fylgis- manna Jóns S'gurðssonar. V öruskipta jöf nuð- urinn óhagstæður um 200 milj. kr. Samkvæmt yíirliti Hag- stofunnar um verðmæti inn- og útflutnings í júlímánuöi voru alls fluttar út vörur fyr- ir 21,01 millj. kr., en inn fyrir 52,75 millj. í þeim mánuði. Vöruskiptajöfnuðurinn varð bví óhagstæður um 41,73 millj.. [ júlí. Fyrstu sjö mánuði árs- ins eða til júliioka voru alls iluttar út vörur fyrir 302,7 .nillj. kr. en inn fyrir 504,2 nillj. kr. Þar af var andvirði skipa 71,7 millj. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því óhagstæð ur á þessu tímabili um 201,5 millj. kr. í júli í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 39,1 millj. en á fyrstu sjö mánuöum áx-sins þá óhagstæður um 142,4 millj. kr. en þá nam andvirði skipa að- eins 27,8 millj. kr. allt miðað við sama gengi og nú. í boðí AEberts Guð- mundssonar tiE Parísar Eins og lesendum Tímans er í fersku minni voru meðal þeirn, scm syntu tvö hundruð metrana í simdkeppninni íj sumar, Skúli Jensson Iögfrxeðingur, máttvana maéur, sem ekki getur risið úr sæti og auk þess nokkuð lamaður í hand- Icggjnm. Þegar Albert Guðmundsson knattspyrnumaður og Bryn- dís Jóhannsdóttir, kona hans, kömu hingað til lands í sum- ar, ljlttu þau Skúla, en Albert vann fyrr á árum um tíma í sundhöllinni í Reykjavík, og kynntist; þá Skúla, er kom þangað til sundæfinga. Bauð Albert íikúla nú að koma í heimsókn til sín i París á sinn kostnað. Heimboðið ítrekað. Er þau Albert og Bryndjs voi'u afcur farin til Frakk- lands, barst Skúla bréf frá þeim, þar sem boðið var itrek að. Varð það úr, að Skúli fór flugleiðis til London á þriðju- dag i síðastliðinni viku, og kom Albert þangað til móts við hann og fór með hann til Parísar. Dvaldi Skúli þar lxjá þeim hjónum í eina viku. Síð an fékk Albert honum aftur íslend'ng til fylgdar til Lond- on, en þaðan kom Skúli heim til Reykjavíkur flugleiðis á þriðjudaginn. Ógleymanleg för. Meðan Skúli dvaldi i París bjó hann heima hjá þeirn Al- bert og Bryndxsi, sem báru hann bókstaflega á höndum sér og sýndu honum allt það, sem tími vannst til að skoða i borginni þennan tíma. — Þessi íör hefir verið mér ógieymanieg, sagði Skúli við tíðindamann frá Tímanum í gær, og ég er þeim hjónunum ákaflega þakklátur fyrir alla elskusemi þeirra. Lvar Guðmundsson farinn til starfa hjá S.Þ. Þerrir um allt land í gær • í gær var þurrkur um allt land, en mjög kalt víða norð an lands. Víða norðan lands hafa verið óþurrkar upp á síðkast ið, svo að hey hafa ekki náðzt inn, en nú var hvar- vet.na heyþerrir, þótt mis- jafnlega góður væri. Er víða mikið hey úti, svo að sæmi- legan þerri þarf i nokkra daga, ef að haldi á að koma. Sunnan lands hefir hins vegar verið hið fegursta veð ur undanfarna daga, þótt sums staðar hafi gert skúra dembur suma daga, og yfir- leitt hefir verið ágæt hey- skapartið á Suðurlandi og Vesturlandi. Næturfrost í Mosfellsdal í fyrxinótt var frost á slétt lendinu í Mosfellsdal, svo að kartöflugrös héngu slöpp og dauðaleg um morguninn, þar sem ekki er velgja í jörðu. Mosfellsdal mun vera nokk uð hætt við næturfrostum, því að dalurinn lokast að framan, svo að kalda loftiö safnast fyrir og nær ekki að streyma fram. Mun frostsins því ekki hafa gætt í brekk- um eða þar sem hærra bar, heldur aðeins niðri á jafnlend inu. Ekjki hefir Timinn heldur haft fregnir af næturfrosti annars staðar hér í nágrenn- inu. — Þrýstiloftsflugvélar flugu yfir Reykjavík í gær- morgyn. Komu flugvélar þess- ar til Keflavikur i fyrrakvöld á leið til meginlands frá Vestur heimi. J.var Guðmundsson. sem nú hc£ir Iátið af fréttaritstjórn Morgunblaðsins, fór vestur um haf, ásamt Þórhildi konu sinn:, í gær. Vestra tckur hann við starfi hjá S.Þ. ívari fylgja að heiman árn- aðaróskir islcnzkra blaða- inánna, sem eiga honum að þakka góða samvinnu og Órengskap í hvivetna, svo að þar hefir cngan skugga á bor ið, frá því bíaðamannsferill hans háfst fyrir me'ra en hálfum öðrum áratug. Blaðamannafélag íslands hélt honum samsæti síðastlið- inn laugardag, þar sem hann var kvaddur af þeim blaða- mönnuni. scm kost áttu að sækja héfið, en lluttar kvcðj- ur hinna, scm íjaivcrandi voru. Vörubifreið fellur af Víðidalsárbrú ESItfreiðarsíjórimi .slapp émeiddnr Frá fréttaritara Tímans á Blönduósi. í gærdag rakst stór vörubifreið úr Mosfellssveit, G-202, á haudriðsstélpa á brúnnj á Víðidalsá. Braut hún hálft riðið af briinni öðru megin og fcll í ána, en bílstjórinn, sem var e'nn í biíreiðinni, komst heill á húfi úr biíreiðinni í ánni. Margra mannhæða fall. Bífreið þessi var að flytja átta smálestir af olium til Saúðárkróks, og var olían í tunnum á palli þifreiðarinn- ar. Brúin á Viðidalsá er há, og mun fallið hafa verið um fjórar mannhæðir. Tvistruð- ust oliutunnurnar af bifreið- inni í ána og flutu burt með straumnum. Komst hjálparlaust út. Áætlunarbifreið frá I^oróur leiðum, ejr Ásgeir GísJason (Fraxnhald á 2. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.