Tíminn - 09.08.1951, Síða 4
4.
177 b!að.
TÍMINN, fimmtudaginn 9. ágúst 1951.
Ef Tíminn hefði komið út fyrir 100 árum:
Konungsfulltrúi slítur þjóö-
fundinum öllum að óvörum
Jón Sif{ur3fss«ii Oií flestlr þjólffiindarmenn
mótmæla gerra»ðiini og áskilja sér rétt til
þess að klasfa fvrir konnnái
Konungsfulltrúi, Trampe greifi stiftamtmaður, framdi í
dag það gerræðisverk að slíta þjóðfundinum, öllum að óvör-
um, áður en lokið er þeim vérkefnum, sem fundinum voru
ætluð. Þjóðfundarmenn, með Jón Sigurðsson fremstan í
flokki, mótmæltu þegar þessum aðförum konungsfulltrúans,
og sátu síðar um daginn fund í klúbbnum, þar sem samið
var mótmælabréf til forseta fundarins, Páls Melsteðs amt-
manns og undirritað af 33 fundarmönnum.
Forseti fundarins hafði i
gær boðað fund um hádegið
í dag og komu fundarmenn
allir á tilsettum tíma í alþing
issalinn í lærða skólanum.
Sagði forsetinn fundinn sett
an, og var síðan gerðabók síð
asta fundar lesin upp og sam-
þykkt.
Konungsfulltrúi slítur
fundinum.
Að svo búnu reis á fætur
konungsfulltrúinn, Trampe
stiftamtmaður, sem í gær
háfði verið boðað, að hann
myndi skýra fundinum frá ein
hverju, er ekki var frekar sagt
hvað væri. Er skemmst af því
að segja, að konungsfulltrú-
inn lýsti því yfir í konungs-
nafni, að fundinum væri slit
ið, og skírskotaði til þess
myndugleika, er konungur
hefði gefið sér til slíks. Kem-
ur þessi boðskapur eins og
reiðarslag yfir alla.
Hör$ mótmæli þjóð-
fundarins.
Þegar konungsfulltrúi var
að Ijúka ræðu sinni, greip
Jón Sigurðsson fram I fyrir
honum og spurði, hvort.
hann mætti kveðja sér
hljóðs til þess að forsvara
gerðir þingsins og nefndar-
innar, sem fjallaði um stjórn
skipunarfrumvörpin. Forseti
fundarins neitaði þessu óð-
ar, og konungsfulltrúi flýtti
sér að slíta fundinum.
En þá spratt Jón Sigurðs- [
son jafnskjótt úr sæti sínu
og mælti hátt og snjallt:
Þá mótmæli ég þessari að-
ferð. Þegar konungsfulltrúi
ítrekaði það, að hann hefði
í konungs nafni lýst fundi'
slitið, sagði Jón Sigurðs-
son enn: Og ég mótmæli í
naíni konungs og þjóðarinn-
ar þessari affferð, og ég á-
ski! mér rétt til þess að
klaga til konungs yfir lög-
leysu þeirri, sem hér er
höfð í frammi.
Risu þá aðrir þingmenn
úr sætum sínum og tóku
undir orð Jóns Sigurðsson-
ar og sögðu: Vér mótmælum
allir. Varð þá hark mikið f
salnum, en konungsfulltrúi
og forseti fundarins gengu
brott.
Hermenn á ferð I bænum.
í morgun höfðu menn
veitt því eftirtekt, að hinir
dönsku hermenn, sem hing
að komu í byrjun þjóðfund-
arins, voru venju fremur fjöl
mennir í bænum, og stóðu í
dag fylktu liði fyrir neðan
lærða skólann, þar sem fund-
urinn starfaði. Verður slíkt
atferli í námunda við lærða
skólann, þar sem kjörnir full
trúar þjóðarinnar eru saman
komnir, að teljast bein ógn-
un.
Fyrirspurn, sem áður hefir
komið fram um það á fundin
um, hvernig standi á komu
hermannanna hingað, eftir
hvers skipun eða ráðstöfun
þeir séu komnir og hve lengi
þeir eigi að vera hér, svar-
aði konugsfulltrúi með því
einu ,að það kæmi fundar-
mönnum ekki við.
Röksemdir konungs-
fulltrúans.
Ástæður þær, sem konungs
fulltrúinn færði fyrir gerræö
isverki sínu í dag, er hann
sagði fundinum slitið, voru
einkum þær, að fundurinn hef
ir nú staðið í fimm vikur, og
þess vegna sé kominn sá timi,
sem hann hefði áður ákvarð-
að, að nægja skyldi fundin-
um til starfa. Það sé fundin-
um að kenna, að ekki hafi
lokið því ætlunarverki að ræða
og segja álit sitt um þau þrjú
mál, sem konungsfulltrúinn
hefir fyrir hann lagt. Aðeins
einu sé lokið, ekkert nefndar
álit komið um annað, en tvö
nefndaráli^ um hið þriðja,
stöðu íslands í ríkinu. Það
þessara tveggja nefndarálita,
sem komið er frá meirihluta
nefndarinnar og er i sam-
ræmi viö vilja og óskir yfir-
gnæfandi meirihluta þjóð-
fundarmanna og þjóðarinnar
yfirleitt, sagði konungsfull-,
trúi, að væri þannig úr garði!
gert, að fundurinn hafi ekki
„nokkra heimild“ til þess að
taka það til umræðu. Máli
þessu geti því ekki orðið frek
ar framgengt, og því slíti
hann fundinum til þess að
forða landinu frá að bera
meirl útgjöld til einskis gagns.
Hin raunverulega
ástæða.
Hin raunverulega ástæða
til þess, að konungsfulltrúi
hefir slitið fundinum og svipt
fundarmenn því umboði. sem
þeir hafa öðlazt við lögmætar
kosningar í landinu, sam-
kvæmt tilskipun sjálfs kon-
■ungsins, er þó sú, sem hann
tæpti á, að hið nýja frum-
varp til stjórnskipunarlaga,
sem meirihluta nefndarinnar,
er um það mál fjallaði, hefir
samið, er gætt þeim frjáls-
ræðisanda, sem ekki hefir
fundið náð fyrir augum kon-
ungsfulltrúans. Þar er gert
ráð fyrir, að konungur skuli
setja íslenzkan ráðgjafa, er
hafi á hendi æðstu stjórnar-
athöfn í landinu sjálfu og
beri ábyrgð fyrir alþingi og
í dag eru eitt hundrað
ár liðin frá því, er Trampe
greifi sleit þjóðfundinum,
sem átti að fjalla um
stjcrnskipunarlög handa
íslendingum.
Ef Tíminn hefði komið
út þá með svipuðu sniöt
og nú, hefði hann sagt frá
þessum atburðum í kvöld-
útgáfu eitthvað á þá leið,
sem gert er í frásögn þeirri,
sem hér birtist.
konungi, en í Kaupmanna-
höfn sé erindreki við 'hlið
konungs. Stjórnarvald sé
greint í þrent — löggjafar-
vald, framkvæmdavald og
dómsvald. Fái alþingi löggjaf
arvald og sé skipað 30 þing-
mönnum, öllum þjóðkjörnum.
Vilja gera ísland að
dönsku amti.
FrumVarp það til stjórn-
skipunarlaga, sem konungs-
fulltrúinn lagði fram, var
hins vegar þannig úr garði
gert, að fáir myndu hafa trú
að því, að íslendingum yrði
svo litill hlutur ætlaður.Mark
mið þess er innlimun íslands,
og samkvæmt fyrstu grein
þess áttu grundvallarlög
Dána að gilda óbreytt á ís-
landi. Af öllum* þjóðfuhdar-
mönnum eru aðeins örfáir,
sem getá aðhyllzt slík boð,
og þá helzt þeir, embættis-
mannanna, sem handgengn-
astir eru dönskum stjórnar-
völdum, Páll Melsteð amtmað
ur, Þórður Sveinbjörnsson kon
ferensráð, Þórður Jónassen
assessor, Pétur Pétursson pró
fessor og Helgi G. Thordarsen
biskup.
Forvígismenn þjóðfrelsis-
baráttunnar.
Forvígismenn hinna
frjálslyndari manna i þess-
ari baráttu hafa vecið Jón
Sigurðsson, Jón Guðmunds-
son sýslumaður, Kristján
Kristjánsson landfógeti og
Ralldór Jónsson pröfastur,
sem þó er einn hinna konung
kjörnu fundarmanna. Bak
við þá mun þjóðin fyikja sér.
Stefnan er mörkuð.
Jón Sigurðsson markaði
stefnu íslendinga í stjálf-
stjórnarmálinu i Nýjum fé-
lagsritum 1848, og þjóðin hef
ir sjálf lýst vilja sínum á Þing
vallafundum og í bænar-
skrám, sem undirritaðar hafa
verið af þúsundum manna úr
flestum sýslum landsins og
sendar konungi.
Á Þingvallafundinum í
fyrra var það skýrt tekin fram
sú skoðun frjálshuga íslend-
inga, að þeir eru þjóð sér í
lagi með fullu þjóðerni og
þjóðarréttindum samkvæmt
hinum forna sáttmála feðra
vorra við Noregskonung, og
ísland því hvorki partur úr
Danmörku, né nýlenda, né
tekið herskildi.
Þessu viðhorfi breytir eigi,
þótt Trampe stiftamtmaður
hafi í ár talið ólögmæta
fundi, sem íslendingar hafa
haldið um málefni s'ín og
bannað að prenta í prent-
smiðju landsins héraðsálitin.
Brynjólfur Guðmundsson
sendir eftirfarandi greinarkorn
vegna skrifa R.H. hér í bað-
stofunni um verkíall Mjölnis:
Tveir mánuðir eru nú liðnir,
síðan ég bað hæstvirtan for-
mann vörubílstjórafélagsins
Mjölnis að gera grein fyrir gjörð
um sínum. Er ég nú orðinn úr-
kula vonar um, að formaður-
inn láti til sín heyra, og mun
það engan undra. Ekki hefir
þó öllum orðið jafn svarafátt
og honum, því að þann 25. júlí
ritar Err Há í baðstofuhjal Tím
ans og tekur þar upp hanzk-
ann -fyrir formann. Að því er
R. H. segir sjálfur, er honum
þetta þvert um geð, en hann ger
ir það vegna þess „að „enginn
hefir séð ástæðu til að svara
Brynjclfi, þrátt fyrir ósk hans.“
Þessi enginn mun vera Sigurð-
ur Ingvarsson; aðra spurði ég
ekki neins í sambandi við þetta
mál. Hins vegar er mér ljúft
að taka við svari frá þessum
ónafngreinda „hlutlausa áhorf
anda“ (sérstaklega þar sem
hann virðist vera í Mjölni).
Það sem R.H. hefir fram að
færa, er í stuttu máli þetta:
Stjórn Mjölnis stöðvaði ekki
vegabætur í Ölfusi og beitti
engan ofbeldi, heldur benti hún
þeim, sem við veginn unnu. náð
arsamlegast á það, að „sam-
kvæmt ákvörðun ábyrgra aðila
í Mjölni, ættu þessir menn ekki
kost á inngöngu í bílstjórafé-
lag eftirleiðis, ef þc-ir ekki
hættu vinnu þá þegar.“ R.H.
finnst sýnilega ekkert athuga-
vert við það, þótt menn þurfi
að fara eftir ákvörðunum fé-
lags, sem þeir eru ekki meðlim-
ir í, eða sæta afarkostum ella.
Mér finnst slíkt hins vegar
fyrsta flokks ofbeldf, og hygg
ég, að flestir séu mér þar sam-
dóma.
En svo bætir R.H. við, svona
til áréttingar: „Það má taka
fram í þessu sambandi, að bænd
ur eru yfirleitt ekki í stéttarfé-
lögum (t.d. bílstjórafél.), svo að
þetta kom ekki að sök.“ Hvaðan
kemur R.H. sú vizka, að þeir,
sem þarna unnu muni aldrei
ganga í bílstjórafélag? Og hafi
hótunin „ekki komið að sök“,
hvers vegna var þá hætt við
vegabæturnar? En R.H. er ekki
á flæðiskeri staddur: „Eftir sem
áður gátu bændur, kærðu þeir
sig um, keyrt mölina á hest-
vögnum afskiptalaust." Hvílík
fádæma hugulsemi! Svo finnst
R.H. það allt í lagi, þótt mjólk-
urflutningar stöðvist: „Enga
þýðingu hafði að flytja mjólk-
ina suður, þar sem afgreiðslu
mjólkur var hætt þar.“ Þetta
er örlítill misskilningur hjá R.H.
Reynt var að flytja mjólk bæði
til Mjólkurbús Flóamanna og
til Reykjavíkur eftir að Mjölnir
hóf verkfallið og stöðvaði bæt-
ur á vegum, enda var afgreiðslu
verkfallið mjög skammvinnt.
Eins og gefur að skilja minn-
ist R.H. ekki einu orði á áburð
arflutninginn. Fjöldi bænda gat
ekki náð í áburð vegna ófærðar.
Þeir hafa líklega ekki haft slíka
tröllatrú á hestvögnum og R.H.
Enn segir R.H., að stjórnar-
meðlimur, sem ekki sagði til
nafns síns á dögunum, hafi ekkl
verið eins hégómagjarn og ég.
Ég er R.H. alveg samdóma, en
get þó huggað mig við það,
að hinir stjórnarmeðlimlrnir
séu þá ekki síður hégómagjarn-
ir en ég.
Að lokum þakka ég hlutlaus-
um áhorfandanum gott boð um
utskýringar, en ég held, að hanrt
gæti alveg eins sparað sér ó-
makið. Það eina, sem mér væri
forvitni á að sjá. eru lög Mjöin-
is, sérstaklega sá kafli, sem
fjallar um utanfélagsmenn. Tel
ég svo með öllu þýðingarlaust
að rita meira um þetta mál.
Fleira verður ekki rætt í bað-
stofunni í dag.
Starkaður.
Ryðvarna- og
ryðhreinsunarefni
getur verndað eigur yðar, hús, vélar, skip
bíla, áhöld og öll mannvirki, gegn eyði-
leggingu ryðsins.
Fæst á öllum verzlunarstöðum landsins.
►♦♦♦♦♦♦
’.V/AW.V.SV.V.V.V.V,
I
Flóra
:■ er hragðgóð, ljííffeng «t* bætiefnarik j;
HERÐUBREIÐ
Sími 2678
í
/.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v
GERIST ASKRIFENDIJR AD
TIMANUM. - ASKRIFTASIMI 2323.