Tíminn - 09.08.1951, Side 5

Tíminn - 09.08.1951, Side 5
377. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 9. ágúst 1951. 'imim Fimmtud. 9. ágúst Hinn „eindregni stnðningur Mbl. við landbúnaðinn" Það er kjökurhreimur i leið arahöfundi Morgunblaðsins í gær yfir því, að Tíminn skuli hafa leyft sér það undanfarna daga að gera ofurlítinn sam- anburð á orðum og gerðum Sjálfstæðismanna í landbún- aðarmálum. Blaðið undrast það, að Tíminn skuli ekki fagna fagurgala og hræsni- orðum ritstjóra Morgunblaðs ins um vináttu í garð bænda stéttarinnar og framfarabar- áttu Sjálfstæðismanna í lánd búaðarmálum. Blaðið talar um það af vandlætingu, að Tíminn skuli ekki fagna þess um „eindregna stuðningi Morgunblaðsins" við landbún aðinn, svo að notuð séu þess eigin orð. En Morgúnblaðsritstjórinn veit betur en hann lætur. Hann veit það eins vel og Tim inn og íslenzkir bæ'ndur, að loforð, sem eru svikin, og fag urgali, sem á sér engan vilja, er verri en ómælt orö. Loforð án efnda eru verri viðureign- ar en hrein og bein andstaða, en slíkur hefir „stuðningur“ Morgunblaðsins við landbún- aðinn löngum verið. Það er betra að þegja en mæla ómerk orð, og Morgunblaðið hefði á- reilanlega þjónað málstað Jandbúnaðarins betur með því að láta ósagt flest af því, sem það hefir látið frá sér fara á þeim vettvangi. Það þarf Jieldur ekki djúþt að grafa til gulls í þessuni síðustu lofsöngsskrifum Morg unblaðsins um framfarirnar í íslenzkum landbúnaði sið- ustu árin til þess að hver mað ur sjái, að þau eiga rsetur sín ar að rekja til antiarra hvata en þjónustu og vinsemdar við málstað landbúnaðarins. Þeg ar fagurgalafroðan er blás- in af, kemur kjarninn í ljós, og hann er þessi: Á sumar- leyfisferðum sínum um hér- uð landsins hefir ritstjórinn séð af ýmsum „heiðarbrún- um“, hve stórstígar framfar- ir hafa átt sér stað víða í sveitum landsins hin síðustu missiri Og ár. Hann hefir séð reisulegar nýbyggingar, verks ummerki stórvirkra fram- ræsluvéla, landbrot jarðýt- anna og fagrar nýræktir. Og hann undrast, því að þetta kemur honum alveg á óvart, enda veit hann, að hann og nánustu samstarfsmenn hans hafa alls ekki til slíks stofn- að. En honum verður ljós önnur staðreynd um leið, og hún er sú, að bændastéttin bindur trú sina og framtíðar vonir við þessar framfarir og býst til enn stærri átaka, og eigi hann og flokkur hans að eiga nokkra von um tiltrú fólksins í landinu, verður hann um fram allt að telja mönnum trú um, að hann, blað hans og Sjálfstæðisflokk urinn hafi ætíð barizt fyrir þessum umbótum, styrkt bændur til átaka, veitt hverju framfaramáli landbúnaðar- ins lið, og þessum aðilum sé þetta allt saman fyrst og fremst að þakka. Undir því að þetta takist eru pólitískar ERLENT YFIRLIT: alan sjómaður - fraondi dr. Malan sá stjórnmálamaðeir S.-Afríku. scm mcstur styr stcndnr nsn Mjög eru skiptar skoðanir um það, hver áhrif þátttaka í styrj öld hefir á manninn. Sumir halda þvi fram, að værukærir og hugsjónasnauðir smáborgar ar öðlist við það manndóm, að standa augliti til auglits við dauðann. Aðrir, að maðurinn glati því, er áður greindi hann frá óargadýrinu, með því að drepa meðbræður sína á víg- velli. Og enn aðrir segja, að þeir, sem einu sinni hafi bar- izt í styrjöld, verði alla tíð það- an í frá friðlausir förumenn, er stöðugt harmi horfna dýrðar- daga á vígvellinum. Vitanlega getur allt þetta skeð, eða ekkert af því. Á hinn bóginn mun það fremur sjald- gæft, að þátttaka í styrjöld breyti hversdagslegum og hugs- unarlausum manni í ákveðinn og skeleggan baráttumann á sviði stjórnmálanna. En þann- ig gjörbreytti styrjöldin Adolf Gysbert Malan höfuðsmanni, sem nú er leiðtogi samtaka upp gjafahermanna, sem berjast ötullega gegn stjórn dr. Malans í Suður-Afríku. Malan er 41 árs að aldri. Móð ir hans var brezk, faðir hans1 franskur í aðra ætt, hollenzkur J í hina. Malan hefir alltaí ver- ( ið hreykinn ,af ætterni sínu.1 „Frakkar eru tækifærissinnar“, segir hann. „Hollendingar eru kraftmiklir og þolgóðir og Bret- ar eru hugrakkastá þjóð verald- ar.“ Er Malan var 13 ára gamail, gerðist hann sjómaður og /ar það til 25 ára aldurs. Var hann þá orðinn fyrsti stýrimaður. En árið 1936 sannfærði einn af skipsfélögum hans hann um að það væri engin framtíð á sjón- um, og gekk Malan þá í brezka flugherinn. Önnur ástæða til bos að hann gerðist flugmaður var sú, að um þetta leyti kvænt ist hann enskri stúlku. — Þegar heimsstyrjöldin síðari braust ut var hann 29 ára gamall, og fær í ílestan sjó sem flugmaður. Hann reyndi fyrstu Spitfire- íiugvélina, sem kom frá verk- smiðjunni. Og í flugvélum af þeirri gerð vann hann sér mesta frægð í Dunkerque og í orust- unni urn Bretland. Hann heíir verið kallaður bezti orustuflug maður þeirra, sem fljúga að degi til, og lengi framan af í styriöldinni átti hann metið í því að skjóta niöur flestar o- vinaflugvélar. Honum hefir ver ið lýst svo sem orustuflug- manni, að hann væri kaldriíj- aður og svifist einskis. er á hólminn-væri komið. — Um líf orustuflugmannsins segir haun sjálfur: „Ég veit ekki livort verra er, að vera stöðugt leiður, eða stöðugt hræddur. En sá sem ekki verður hræddur, hann á ekki langt líf fyrir höndum“. Fyrsta reynslufluginu iýsir hann á þessa leið: „Að fara með Spitfire-vélina upp í sept- ember 1940, það var eins og að ganga inn í dimmt herbergi, þar sem ekkert er iinú nema oiiál- at ur maður, vopr.aður hnífi “ Margar kynjasögur voru sagð ár af hetjudáðum Malans á styrjaldarárunum, sumar sann ar, aðrar ekki. Hann var sæmd ur fjölmörgum heiðursmerkj- uni og smám saman voru hon- um falin ýms veigameiri trún- aðaistörf, en títt var um flug- hetjur. Hann stjórnaði hinni frægu Biggin Hill flugstöð, var oftsinnis sendur til Bandaríkj- anna og i „Wings for Victory“ herferðinni 1943, lét hann mikið að sér kveða. í því tilefni flutti hann útvarpsræðu og beindi máli sínu til Sameinuðu þjóð- anna og skoraði á samtökiH að gæta hagsmuna orustuílug- manna í framtíðinni. Það sem í raun réttri grund- völlurinn að starfi Malans ejt ir styrjöldina er hin dæma- lausa tryggð hans við upp- gjafahermennina og málefni þeirra. Nokkur þúsund af íbú- um Suður-Afríku létu lífið í styrjöldinni. Þeir sem héldu lífi og limum og sneru heim að styrjöldinni lokinni, fengu marg ir hverjir ekkert annað en van- þakklæti fyrir baráttu sína á vígvellinum. Malan var hins vegar heppinn. Hann fékk at- vinnu hjá sir Ernest Oppen- heimer er reyndist Malan cinn ig traustur vinur. — Sir Oppen- heimer er eigandi stórfyrirtækis ins Anglo-American Corpora- tion, eða ensk-ameríska féiags- ins, og hefir orð fyrir að vera mjög frjálslyndur. Andstæðing- ar Malans sjómanns, eins og hann er oftast nefndur, úr flokki þjóðernissinna, segja að hann sé leiguþý Oppenheimers ljólskyldunnar, en slíkt er vitj anlega fáránleg fjarstæða. Á MALAN hinn bóginn mun hann hafa orð ið fyrir áhrifum af mannúðar- hugsjonum Oppenheimers I dag er Malan sá maður, er mest ber á og mestur styr stend ur um af öllum stjórnmála- mönnum Suður-Afríkii. Sumir sem mjög eru andvigir hernaði, kynfiu ef til vill að ætla það cðlilegast, að starf Malans sem omstuflugmanns r.efði geit hann að fasista, eða a. m. k. skip (að honum i flokk lengst til 1 hægri. Og satt er það, að Malan er harður í horn að taka, þolir lítt hvers konar andstöðu og er | ákaflega óvæginn í orðum um | andstæðinga sína. En eins og málum er nú háttað, þá lítur Malan fyrst og fremst svo á, að núverandi barátta hans sé ekk j ert annað en beint áframhald . af þeirri baráttu, er hann og félagar hans háðu á árunum 1939 til 1945 gegn fasismanum. Þjóðernissinnar náðu völd- um í Suður-Afríku 1948, en í i þeim flokki voru fyrst og fremst j ménn, sem voru andstæðingar Breta og börðust gegn því með j oddi og egg að Suður-Afríka “■gerðist aðili að heimsstyrjö’d- inni síðari og litu á sjálfboða- liðana sem föðurlandssvikara, ! eða því sem næst. — Ef til vill j var það óhjákvæmilegt, að í odda skærist með Malan og stjórn þeirri, er frændi hans og nafni. dr. Malan, veilti forstöðu, ! vegna ástar Malans sjómanns á ‘ 'Crctlandi, sem hánn barðist fyr i lr, og tryggðar hans við félaga 1 s*he á vígveliinum. Fr hann hec ir ekkí einskorðað baráttu sína 5. „Vér mótmæl- um all§r“ í dag eru 100 ár síðan þjóð fundinum fræga var slitið. Þá risu öldurnar hátt í vakn- andi þjóðlífi íslendinga. Enn ornar það okkur um hjarta- ræturnar að lesa frásögn frá fundinum og fundarslitun- um. Þegar fundarmenn vildú ekki sinna tillögum konungs- fulltrúa, en sömdu nýjar og hugðust ræða þær, sleit full- trúinn fundinum og var Jóni Sigurðssyni neitað um orðið. En þegar fulltrúinn endurtók, að hann hefði slitið fundin- um í nafni konungs, svaraði Jón Sigurðsson samstundis: „Og ég mótmæli í nafni kon ungs og þjóðarinnar þess- ari aðferð og ég áskil þing- inu rétt til að klaga til kon- ungs .vors yfir lögleysú þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ En samstundis og Jón Sig- urðsson hafði þetta mælt, risu nálega allir þingfulltrú- ar úr sætum sínum og sögðu einum rómi: „Vér mótmælum allir.“ Hér var ekkert kotungssvip mót á. Menn voru heilir, ein- huga og djarfir. Enda hefir þetta augnablik yljað mörg- um æskumanninum um hjartaræturnar síðastliðin við að heimta rétt uppgjafaher raanna, hún er orðin miklu við- lækari. Ástæðan til þess, að Malan hóf fyrst stjórnmálabaráttu sína var frumvarp stjórnarinn- ar, er svipti kynblendiflgá Suð- I ur-Afríku koshingarétti, eða því i (Framhald á 6. síðu) framtíðarvonir Sjálfstæðis- flokksins komnar. Og nú þarf skjótra ráða við. Ritstjórinn hraðar sér heim, sezt við skrifborðið og byrjar lofsöng sinn um það, sem hann sá af heiðarbrúninni, og hann geng ur feti framar en freistarinn forðum. Hann segir ekki, „allt þetta skal ég gefa þér ef....“ heldur „allt þetta hef ég gef- ið þér“. í hinum athyglisverða leið ara Morgunblaðsins I gær seg ir svo i miðri greininni: „Sjálfstæðisfljokkurinn hefir að vísu jafnan verið eindrég- Inn stuðningsflokkur stórra átaka 1 málum landbúnaðar- ins. Þegar flokkurinn hafði forystu um stjórnarmyndun árin 1944—1947 var sú sókn fyrir fullkomnari búnaðarhátt um, sem nú stendur yfir, haf ih. Þá var lagður grundvöll- ur að aukinni lánastarfsemi í þágu byggingaframkvæmda í sveitum landsins, aukinni ræktun, stórfelldum vélakaup um og innflutningi nýtísku tækja“. Já, allt þetta hef ég gefið þér, segir Sjálfstæðisflokkur- inn, en staðreyndirnar tala öðru máli. Saga þessara ára, nýsköpunaráranna svonefndu er lærdómsrík fyrir bændur. Þótt ekki sé hægt að rekja hana hér, má þó minna á nokkar staðreyndir. Á þinginu 1945 hafði milli- þinganefnd í raforkumálum lokið að semja frumvarp til raforkulaga, en ríkisstjórn- in lá á málinu marga mán- uði og virtist ætla að svæfa það með öllu, svo að nokkrir nefndarmanna sáu loks ekki annað fært en að bera frum- varpið sjálfir fram, og höfðu Framsóknarmenn forgöngu um það. Þannig snerist stjórn in þá við þessu mikilvægasta nýsköpunarmáli íslenzks land búnaðar. Jarðræktarlagafrum varpið, sem miðaði að því að komu öllum heyfeng lands- manna á ræktað land á tíu árum var einnig svæft, og frumvarþið um áburðarverk smiðju drepið með dagskrár- tillögu. Á sama tíma eyddi stjórnin 1200 milj. kr. í er- lendum gjaldeyri, að mestu í óhófsbruðl en nokkru í upp- byggingu sjávarútvegsins en éngu til handa landbúilaðin- um. Um leið og þessi hags- munamál landbúnaðarins voru drepin, var Morgunblað ið látið ráðast að Búnaðarfé- lagi íslands með hótunum og dylgjum fyrir baráttu þess í þessum málum. Morgunblaðið veit að i tíð nýsköpunarstjórnarinnar var landbúnaðurinn alger horn- reka af þvi að þá áttu Sjálf- st.m. kost á því að sýna hon- um „vináttu“ sína og „ein- dreginn stuðning“. Það var ekki fyrr en við tilkomu Fram sóknarmanna í núverandi stjórn, sem hinum mestu hagsmunamálum landbúnað- arins var komið í höfn, svo sem aflað nægilegs vélakosts til ræktunarsambandanna og tryggð bygging áburðarverk- smiðju. Nú eru afrek bænda í krafti hinna hýju jarðræktarvéla tekin að sjást „af heiðarbrún inni“ og jafnframt sér rit- stjóri Morgunblaðsins, að líf Sjálfstæðisflokksins liggur við, að honum takist að telja fólki trú um, að þetta sé allt saman „eindregnum stuðn- ingi“ SjálfStæðisflokksins áð þakka, og það er ofur skiljan legt. j 100 ár. Og sé réttilega á hald , ið, á það eftir að gera það enn betur á ókomnum tím- um. Jafnframt því sem hver kynslóð sækir fram á leið, verður förin greiðust og ör- uggust með því að standa föstum fótum í minningu stærstu viðburða sögunnar. Og sjaldan reis öldufaldur- inn betur eða forfeðurnir hug 1 þekkari en á þjóðfundinum. Nútíma höfundum hættir oft til að leiða fram á sjónar- sviðið sem fulltrúa .liðinna alda, tötrum klædda, hálf- volaða menn. Eru margar myndirnar gersneiddar mann dómi, en smæðinni, kotungs- 1 skapnum og ömurleikanum |iýst svo kyrfilega, að nú- tímamenn neyðast til að , hugsa með sjálfum sér: „Hvað I ég má þakka fyrir að vera ekki eins og þetta fólk.“ En það er sannarlega ekki þörf á aö halda sig við hið lág kúrulega, vesæla og smáa. Á 1 öllum tímum lifði manndóm- ur, fésta og einbeittni. Því ! var það, að þegar Jón Sigurðs j son um og eftir 1840 tók að vekja menn til umhugsunar um hvar þjóðin væri stödd, hvað bæri að gera og hvað að forðast, mætti hann góð- um skilningi og einbeittum stuðningi hjá fjölda manna. Þetta kemur e.t.v. aldrei bet ur fram en á þjóðfundinum 1851. Múnn gengu ótrauðir gegn kóhungsfulltrúanum og vaidi konungs, sem var þó mikið á þeim tímum, en fylkja sér undir merki Jóns Sigurðssonar og segja einum rómi: Vér mótmælum allir. Þessi 100 ára gamli viðburí ur er okkur íslendingum dýr- mæt eign. En er ekki hægt með nútíma tækni að brenna hann enn betur inn í þjóð- arvitund nútímans, en gert er? Blaðamannafélag íslands gerði viröingarverða tilraun til þess á páskunum síðustu. En er ekki hægt að sýna þjóð fundinn í þjóðleikhúsinu? Þar væri samboðið verk- efni fyrir .þjóðleikhús ís- lendinga. B.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.