Tíminn - 09.08.1951, Page 6
TÍMIXX, fimmtudaginn 9. ágúst 1951.
177 blað.
í Surender dear
Mjög skemmtileg amerísk
dans- og söngvamynd, með
vinsælustö dægurlagakynn-
irum bandaríska útvarpsins.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
Bið að heilsa
Brodway
(Give My Regards to
Broadway)
Bráðskemmtileg ný amer-
ísk mynd með músik, lífi og
litum.
Aðalhlutverk:
Dan Dailey,
Nancy Guild,
Charles Winninger.
Sýnd kl. 5, 7 og 9,
Af turgöngurnar
Allra tíma skemmilegasta
Abbott og Costello mynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
BÆJARBÍÓ
HAFNARFIRÐI
í djúpum dal
(Deep Valley)
Mjög spennandi og vel
leikin ný amerísk kvikmynd.
Ida Lupino,
Dane Clark,
Wayne Morris.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
ifunið
að
greiða
blaðgjaldið
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Síml 5833.
Heima: Vitastíg 14.
JrnuAjiuujJoéUuruiA mtu SeJtaJO
C'Ccu/ela^ufiyá
►♦♦♦•♦♦•yvy
Höfum efnl til raflagna,
Raflagnir í minni og
stæri hús.
Gerum við straujárn og
önnur heimiiistæki
Raftækjaverzlunin
LJÓS & HITI H. F.
Laugaveg 79. — Síml 5184.
Austurbæjarbíó
A nspturklúbhtiuni
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TJARNARBÍÓ
Ástir ojí' afhrot
(So evil m.v love)
Afarspennandi og vel leikin
amerísk mynd. byggð á sönn
um atburðum er áttu sér
stað í Bretlandi 1866.
Aðalhlutverk:
Ann Todd.
Bönnuð börnum.
Sýndukl. 5. 7 og 9
GAMLA BÍÓ
Dóttir miljóna-
mserin$iNÍns
(B. T.’s Daughter)
Áhrifamikii ný amerísk
kvikmynd gerð eftir metsölu
skáldsögu John B. Marqu-
ands.
Barbara Stanwyck.
Van Heflin
Richard Hart.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Litkvikmynd Hal Linkers
ISLAND
Sýnd kl. 7.
HAFNARBÍÓ
I æfintýraleit
(Over the Moon)
íburðarmikil og skemmti-
leg kvikmynd í eðlilegum lit-
um.
Rex Harrison,
Merle Oberon.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Itósiu rjóð
(Specter of the Rose)
Spennandi amerísk örlaga
og draumamynd.
Judith Anderson.
Viola Essen,
Ivan Kirov.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12
ára.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
SamvinnutrygginsuaA
Erlent yfirll*
(Framhald aí 5 síðu./
sem næst. A hinn bóginn hef-
ir lítið verið minnzt á blökku-
menn eða kynbféndinga í ræð-
um þeim, sem flúttar hafa ver-
ið af Malan og félögum hans á
kosningafundum. Malan hefir
fyrst og fremst lagt áherzlu á
eitt atriði, er hann telu; höfuð-
atriði: Að menn þeir, sem hann
berst gegn nú, séu hinir sömu
og hann barðist gegn í styrj-
öldinni. Samtök Malans eru
enn sem komið er nátengd Sam
einingarflokknum, en’ Oppen-
heimer stendur þar mjög fram-
arlega í flokki. Stefna flokks-
ins i kynþáttamálinu er mun
betri og mannúðlegri en and-
stæðinganna. En á hinn bóginn
tekur Sameiningarflokkurinn
sitthvað fyrir góða og gilda vöru
i þeim efnum, er sannir lýðræð
issinnar myndu aldrei sætta sig
við. Malan sjómaður virðist ekkí
andstæður því, að hvíti kynþátt
urinn sé algjörlega skilinn frá
þeim svarta í Suöur-Afríku, en
hins vegar er hann óvenju laus
við alla hleypidóma x kynþátta-
málinu.
IV.V.'.SV.'.'.^V.W.VV.’.V.V.V.V.VV.V.V.’.V.V.V/AW
Upp á síðkastið virðist Malan
leggja meiri áherzlu á það, að
losa samtök sín undan áhrifum
frá Sameiningarflokknum. í
ræðu, sem hann flutti nýlega,
sagði hann skýrt og skorinort
að samtök sín væru frjáls og
öllum óháð. „Ef við gengjum
Sameiningarflokknum á hönd,
gæti svo farið að þeir færu illa
með okkur, þegar þeir hafa náð
völdum“, sagði hann. Þetta er
mjög furðuleg yfirlýsing og af
henni mætti ætla að þessir hug
rökku menn, er orðið hafa að
þola órétt árum saman, óttist
ofsóknir frá öllum hliðum.
Engum vafa er undirorpið, að
Maian nær einhverjum árangri
með hugrekki sínu, dugnaði og
stjómarhæfiieikum. Að svo
komnu máli ei* ekki unnt að
segja um það, hvort samtök
hans eiga eftir að heyja skel-
egga baráttu gegn kynþáttakúg
un í Suður-Afríku. Malan hef-
ir nú þegar gert sér ljóst, að
fyrsta skilyrði til þess að þeir,
sem kúgaðir eru og órétti beitt
ir, geti hrint af sér okinu, er, að
þeir myndi með sér öflug sam-
tök. Vera má að sá dagur renni
upp að honum verði einnig
ljóst að allir íbúar Suður-Afríku
ættu að hafa jafnan rétt til
þess að lifa lífinu.
Ýmislegt gefur til kynna, að
stefna andstæðinga þjóðernis-
sinna í kynþáttamálinu sé að
verða miklu frjálslegri og á-
kveðnari en stefna Sameining-
arflokksins var nokkurn tíma
undir forustu Smuts hershöfð-
ingja. Hinir miklu Rand-auð-
jöfrar hafa myndað gildan sjóð,
er verja skal til þess að styrkja
hvern þann félagsskap, sem hef
ir það markmið að berjast gegn
stjórninni. Markmið þessa auð-
kýfinga er, að eigin sögn, að
vinna að aukinni samvinnu
milli kynþáttanna og varðveizlu
lýðræðishugsjóna í landinu.
Á kosningafundi þar sem Mal
an sjómaður flutti ræðu fyrir
skömmu, var honum fagnað af
hvítum mönnum sem blökku-
mönnum. Af því mætti draga
þá ályktun. að hann eigi eftir
að verða stjórn þeirri er nú
eitrar andrúmsloftið í Suður-
Afríku, óþægur ljár í þúfu og
enn hætulegri andstæðingur, en
hann er nú.
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
^JJeitht
Bemiiard Nordh:
*onoi
VEIÐIMANNS
V.V.’.V.V.V.V.’.V.’.V,
85. DAGUR
.V.V.V.V.V.’.VVV.’,
Reykjavík
Reykjavík
Laugarvatn
Gullfoss —
Geysir
í Grímsnes, Biskupstungur
og Laugardal, daglegar sér-
leyfisferðir. Flyt tjaldaútbún
að og fleira fyrir ferðafólk.
ÓLAFUR KETILSSON
sérleyfishafi — sími 1540.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
sár fram úr rúminu og flýtti sér í fötin. Hún var kófsveitt
í framan, þegar hún loks var komin í allt.
Litlu síðar stóð Ingibjörg ráðþrota á hlaðinu. Framkoma
Júditar hafði verið eins og svipuhögg i andlit henni. Hún
hafði- heilsað henni, en varla fengið nokkurt svar.
Ingibjörg sá, að Jónas Pétursson var að negla eitthvað á
fjósgaflinn, en hún gekk ekki til hans. Hún varð að vera
ein um stund og jafna sig, svo að ekki yrði lesið út úr henni,
hvernig henni var innanbrjósts. Hún gekk því bak við bæ-
inn og reikaði upp að kornekrunni og kartöflulandinu. Það
var glaðasólskin, en samt náði enginn ylur inn í huga henn-
ar. Hún skalf, líkt og i bitru frosti.
Það voru gremjuþrungnir drættir við munnvikin á Ingi-
björgu, er hún settist við kartöflulandið. Fyrir einu ári hafði
húsmóðir á þessu heimili sagt við hana, að hún mætti leiða
tvær beztu kýrnar úr fjósinu, ef hún gæti útvegað Árna
konu. Hún hefði getað eignaet tvær kýr. Ó — hún minntist
laganna við Lappakapelluna — hvernig þessi stelpa hafði
gotið augunum til Árna. Það hefði ekki þurft að eggja hana
til þess, að hún legði sig enn betur fram. En Ingibjörgu
hafði ekki geðjazt að Júdit. Göngulagið, augnaráðíð — allt
vakti ógeð hennar. Og hún var áreiðanlega ekki nein dúfa
sakleysisins. Hún hafði séð hana koma skríðandi út úr
kjarrinu. Jafnvel barn hefði ekki fengizt til þess að trúa
því, að hún hefði verið þar ein. Enda hafði hún ekki verið
það.
Ingibjörg sleit upp handfylli sína af grasi. Og nú átti
þessi manneskja að verða húsmóðir í Akkafjalli. Hún átti
að njóta uppskerunnar af akrinum, taka upp kartöflurnar,
sem uxu í þessari mold, búa í nýja húsinu, þegar það væri
fullsmíðað, matreiða handa Árna, ala honum börn....
Ingibjörg greip andann á lofti. Hún kreppti hnefana og
beit á vörina, föl í andliti. Svo hristi hún höfuðið. Hún gat
ekkert gert — mátti ekkert segja. Hvers vegna hafði hún
líka horn í síðu Júditar? Allar viidu sitja við kjötpottinn.
Og svo átti Árni þetta skilið. Sá, sem ekki sá fótum sínum
forráð, mátti sjálfum sér um kenna, ef hann festi fótinn í
snöru.
Júdit handlék diskana ekki mjúklega þennan morgun.
Hún hafði lesið Ólafi pistilinn tæpitungulaust kvöldið áður,
er hann kom í hlöðuna, þar sem Júdit hafði nú búið sér
»vefnstað, svo að hún hefði frjálsari hendur. Hvers vegna
dró hann hingaö þetta kvendi úr Bjarkardal? Hún vildi
ekki sætta sig við þá skýringu Ólafs, að Ingibjörg væri í
rauninni afturganga. Afturganga.... ? Hann var orðinn
unlarlegri í kollinum en hana hafði grunað. Hún hafði þó
fyrst um morguninn reynt að sitja á sér, en nú gat hún
það ekki lengur. Reiðin sauð niðri í henni.
— Hvað lengi á hún að hanga hér?
— Hún verður að biða, þar til hún fær samfylgd til Lappa-
kapellunnar, svaraði móðir Árna.
— Það er þó ekki vandratað þangað.
i
— Jónas lætur hana ekki fara eina, og það væri ekki
heldur gott að senda hana þangað fjórum dögum áður en
von er á prestinum.
— Hún yrði þar ekki ein. Lapparnir eru vanir að koma
þangað og tjalda þar í vikunni fyrir messudaginn.
— Jónas segir, að hún skuli vera hér, og það, sem Jónas
segir verður ekki breytt.
Júdit fleygði frá sér aski svo hirðuleysislegá, að hann
hraut á gólfið. Hún réði varla við sig.
— Og líkið — á það lika að vera hér dögum saman?
— Líkið af blessuðu barninu gerir líklega engum tjón.
Júdit svelgdist á. Hana langaði til þess að hrópa það
framan í gömlu konuna, að hún þyldi ekki návist líks, sem
kom frá Bjarkardal. En skynsemin sagði henni, að vissara
væri að halda sér í skefjum.
— Þá flyt ég inn í herbergið í kvöld, sagði hún heiftúð-
lega.
— Þú varst létt á fæti, þegar þú fluttir þig í hlöðuna, og
þér ætti ekki að vera verra að sofa þar nú en hingað til.
Ingibjörg verður í herbergi bræðranna.
— Er hlaðan ekki nógu góð handa henni?
— O—jú. En hér í Akkafjalli gerum við eins vel við sjúk-
linga og kostur er á.
Júdit hnussaði. Sjúklinga. Ingibjörg var ekki fremur veik
en hún sjálf.
— Það væri þó ekki með ólíkindum, þótt svo væri, svar-
að gamla konan þurrlega.