Tíminn - 10.08.1951, Qupperneq 3

Tíminn - 10.08.1951, Qupperneq 3
178. blað. TÍMINN. föstudaginn 10. ágúst 1951. 3. Verðhækkun Verðlag í helztu viðskipta- löndum okkar hefir farið hækkandi undanfarið, eink- um þó síðan Kóreustyrjöldin brauzt út á síðastliðnu sumri. Verðlag hefir hins vegar ekki állt hækkað jafnt. Hráefni hafa yfirleitt hækkað geysi- lega í verði, en aðrar vörur íangtum minna. Eftirspurn eftir hráefnum getur breytzt skyndilega frá viku til viku og verðlagið því breytzt mik- ið á skömmum tíma. Hins veg ar er eftirspurn eftir matvöru og margskonar þjónustu til þess að gera mjög jöfn og all ar verðbreytingar þar því miklu hægari, nema þá helzt þær, sem orsakast vegna breyt inga á framboði, t. d. vegna uppskerubrests. Af þessum orsökum breytist framfærslu kostnaður yfirleitt miklu hæg ar en heildsöluverðlagið, og sveiflurnar á honum eru langt um minni. Auk þess er í sum- um löndum greitt niður verð á sumum vörum, sem neytend ur kaupa. Framfærslukostnað inum er haldið niðri með styrkjum. Breyting á fram- færslukostnaðinum gefur þá rangar hugmyndir um raun- verulegar breytingar á verð- lagi. Hvorttveggja þetta, að framfærslukostnaðinum er með pólitískum ráðstöfunum haldið lægra en ella, og það, að heildsöluverðlag sveiflast langtum meira en smásölu- verðlag og framfærslukostn- aður, eru afar þýðingarmikl- ar staðreyndir, þegar dæma á um það hver áhrif verðhækk unaraldan erlendis hefir haft á verðlag á íslandi undanfar- ið. Þegar íslenzkir innflytjend ur gera kaup sín erlendis, þá kaupa þeir að sjálfsögðu í heildsölu. Þeir kaupa því á öðru verðlagi en neytendur. í Bretlandi hækkaði fram- færslukostnaðurinn á sl. ári aðeins um 4%, en heildsölu- verðlagið hækkaði um 21,2%. lferðlag það, sem skiptir máli fyrir íslenzka innflytjendur, hækkaði Því meir en 5 sinn- um örar en það verðlag, sem skiptir máli fyrir brezka neyt endur. Þet'ta stafaði af því að framfærslukostnaður stígur yfirleitt hægar en heildsölu- verð, og svo því að niður- greiðslur á vöruverði til neyt enda í Bretlandi nema gífur- legum upphæðum. Ennfrem- ur má benda á það, að brezka ríkisstjórnin kaupir nokkrar þýðingarmiklar neyzluvörur af öðrum þjóðum með samn- ingum til langs tíma og greið- ir í sumum tilfellum óeðlilega lágt verð. Fyrir nokkru var birt í blöð unum línurit, sem sýndi breyt ingar á framfærslukostnaði í nokkrum löndum á árinu 1950. Höfðu upplýsingarnar verið teknar saman af Al- þj óðaverkamálaskrif stof unni. Að vísu nær yfirlitið ekki nema til 27 landa. Þau lönd, sem ekki eru með, eru lönd, þar sem stjórnarvöldin afla ekki nauðsynlegra upplýsinga eða þar sem stjórnarfarið er þannig, að ríkisstjórnin telur sér ekki skylt að birta slík- ar upplýsingar, þótt þær séu til, og eru þetta að sjáifsögðu fyrst og fremst þau lönd, þar sem lífskjör almennings eru svo bágborin, að yfirvöldin forðast að gefa upplýsingar um þau. Á þetta einkum við löndin austan „járntjaldsins“. Af þessu, sem sagt hefir verið hér að framan, ætti að \era Ijóst, að hækkun á fram færsluverðlagi. erlendis gefur hvergi nærri réttar hugmynd ir um áhrif hinna erlendu Dr. Benjamín Eiríksson: Verðhækkun og dýrtíð verðhækkana á verðlag hjá okkur. Yfirlitið sýnir þó að framfærslukostnaður hefir hækkað ■— í sumu tilfellum mjög verulega — í 25 löndum af þessum 27_Yfirlitið geym- ir því frekar veigalitlar stað- reyndir eigi það að sýna að verðhækkun innanlands hjá okkur nú komi ekki erlendis að. Flestir myndu vilja líta svo á að yfirlitið einmitt sanni að miklar verðhækkanir hafi orðið erlendis. En þar sem það er heildsöluverðlagið sem mestu máli skiptir frá því sjónarmiði, sém hér um ræðir, héf ég tekið saman tilsvarandi yfirlit, sem sýnir hækkun á heildsöluverðlagi í þessum löndum í þeim tilfellum, þar sem þær upplýsingar eru til. (Sjá International Financial Statistics, May 1951). Til frek ari skilningsauka er sýnd sér staklega sú hækkun, sem orð ið hefir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. HEILDSÖLUVERÐLAG 1 NOKKRUM LÖNDUM 1937 = 100 Hækkun Hækkun Desember Desember Marz á árinu á 1. árs- 1949 1950 1951 1950 fjórð. 1951 % % Austurríki 492 598 658 21,5 10,0 Beigía 338 405 443 19,8 9,3 Canada 184 210 224 14,1 6,6 Ðanmörk 227 275 303 21,1 10,2 Dominican lýðveidi 76(1) 83(1) 87(1) 9,2 4,8 Egyptaland 98(1) 113(2) 117(2) 15,3 3,5 Finniand 933 1,180 1,390 26,5 17,8 Frakland 2,250 2,580 2,890 14,6 12,0 Vestur-Þýzkaland 181 195 — 7,7 — Grikkland 308 326(3) — 5,8 — írland 237(4) 262(4) 276(4) 10,5 5,3 Ítalía 4,750(5) 5,420(5) 5,750(5) 14,1 6,1 Lebanon 548(6) 690(6) 740(6) 25,9 7,2 Mexico 320 341 386 12,9 13,2 Noregur 187(7) 231(7) 245(7) 23,5 6,1 Suður-Afríka 194 215 222 10,8 3,3 Svíþjóð 192 222 251 15,6 13,1 Sviss 192 211 223 9,9 5,7 Thailand 1,490(7) 1,680(7) 1,670(7) 12,8 - -0,6 Bretland 222 269 288 21,2 7,1 Bandaríkin 175 203 213 16,0 4,9 (1) (2) (3) (4) (5) (6) (7) 1948=100 Nóvember 1950 Október 1950 Október 1938=100 1938=100 Júní 1930=100 Apríl 1838/Marz 1939= 100 Taflan sýnir að í Bretlandi, Bandarikjunum og á Norður- löndum (Danmörku, Noregi, Svíþjóð) hækkaði heildsölu- verðlagið að meðaltali um tæp 20% á árinu 1950. Hækk unin hélt áfram. Á fyrsta árs fjórðungi þessa árs hækkaði heildsöluverðlagið i þessum löndum um rúm 8%. Þetta þýðir að frá 1. janúar 1950 til 31. marz 1951 hækkaði heild- söluverðlag í þessum tilteknu löndum um rétt tæp 30% að meðaltali. Samkvæmt þessu höfum við orðið að borga snemma á þessu ári um 30% meira en áður fyrir það, sem við höfum keypt frá þessum löndum, (miðað við það að skipting innkaupanna á vöru tegundir sé sú sama — eða hliðstæð — og sú sem vísitöl- urnar byggjast á). Svipað má segja um heildsöluverðlag í öðrum löndum, sem við skipt um við. Sem dæmi um verð á þýðingarmikilli vörutegund má nefna kolaverð Pólverja. Á skömmum tíma hækkuðu þeir verðið I dollurum um 100%, þ. e. það varð fimmföld un á verðinu í krónum miðað við gengið fyrir gfingislækk- unina 1949. I Dýrtíð j Þegar Verðgildi peninganna 1 rýrnar, breytist venjulegast verðlag mjög ójafnt. Sumar vörur hækka ört í verði, aðrar mjög hægt. Verðlag breytist á mismunandi hátt, og fer það eftir orsök gjaldeyrisrýrn unar peninganna á hvem hátt verð á einstökum vörutegund um eða vöruflokkum breytist innbyrðis. Þannig getur ýmislegt gerzt, er breytir eftirspurn eða framboði á hinni ein- stöku vörutegund eða þjón- ustu, hvort heldur er um að ræða kaffi eða saltsíld, kol eða húsnæði. Sumar orsakírn ar kannast allir við, eins og t. d. uppskeru- eða aflabrest. Flestir skilja auðveldlega or- sakir og eðli verðbreyting- anna, sem hljótast af þess- háttar orsökum, og færist verðlag venjulega aftur i við- unandi horf, án sérstakra að- gerða frá opinberum aðilum. Á hinn bóginn eru almenn- ar verðiagsbreytingar. Gerist þær á tiltölulega skömmum tíma eru þær venjulega kall- aðar dýrtíð eða verðhjöðnun. í þessum tilfellum eru verð- breytingarnar aðeins brot langtum umfangsmeiri um- breytinga í atvinnu- og pen- ingamálunum. Dýrtíðin getur átt sér ýms- ar þjóðfélagslegar, hernaðar- legar eða stjórnmálalegar or sakir. En hverjar sem orsak- irnar eru, þá gerast hverju sinni sömu hluturnir í peng- ingamálunum, sem einkenna dýrtíðarástandið og gera það frábrugðið einfaldri verð- hækkun. Fullvalda ríki gefa út eigin peninga nærri und- antekningarlaust. Venjuleg- ast er ástandið þannig, að itil þess að fá peningana þarf borgarinn að láta af hendi þjónustu eða vöru. Stundum fær hann þó peninga hjá pen ingastofnun gegn loforði um vöru eða þjónustu. En það kemur einnig fyrir að sá að- ili, sem hefir vald til þess að gefa út nýja peninga, sem venjulegast er þjóðbankinn, gefur út nýja peninga án þess að sú aukning standi i sam- baiidi við auka framleiðslu. Þessir peningar koma þá á markaðinn, og er keypt fyrir þá eins og fyrir aðra peninga. Eftirspurnn eftir vöru og þjónustu verður of stór mið- að við framleiðsluna, sem ræður framboði innlendra og erlendra vara. Vöruskortur myndast og verðlag hækkar. Auk þess eru ýms önnur á- hrif, sem koma fram. í eðli sínu er um að ræða þróun þar, sem verið er að breyta skiptingu þjóðarteknanna á kerfisbundinn hátt. Algengasta orsök stórfelldr ar dýrtíðar — sögulega séð — hafa verið styrjaldir. Ríkis- stjórnir hafa notað vald sitt yfir peningakerfinu til þess að gefa út nýja peninga í stað þess að leggja nægilega skatta á borgarana. Nú á tím um er það algeng orsök dýr- tíðar, að nýir peningar eru gefnir út til þess að greiða með nýjar framkvæmdir. Hinir nýju peningar taka vör urnar af markaðinum, valda vöruskorti og verðhækkun. Við þá þróun koma fram kröf ur um hærra kaupgjald og hærri peningatekjur, og hækkar það allan framleiðslu- kostnað og líka kostnað af hinum nýju framkvæmdum, og þarf því að gera enn meiri nýja peninga. Veldur það svo enn meiri verðhækkun og svo koll af kolli, og kannast flest- ir við dýrtíðarskrúfuna. Tog- streitan í þjóðfélaginu meðan þessi þróun varir stendur um skiptingu þjóðarteknanna. Togsteitan er tvennskonar. Annarsvegar er togstreitan milli neyzlu og fjárfestingar, hinsvegar er togstreitan um skiptingu þeirra verðmæta, sem fara til neyzlu. Allir, sem fastar peningatekjur hafa, sér í lagi allir launþegar, verða fyrir kjaraskerðingu, því að þegar verðlag hækkar, fá þeir minna fyrir pening- ana. Það, sem af þeim er tek- ið, eru fyrst og fremst verð- mæti, sem birtast í hinum óeðlilega miklu verklegu framkvæmdum. Standi þjóð- félagsstéttirnar ekki einhuga að þessari stefnu, þ. e. að framkvæmdunum, reynir hver um sig að velta af sér byrðinni á hinar. Fyrir þjóð- ina í heild gerist það, að neyzlan er skorin niður en fjárfestingin aukin. Til þess að hrinda í fram- kvæmd hinum nýju fyrirtækj um án dýrtíðar mætti hækka skattana til hins opinbera. Sé neyzla ekki minnkuð með auknum sparnaði eða hærri sköttum, gerist samdráttur hennar með dýrtíð. Dýrtíðin er því í raun og veru skatt- lagningaraðferð, og ég álít að það þurfi ekki að valda nein- um misskilningi, þótt í þessu sambandi sé talað um dýrtíð- arskatt. En það ætti að vera augljóst mál, að í þessu sam- bandi er verðhækkunin allt annars eðlis en þegar hún staf ar af því að við þurfum að greiða öðrum þjóðum meira en áður fyrir það, sem þær framleiða fyrir okkur. Myndist dýrtíðin heima fyr ir geta yfirvöldin að sjálf- sögðu haft áhrif á hana, ef almenrtingur vill sætta sig við þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að stöðva myndun nýrrar dýtið- ar, (t. d. minnkun fram- kvæmda eða aukin fjáröflun með sparnaði eða sköttum. Þá má einnig stöðva dýrtíð með því að auka það sem til ráð- stöfrthar er — með erlendum lántökum eða gjöfum). Mynd ist hinsvegar engin dýrtíð heima fyrir, en dýrtíð er í þýðingarmiklum vlðskipta- löndum, þá hækkar verðla^- ið á innfluttu vörunum. Og hækki verðlag á útfluttum vörum ekki að sama skapi, minnka þjóðartekjurnar. Fræðilega er hægt að hugsa sér ástand, þar sem dýrtið verður án þess að þjóðartekj- urnar í heild breytist. Má segja, að þá sé á vissan hátt grundvöllur fyrir togstreitu um skiptingu þeirra. En þeg- ar við verðum að greiða öðr- um þjóðum meira fyrir það, sem við kaupum af þeim, án þess að fá tilsvarandi hærra verð fyrir eigin afurðir, þá minnka þjóðartekjurnar. minnka þjóðartekjurnar, og sú skerðing getur orðið meiri en ella við innbyrðis tog- streitu. Sigilt dæmi um notkun dýr tíðaraðferðarinnar til þess að greiða fyrir verklegar fram- kvæmdir, er fyrsta 5 ára á- ætlun Rússa. Framkvæmdirn, ar voru greiddar á þann hátt að ríkisstjórnin gaf út nýja peninga að vild, neyzluvörur hurfu úr verzlunum, almenn skömmtun var tekin upp og verðlag margfaldaðist á ör-- stuttum tíma. Flestir hag- fræðingar fordæma þessa skattlagningaraðferð. Þjóðir þær, sem lengst eru komnar efnahagslega og stjórnarfars- lega beita henni yfirleitt- ekki, nema helzt nokkuð i sambandi við vígb'únað og styr j aldarrekstur. Sýslumót Héraðssamb. Suður-Þingeyinga Sýslumót Héraðssambands Suður-Þingeyinga var haldið að Laugum sunnudaginn 5. ágúst. Veður var ekki sem bezt, en þó góð keppni í flest um íþróttagreinum. íþrótta- félagið Völsungur á Húsavík vann mótið með 55 stigum. Umf. Mývetningur hlaut 17 stig og Umf. Ljótur í Laxár- dal 16 stig. Stigahæsti einstak lingur mótsins var Vilhjálm- ur Pálsson úr Völsungi. Eftir íþróttakeppnina hófst samkoma í íþróttahúsinu. Þar söng karlakór Reykdæla und- ir stjórn Páls H. Jónssonar, söngstjóra, en ræður fluttu Karl Kristjánsson, alþm. og Júlíus Havsteen sýslum. Einn ig voru sýndar kvikmyndir og síðan dansað. Samkom- unni stjórnaði Ingi Tryggva- son, formaður sambandsins. Úrslit í einstökum greinumi urðu sem hér segir: 100 m hlaup: 1. Þorgr. Sigurjónss. V 11,8 2. Pétur Þórisson M 11,9 3. Gunnst. Karlss. M 12,0 4. Sig. Sigurbj.son GA 12,4 Langstökk: 1. Vilhj. Pálsson V 6,38 m 2. Jón Óskarss. G 5,89 — 3 Gunnst. Karlss. V 5,88 — 4 Pétur Þórisson M 5,64 — Þrístökk: 1. Hjálm. J. Torfas. L 13,17 m 2 Vilhj. Pálsson V 12,88 — 3 Jón Óskarsson G 11,93 — 4. Ásgeir Torfason L 11,70 — Hástökk: 1. Vilhj. Pálsson V 1,65 m (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.