Tíminn - 15.08.1951, Síða 4

Tíminn - 15.08.1951, Síða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 15. ágúst 1951. 182. blaff. Ferb til Vestfjarha I: Með Esju til Patreksfjarðar Þeim, sem landbúnaðarstörf hafa stundað mestan hluta æfi sinnar, þykir það all- merkilegur hlutur, að fólk taki sig' upp um hábjargræð- istímann, eins og það er kall- að í sveitinni, og ferðist um landið sér til gamans. Hin svokölluðu sumarleyfi eru nú orðin föst í þjóðhátt- um okkar, hjá því fólki bæj- anna, er innivinnu stundar árið um kring. Fyrir því fólki eru allir dag ar jafnir, og störfin kalla hvað minnst að á sumrin. Sá, er þetta ritar, ákvað, að nota nokkurn tíma af sumarleyfi sínu tíl skyndiferðar um Vest- firði. Sökum legu og stað- hátta allra, eru þeir menn margir með þjóð vorri, sem aldrei hafa komið til Vest- fjarða, en það mun þó mála sannast, að enginn hefir séð allt svipmót hins tignarlega iands vors fyrr en Vestfirðir hafa verið skoðaðír. Höfund- ur þessarar litlu ferðasögu háfði aldrei komið vestur fyr- ir Látrabjarg eða Geirólfs- núp, og því var ákveðið að skreppa til Vestfjarða. . ;j!:i f'm bðrð í Esju. Klukkan átta að kvöldi Ieggur Esjan frá Hafnarbakk- ánum í Reykjavík. Tveir eða þrír ferðalangar þurfa að elta skipið út í hafnarminn- ið á bátum. Stigum er skot- ið niður með kínnungum skipsins og aldraðar konur og fótfráar jómfrúr klífa upp stigann, með áðstoð skips- manna. f'arþegar eru margir og verð ur allstór hópur að halda sig I reyksölum skipsins. Flest af þessu fólki er að fara í sum- arfrí. Það er létt yfir mann- skapnum, og fíestir munu fegnir að vera nokkra daga lausir við önn og ys hins dag- lega lífs. Mikill hluti sumar- leyfisfólksíns er líka að fara í heimsókn til vina og frænda, auk þess, sem það er að heim- áækja Eéskustöðvarnar, þar sem það sleit barnsskóm sln- um, tíg þaðan á það e. t. v. sín- ar beztu endurminníngar. — Sliká staðr er ávallt ánægja að héimsækja. Ýmsir farþegar vildu freista þess að hafa sem bezta sýn til Snæfellsjökuls, en töldu ekki stætt á því að standa á þiljum eða sitja athafnalaus- ir, og var því slegið í „bridge“. Stóð það á mörkum að ég hafði spilað þrjár „rúpertur" þegar komið var í nálægð hinna fornu og nýju veiði- stöðva undir jökli. Nokkuð var þá farið að skyggja svo eigi gaf eins góða landsýn og skildi. Má vel vera, að af því hafi það stafað, að landsýnin þarna vakti enga hrifningu hjá mér eða mín- em betri helmingi, sem vit- unlega var með i ferðinni. Eftir að hafa horft nokkra stund á jökulinn, og strand- iengjuna meðfram honum að vestan, var gengið til náða. Patreksf jörður. Æð morgni var eigi komist á fætur fyrr en komið var í mynni Patreksfjarðar. Hafði því landsýn af Látrabjargi tapast og mátti kenna Snæ- fellsjökli og slóðaskap mín- um það tjón. Þegar komið er á þessar slóðir, má segja, að svipmót Vestfjarða byrji. Eftir Hannes Pálsson frá fJndirfelIi Vestfirðir eru með söguríkari landshlutum. Víða er þar náttúrufegurð mikil og landskostir góðir, þrátt fyrir hrjóstugt hálendi og hömrum þrungin fjöll. Fiski- mið hafa löngum veríð góð fyrir Vestfjöröum og íbúar Vestfjarða stuðst mikið við sjávarfeng. — Bú hinna fornu höfðingja studdust jöfnum höndum við sjó og land. Hér verður að nokkru lýst hvernig ókunnum ferðalang kom hluti af Vestfjörðum fyrir sjónir, eins og þeir eru nú. 1 Fjöllin ganga með fullri hæð og snarbrött í sjó fram. Yztu annesin eru hvað hrikaleg- ust, en þegar inn í firðina kemur, þá standa bæirnir i hlýlegum og vinalégum grasi j grónum hvilftum eða neðst í ; smádalskorum eins og Norð- lendingar kalla það. Haldið er inn til Patreks- jfjarðar og lagst þar að bryggju. Patreksfjöröur er mjög myndarlegt þorp. Bygg- ingar allar hinar þokkaleg- ’ ústu og sniðnar við hæfi. — Bærinn ber það með sér, að þar hefir um langt skeið ver- ið allmikið atvinnulíf. Við förum tveir að skoða höfn þá er Patreksfirðingar hafa í smíðum, er það tjörn ein sem grafin hefir verið fram. Þessi nýja höfn er þegar tekin í notkun, en þó vantar nokk- uð á að hún sé fullgerö. Patreksfjörð vantar mjög tilfinnanlega ræktanlegt land. Þar má heita, að nán- asta umhveríið séu tómar skriður. Mesta furðu má telja hve íbúar Patreksfjarðar hafa þó getað ræktað stóra bletti innan um skriðurnar. Kemur þar strax í ljós, hvað sérstaklega einkennir Vest- firði: Það er, hvað landið er vel nýtt. Mun betur komið að því seinna. Patreksfjörður hefir til skamms tíma ekkert vegasamband haft á landi, en nú mun kominn akfær vegur yfir Hálfdán til Bíldudals, og ínn til fjarðarbotnsins og þaðan til Barðastrandar Gegnt Patreksfirði stendur prestssetrið Sauðlauksdalur. Eigi sést til fullnustu til stað- arins, en alla afstöðu má sjá. Telja verður það vestfirzkri búnaðarmenningu til hróss, að þar skuli einn af braut- ryðjendum ræktunarmenn- ingar okkar hafa haft for- göngu í ræktun lands og lýðs. Uppblástur mikill herjar nú umhverfi Sauðlauksdals. Virð ist ærin ástæða til að.hin ís- lenzka þjóð geymi betur minningu Björns Hálldórs- sonar, eh svo, að Sauðlauks- dalsland verði gróðurlaus auðn. Af ræktarsemi við forna menningu ætti um- hverfi Sauðlauksdals að verða með fyrstu stöðum, er verndaðir væru gegn upp- blæstri og eyðingu. Nokkru ut ar en Sauðlauksdalur stendur er nokkur bæjarhverfing um kring Örlygshnjót. Virðist það hlýleg byggð að sumarlagi. Hér er kominn Refur bóndi með stökur sínar að venju: Heill og sæll Starkaður! Nú datt mér í hug að líta inn til ykk ar í baðstofuna og fara með nokkrar stökur að venju. Ég er nú í kaupavinnu á á- gætu heimili, eigi langt frá heimili mínu og líður þar í alla staði vel. Vellíðan mín kemur meðal annars fram í því, að ég er síkveðandi. Kemur hér sýnis horn af þessum kveðskap, sem ég kalla kaupavinnukveðskap. Fyrsta vísan verður því svona: Frá Patreksfirði til Bíldudals Frá Patreksfirði er haldið eftir nokkra viðstöðu. Þegar komið er út úr fjarðarmynn- inu er haldið til norðurs fyr- ir mynni Tálknafjarðar. Til byggðarinnar umhverfis Tálknafjörð sést illa. Mér verður hugsað til athafna- mannsins Guðmundar á Sveinseyri, sem um langt skeið hefir verið einn fremsti maður þess byggðarlags, og frömuður í samvinnu- og ræktunarmálum. Sonur Guð- mundar, Albert mun nú tek- inn við ýmsum umsvifum í sveit þessari, en sá mun ljóð- ur á ráði þess mæta manns, að hann mun um of hafa sýkst af hinni austrænu bakt- eriu, og hyggst muni leysa vandamál fólksins eftir ráð- um Stalins, þar sem faðir hans vildi Ieysa vandann með samvinnu og samhjálp. Við sem aðhyllumst leiðir Guð- mundar á Sveinseyri, vonum áð sonur hans muni bráðlega feta í fótspor föður slns, þeg- ar draumórar æskumannsins um dýrðarríki kommúnismáns hafa dvínað, fyrir staðreynd- um um áþján og ófrelsi komm únismans. — Komið er að minni Arnarfjarðar og siglt inn með strönd Ketildala- hrepps. Landshættir í Ket- ildalahreppi eru þeir ein- kennilegustu er ég hefi séð á landi hér. Mega þeir teljast mjög fagrir af sjó að sjá. — Sveitin er nokkrir smádalir, ... ... íS. er ganga inn í skagann milli Tálknafjarðar og Arnarfjarð ar. Á milli dalanna ganga svipfögur og tignarleg fjöll í sjó fram. Þó eigi svo að ekki sé unnt að leggja veg um skriður þær, er ganga í sjó fram undir tignarlegum klettabeltum. Enda er nú veg- ur kominn frá Bíldudal, út undir Selárdal, en það er yzti dalurinn, og þar stendur höf- uðbólið Selárdalur. Þegar vegarsamband er komið til allra bæja í Ketildalahreppi mun þarna verða hin ánægju legasta byggð. Komið er inn til Bíldudals. Fara þá forvitnir ferðalangar, að renna augum Inn til innri byggða Arnar- fjarðar. Fjarðarins, sem fóstr- aði Jón Sigurðsson í æsku, og fjarðarins, sem ól alla hina margumtöluðu galdramenn. Bíldudalur er frekar þokka- legt þofp og umgengni og út- lit bæjarins í bezta lagi. Stað urinn ber þó með sér, að at- hafnalíf er ekki eins mikið og á Patreksfirðí. Bæði þessi kauptún verða að lifa nær ein göngu á sjávarútvegi, en Bíld dælingar hafa verið þar verr settir með öfluga atvinnurek- endur í seinni tíð. Frá Bildu- dal sést til fæðingarstaðar Jóns Sigurðssonar. Rafnseyr- ar, en annars sést lítið þaðan til hinna innri byggða Arn- arfjarðar. Innan við Bíldudal liggja (Framhald á 7. síðu) Helzt ég sinni um heyskapinn, hátt ei kveð til neinna muna. Kaupavinnukveðskap minn kem ég með í baðstofuna. Svo hefst hér sjálfur kaupa- vinnukveðskapurinn, sem er um hin óskildustu efni. Þerridag einn varð þessi vísa til: Enginn bóndi, eins óg ber alltof mikið sefur. Dýrmætur er dagur hver, sem drottinn þurrkinn gefur. Þegar útvarpið spáði breyti- legri átt, kvað ég: Út um sveitir ár og síð oss hún veitir trega. Ýta þreytir alla tið áttin breytilega. Á heimili því sem ég er í kaupavinnu á, er mikið unnið með dráttarvél. I tilefni þess er eftirfarandi staka kveðin: Vélarfáksins vlð ég kann vinnubrögð í heyi. Kostur er við klárinn þann að hvílast þarf hann eigi. Á túninn á jörðinni sem ég vinn nú á er flöt ein sem heit- ir Ólafsvöllur. Þegar verið var að hirða inn heyið af honum, varð eftirfarandl staka til: Inn að hirða okkur tekst allt sem hér var slegið. Ekki lengi úti hrekst Ólafsvallar heyið. Vinnu minni einn daginn lýsi ég í eftirfarandi stöku: Slegið, rakað, rifjað, sætt, reynt ég hef á þessum degi. Hag það getur bóndans bætt bregðist tíðarfarið eígi. En heýskapurinn gengur á- gætlega. Ég hefi méstalla æfi mína átt heima á Snæfellsnesi, en fluttist þaðan sl. haust til Akraness, en nú er ég í kaupa- vinnu á Hvítanesi. í tilefni þess er eftirfarandi staka: Uni ég við hrannir Hlés, — hranna því ég elska hlið. Flutzt hef ég af nesi á nes. — nesin bezt mér fellur við. Um húsbónda minn, sem heit ir Jón, eins og svo margir ís- lendingar, kvað ég: Bændum af um fanna frón flestum veit ég ber hann. Vel mér líkar við hann Jón, vænsti maður er hann. Ég hefi yfirleitt verið talinn að hafa gott mínni, en þó getur útaf því brugið. Eftirfarandi vísa gefur hugmynd um þetta: Marga röskun minnið fær, — mörgu því ég gleymi. Bak við eyrað oftast nær .eitthvað þó ég geymi. Sunnudagskveld eltt fyrir eigi löngu síðan lenti ég í skemmtilegu og saklausu æfin- týri og taldi mig fróðari eftir en áður. Þá urðu þessar stökur til: Hvert um land sem leið mín er, líka djúpan víði. Það er eins og eftir mér æfintýrin bíði. Æfintýri þetta varð til þess að ég skoðaði eyju eina og þá kvað ég: Þó ég til þess þyrfti fley þeim í svaðilförum. Skoðað hef ég Akurey útl á Grunnufjörum. Eftir að hafa heyrt um úr- slit Alþingiskosninganna í Mýra sýslu, kvað ég: Pétur heflr oltið enn Ihalds vonir dvína. Alltaf held ég Mýramenn muni skyldu sína. Hér verður staðar numið í dag, en á morgun heldur Refur bóndi áfram með vísur sínar. Starkaður. ---................ ♦♦♦♦♦♦•♦*«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦•♦*'»• Fjármark mitt er: stíft, gagnbitað hægra, hamrað vinstra. Jón Pétursson, Geirshlíð, Flókadal, Borgarfjarðarsýslu. aimiimicr: nrnntntnmtmtmtmmnnimmmtpurmmi SNOWCEM WB&m ‘ '7 Y ■' 1 steinmálnmg í ~ - mm - æaŒ _: ’9Bl *.Æl.. ■ Æ n 11 er nú fyrirliggjandi I ýmsum lilifm. J. Þoriáksson & Norðmann h.f.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.