Tíminn - 19.08.1951, Side 4

Tíminn - 19.08.1951, Side 4
4. TÍ!VTTNN, sunnudaginn 19. ágúst 1551. 186. blað. Starfsdagur á Bíldudal um aldamótin Mér verður fyrst fyrir að lýsa gleði minni yfir þvi að hafa borið gæfu til þess að vera staddur hér í dag við þetta tækifæri. Það er bæði staðurinn og stúndin, sem fylla bikar gleði minnar. Ég hefi ekki farið dult með það, hve Bíldudal- ur er mér kær, þótt ég hafi ekki verið þess megnugur að sýna það i verki, eins og marg ir, fyrr og síðar, hafa gert, sem unna þessum stað. Ég hefi talið dagana til þess arar stundar og lofa nú for- sjónina fyrir að hafa leyft mér að njóta hennar. Þetta er í þriðja sinni, sem ég lít Bildudal, síðan ég fór héðan alfarinn 1908, eða fyrir 13 árum. í tvö fyrri skiptin stóð ég hér aðeins stutta stund, en nú vona ég að mér megi auðnast að dvelja hér ofurlítið lengur. Oft hefir hugurinn reikað am þessar slóðir í öll þessi ár. Birtan frá þeim árum. sem ég átti hér heimili mitt, hefir oft yljað mér um hjartað. Allt, sem ég lærði að unna hér — fjöllin, fjörðurinn fal- legi, Bíldudalsvogurinn og blessað fólkið, sem var mér samtíða hér — hefir allt ver- iö mér svo hugstætt. — Mér hefir jafnan fundizt Bíldu- dalur, með sinni athafna- gleði — samstarfi fólksins í erfiði daganna — samtökum til þess að skapa gleðistund- 'ir — hluttekningu þess og hjálpfýsi þegar á móti blés, — vera mér sem horfinn sól- skinsblettur. Allir íbúar þessa litla þorps, sem voru sem ein fjölskylda. Mér var ekki kunn ugt um, að neitt missætti milli manna værl hér til þau ár, sem ég átti hér heima, og ég lít svo til, að svo sé það hér enn þann dag i dag. ★ Þessi athöfn, sem hér fer fram í dag, hlýtur að kalla fram í hugann ótal hugljúfar minningar frá þeim tíma, sem Bildudalshjónin, sem svo voru jafna kölluð, þau Ásthildur og Pétur Jens Thorsteinsson, gerðu hér garðinn frægan með dugnaði sínum, hagsýni, hygg indum og velvilja. Ég tel það vafasamt, að nokkrum íslendingum hafi verið reist minnismerki, sem hærra hafa borið á athafna- 'Mðinu eða höfðu meiri verð- lsika í þeim efnum en þessi merkishjón. Þökk sé þeim og heiður, er unnið hafa þetta verk Þeir hafa, fyrir eigið fé, sýnt á fegursta hátt, hvers þeir mátu störf Bildudalshjón anna, bæði inn á við og út á við. — Mér finnst engín fjarstæða að láta sér detta í hug, að hér hefði hið opinbera átt að eiga nokkurn hlut að, þegar þess er gætt, að starf Péturs Thor- steinssons hér var þjóðinni allri til mikils góðs — var hin bezta landkynning á þeim árum, vegna hinnar ágætu útflutnmgsvöru, sem hér var íramleidd í stórum stíl undir hans umsjá og hlaut frægð- arorð i viðskiptalöndum ís- tendinga. Vandvirkni sú, er rikti hér í fiskverkun, var ★ Mig langar til að bregða upp fyrir ykkur, sem hér er- uð viðstaddir, lítilli svipmynd af athafnalífinu hér um alda mótin síðustu. Nokkrir ykkar munu kannast vel við hana. Það er sólríkur sumarmorg- íin. Hæg góðviðrisgola liggur Ræða Finnboga J. Arndals vi8 afhjúpun minnisvarða Thorstcinssonslijónanna Þegar minnismerki þeirra Thorsteinssonshjóna var af- hjúpað á Bildudal um síðustu heigi, flutti þar ræðu Finnbogi J. Arndai* sjúkrasamlagsstjóri í Hafnarfirði, og lýsti starfs- degi á Bíldudal um aldamótin. Er Finnbogi einh þeirra fáu manna, sem störfuðu hjá Pétri Thorstöinsson á Bíldudal, er enn eru á Iífi — fluttist til Bíldudals 1887. Hefir Finnbogi góðfúslega leyft Tímanum að birta ræðu sína og frásögn af starfsdegi hjá hinam mikla athafnamanni fyrir .50 árum inn fjörðinn og vex hún nokk uð er á daginn líður. Vogur- inn, lognkyrr og fagur, blas- ir við auganu. Á honum liggja nokkur færeysk fiskiskip, kom in hingað til þess aö selja afla sinn kaupmanninum á staðnum. Nokkur fiskiskip, sem hér eiga heima, er ný- komin af hafi og bíöa losun- ar, önnur tilbúin að leggja til hafs á fiskimiðin, og enn önn ur heimaskip eru á hafi úti við veiðar. Loks liggja allmörg fiskiskip, kútterar frá Reykja vík, utan til við voginn, og eru í þeim erindum að kaupa hér síld til beitu, sem þau fá úr síldarlás, er liggur fyrir iandi. Út frá ströndinni liggja tvær hafskipabryggjur ,önn- úr byggð fyrir 12—14 árum, en hin aðeins 2ja ára gömul og er hún miklu stærri. Ofan við bryggjurnar eru allmörg hús. Þar á meðal fallegt íbúð- arhús, tveggja hæða hátt stórhýsi á þeirrar tíðar mæli kvarða. Meðfram suðurhlið þess er umglrtur skrúðgarð- ur með gosbrunni. Fram af efri hæð hússins eru veggsval ir, og er þaðan góð yfirsýn yfir athafnasvæðið við bryggj urnar og yfir höfnina. Þetta hús er heimili hjónanna, sem við minnumst i dag, frú Ást- hildar og Péturs Thorsteins- sons og barnanna þeirra mörgu og mannvænlegu. ★ Stundu fyrir miðjan morg- un, þennan sólskinsdag, geng ur húsbóndi þessa fagra heim- ilis, þrekvaxinn og kvikieg- ur, heiman að frá sér út eft- ir járnbrautinni, sem lögð hefir verið neðan af bryggj unum og út eftir endilöngu fiskverkunarsvæðinu. L'tur hann yfir það athug- ulum augum. Til beggja handa standa fiskstakkarnir í reglulegum röðum, vandlega umbúnir. Hann sér á umbún- aði þeirra, hvers um sig, hversu langt mun komið verk un á fiski þeim, sem í þeim er. — Minni Arnarfjarðar Hve fagur ertu, fjarðaval, í fjallaskjaldborg þinni, meís hörpum í hverjum dal — þar hljóma fossar inni. Og döggvuð grundin glóir heit við gliti ofna strauma, og æskumanna arnfirzk sveit þar á sér bjarta drauma. í dularheima djúpum þín má dýra sjóðl finna, það gull á þeirra götum skín, sem glaðir hjá þér vinna. Þú áttir marga afreksmenn sem íslenzk þjóð ei gleymir. Og mannval göfugt áttu enn, sem orku og frama dreymir. Þig blessí guð um öld og ár og allar þínar byggðir, hann græðir ný og gömul sár, og glæðlr von og tryggðir. í þínum faðmi, finnum vér, að farsælt er að búa. Vorn hug og starf skal helga þér, á hagsæid þína trúa. Þegar hann er kominn á enda svæðisins, snýr hann heimleiðis, en nemur þó stað- ar við og við, sennilega til þess að ihuga ‘á hvern hátt bezt muni vera að haga verki þann dag, sem nú er að byrja. Á heimleiðinni mætir hann yfirverkstjóra sínum við f'sk- verkunina, Jóni Sigurössvni, háum manni og hvatlegum, sem ekki er síður árrisuli en núsbóndinn. Þeir talast við litla stund og virðist, að þeir séu sammála og berl í brjósti gagnkvæmt traust, þegar um er að ræða hið vandasama starf, sem hér er unriið. ★ Klukkan sex — miður morg un! Verkstjórinn hringir klukku allstórri, sem komið þekkt utan lands og innan. er fyrir utan á húsi, nálægt miðju athafnasvæöisins. — Hringingin ómar um allt þorpið, allan dalinn, og oft munu hljómar klukku þess- arar hafa borizt til norður- strandar fjarðarins, þegar hljóðglöggt var. Á næstu mínútum streymir fjöldi fólks til vinnu sinnar á fiskverkunarsvæðinu. Meðal þess dylst ekki hár og höfð- inglegur maður með göfug- mannlegan svip. Þetta er Árni Kristjánsson, samstarfs maður Jóns Sigurðssonar við verkstjórnina, vitur og elsk- aður af verkafólkinu. Tnnan 3—4 klukkustunda er ailt svæðið orðið driflivítt af Lreiddum fiski. — Og morgun sólin býr hina dýrmcetu vöru undir heimsmarkaðinn, með nintim ylriku geislum sínum. Við morgunhrhiginguna kemst líka allt á ferð og flug v'ð bryggjurnar. Þar má Jíta verkstjórann Sigfiis Berg- mann og Vilhjálm Gunnars- son, vökula og áhugasama, segja fyrir verkum með lip- urð sinni og hagsýni ,svo hvergi verða mistrk á. BílddæJingar og Færeving- ar skípa upp fiskinum sír-um, sem fluttur er á þar til gerð- um vögnum eftir iárnbrautun um út að þeim stað við fisk- verkunarsvæðið, sem fi.sk- þvotturinn fer fram. Út úr fiskgeymsiuhúsunum er rennt vögnum, hlöðnum fullverkuðum fiski, sem fara skal í erlent skip, sem liegur við stærri bryggjuna. Það á að ílytja fiskinn fceint til markaðslandsins, þegar það er fuJJhlaðið. Dagurinn er langur, strang- ur, ea íagur. Vinnan gengur eftir áætlun. Engin mistök. þótt kappsamlega sé unnið. — Allt er fyrirfram skipu.'agt á pessu .stóra býli af húsbónd anum, sem reis úr rekkju stundu ívrir miðjan morgun. Klukkan er átta að kvöldi. Sólin er að hverfa bak vió íjöllin í vestri, vinnudagur- inn á enda. Þá er búið að’ ganga órugglega frá íísk- j stökkunum, loka húsum og (Framhald á 6. síðu.i I Nýlega hitti ég einn kunn- ingja minn, sem sagði sínar far ir ekki sléttar gagnvart leigu- bílstjóra einum: Kunningi minn sagði, að hann hefði nýlega verið að skemmta sér með nokkrum vin- um sínum, og m. a. heíði ein flaska af vini verið drukkin, en vegna þess að hópurinn var fjöL mennur sagði það lítið, og var því það ráð tekið, að „splæsa“ í flösku. Kunningi minn fór af stað til að reyna að nálgast „góðgætið". Þegar hann hafði gengið spölkorn kom leigubíll, sem hann stöðvaði. Fór hann upp í bílinn og gengu viðskiptin þar fljótt fyrir sig, hann fékk flösku og greiddi bílstjóranum „hæfilega" fyrir. En nú stóð svo á, að kunningi minn þurfti að koma við í húsi og bað hann því bílstjórann að aka þangað. Auðvitað datt honum ekki í hug að bilstjóri, sem seldi brenni vín, væri ekki heiðarlegur í öll um sínum viðskiptum. Skildi hann því „mænuna" eftir í sæt- inu, og stökk út úr bílnum. En hann hafði rétt skellt hurðinni, þegar bílstjórinn steig benzínið í botn, og flaug með minnst 80 km. hraða niður götuna og fyr- ir næsta horn, og náttúrulega sá kunningi minn aldrei pening ana eöa flcskuna meir. En svo er líka hægt að láta sér detta í hug að rétt innan við hornið hafi einhver annar veif að bílnum, gengið síðan rólega til bílstjórans og spurt kurteis- lega, áttu ekki „kollu“, kunn- ingi? Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að leigubíl- stjórar hafa góðan aukapening fyrir að selja brennivín á „svörtum“, og leigubílarnir hafa oft fengið viðurnefnið „vinbúð- ir á hjólum". En sem betur fer munu vera fá dæmi, að þeir „stingi“ af með allt saman, eins og umræddur bílstjóri gerði. En það eru fléiri en leigubíl- stjórar, sem selja áfengi á „svört um“. Þeir menn, sem oftast gista „Grand Hótel“ þ. e. a. s. sóla sig við járnplöturnar á Arn arhólnum, hafa einnig lagt þessa iðju fyrlr sig. Þeir eru líka lítillátari í sínum „bussiness“ því þar er hægt að fá bæði heila og hálfa. Labbi maður til þessara „þekktu borgara", kannske að kvöldlagi eða kannske um mið'jan dag á helgi dögum. og segi vlð einhvern þeirra. „Heyrðu, áttu ekki hálfa, vinur“, þá líta þeir ósköp ró- lega á mann, og manni finnst að þeir hljóti að hugsa. Hvaða ræfill er þetta, sem á ekki nema fyrir hálfri. Jæja, síðan er svip azt um eftir tómri bjórflösku, og þegar hún finnst er allt klapp að og klárt. Þá er lagt af stað niður af hólnum, og ef bjórflaskan er áberandi skítug er hún skoluð lítilsháttar á „planinu“. Síðan er gengið á bak við hús, og snör handtök æfðra manna fara um flöskurnar, og áður en varir er bjórflaskan full, tappi sleginn í, og flöskunni troðið undir belt ið. Síðan lætur kaupandinn selj andann hafa sextíu krónur og viðskiptin eru þar með um garð gengin. Og þá er gengið frá hús inu aftur og þelr, sem ganga framhjá, álíta, að þessir menn hafi skroppið bakvið húsið til að létta eitthvað á sér. Það mun koma mörgum spánskt fyrir, að einmitt „gest ir Grand Hótels“ skuli fást við slíka iðju, og margir álita, að þeir séu einmitt manna fljótast ir að losa innihaldið úr brenni- vínsflöskum. En „gestirnir“ kunna að leggja saman tvo og tvo og þetta er auðveldasta leið in til að geta keypt nóg af víni, því alltaf eru nógir um boðið í „bokku“ á kvöldin í Reykjavík, Og auðvitað eru þetta fljóttekn ari peningar fyrir „Grand Hótels gestina" heldur en að vera að snapa tómar flöskur hingað og þangað. Og þá dettur mér í liug kon- an, sem var að fárast við mann inn sinn um, hvað margar tóm vr flöskur væru í kjallaranum. Nú, sagði maðurinn, það er ein kennilegt, og ég sem aldrei kaupi tómar flöskur. Áætlunarf erði frá Kaupfélagi Árnesinga Stokkseyri Eyrarbakki Selfoss Hveragerði Alla daga sumar og vetur. Reykjavík Frá Stokkseyri — Fyrarbakka — Selfossi — Hveragerði kl. 9,30 f.h. — 10,00 — — 10,30 — og kl. 4,00 e.h. — 11,00 — og — 4,30 e.h. Frá Reykjavík tvisvar á dag kl. 9. f.h. og 6,30 e.h. Kvöldíerðir frá Stokkseyri alla sunnudaga kl 9 e.h. yfir sumartímann. FJjótar ferðir. — Traustir og góðir bílar. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. Afgreiðsla austan fjalls í útibúum vorum og á Selfossi í Ferðaskrifstofu K. Á. - Kaupfélag Árnesinga

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.