Tíminn - 19.08.1951, Blaðsíða 6
r?
6.
TÍMINN, sunnudaginn 19. ágúst 1951.
186. blað.
ALLT FYKIR
ASTDÍA
í myndinni leikur Cornel
Wilde í fyrsta skipti á móti
konu sinni Patrica Knigth.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lina langsokkur
Sýnd kl. 3.
I
NÝJA BÍÓ
Þcgar grnndirnar
gróa
(Green Grass of Wyoming)
Gullfalleg og skemmtileg ný
amerísk æfintýramynd í eðli
legum litum.
Aðalhlutverk:
Peggy Cummins
Charles Coburn
Lloyd Nolan
Robert Arthur
og einn frægasti vísnasöngv
ari Ameríku:
Burl Ives.
dýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Saia Aefst kl. 1 e. h.
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐI
Astir og afbrot
(So evil my love)
Afarspennandi og vel leikin
amerísk mynd, byggð á sönn
um atburðum, er áttu sér
stað í Bretlandi 1866.
» j-u.Eí.
Aðalhlutverk:
Ann Todd
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 7 og 9.
•«
Munið
að
greiða
blaðgjaldið
Bergur Jónsson
Málaf 1 u tnin gsskrif stof a
Laugaveg 65. Slml 5833.
Helma: Vitastlg 14.
J*
(JiwAjujicjjoéÍLLlnriX- «£# tíe&aX)
0uu/éUi$urty
Austurbæjarbíó
Á vigaslóð
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Litla stúlkan í
Alaska
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
TJARNARBÍÓ
Í lieljar greipum
(Manhandled)
Afarspennandi og óvenjuleg
amerísk sakamálamynd.
Aðalhlutverk:
Dorothy Lamour
Dan Duryea
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Þokkaleg þrenning
Sprenghlægileg sænsk gam-
anmynd. Aðalhlutverk: Nils
Poppe.
Sýnd kl. 3.
GAMLA BIO
TYCOON
Stórfengleg og spennandi ný
amerísk kvikmynd í eðlileg-
um litum, er gerist í Andes-
fjöllunum í Suður-Ameríku.
Aðalhlutverkin leika:
John Wayne
Loraine Day
Sir Cedric Hardwicke
Sýnd kl. 5 oi; 9.
Ösknbuska
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 1 e. h.
HAFNARBÍÓ
1AGDAD
Glæsileg ný amerísk ævin-
týramynd í eðlilegum litum.
Maureen O’Hara,
Paul Chrlstian,
Vincent Price.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Einræðisherrann
(Duck Soup)
Sprenghlægileg amerísk gam
anmynd með hinum skop-
legu
Marx- bræðrum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutrygsinsuo*)
Smáíbúðir
(Framhald af 5. síðu)
aður undirbúningur að skipn-
lagningu þessa smáíbúða-
hverfis, sem á að rísa inn við
Grensásveg. Vel má vera að
þetta sé satt.
Hitt skiptir meginmáli, að
grundvöllurinn er ótraustur.
í Reykjavík er til nóg af smá-
byggingum. Smábyggingarnar
eru dýrustu byggingarnar þeg
ar alls er gætt. Menn skilja
það nú hversu mikil fásinna
er að vera með* f jölda smá-
húsa í gamla bænum. Mikið
þætti gefandi fyrir stórhýsi
I stað þeirra. Enn sorglegri fá-
sinna er þó. að fara nú að
byggja upp heilt hvefi af smá
húsum.
Engar íbúðarbyggingar eiga
rétt á sér nema í þeim séu
öll nútíma þægindi, svo sem
vatn, frárennsli, hiti, raf-
magn og sími, ennfremur góð-
ir vegir að þeim og samgöng-
ur. Þetta allt verður dýrast
í smáhúsin. Þetta er svo þungt
á metunum, að vegna þess er
mikil skammsýni hjá bæjar-
félaginu, að beita sér fyrir
byggingu á stóru smáhýsa-
hverfi.
Ef svo er haldið fram stefnu
þarf engan að undra þótt út-
svörin haldi áfram að hækka.
XX.
Bernhard Nordh:
llKOrtCL
VEIÐIMANNS
Starfsdag’ur
(Framhald af 4. síðu)
færa allt I lag og I sömu skorð
ur, sem það var, þegar vinna
hófst að morgm þennan dag.
Fleiri myndum mætti bregða
upp af athafnalifinu hér á
Bildudal, þegar Pétuv Thor-
steinson réði hér rikjum, svo
sem ef annríkinu, þegar skip-
in hans voru sett á sjó, síðia
vetrar, nær tuttugu talsins,
og þau útbúin til aflafanga
á hafinu, eða þegar þau voru
að loknum veiðitíma á haust-
in sett á land upp ,hvert við
annars hlið eftir eadiíóngum
malarkambinum innan v!ð
bryggjurnar. Þetta var ekki
hættulaust starf fyrir þá, sem
að því unnu, en giftu Péturs
og hagar.legar vinnuaðferðir,
scm útsjónarsemi hans lét við
hafa við þessi störf, voru þess
valdandi ,að engin slys urðu á
mönnum við þau, svo að ég
vissi til, þann tíma sem ég
dvaldi hér, enda var maðih-
sá, sem venjulega stjórnaði
þossu vandasama starfi me5
afbrigðum varkár, hagsýnn
og trúr við öll þau störf, sem
honum voru falin til forustu.
Þetta var Jón Einíksson,
sem mörgum hér var kunnur
sem stjórnandi íshúss Péturs
Thorsteinsons.
★
Athafnalifið á Bíldudal fyr-
ir og um aldamótin síðustu
mun ekki víða hafa átt sinn
líka hér á landi á þeim tíma.
enda hefir þess oft verið get-
íð i ræðu og riti.
Ég skal nú ekki hafa orð
mín öllu fleiri, þótt minn-
ingarnar hvísli í eyru mér
við þetta tækifæri ótal mörgu
.frá hinum löngu liðna tíma.
Margar þessar minningar
eru meira en 50 ára gamlar,
en einmitt fyrir það eru þær
mér dýrmætari og kærari, en
þær minningar, sem yngri
eru.
Ég vil enda orð mín með
því að óska Bíldudal og öllum
íbúum hans allra heilla i nú-
tíð og framtíð. Hamingja og
farsæld fylgi öllum þeim störf
um, tem hér eru unnin og
verða unnin um ókomin ár.
Guð blessi Bildudal.
VAVAftMAWAWW 94. DAGUR AW.WW.W'
Allir í fjallabyggðunum þóttust þess fullvissir, að Lappa-
Köru væri meira vald gefið en presti og sýslumanni til sam-
ans. Gat presturinn látið blóð drjúpa út um heilt hörund?
Nei. Hann las bænir og talaði við drottinn himnanna, en
sjálfur var hann ekki máttugri en hinn minnsti jarðar-
maðkur. Og sýslumaðurinn — gat hann feykt frostþokunni
af kornökrum og kartöflulendum? Enginn hafði séð hann
gera það. Sýslumaðurinn gat látið járna menn, en hann
gat ekki sent á vettvang bjarndýr, sem drap fólk og fénað.
Og sá presturinn í gegnum holt og hæðir — tíu mílna veg?
Ó-nei. Það var ekki langt frá nefinu að bókinni, og i bókum
varð ekki lesið, hvað var að gerast þá og þá stundina í óra-
fjarlægð, eða gerast átti á morgun eða hinn daginn.
Vald Lappa-Köru var mikið, og hefði ætternj nokkurt
gildi, þá átti hún líka til slíkra að telja. Langafi hennar hafði
verið frægur heiðingjaprestur, sem með aðstoð töfratrumbu
losaði sálina úr líkamanum og lét hann fljúga óraleiðir allt
inn í dánarheima og koma þaðan aftur með vísdóm og speki.
Hann hafði fært guðunum fórnir — gengið með þungan
málmpott i broddi auðmjúkrar fylkingar trúaðra Lappa og
ýrt hreindýrablóði í andlit guðanna. Skínandi af feiti og
blóði höfðu hin ginhelgu goð lofað góðri veiði og mikilli
viðkomu í hreindýrahjörðinni, boðað Löppunum langlífi, en
óvinum þeirra dauða og tortímingu .
Enginn spurði um það, hvers vegna Lappa-Kara hefði vald
yfir bjarndýrunum. Hún var gædd því valdi, og það var nóg.
Faðir hennar og afi — margar kynslóðir allt aftur í gráa
forneskju höfðu sótzt eftir þjónustu bjarnarins. Þeir höfðu
drepið bjarndýr og barið skrokkinn með lurkum, unz hinn
illi andi hröklaðist úr honum, etið kjötið, blíðkað hinn þjón-
ustusamlega anda hans með auðmjúkum særingum og dýr-
um söngvum. Þessi andi lifði frá kynslóð til kynslóðar, og
hann var handgenginn sjálfum guðunum. Með vin guð-
anna til fulltingis var hægt að bjóða flestu byrgin. Sær-
ingar, sem viðhafðar höfðu verið öld frám af öld, tryggðu
þeim, sem björninn vildi þjóna, aðstoð hans. Þeim varð hann
hlýðinn þjónn, sem bjó þeim dauða, er slík örlög höfðu ver-
ið kosin, hvar svo sem hann var að finna.
Lappinn Níels, sem var í frændsemi við konu Tómasar,
sagði undarlegar sögur, er brennivínið steig honum til höf-
uðs. Hann var fátækur maður og fótfúinn orðinn, og fór
ekki framar langt inn á öræfin. Einu sinni hafði hann átt
mörg hundruð hreindýr, en stormurinn hafði tortímt þeim
öllum, hrakið þau fram af hömrum í svo magnaðri gern-
ingahríð, er djöflarnir stigu trylltan dans, að ekki sást út úr
augunum. Þegar brennivinið yljaði blóð hans, steig hann upp
á fjall nýrrar skynjunar, og þá greindu eyru hans, að Lappa-
Kara átti trumbu, sem var henni lykill að valdinu yfir
leyndardómum hinna huldu heima. Hann hvíslaði aðeins,
svo að vindurinn skyldi ekki svipta hann röddinni. Stundum
barst prestinum það til eyrna, er hann átti ekki að vita, og
sýslumaðurinn var eins og snælda, ef hann heyrði nefnda
galdra. En allsgáður sór Níels þess dýran eið, að Kara ætti
ekkert í fórum sínum, er benti til þess, að hún hefði selt
sig djöflinum. — Ekki Kara — nei! Kvenfólk gat ekki
handleikið töfratrumbur á réttan hátt.
En honum var ekki nóg að segja þetta. Fyrr á tímum
hafði hann tekið sér fyrir hendur langar ferðir til leyndra
staða, þar sem hann vænti hjálpar gegn hvatvísri tungu
sinni. Hann tuggði góðar jurtir og lét skordýr skríða á
tungunni í tannlausum munni sínum, svo að hún öðlaðist
þrótt til þess að standast áhrif brennivínsins.
En sagan um trumbuna lifði. Það var fullyrt, að Lappa-
Kara hefði eignazt hana, er dauðinn lagði hönd sína yfir
munn og nasir föður hennar og dró öndina úr vitum hans.
Og það var satt. Faðir Lappa-Köru hafði átt forna trumbu
í helli í fjallinu. Þótt nýir guðir kæmu til sögunnar, var
ekki gott að svíkja hina gömlu, sem þegið höfðu auömýkt
óteljandi kynslóða. Nýju guðirnir gátu verið góðir á sinn
hátt, en þess var varla að vænta, að þeir hefðu vit á þörfum
hreindýra eða skaðræði úlfsins, kynnu að umgangast björn-
inn eins og vera bar eða hefðu á reiðum höndum ráð gegn
óveðri eða sjúkdómum.
Lappa-Kara hafði verið gift. Guð hjálpi sál þess manns!
Hann dó um nótt, er himinninn stóð í ljósum loga — um
nótt, er frostið var svo hart, að andardráttur manns varð
að klakadrönglum við vitin. Þegar dagaði í austri hélt Lappa-
Kara I helli föður síns, tók þar hamar, gerðan úr hreindýrs-
horni, og lét höggin ríða á hið harða og forna leður trumb-
unnar.