Tíminn - 30.08.1951, Blaðsíða 3
195. blað.
TÍMINN. fimmtudaginn 30. ágúst 1951.
3.
Félagsmannatala og vörusala kaupfélaganna,
sem eru í SlS, á síðastliðnu ári
F élagsmenn Fastir starfsmenn V ö r u s a 1 a
í árslok ’50 Yerzl.m. Aðrir Samt. Aðkeypt. vörur Sala fyrirtækja fél. Innlendar vörur Samtals
K.R.O.N., Reykjavík . 5847 84 22 106 22.492.505.73 992.428.90 23.484.934.63
K.S.B., Akranesi 565 19 19 5.677.218.83 282.940.53 5.960.159.36
K.B.B., Borgarnesi ... 1240 16 39 55 8.815.332.04 9.733.944.65 7.984.156.98 26.533.433.67
K.F.H.S., Sandi 78 3 3 852.369.79 558.590.08 1.410.959.87
Dagsbrún, Ólafsvík ... 90 4 4 1.481.514.35 520.737.08 2.002.251.43
K. St., Stykkishólmi . 595 19 8 27 3.943.432.81 978.352.24 1.993.503.21 6.915.288.26
K. Hv., Búðardal 205 5 5 2.234.090.91 2.361.084.41 4.595.175.32
K.S.S., Salthólmavík . 70 2 1 3 668.792.08 507.738.07 1.176.530.15
K.K., Króksfjaröarnesi 94 1 1 1.173.931.49 937.599.18 2.111.530.67
K.F.F., Flatey 149 3 3 845.756.72 700.458.00 1.546.214.72
K.R.P., Hvalskeri 24 1 1 222.766.47 139.697.66 362.464.13
K.P.P., Patreksfirði ... 141 2 2 733.015.51 115.290.71 848.306.22
Örlygur, Gjögrum 35 ( 1 1 257.576.16 214.992.98 472.569.14
K.T., Sveinseyri 38 2 2 565.020.07 131.565.45 696.585.52
K.A.B., Bíldudal 130 3 1 4 1.153.695.99 129.669.23 716.825.03 2.000.190.25
K.D., Þingeyri 136 5 5 10 1.523.180.39 1.387.308.39 1.155.578.24 4.066.067.02
K.Ö., Flateyri 140 3 3 1.655.778.32 326.781.53 1.982.559.85
K. Sú., Suðureyri 101 3 3 1.316.627.84 101.969.57 1.418.597.41
K.Í., ísafirði 1073 34 6 40 10.077.998.67 570.000.00 1.001.744.83 11.649.743.50
K.St.N., Norðurfirði ... 78 2 2 745.674.36 577.757.81 1.323.432.17
K.S.H., Hólmavík 515 6 6 12 2.601.169.56 2.945.366.83 5.546.536.39
K.B.Ó., Óspakseyri ... 35 2 2 359.363.72 263.252.61 622.616.33
K.F.H.B., Borðeyri ... 117 3 1 4 1.325.625.89 711.093.41 2.036.719.30
K.V.H., Hvammstanga 457 6 5 11 4.026.760.78 2.748.045.95 6.774.806.73
K.H., Blönduósi 623 10 2 12 4.266.225,17 705.857.24 4.972.082.41
S.A.H., Blönduósi 384 8 8 5.178.246.49 5.178.246.49
K.A.S.T., Skagaströnd . 238 5 5 10 1.693.690.37 1.519.741.34 312.789.24 3.526.220.95
K.S., Sauðárkróki ... 1027 22 21 43 8.059.491.13 5.109.383.46 6.953.091.43 20.121.966.02
K.A.S.H., Hofsósi 229 5 2 7 2.156.390.66 1.113.939.54 1.420.293.93 4.690.624.13
S.F.H., Haganesvík . .. 156 3 3 1.000.398.19 62.386.27 1.195.010.69 2.257.795.15
K.F.S., Siglufirði 868 11 4 15 3.888.906.34 159.732.50 128.844.91 4.177.533.75'
K.Ó., Ólafsfirði 259 6 2 8 1.628.455.21 575.521.93 105.128.11 2.309.105.25
K.V.A., Akureyri 349 6 6 12 1.347.058.10 222.278.92 1.569.337.02
K.E.A., Akureyri 4694 162 201 363 42.040.627.79 28.661.597.40 32.096.170.83 102.798.396.02
K.S.Þ., Svalbarðseyri . 262 4 1 5 2.185.052.77 1.308.821.59 3.493.874.36
K.Þ., Húsavik 1353 20 19 39 8.893.705.89 3.548.117.89 4.904.330.43 17.346.154.21
K.N.Þ., Kópaskeri ... 473 15 6 21 5.019.627.74 409.889.97 5.183.750.28 10.613.267.99
K.L., Þórshöfn 324 9 3 12 3.737.911.69 4.279.359.47 8.017.271.16
K.V.V., Vopnafirði ... 219 7 3 10 3.472.965.33 2.917.835.47 6.390.800.80
K.B.E., Borgarfirði ... 124 2 2 1.599.666.58 1.463.778.40 3.063.444.98
K.A.S., Seyðisfirði ... 206 6 1 7 1.762.435.45 612.846.18 2.375.281.63
Fram, Norðfirði 415 7 2 9 2.995.567.79 797.258.35 3.792.826.14
Björk, Eskifirði 178 5 5 1.242.145.21 579.954.72 1.822.099.93
K.H.B., Reyðarfirði ... 644 14 22 36 7.937.900.50 488.071.04 8.741.187.47 17.167.159.01
K.F.F.B., Fáskrúösfirði 168 7 1 8 1.894.034.62 689.053.84 2.583.088.46
K.S.F., Stöðvarfirði ... 162 5 5 2.113.147.87 1.551.355.15 3.634.503.02
K.B.F., Djúpavogi 141 6 2 8 2.357.484.13 1.746.554.29 4.104.038.42
K.A.S.K., Hornafirði . 336 9 3 12 4.461.731.51 5.094.179.96 9.555.911.47
K.S.V.K., Vík 722 10 16 26 4.287.642.52 1.025.491.66 1.179.383.82 6.492.518.00
K.R.Á., Hvolsvelli 593 18 10 28 6.325.795.70 329.076.43 992.061.14 7.646.933.27
K.Á., Sigtúnum 1750 48 170 218 21.128.349.84 5.851.394.89 1.332.251.43 28.311.996.16
K.S.K., Keflavík ...:. 861 22 22 7.514.702.08 7.514.702.08
K.f.K., Hafnarfirði ... 936 17 17 6.206.254.80 6.206.254.80
Garðar S. Gíslason
kjörinn form. F.R.Í.
Fjórða ársþing Frjálsíþrótta
sambands íslands lauk ný-
lega. Þingið sóttu 26 fulltrú-
ar frá 6 héraðssamböndum og
hefir þátttaka aldrei verið
meiri. Þingforseti var kosinn
Jón Magnússon frá Hafnar-
firði, en þingritari Gunnar
Vagnsson, Reykjavík.
Formaður FRÍ, Jóhann
Bernhard, flutti skýrslu
stjórnarinnar um störfin á ár
inu, og Árni Kjartansson,
gjaldkeri, las upp reikninga.
Bar skýrsla stjórnarinnar
þess glöggt vitni, að mikið
hefir verið starfað á árinu,
sem hefir verið mjög happa-
sælt fyrir íslenzk íþróttamál,
Nokkrar umræður urðu um
skýrslu stjórnarinnar og reikn
inga. en áður höfðu nefndir
skilað áliti. Nokkrar tillögur
voru samþykktar, svo og laga-
breytingar. M. a. v^r sam-
þykkt að láta semja reglu-
gerð um hegðun og framkomu
íslenzkra íþróttaflokka utan-
lands og innan, sem skylt yrði
að fara eftir. Síðar mun verða
geitið hér í blaðinu helztu sam
þykkta þingsins.
Er gengið var til stjórnar-
kjörs komu fram tvær tillög
ur um formann og var stungið
upp á Garðari S. Gíslasyni
og Jóhanni Bernhard. Jóhann
lýsti þá yfir að hann myndi
ekki gefa kost á sér í for-
mannssæti. Var Garðar S.
Gíslason síðan kjörinn for-
maður Frj álsíþróttasambands
íslands. Með honum í aðal-
stjórn voru kjörnir þeir Jó-
hann Bernhard, Bragi Krist-
jánsson, Brynjólfur Ingólfs-
son og Gunnar Vagnsson, all-
ir frá Reykjavík. Stjórnin
skiptir síðan sjálf með sér
verkum. í varastjórn voru
kjörnir þeir Jón M. Guömunds
son, Reykjum, Skúli Guð-
mundsson og Stefán Sören-
sen, báðir úr Reykjavík.
í frjálsíþróttadómstól voru
kjörnir Baldur Möller, Kon-
ráð Gíslason og Sigurður S.
Ólafsson.
Þess má geta, að Lárus Hall
dórsson, sem hefir verið í
stjórn FRÍ frá byrjun baðst
undan endurkosningu, og
eins Oliver Steinn, sem átti
sæti í stjórn FRÍ á síðasta
ári.
Tvísýn tugþrautar-
keppni í september
Nokkrir beztu frjálsíþrótta-
menn okkar ætla að reyna
með sér í tugþraut aðra eða
þriðju helgi í september, eft-
ir því sem veður leyfir.
Hér verður um mjög
skemmtilega og jafna keppni
að ræða og má búast við góð-
um árangri. Skemmtilegsta
keppnin mun standa milli
Hauks Clausen, Finnbjarn-
ar Þorvaldssonar ÍR, Torfa
Bryngeirssonar og Ásmundar
Bjarnasonar KR, og ættu
þessir menn að geta náð 6300
—6700 stigum í hagstæðu
veðri, og er það árangur, sem
vel er boðlegur á alþjóðamæli
kvarða. Erfitt er að spá hver
þessara manna hlýtur flest
stig, en sennilega er Hauk-
ur jafnastur, en Jorfi á aft-
ur á móti tvær góðar grein-
ar. langstökk og þá sérstak-
lega stangarstökk, sem hinir
geta ekki mikið í. Finnbjörn
er einnig mjög jafn, góður í
spretthlaupunum eins og
Haukur og Ásmundur, og er
einnig sæmilegur í stókkun-
um, en frekar linur í köstun-
um nema spjótkasti.
Þá eru einnig nokkrir aðr-
ir, sem ættu að geta náð góð-
um árangri um 6000 stig og
má þar nefna Sigurð Frið-
finnsson, Þorstein Löve og
Inga Þorsteinsson og ætti
keppnin milli þeirra aö geta
orðið tvísýn. Skemmtilegt
væri einnig að fá fleiri kepp-
endur með, því margir fleiri
ættu að geta náð árangri
milli 5000—6000 stig, og dett-
ur mér þá helzt í hug Guð-
mundur Lárusson, sem náði
ágætum árangri í fimmtar-
þraut í fyrrasumar.
Sem sagt, ef allir þessir
menn gætu tekið þátt í tug-
þrautarkeppninni má búast
við að þetta verði ein skeminti
legasta frjálsíþróttakeppni
sumarsins, ef það veröur ekki
sú skemmtilegasta.
Skýrsla sú, sem hér fer á
undan, birtist í seinasta
hefti Samvinnunnar. Gefur
hún nokkra yfirsýn yfir vöru
sölu kaupfélaganna á síðast-
liðnu ári, félagsmannatölu og
fjölda fastra starfsmanna hjá
hverju og einu. Hefir Krist-
leifur Jónsson, eftirlitsmaður
sambandsfélaga SÍS, látið
Samvinnunni þessa skýrslu í
té, svo og eftirfarandi heildar
upplýsingar um hag félag-
anna:
Heildarsala sambandsfél.
millj. kr. millj. kr.
1949 1950
Aðkeyptar vörur 203 236
Innlendar afurðir 105 118
Eigin fyrirtæki 48 63
Rekstursafkoma félaganna
var mjög svipuð og árið áð-
ur. Tekjuafgangur, áður en
lagt var í sjóöi, var 5,9 millj.
kr. og yfirfært frá fyrra ári
1,5 millj. kr. Þessu var ráð-
stafað þannig:
Úthlutað til félagsm. 0,4 millj
Lagt í stofnsjóð 1,9 —
Lagt í sameignarsjóöi 2,9 —
Aukaafskriftir o. fl. 0,2 —
Yfirfært til næsta árs 2,0 —
Á árunum 1941—1950, að
þeim báðum meðtöldum, end
urgreiddu sambandsfélögin til
félagsmanna sinna af tekju-
afgangi samtals 22,6 millj. kr.
Birgðir innlendra og að-
keyptra vara, að meðtöldum
birgöum fyrirtækja, hafa auk
izt um 11,3 millj. kr. í 72,4
millj. kr. í árslok 1950.
Fasteignir og áhöld hafa
hækkað um 10 millj. kr. og
bókfært verð þeirra í árslok
1950 var 68,5 millj. kr.
Stofnsjóður félagsmanna
var í árslok 1950 19,5 millj.
kr. og sameignasjóðir voru á
sama tíma 34,8 millj. kr.
Valur sigraði í
hraðkeppninni
Hið árlega hraðkeppnismót í
úti-handknattleik kvenna fór
fram í Engidal við Hafnarfjörð
um helgina. Sex félög tóku þátt
í mótinu og fór undankeppni
fram á laugardaginn.
Útsláttarkeppni var og þáð
félag, sem tapaði einum leik,
var úr leik. Á laugardag urðu úr
slit þau, að Valur vann FH 6—■
2, Fram vann KR 6—2 og Týr,
Vestmannaeyjum, vann Hauka
með 5—1.
Ðaginn eftir fóru úrslitaleik-
irnir fram. Fyrst kepptu Fram
og Týr og urðu þau úrslit að
Fram sigraði með 3—2 eftir
framlengdan leik. Síðan kepptu
Valur og Fram því til úrslita og
sigraði Valur með einu marki
gegn engu, enda má segja að
Fram-stúlkurnar hafi verið
þreyttar eftir hinn erfiða leik
við Vestmannaeyjastúlkurnar. t