Tíminn - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1951, Blaðsíða 6
iimlwí- Á villigötnm Afburöa spennanðl ný amerísk sakamálamynd um hina brennandi spurningu nútímans kjarnorkunjósnirn ar. Louis Hayward, Dennis O’Keefe, Louise Allbritton. Bönnuð fyrir börn. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Scott snðurheim- skautsfari (Scott of the Antarctic) Mikilfengleg ensk stórmynd í eðlilegum litum, sem fjall- ar um síðustu ferð Roberts Palkons Scotts og leiðangur hans til suðurskautsins árið 1912. Aðalhlutverkíð leikur enski afburðaleikarinn John Mills Sýnd kl. 5, 7 og 9. Salá hefst kl. 1 e. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Á vígaslóð (Rock Island Trail) jAlveg sérstaklega spennandi | og viðburðarík ný amerísk [kvikmynd tekin í litum. Forrest Tucker Adela Mara Bruce Cabot Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Munið nð greiða hlaðgjaldið Bergur Jónsson í Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Síml 5833. Helma: Vitasfcíg 14. tfmuAju*gJo0MAjiaJL etu SeJtaJO 0uu/eUi$u/ *. TÍMINN, laugardaginn JL. september 1951. 196. blað. Austurbæjarbíó Ekki er allt með felldu Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Við höfnina (Waterfront at midnigth) Ný amerísk leynilögreglu- mynd, spennandi og nýstár- leg. Aðalhlutverkr William Gargan Mary Beth Hughes Bönnuð börnum Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aukamynd: Eitt ár í Kóreu Myndin er tekin á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýn ir styrjöldina í Kóreu um 12 mánaða skeið. Myndin er mjög fróðleg og lærdómsrík. "---—*-----—— GAIVELA BÍÓ Milli tveg'gja elda (State ofg the Union) Amerisk stórmynd gerð af Frank Capra eftir Pulitzer- verðlaunaleikriti Hovvards Lindsay og Russels Crouse, höfunda leikritsins „Pabbi'. Aðalhlutverk: Spencer Tracy Katharine Hepburn Van Johnson Angela Lansbury Sýnd kl. 5 og 9. ■<: nii o ema >-»■» .»»««1x1 wn c HAFNARBÍÓ LOVISA Mjög skemmtileg ný amerísk gamanmynd, sem fjallar um þegar amma gamla fór að „slá sér upp“. — Skemmti- legasta gamanmynd sumars ins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Etanríkisfrétta- ritarinn (Foreign Correspondent) Mjög spennandi og fræg am erísk mynd um fréttaritara, sem leggur sig í æfintýra- legar hættur. Joel McCrea Laraine Day Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN gerir ekkl boð á undan sér. Þeir, sem ern hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutrygginguw skírnina Dcilan um (Framhald af 4. síðu) vera orönir trúaðir, verið inn- siglaðir með Heilögum Anda, sem yður var fyrirheitin og er pantur arfleifðar vorrar, pant ur þess, að þér erum endur- leystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar." Mín reynsla í þessum efn- um er sú, að ég endurfæddist haustið 1936. Veturinn eft- ir lét ég skírast niðurdýfing- arskírn og haustið 1937 skírð- ist ég í Heilögum Anda. Það bar til á bænasamkomu. Ég hafði átt í mikilli innri bar- áttu undanfarandi tíma. Mig hungraði og þyrsti eftir þeim andlega krafti, sem ég hafði lesið um í biblíunnj og heyrt aðra vitna um. Svo skeði það á þessari bænasamkomu, að ég sjálfur fékk að reyna þetta. Anda. Það var eins og minni innri veru væri sökkt niður í náðarhaf Drottins. Þessu verð ur ekki með orðuin lýst, |>að er of dásamlegt til þess. Sam- hliða þessu braust fram af vör um mínum kröftugt tungu- tal og er það í samræmi við það, sem sagt er frá í Post. 2. 4., 10. 46. og 19. 6. Þessi dá- samlega reynsla, sem skeði ári eftir endurfæðingu mína og mörgum mánuðum eftir að ég lét skírast í vatni, var jafn raunveruleg eins og sjálf end- urfæðingin og vatnsskírnin. Þetta var ekki aðeins augna- bliksreynsla, heldur hefir hún haft áframhaldandi þýð- ingu í mínu andlega lífi. Það fyrsta, sem ég tók eftir, var hve Guðs Heilaga Orð varð mér meira opið og lifandi, á sérstakan hátt. — Ég orðlengi þetta ekki nú. En fyrir mér er skírn Heilags Anda svo dýrmæt og mikils virði, að ég á engin orð, sem geta túlkað þakklæti mitt til Drottins, fyrir þessa dásamlegu gjöf. Milljónir manna í heiminum geta tekið undir þetta og hundruð á íslandi! Þó þess sé þörf og ástæða, þá f er ég ekki nánar út í þessa Bjarmagrein. Að síðustu vil ég bæta þessu við. Mér þykir vænt um Bjarma og les hann yfirleitt mér til ánægju. En það ættu þeir, sem vilja vinna að einingu og innri styrk Lúthersku kirkjunnar, að gera sér ljóst, að ástæðan fyrir því að meðlimir hennar yfirgefa hana og mynda svo- kallaða sértrúarsöfnuði, er oft sú, að leiðandi menn kirkj- unnar útiloka eitt og annað af því, sem Orð Guðs Ijóslega kennir. Þetta heyrir undir það, sem Jesús sagði, að þeir meta meira erfikenningar manna, heldur en boð Guðs. Þegar einlægir einstakling- ar innan kirkjunnar vakna upp til lifandi athugunar á Orðinu, leiðir það oft til þess, að árekstur verður milli þeirra annars vegar og kirkjunnar hinsvegar. Andlega Ijósið fær ekki lífsrúm innan kirkjunn- ar og svo endar það gjarnan með því, að þessir einstakling- ar hverfa frá kirkjunni og mynda samfélag utan henn- ar, þar sem þeir fá notið sín. Ef kirkjan á ekki að klofna og tvístrast í þeirri vakningu, sem nú er í undirbúningi að brjótast út hér á landi, þá verð ur hún að veita eðlilegt lífs- rúm fyrir þann sannleika. sem hún hefir annað hvort barist í móti eða sniðgengið, t. d. varðandi biblíulega skírn í vatni, skírn með Heilögum Anda og náðargáfurnar, sem eiga að vera starfandi í hverj um sannkristnum söfnuði. Sauðárkróki, 23. ágúst 1951. Konráð Þorsteinsson, WV.V.V.’.WAV.V.VAWAV.WAV.'.V.V.’.V.WiWWV 1 g é . Bernhard Nordh: i í J'éeitkona, í VEIÐIMANNS íwv.v.v.v.v.v.v.v,104' DAGUR ^v.wnv.v.ww.vv XXXI. Lappar og frumbýlingar komu út úr kapellunni og depluðu augunum á móti sólskininu. Hinni fyrstu predikun dagsins var lokið, fimm börn höfðu verið skírð og tvenn hjón gefin saman. Nú átti að setjast að snæðingi, og að því loknu átti að jarða hina látnu. Ingibjörg þrýsti hendur Ellu. Brúðurin var rjóð í kinn- um, en þurfti þó ekki að blygðast sín fyrir neitt. Hún gat borið höfuðið hátt. Hún hafði haft eftir prestinum hin réttu orð og ekki orðið mismæli, og hún hafði sagt já hátt og skýrt, svo að allir máttu heyra. Nú var hún eiginkona Ei- lífs Alfreðssonar í blíðu og stríðu, og hún vissi hvað hús- tafla kirkjunnar lagði eiginkonu á herðar. Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og þaö væri drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar að sínu leyti eins og Krist- ur er höfuð safnaðarins. En eins og söfnuðurinn er und- irgefinn Kristi, svo og eru konurnar mönnum sínum í öllu. Konurnar skulu elska menn sína, vera siðlátar, grand- varar, heimilisræknar, hlýðnar og mönnum sínum und- irgefnar, svo að guðs orð ekki óvirðist.... Alfreð Hinriksson bauð gestum til matar. Ættmenni Ellu voru ekki mörg, og það var ekki amast við því, þótt Ingi- björg fylgdi með. Það hafði verið gert ráð fyrir, að hér yrði fleiri að seðja. Júdit þorði ekki að andmæla, þótt hún titraði af ótta í návist Ingibjargar. Og presturinn var á bandi Ingibjargar — presturinn, sem predikaði um synd og refsingu, svo að brennisteinsþefinn lagðf að vitum fólks. Átti hún sök á því, þótt Ólafur færi til Lappa-Köru? Syndir Ingibjargar voru varla minni. En bún hafði ekki augu syndarans. Þau hróp- uðu á hegningu og fyrirdæmingu, og svo grimmúðleg augu gátu ekki verið guði þóknanleg. Júdit þráði það eitt að losna sem fyrst við þessi augu. Alfreð Hinriksson reyndi að dylja gremju sína yfir því, að Júdit skyldi vera ógift eftir sem áður. Hann drakk jafnt og þétt úr brennivínskönnunni og bauö Jónasi Péturssyni með sér. Jú — nú voru þeir orðnir tengdamenn og enn meiri hefðu tengdirnar verið, ef Árni hefði ekki flanað í gin á bjarndýri. Júdit skipti litum, því að hún fann augu Ingibjargar hvíla á sér. Hún bauð matinn af óeðlilegri ákefð og reyndi að beina talinu að einhverju öðru, svo að Ingibjörg færi ekki að tala um Ólaí og Lapþa-Köru. Jónasi Péturssyni hafði verið stirt um mál, en nú fór hann samt að ympra á ýmsu, sem hann hafðj verið að hugsa um allan morguninn. Ella átti kú og nokkrar kýr, sem sækja þurfti í Akkafjall. Jú — það var heimanmundurinn. Það hefði verið haganlegt, að þau Eilífur og Ella hefðu kom- ið með honum í Akkaf jall nú fyrir sláttinn. Og hvernig var með landrými í Grenivík? Það var nóg af góðu og óbrotnu landi í Akkafjalli, og yrði það svo, að hvorugur sonanna kæmi heim aftur, þá lægi allt, sem til væri í Akkafjalli, þeim Ellu og Eilífi í höndum. Nú vildi hann, að þau kæmu fyrst í heimsókn, svo Eilífur gæti séð staðinn og sagt vilja sinn. Seinna var hægt að tala um það, hvort þau þyrftu að byggja nýtt hús. Alfreð Hinriksson rétti fram loðna hönd sína. Þessi orð létu honum vel í eyrum. Það var gott að fá kúna og kind- urnar, og ræða mátti líka um það, hvort Eilífur ætti að flytja í Akkafjall með konu sína. Raunar var allmikið land í Grenivík, en þar var líka á milli margra að skipta, og sjálf- ur var hann enn í fullu fjörf og hafði ekki hug á að hætta búskap. Ella þorði varla aö líta upp. En glöð var hún. Að fá að koma heim í Akkafjall! Hún reyndi að seilast eftir hönd Eilífs til þess að þrýsta hana, en það var ekki auðvelt að ná I henni. Eilífur var þungt hugsi. Vetrarlangt hafði hann unn- ið að því að byggja sér nýtt hús og nú var það fullsmiðað. Júdit hlustaði ekki á samræðurnar. Þær voru henni óvið- komandi. Vildi bróðir hennar flytja í Akkafjall,-þá máttl hann það. í þann fordæmingarinnar stað gat enginn dregið hana. Jafnvel móðir Árna kunni líka fyrir sér og þóttist vera hölt, svo að hún þyrfti ekki að fara til kirkju og hlusta á prestinn. Júdit reyndi aö hrekja frá sér allt, sem minnti á Akkafjall. Hún renndi augunum yfir að skógarjaðrinum og upp um kjarrbrekkurnar og beið færis að sleppa brott. Við skógarjaðarinn sat beinaber frumbýlingurinn og nag- aði þurrkaðan hreindýrsbóg. Hann hafði dregið sig frá öðr- um, því aö hann vildi ekki auglýsa fátækt sína fyrir svo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.