Tíminn - 01.09.1951, Blaðsíða 5
196. blað.
TÍMÍNN, laugardaginn 1. september 1951.
Laugard. 1. sepí.
Ottinn við sarastarf
alþýðustéttanna
Grein um stjórnarskrár-
máljð, er nýlega birtist hér
í blaðinu, hefir komið illa við
taugar Stefáns Péturssonar
og ef til vill fleiri ráðamanna
Alþýðuflokksins. Stefán hefir
birt um hana langa forustu-
grein í blaði sínu og mun vera
von á fleirum frá hans hendi.
í umræddri grein, sem birt
ist hér í Tímanum, var hald-
ið fram þeirri stefnu að að
skilj a ætti framkvæmdavald
og löggjafarvald. Alþingi ætti
að fara meö löggjafarvaldið,
eins og hingað til, en þjóðkjör
inn forseti ætti að fara með
framkvæmdavaldið. Ýms rök
voru færð þessari tilhögun til
stuðnings. Hér verða þau ekki
rifjuö upp né það, sem fund-
’er tilhögun þessari til foráttu,
því aö grein Stefáns gefur
ekki tilefni til þess. í grein
Stefáns er undantekningar-
.laust gengið fram hjá þvý að
ræða nokkuð kostj og galla
þessarar ti]högunar,heldur er
þar lýst ótta, sem viröist nú
þjá hann og ýmsa aðra leið-
toga Alþýðuflokksins í sam-
bandi við umrædda uppá-
stungu.
Ótti Stefáns og sálufélaga
hans er í stuttu máli á þessa
leið:
Ef umrædd tilhögun kæm-
ist á, mypdi það að öllum lík-
indum leiða til þeirrar breyt-
ingar á fiokkaskipun
landsins, að hér mynduðust
tvær aðalfylkingar, íhalds-
samir mehn' ahnars vegar og
framsæknir o.g róttækir menn
hins vegar. Slik þreyting
myndi geta haft það í för með
sér, að Alþýðuflokkurinn
hyrfi úr sögunni í þeirri mynd,
sem hann er nú.
Þessi ótti er vissulega ekki
með öliu ástæöulaus. Þeir
kjósendur, er nú skipa hina
þrjá svonefndu vinstri flokka
landsins og samleið geta átt,
yrði þá að taka upp nýja
starfshætti. Þeir kjósendur
yrðu þá annað tveggja að
þoka Sér saman í einn flokk
eða eina fylkingu ellegar að
horfa upp á það, að íhalds-
öflunum yrði látið eftir að
ráða lögum og lofum í land-
,iru.
Ótrúlegt væri, að sundrung
vinstri aflanna myndi þá
haldast lengi. Þau yröu þá
neydd til þess að finna leið
til samstarfs. En vitanlega
gæti það haft í för með sér
gerbreytingu á starfshá.ttum
þeirra flokka, sem nú eru, og
leitt til þess að ýmsir upp-
gefnir foringjar yrðu að þoka
um set.
Frá þessu sjónarmiði getur
ótti manna eins og Stefáns
Féturssonar verið vel skilj-
anlegur.
Frjálslyndir og framsækn-
ir menn ættu hins vegar ekki
að þurfa óttast það, þótt til
siíks kæmi, Það óheillaástand,
sem ríkt hefir hérlendis á
annan áratug, stafar framar
öðru af því, að hin svonefndu
vinstri öfl hafa skipzt í ósam-
stæða og fjandsamlega flokka
meöan íhaldsöflin liafa staðið
sameinuð í einum vel skipu-
lögðum fiokki, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er. Afleið-
'ingar þessarar óheillaþróunar
íslendingar eiga marga beztu frfáis-
iþróttamenn í Evrópu
Skí’á mn beztu íþróttaafrek Evrójmmauiiia á þessu ávl.
Tíminn birtir hér í dag afrekaskrá Evrópu í frjálsum íþrótt
um eins og skráin var um 30. ágúst. Er hér að nokkru stuözt
við skrá, sem birtist í norska íþróttablaðinu nýlega, en afrek,
sem unnin hafa verið síðan, er bætt inn í. Eins og sjá má af
skránni, skipa íslendingar bar mörg sæti. Torfi Bryngeirs-
son er beztur í stangarstökkinu, og Gunnar Huseby annar í
kúluvarpi og framarlega í kringlukasti. Þá er Örn Clausen
þriöji í 110 m. grjndahlaupi, en röðin í tugþrautinnj er ekki
birt hér, en þar er Örn annar. Þá skipa sprctthlauparar okk-
ar sér einnig í fremstu röð, en þess ber að geta, að Haukur
Clausen nnði árangri sínum í 100 m. hiaupinu í nokkrum
meðvindi.
á dag
100 m. hlaup:
McDonald Baily, England 10,2
Heinz Fútterer, Þýzkalandi 10,4
Vladimir Sucharev, Rússl. 10,4
Haukur Clausen, ísiand 10,5
Hans Geister, Þýzkaland 10,5
Evald Kiszka, Pólland 10,5
Levan Sanadze, Rússland 10,5
Lev Kaljajev, Rússland 10,5
Werner Zandt, Þýzkaland 10,5
Aldo Penna, ítalía 10,5
200 m. hlaup:
McDonald Baiiy, England 20,9
Peter Kraus, Þýzkaland 21,1
John C. M. Wilkinson, Engl. 21,2
Vladimir Sucharev, Rússl. 21,2
Brian Shenton, England 21,4
Werner Zandt, Þýzkaland 21,4
Karl-Friedrich Haas, Þýzkal. 21,5
Hans Geister, Þýzkaiand 21,6
Hörður Haraldsson, Island 21,6
Haukur Clausen, ísland 21,6
400 m. lilaup:
Hans Geister, Þýzkaland 47,2
Karl-Friedrich Haas, Þýzkal 47,3
Derek C. Pugh, Engfand 47,6
Josef Steger, Sviss 47,9
H. Wudtke, Þýzkaland 47,9
Degats, Frakkland 48,0
Harry de Kroon, Holiand 48,1
Rolf Back, Finniand 48,2
Jean-Paul Martin du Gard,
Frakkland 48,2
Riou, Frakklandi 48,2
800 m. hlaup:
Urban Cleve, Þýzkaland 1:50,0
Patrick el Mabrouk, F. 1:50,1
Heinz Ulzheimer, Þýzkal. 1:50,1
Pyetr Tjevgun, Rússland 1:51,0
Georgiy Modoj, Rússland 1:51,4
E. Viebahn, Þýzkaland 1:51,4
Portzebowski, Pólland 1:51,5
Hans Ring, Svíþjóð 1:51,6
Audun Boysen, Noreg 1:51,6
Tore Sten, Svíþjóð 1:51,7
1500 m. hlaup:
S. Lundquist, Svíþjóð 3:44,8
O. Áberg, Svíþjóð 3:45,4
A. Otenhamjer, Júgóslavía 3:47,0
R. Bannister, England 3:43,4
Partick el Mabrouk, F. 3:48.6
Gaston Reiff, Belgía 3:49,0
Alf Holmberg, Svíþjáð 3:49,2
Werner Lueg, Þýzkaland 3:49,4
Iimari Taipala, Tékkóslóv. 3:49,8
Vaclav Cevona, Tékkóslóv. 3:50,0
Rune Person, Svíþjóð 3:50,0
Karl Kluge, Þýzkaland 3:50,2
3000 m. lilaup:
Herbert Schade, Þýzkal. 8:15,8
Váino Koskela, Finnland 8:16,2
Hannu Posti, Finnland 8:17,0
Emil Zatopek, Tékkóslóv. 8:17,6
Gaston Reiff, Belgía 8:19,0
Nikifor Popov, Rússland 8:19,2
Bertil Albertsson, Svíþjóð 8:20,8
Zdravko Ceraj, Júgóslavía 8:21,8
Pentti Salonen, Finnland 8:22,0
B. Duraskovic, Júgóslavía 8:22,4
5000 m. hlaup:
Gaston Reiff, Belgía 14:10,8
Emil Zatopek, Tékkóslóv. 14:11,6
Herbert Schade, Þýzkal. 14:16,6
Nikifor Popov, Rússland 14:20,8
Bertil Albertsson, Svíþjóð 14:20,8
Váino Koskela, Finnland 14:21,6
Hannu Posti, Finnland 14:22,6
Alain Mimoun, Frakkl. 14:23,0
Martin Stokken, Noregur 14:23,8
Ake Andersson, Svíþjóð 14:27,2
10000 m. hlaup:
Martin Stokken, Noregur 29:55,0
Herbert Schade, Þýzkal. 29:55,4
Alain Mimoun, Frakkl. 30:01,4
Váino Koskela, Finnland 30:10,0
Bertil Andersson, Svíþjóð 30:10,0
Valter Nyström, Svíþjóð 30:14,4
Gaston Reiff, Belgía 30:18,8
Pentti Salonen, Finnl. 30:22,6
Hannu Posti, Finnland 30:25,2
Gustaf Jansson, Svíþjóð 30:41,2
110 m. grindahlaup:
Jevgeni Bulatjik, Rússland 14,3
André-Jacuques M., Frakkl. 14,5
Örn Clausen, ísland 14,7
Popov, Rússland 14,7
sjást glöggt hér í Reykjavik.
Vegna ósamkomulags vinstri
aflanna hefir íhaldið getaö
tryggt sér langvarandi yfir-
ráð í bænum óg' notað þau
vægðarlaust til þess aö láta
gjaldþegna bæjarins standa
undir herkostnaði sínum. Á-
lagning aukaútsvaranna er
nýjasta sönnun þess.
Kosningaskipulagið á ekki
minnstan þátt í því að halda
við sundurlyndi vinstri afl-
anna. Hlutfallskosningar
skapa möguleika fyrir smá-
flokka. Þær halda við glund-
roðanum. Þeir foringjar, sem
ekki hafa trú á mikilli alþýðu-
hylli, kjósa heldur að halda
í þennan glundroða en að
stuðla að skipan, er knýr al-
þýðuna til samstarfs. Þeir
meta meira hm litlu flokks-
völd sín, er geta fært þeim
bein og utanfarir öðru hvoru,
en að vinna gegn upplausn,
glundroða og íhaldsyfirráð-
um. Þess vegna heimta Ste-
fán Pétursson og sálufélagar
hans, að landiö verði gert að
einu kjördæmi með hlutfalls-
kosningum, svo að glupdroð-
inn verði fullkomnaður.
En þótt Stefán og félagar
hans óttist slíkt, er áreiðan-
lega meginþorri hinna ó-
breyttu Alþýðuflokksmanna á
öðru máli. Þeir vilja samstarf
alþýðunnar til sjávar og
sveita. Öruggasta leiöin til
slíkrar samvinnu er breytt
stjórnarskipan, sem vinnur
gegn glundroðanum, en eyk-
ur hann ekki. Þessi sameign-
aralda á eftir að vaxa, þótt
Stefáni og félögum hans tak-
ist kannske að hamla gegn
henni um stund.
Óþarft er svo að svara þeim
gorgeir Stefáns, að ritstjóri
Tímans óttist vöxt Alþýðu-
flokksins og vilji því fá
stjórnarskrárbreytingu. Rit-
stj óri Tímans myndi þvert á
móti telja vel farið, að Alþýðu
flokkurinn gæti unnið aftur
það verkamannafylgi, er hann
hefir misst til kommúnista
og íhaldsins. Því miður þurfa
hinsvegar ekki óvildarmenn
Alþýðuflokksins að óttast
slíkt meöan stefánskan ræð-
ur ríkjum í flokknum. Meðan
svo háttar mun Alþýðuflokk-
urinn því mlður halda áfram
að verða minnkandi flokkur.
McDonald Baily
Hippolyte Braekman, Belgía 14,8
, Ragnar Lundberg, Svíþjóð 14,8
| Kenneth Johansson, Svíþj. 14,8 !
Peter B. Hildreth, England 14,8
F. J. Parker, England 14,8
Hans Zepernick, Þýzkaland 14,8
i
400 m. grindahlaup :
Jurlj Litujev, Rússland 52,2
Rune Larsson, Svíþjóð 52,6
I. Iljin, Rússland 53,3
K. Gösta Johansson, Svíþj. 53,3
Karl Kohlhoff, Þýzkaland 53,4
| Georg Sallen, Þýzkaland 53,4
Georges Elloy, Frakkland 53,5
Lars Ylander, Svíþjóð 53,6
Scharr, Þýzkaland 53,6
Armando Filiput, ítalía 53,7
3000 m. liindrunarhlaup:
V. Kazantsev, Rússl. 8:49,8
Mihail Saltykov, Rússl. 8:57,6
Helmut Gude, Þýzkaland 9:02,4
Peter Segedin, Júgóslavía 9:06,2
A. Savenko, Rússland 9:07,2
Gunnar Karlsson, Svíþjóð 9:08,0
B. Duraskovic, Júgóslavía 9:08,2
Erik Blomster, Finnland 9:08,2
Curt Södeberg, Svípjóð 9:10,2
Lecat, Frakkland 9:11,0
Hástökk:
Georges Damitio, Frakkl. 2,00
Gösta Svensson, Svípjóð 2,00
Arne Áhman, Svipjóð 1,99
AÍan Patterson, England 1,98
Göran Widenfelt, Svipjóð 1,98
J. Lansky, Tékkóslóvakia 1,97
Soeter, Rúmenía 1,97
Arne Ljungquist, Svípjóð 1,96
Walter Herssens, Belgia 1,95
Hermann Ndcke, Þýzkaland 1,95
■’ S®'
Stangarstökk:
Torfi Bryngeirsson, ísland 4,32
Ragnar Lundberg, Svípjóð 4,30
Victor Sillon, Frakkland 4,29
Jukka Piironen, Finnland 4,20
Julius Schneider, Þýzkaland 4,20
Eeles Landström, Finnland 4,20
Antoni Saxa, Tékkóslóvakía 4,18
Erkki Kataja, Finnland 4,15
Boris Sueharev, Rússland 4,15
Langstökk:
H. Visser, Holland 7,35
Ian G. H. Walker, England 7,32
Paul Faucher, Frakkland 7,30
Herbert Göbel, Þýzkaland 7,30
F. Wúrth, Austurríki 7,28
Emil Steger, Þýzkaland 7,27
Galavielle, Frakkland 7,23
Karl-Erik Israelsson, Svípj. 7,23
Breder, Saar 7,21
Jorma Valkama, Finnland 7,21
Þrístökk:
Reino Hiltunen, Finnland 15,24
Lenoid Stjerbakov, Rússl. 15,21
Pentti Uusihauta, Finnland 15,13
Roger Norman, Svípjóð 14,90
Arne Áhman, Svípjóð 14,87
Lennart Moberg, Svipjóð 14,82
Y. Áhopalo, Finnland 14,80
Valdemar Rautio, Finnland 14,78
Sydney E. Cross, England 14,69
W. Bodenhagen, Þýzkaland 14,63
Kúluvarp:
Heino Lipp, Eistland 16,95
Gunnar Huseby, ísland 16,69
(Framhald á 7. siðu)
Það virðist ekki gert af
mikilli alvöru hjá Alþýðubla®
inu að átclja kostnað ríkis-
ins við meira og minna ónauð
synlegar utanfarir. í gær
ræðst það harkalega á Tím-
ann og telur það mestu
ósvinnu, að hann skyldi segja
fgrá utanfara,rstyrknum, er
ríkisstjórnin veitti Alþýðu-
sambandsforingjunum. Hver
og einn getur getið sér þess
til, hvers vegna Alþýðublaðið
hefir kosið, að ekki fréttist
um styrk þennan.
í árás sinni á Tímann í
þessu tilefni, reynir Alþýðu-
blaðið að glefsa í Hermann
Jónasson og er það að vanda.
Það segir, að ríkissjóður hafi
kostað ónauðsynlegar utanfar
ir hans. Það væri æskilegt,
að Alþýðublaðið talaði ljósar
um þetta mál, því að ekki er
Tímanum kunnugt um þessar
utanfarir H. J. Þögn
Alþýðublaðsins mun vissulega
eiga eftir að sanna það, að
þessi fullyrðing þess er til-
hæfulaust fleipur eins og önn
ur skrif þess um H. J.
Hér skal svo ekki nieira
rætt um hin geðillskufullu
skrif Alþýðublaðsins í tilefni
ax umræddum upplýsingum
Tímans. Það skal hins vegar
enn áréttað, að það er fyllsta
þörf aö taka utanferðarkostn
að ríkisins til fyllstu íhugun-
ar. Opinberar utanferðir
vegna viðskiptaei'inda eða
þátttöku í áhrifamiklum sam
tökum (t. d. Atlantshafsbanda
laginu, Marshallendurreisn-
inni og Sameinuðu þjóðun-
um) eru vitanlega óhjákvæmi
legar og mun enginn telja
þær eftir. Hins vegar ernni
við til viðbótar orðin þátttak
endur í mörgum fullkomlega
gagnslausum stofnunum, eins
og t. d. vinnumálastofnuninni
og Alþjóðlega þingmannasam
bandinu, þótt því fylgi hins
vegar verulegur kostnaður.
Úr öllum slíkum stofnuniun
eða samtökum þurfum við a®
Iosa okkur, ef utanfararkostn
aðurinn, er af þessu leiðir, á
ekki að vaxa okkur yfir höf-
uö.
Það er svo kapituli út af fyr
ir sig, að greiðslur til þeirra
ferðalanga, er sitja fundi um
i ræddra samtaka, er oftast
! fram úr hófi. Samkvæmt upp
I Iýsingum, er Tíminn hefir
i fengið, fá slíkir opinherir
• sendimenn átta sterlingspund
| í dagpeninga eða 365 kr. á
i dag meðan utanförin stend
j ur og svo ókeypis allan ferða.
kostnað. Verður ekki aiuiað
sagt en að ætlazt sé til að
þeir haldi sig ríkmannlega.
Geta ríkisins og gjaldþegn-
anna er annað mál.
Það mun hafa vei'ið í tíð
nýsköpunar st j ór narinnar
svonefndu, að utanferðir á
ríkiskostnað hófust í stórum
stíl. M. a. var þá svo langt
gengið, að tveir kommúnistar
fengu 14 þús. kr. styrk til að
sækja verkalýðsráðstefnu í
París. Sést á þessu, að ekki
eru kommúnistar barnanna
beztir í þessum efnum frem
ur en öðrum, þar sem þeir
hafa aðstöðu til. Síðan ný-
sköpunarstjórnin innjeiddi
umræddan sið, hefir honurn
verið haldið áfram og er nú
kominn úr hófi fram. Ríkis-
stjórn og Alþingi verða nú að
hefjast lianda um siðabót í
þessum efnum. Almenningur
krefst þess vissulega, að hér
verði gerð endurbót svo um
muni. X+Y.