Tíminn - 06.09.1951, Side 4

Tíminn - 06.09.1951, Side 4
4. Túninn, fimmtudaginn 6. september 1951. 290. blað. Guðni Þórðarson: 4. grein úr Bandaríkjaför org m kosningaréttar Fiíafen mýrar fyrSa* ISS' ánMií. — Byggð til að vora höfuðliorg - Ifvíta luisið Capttoi - ítíðsnii! Iijéia strákar í kiirekaleik Á sólheitum sumardegi, með an geislar hinnar brennandi Marylandssólar skapa nær 40 stiga hita í skugganum, geng ur lífið sinn vanagang í höfuðborg Bandaríkjanna. Manneskjurnar samlagast hit anum, fötin límast við sveitt an líkamann, en bílamergð in, á fullri ferð, eítir hinni miklu þjóðbraut höfuðborgar innar, er eins og kröftugur árstraumur, með Hvítahiísið,! eða Capitol (þinghús Banda- ríkjanna) fyrir stafni. Penn-; sylvania Avenue er þjóðbraut þings og stjórnar, um hana hefir leið forsetans legið kyn slóð fram af kynslóð, frá Hvíta húsinu til þinghússins og senatsins og stjórnarráðs- bygginganna. Hvítahúsið og Capitol fyrir brautarendanum, Þarna er Plvíta húsið, bú- staður Bandaríkjaforseta fyr ir götuendanum í norðvestri. Látlaus en fögur bygging í gömlum amerískum bygging- arstíl, sem minnir á daga íyrstu landnemanna, sem feistu sér byggingar við hæfi hins nýja heims. Hinu megin lokast gatan af þinghúsinu (Capitol), sem er mikil og skrautleg bygging, sem bandaríska þjóðin hefir reist sér, sem tákn sameining ar, frelsis og lýðræðis. Þingið efndi á sínum tíma til verð- launasamkeppni um útlit hússms, viðvaningur í húsa- gerðarlist vann verðlaunin með frábærlega snjallri og list rænni hugmynd. Hornsteinn inn að Capitol var lagður 1793, af sjálfum Washington forseta Bandaríkj anna, með mikilli viðhöfn. Þingið kom fyrst saman í einni álmu bygg ingarinnar 1800, en húsið var ekki fullgert fyrr en 1863. Byggingin, sem er á þriöja hundrað metra að lengd og á annað hundrað metra að breidd, er gerð úr sandsteini frá Virginia og marmara frá Massachuets. Að innan er bygg ingin skreytt stórum og smá- um listaverkum, en undir turnhvelfingunni í anddyri hússins gnæfir frelsisstytta um sex metrar áð hæð. Risavaxin minnismerki og skrúðgarður. í vestur frá Capitol opnast fagur heimur gerður af mannahöndum. Þar eru á stóru svæði komið fyrir risa- vöxnum minnismerkjum þri'-gj a forseta Bandaríkj- an^a, sem settu mestan svip- inn og festuna á bernskuár hins unga lýöveldis sam- bandsríkjanna. Tignarleg og fögur hvert á sinn hátt standa minnis- merkin í geysistórum lysti- garði og minna á stórbrotna anda foringjanna, sem settu svip á bæinn, þeirra Washing ton, Lincoln og Jefferson. Minnrsmerkin mynda stóran þríhyrning þegar Capitol er talin með, því að í réttri sjón arllnu milli þinghússins og Lincolns-minnismerkisins er hin nær, tvö hundruð metra Washington-súla. í þríhyrning frá þessari línu er svo minnis merki Jeffersöns. Það og Lincolns-minnismerkið eru ; < n >. Framhlð þinghússins stórhýsi byggð í grískrómversk um stíl. Allur hinn mikli garð ur er skipulagður, hvert tré, ; hver gangstígur og reitur gerð ' ur meö það fyrir augum, að fegurð hinnar ungu höfuðborg ar sé sem áhrifamest. Sannár l lega hefir höfundum þessa stórbrotna listaverks tekizt verk sitt vel, þar sem tilkomu miklar og fagrar byggingar speglast í tjörnum og vötnum milli trjáa og grasflata. Táknræn saga úr lífi bandarísku þjóðarinnar. Saga Washingtonborgar er merkileg og táknræn um ævin týralega þróun og framfarir bandarísku þjóðarinnar í hin um nýja heimi, þar sem jörð- in var þakin blómum og á- vextir trjánna fjórum sinn- um stærri og betri en í hinum gamla heimi, svo notuð séu orð hinna fyrstu landnema. Washington með fögrum görðum, minnismerkjum óg skrauthýsum, að ógleymdnm breiðgötum og umferSa- straumi meira en einnar mill jón íbúa,var litið þorp að rísa upp úr mýrarflákum óg forar pyttum á bökkum Potomac- árinnar fyrir 150 árum síð'an. í rauninni varð það hend- ing ein, sem réði þvi að höfuö borg' Bandaríkjanna reis á bökkum Potomac árinnar.þar sem nokkrir meðal fyrstu land nemanna fundu land og urnar og þingið frá Philadelp hia, sem verið hafði höfuð- borg sambandsríkjanna fram- an af . Um aldamótin 1800 var ’stj órnaraðsetriö og þingið formlega flutt til Washington og farið á bátum með skjöl og pappíra hins unga lýö- veldasambands til borgarinn- ar, sem var að rísa á bökkum Potomacárinnar. Votlendið var hvergi nærri þornað og loftið var þrungið raka. Er sagt að margir em- bættismenn, þingmenn og aðrir hafi þá haft or'ð á þvi að betra væri að flytja burt úr forardíkjunum strax meö höfuðborgina til einhverrar þegár risinnar borgar. Er nú í tölu fegurstu borga heims. En höfuðborgin hélt áfram að rísa, eftir fögru og ná- kvæmu skipulagi. Hverri bygg ingu ákveðinn sinn staður og garðar, stööuvötn og gangstíg ar ákveðnir með jafnmikilli nákvæmni á stórum auöum svæðum, milli stjórnarbygg- inga og risavaxinna minnis- merkja. Þessvegna er Washington í dag í tölu hinna fegurstu borga veraldarinnar, enda hefir ekkert verið sparað, til að auka á fegurð hennar og fuUkomna skipulag hennar. Á 150 ára afmæli Washing- tonborgar telur hún um eina milljón íbúa. Langsam- lega mestur hluti íbúanna hefir lífsviöurværi sitt af störfum í þágu hins opinbera og ýmis konar starfsemi og þjónustu í sambandi við störf- in í stjórnarráðsdeildunum. Um helmingur af íbúunum eru blökkumenn. Höfuðborg án kosningaréttar. Að einu leyti eru íbúar Washingtonborgar þó ver settir en aðrir Bandaríkja- þegnar. Þeir hafa ekki kosn- ingarétt í sambandi við stjóm landsins. Bandaríkja- menn telja það ekki rétt gagn- vart hinum landshlutunum, að þeir sem afkomu sína eiga undir stj órnarstarf seminni, hafi nein áhrif í kosningum á stjórnarkerfið. í fljótu bragði mætti ætla, að þetta sé þýðingarlítið, en SUPpL_.,_., wsm sigldu inn í hinn nýja heim|Svo er þó ekki. Bandaríkja- lullan af fyrirheitum og ævin ■ möhnum sjálfum finnst það týrum á skógivöxnum bökk unum. Þegar hið unga lýðveldi var komið á legg vildu sambands- rikin öll keppast um aö fá nöfuðborgina. Eftir nokkrar deilur milli norður- og suður ríkjanna um það hvar höruð- borgin ætti að vera, var end- anlega ákveðið að byggja r ó- byggöu svæði, meöfram Potomacáhni. Þetta var árið 1790 og tveimur árum seinna var byrjað að byggja opinber ar byggingar, hinnar’ nýju höfuðbörgar, sem reist var frá grunni með það eitt íyrir aug um að vera höfuðborg. Þing og stjórn flytur í borg í smíðum. Borgin var hvergi nærri ris in upp úr vptlendinu á ár- bökkunum, er farið var að1 fi-ýtja stjórn^rráösskrifstof- « i ómissandi og sjálfsagt og i augum útlendinga er það enn ein sönnunin fyrir djúp sæum skilningi bandarísku þjóðarinnar, á tilveru lýðræð isins og framtíð frjálsra þjóða undir því kerfi. Þótt ekki sé þar með sagt að ein- hverja galla megi ekki finna í fari Bandaríkjamanna eins og annarra dauðlegra manna. Washing'tonborg er mitt á milli suð’urs og noröurs í Bandaríkjunum. Loftslagið er milt en nokkuð heitt og rakasamt á sumrin. Höfuðborgin í hugum fólksins. Bag eftir dag og ár eftir ár er höfuðborgin tengd tilveru fólksins í hinum 48 sambands ríkjum. Milljónir fólks hvað- anæva úr Bandaríkjunum (Framhald á 7. síðu) Hér er kominn gestur, er vill spjalla um daginn og veginn, og verður honum gefið orðið: „Heill og sæll, Starkaður bóndi. Mig langar til að biðja þig að lofa mér að hvíla mig á rúmstokknum hjá þér stundar- korn og rabba við þig um dag- inn og veginn. Hugsa ég mér- samtalið á þessa leið: Starkaður: Komdu blessað- ur og sæll, og heimill er þér rúmstokkurinn. En hvað heit- irðu, og hvaðan ber þig að? Aðkomumaður: Ég á heima. á Akureyri og heiti Káig. Starkaður: Skrítið nafn. En það er nú svo margt skritið, að maður kippir sér ekki upp við það. En þú segir sjálfsagt ein- hverjar fréttir þar að norðan. Kásig: Svo ætti það nú að vera, en ég er nú samt ekki margfróður. Það er þá helzt til tíðinda að síldin hefir lítið stanzað hjá okkur Eyfirðingum i sumar. Einu sinni hefi ég get- að náð mér í síld í soðið, og kostaði hún 25 aura stykkið. Það er af sem áður var, að maður gat gengið hér niður á bryggj- urnar og fengið síld eins og mað ur vildi, fyrir ekki neitt. Starkaður: Já, það eru nú horfnir þeir góðu og gömlu tímar. En er það satt að Sigl- firðingar hafi tekið prestinn af þeim á Raufarhöfn í hefndar- skyni fyrir að þeir hafa tekið af þeim síldina? Kásig: Satt er það, þeii* hafa náð prestinum frá þeim, og munu líklega treysta því að sild in komi á eftir. En síldin er duttl ungasöm skepna, og ekki er al- veg víst að hún hlaupi á eftir prestinum. Starkaður: Já, ekki er því að treysta. En um hvað er nú mest talað þar fyrir norðan. Kásig: Það er nú æði margt. En líklega er einna mest talað um dýrtíðina. Það er ráðgáta hverjum manni hvernig þeir geti dregið fram lífið næsta vet ur. Að vísu eru laun manna há, og ef þeir hafa átvinnu, ættu þeir að geta keypt sér brýnustu iífsnauðsynjar. En nú er út- litið einmitt þannig, að það verði lítil atvinna. Allt, sem þarf til bygginga er orðið svo geipi- dýrt, að þaö geta fáir keypt það. Byggingarvinna hlýtur að stöðv ast, þegar allt sem til bygging- anna þarf er orðið svo dýrt. T.d. kostar 50 kr. kúbikfetið, og 10 kr. hvert fet í bárujárni, og allt er eftir þessu. Þó er það sorg- legast að menn gera lítið að því að spara. Allt að þessu hef- ir fólk haft fullar hendur fjár, og þar af leiðandi hefir það vanið sig á alls konar eyðslu, óg getur nú ekki fellt sig við að neita sér um nokkurn hlut. Skemmtanafíkn unga fólksins er orðin alveg takmarkalaus. Enda vantar ekki ginningar- fíflin til 'að lokka það út i alls- konar svall. Nú er það orðið svo, aö jazz- hljómsveitir úr Reykjavík eru teknar upp á því að ferðast um landið. Það er eftirtektarvert að þeir elta uppi allar hafnir þar sem von er um einhverja síld- armóttöku. Þar er fjöldi af ung- lingum, sem eru að reyna aö vinna fyrir skólakostnaði fyrir næsta vetur. Þar eru boðaðir dansleikir. Þeir vita aö ungling- arnir eru ekki fastheldnir á peninga, ef skemmtun er i boði. Flestum þessum skröllum fylgir drykkjuslark og alls konar svall. Enda mun margur ung- lingurinn koma heim í haust peningalaus. Sögurnar sem sagð ar eru um þessa dansleiki eru ekki fallegar. Þar eru aðgöngu- miðar seldir fyrir hærra verð en viðgengst hjá heimamönnum og þeir eru seldir svo lengi sem nokkur maöur vill kaupa, án til lits til þess hvort pláss er í hús- inu. Maður, sem kom í hótelið í Vaglaskógi í sumar, og ætlaði að fá sér hressingu, sagði mér eftirfarandi sögu. Þar var þá hljömsveit Bjarna Böðvarsson- ar að leika á hljóðfæri sín. Inni í salnum var svo fullt af fólki, að ekki var nokkur blettur auð-- ur á gólfinu til að dansa á. Þar var dimmt af tóbaksreyk og sterkur vínþefur úr vitum manna. Þar voru fjórir lög- reglumenn, önnum kafnir við að ryðja út ölvuðum mönnum. Allt þetta fólk var á æskuskeiði, og auðvitað flest frá Akureyri. Ekki eru sögurnar fallegri frá Hrafnagili, eftir dansleik Björns R. Einarssonar. Þar kvað hafa verið selt inn þar til þrengslin voru orðin svo að ómögulegt var að dansa. Og ölvun mikil. AUð- vitað var þar að miklu leyti sama fólkið, sem var í Vagla- skógi fyrir fáum vikum. Starkaður: Já, ekki eru nú þetta fallegar fréttir. En hvað-. an fær fólkið áfengi á þessum skemmtistöðum ? Kásig: Já, hvaðan fær það áfengið. Það er ekki gott að svara þeirri spurningu. En grun ur leikur á því að bílar liggi í (Framhald á 3. síðu) Þurrm jólk fyrirliíiíijamli: Mýinjólkurduft Untla nrciiiiiid nf I t l HERDUBREIÐ Sími 2678

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.