Tíminn - 23.09.1951, Side 7
215. blaff.
Berg'þórshvoll
(Framhald af 1. islðu.)
rannsakaði 1928 og fann
brunaleifar allmiklar.
Hægt að fylgja jöðrum
brunalagsins.
Um tvo metra undir gras-
sverði var komið niður á
brunalag, og var síðan grafið
iit fyrir það og fylgt jaðri
þess. Sjást þar greinilega, að
hús hafði brunnið, og var
þetta hús auðsjáanlega frá
fyrstu dögurn mannvistar, því
að engar mannvistarleifar
fundust, þegar dýpra var graf
ið. —
Mótaði fyrir hvcrri stoð.
Fyrst í stað var ekki vel
Ijóst, hvers kyns hús þetta
var. í brunajaörinum sást
móta fyrir hverri stoð með
jöfnu millibili, og þar sem
stoöirnar höfðu ekki staðið á
steinum, vegna þess að grjót
er nálega ekki til í landar-
eigninni, höfðu þær staðið
nokkuð í jörð við veggina, og
var fótur þeirra því oft lítið
brunninn. Fundust stoðar-
fætur þannig með jöfnu milli
bilum, einnig dyrustafir.
Var þanníg grafið kringum
hússtæði þetta og fylgt veggj
um. Kom þá í ljós, að hús
þetta hafði veriö um 14 metra
langt og 4 metra breitt.
Fjós Njáls bónda.
Þegar farið var að grafa
innan úr hússtæði þessu og
skammt var komiö inn frá
dyrum, sem höfðu verið á
enda hússins, sást svört rák
í gólfinu undir sjálfu bruna-
iaginu og kom í ljós, að þetta
var flór og einnig fundust
þar nokkrir hellusteinar, sem
notaðir hafa verið í flórinn,
þótt smátt væri til af þeirri
vöru. —
Einnig sást greinilega móta
fyrir bátunum, og hafa milli-
gerðir þeirra verið úr við eða
torfi. Flórinn hefir verið eft-
ir miðju gólfi endilöngu, en
básar hvorum megin, svo að
kýr sneru höfðum til veggja.
Er gerð þessa fjóss mjög lík
því sem var á Stöng í Þjórs-
árdal, enda er þessi gerð
fjósa alþekkt úr fornöld og
fram eftir öldum hér á landi.
„Ók skarni á hóla“.
Ef hér er um að ræða fjós
Njáls bónda, sem veröur að
teljast allsennilegt, hefir kúa
eign hans verið allmikil, því
að fjósið hefir tekð um 30
kýr, líklega aðeins mjólkur-
kýr, því að geldneyti hafa
varla verið höfð í svo vönduðu
fjósi og mjög gengið úti. Hefir
Njáll því fengið nóg „skarn“
til að „aka á hóla“, eins og
sagan segir, að hann hafi
gert nágrönnum sínum til for
undrunar.
Kannske brýni Skarphéðins?
í þessari fjóstóft fannst
ekkert af gripum, sem varla
er að furða> en nokkru ofar í
jarðveginum fundust ýmsir
smáhlutir svo sem snældu-
snúöar úr steini, kambabrot
úr beini, hnífur, vikursteinar,
kannske til að fægja potta og
mörg brýni, útlend að gerð.
Að líkindum eru brýnj þessi
frá seinni tímum, en gætu
þó verið frá fornöld, því að
erlend brýni hafa verið flutt
inn í fornöld og á öllum tím
um síðan.
Koma manni þá í hug orð
Njálu, er farandkonur komu
að Hliðarenda, og Hallgerður
spurði þær frétta frá Berg-
þórshvoli, þar sem þær höfðu
gist nóttina áður. Sögðu þær,
að Njáll hefði „stritazt við að
fis,
TJMINN, sunnudaginn 23. september 1951.
7.
sitja“, en synir Njáls höfðu
sitthvað að. „Skarphéðinn
hvatti öxi, Grímur skepti spjót
og Helgi hnauð hjalt á spjót“.
Kannske er þarna komið brýni
Skarphéðins, það er hann
hvatti öxi sína með. Úr því
fæst aldrei skorið.
Lítið hús til hliðar.
Til hliðar við þetta fjós sást
móta fyrir afhýsi, sem
kannske hefir verið innan-
gengt í úr fjósinu. Er það til
hægri handar við langvegg
skammt innar af dyrum. Hef
ir hús þetta einnig brunnið.
Skáli byggður á grunninum.
Eftir að fjós þetta hefir
brunnið, hefir grunnur þess
staðið óhreyfður um sinn og
ekki verið byggt á honum
næstu áratugi. En litlu ofar
í jarðveginum sést, að á mið
öldum hefir verið byggður
skáli á fjósgrunninum, og var
það mannabústaður. Þar
fundust flestir þeirra hluta,
sem getið var áður, en ekki
er auðvelt að ákveða aldur
skálans eftir þeim. Enn ofar
í jarðveginum sést og gólf
einnar eða tveggja siðari
bygginga.
Engar bæjar-
brunarústir fundnar.
Nú hefir nær allur bæjar-
hóllinn á Bergþórshvoli verið
rannsakaður, svo að útilokað
verður að telja, að þar finnist
stæði brunnins bæjar, enda
er það kannske ekki aö undra,
því að bærinn mun hafa staö
ið alla tíð á sama stað og þá
verið reistur af grunni eftir
Njálsbrennu og brunarústun
um þar með verið rutt brott,
svo að þeirra sér nú ekki staö.
Öllu bæjarstæðinu er og marg
raksað af margendurteknum
byggingum.
Vindur stóð á austan.
Ef fjós Njáls bónda hefir
staðið vestast í hinni fornu
bæjarhúsaþyrpingu er ekkert
ólíklegt, að eldurinn bærist
í það, því að Njálssaga herm
ir, að vindur hafi staðið á
austan. Brunaleifarnar hafa
því geymzt af þessu húsi einu
fyrir það eitt, að þar var ekki
byggt af nýju þegar aö brun
anum loknum.
Merkar rannsóknir.
Þótt bæjarstæði Njáls hafi
ekki fundizt sjálft og bruna-
leifar þar eru þó fengnar með
rannsóknum þessum sterkar
íkur fyrir því, að Bergþórs-
hvoll hafi brunnið á söguöld
og er það hinn merkasti ár-
angur, og verða rannsóknir
þessar því að teljast meðal
merkustu fornleifarannsókna
hér á landi hin síðari ár.
Briiðkaupsföriii...
(Framhald af 3. síöu)
um var í sjónum kringum
jeppann.
Veðrið versiraði stöðugt og
lokum skall á hvirfilvindur,
sem stóö í tvo daga. Á þeim
tíma gátum viö ekkert sofið.
Við misstum akkerið og ýmis
legt smávegis skolaði útbyrð
is, og þessa tvo daga rak jepp
ann hratt í suö-vestur. Við
óttuðumst mjög að jeppinn
fylltist af sjó og- sykki. Og
þannig liðu 44 tímar og við
lifðum í sífelldum ótta. En
um kvöldið 6. desember féll
hvirfilvindurinn eins skyndi-
lega og hann haföi komið.
Og fyrsta verk okkar þá
var að drepa á vélunum og
skríða í koju. 12. desember
komum við til Madeira og
höfðum við þá verið 23 daga
á leiðinni frá Azoreyjum. Þar
hvíldum við okkur í tvo mán
uði, áöur en við sigldum síö-
ustu 400 mílurnar til Afríku.
Ég ók Half Safe á land 26.
febrúar hjá Cap Jubi á vest-
urströnd Afríku. Við höfum
verið 63 daga að sigla yfir
Atlanzhafið.
Leiðarlok.
Og svo ókum við yfir Sa-
hara, sigldum yfir Njörva-
sund, ókum um sex lönd í
Vestur-Evrópu og sigldum yf-
ir Ermasund frá Calais að
morgni 24. ágúst. Og til Lon-
don komst ég með sama jepp
■ann og sömu konuna og ég
6 volta
12 volta
32 volta
perur
15, 25, 40, 60 og 100 watta
nýkomnar.
Sendum gegn póstkröfu.
Véla- og raftækjaverzlunin
Tryggvagötu 23. — Sími 81 279
HVH
Við afgreiðuni
alls konar kvenfatnað, svo
sem:
Samkvæmiskjóla
Brúðarkjóla
Síðdegiskjóla
Skólakjóla
Blússur
og
Pils
með stuttum fyrirvara. Send-
um gegn póstkröfu. Sendið
nákvæmt mál.
Saumastofan
Uppsölum
Sími 2744.
S.K.T.
Hýju og gömlu
dansarnir
í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9
Aðgangur aðcins 10 kr.
hafði farið með frá Kanada
13 mánuðum áöur. Við höfð-
um ferðast á Half Safe 3175
mílur á sjó og 5735 mílur á
landi.
AIþ|óöasaml»aml
samviimimtamia
(Framhald af 4. síðu)
friðar og framfara með sam-
vinnu, frelsi og bræðralagi. En
'e. t. v. mun þing alþjóðasam
bandsins í Kaupmannahöín
24.—27. þ. m. gefa nokkra
i vísbendingu um framtíö sam-
bandsins og þeirra hugsjóna,
' sem það grundvallast á.
En hver sem örlög Alþjóða
sambandsins vera á næstu ár
um eða áratugum, bendir
margt til þess að samvinnu-
samtökin haldi áfram að
vaxa og dafna meö þeim þjóð
um þar sem þau fá að þróast
1 frjáls og óþinguð. Og ósenni-
legt ör 'aö ^amv'innumenn
snúi nokkurn tíma bakinu
við hugmyndinni um alþjóða
1 samvinnu ,enda þótt óbyrlega
jblási nú fyrir samvinnu og
:j Aögöngumiöar í G. T.-húsinu kl. 6,30 — Sími 3355
í
■
WAVSW.WAV.'.VAV.V.W.VAV.W.V.’/M.VA'.V.y
í ?
;. VANDLATAR húsmæður biðja um hið J
bragðgóða og ljúffenga
| FLÖRUSM JÖRLSKl I
ji í
j: £ant6aiu{i Ul. Áatntiimufiéia$a £
■* V
VA%%VAV.W-\W.V.V.V-V.V.VAW.V.V.V.WAWM
nýkÖivÍnar
Hinar margeftirspurðu og þekktu HOLLAND ELECTRO
ryksugur.
K. Þorstclussou & J. Sigfiísson, s.f.
Aðalstræti 16. — Sírni 7273.
(Gengiö inn frá bílastæöinu).
VAV.V.V.WAW.VV.V.V.'.V.V.WVV.VA'.V.'
TILKYNNING
iV.V.V.S^
Fjárfiuísiíugar
(Framhald af 1. síðu.)
innar millj Gilsfjaröar og
Bitru.
Uppbót á fjárkaupin í fyrra.
Byggðarlögin vestan Hvítár
fá einnig allmargt fé til við-
bótar því, sem keypt var þar
í fyrra. Kolbeinsstaðahreppur,
Eyjahreppur, Skógarströnd og
hálfur fjórði hreppur í Döl-
um fá fé úr Dalasýslu, og Mýra
sýslan fær fé úr Bæjarhreppi
í Strandasýslu, Vestur-Húna-
vatnssýslu og Sveinsstaða-
hreppi i Austur-Húnavatns-
sýslu.
friði í heiminum.
»♦♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦
Ctbreiðift Tímunn
Auglýsið í Tímanuiu
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Sími 7752
Lögfræðistörf og elgmaum
sýsla.
Raforka
(GÍSLI JÓH. SIGURÐSSON)
Vesturgötu 2. Sími 80 946.
Raftækjaverzlun — Raflagnir
— Viðgerðir — Raflagna-
teikningar.
varðandi einkaskóla
Athygli skal vakin á að í lögsagnarumdæmi Reykja
víkur má enginn halda einkaskóla, nema hann hafi
til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra.
Umsókn um kennsluleyfi ásamt tilskyldum vottorð-
um um heilbrigð'i kennara og heimilismanna, ef kenna
skal á heimili hans, skal senda borgarlækni, sem met-
ur hvort húsnæöi og annar útbúnaður sé fullnægjandi.
Leyfisbeiðni slcal fylgja lýsing á húsnæði því, sem
ætlaö er til kennslunnar, meö uppdrætti, ef þurfa
þykir, sé ætlun aöilja aö kenna fleirum en 10 í einu.
Borgarlæknir
iiiiiiiiti
Gerist áskrifendur að
^Jímanum
Húsfrú MARGRÉT GEIRSDÓTTIR,
Kárastíg 6,
andaðist á sjúkrahúsinu Sólheimum 21. þ.m.
Börn og tengdabörn.
Áskriftarsimi 2321
Þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig í tilefni af 9
fimmtíu ára afmæli mínu.
Þórarinn Jónsson.