Tíminn - 16.10.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1951, Blaðsíða 5
233. blað. TÍMI\N. þriðjudaginn 16. október 1951. 5. Þrið|iiií. 16. ókt. ERLENT YFIRLIT: sænska stjórriiii Val æskunnar Skátar hér í bænum efndu fyrir nokkru til sýningar, er þeir nefndu: Hvað viltu veröa? og var einskonar ýfir- lit um hinar ýmsu starfsgrein ar þjóðfélágsins. í sambandi viö sýninguna var látinn fara fram einskonar áhugakönn- un hjá þeim unglingum, er sóttu hana, um hvaða störf þeir vildu helzt stunda. Rúmlega 1060 unglingar svöruðu þessari spurningu. Svör þeirra leiddu í ljós, að flestir þeirra eða 164 vildu helzt stunda landbúnað. Næst flestir eða 159 voru þeir, sem vildu stunda sjávarútveg og siglingar. Að öðru leyti urðu úrslitin þessi: Opinber störf og þjónustu 142, flugmennska og skyld störf 130, iðnaður 125, bifreiðaakstur 86, hússtjórn 73 (stúlkur), verzlun 49. Óá- kveönir voru 133. Þessi skoðanakönnun hjá unglingum í höfuðborginni er vissulega á margan hátt at- hyglisverð. Fyrirfram myndu fáir hafa gert ráð fyrir því, að flestir unglinganna hefðu valið landbúnaðarstörf og þar næst störf við sjávarútveg og siglingar. Svo mjög hafa spor hinna eldri legið frá þessum undirstöðuatvinnuvegum til annarra léttari starfa. Þrátt fyrir það verður val hinnar ungu reykvisku kynslóðar á þessa leið. Hér skal enginn dómur felld ur um það, hvort þessi úrslit sýna hug æskufólksins al- mennt til atvinnuveganna. Það virðist þó á mörgu mega merkja, að viðhorfið er nokk- uð að breytast. Þess gætti ekki svo lítið í höfuðborginni um skeið, að litið væri á störf bænda með nokkurri lítilsvirð ingu og orðið sveitamaður væri notað í einskonar óvirð- ingarskyni. Svipað mátti og segja um sjómennina og sjó- mannsstörfin. Skilningur virð ist hinsvegar vera að glæðast aftur á því, að raunverulega er það þó þessar stéttir, sem vinna ein nauðsynlegustu störfin og án þeirra fengi þjóð félagið ekki staðist. Það er líka að glöggvast fyrir mönn- um, að þessi störf eru ekki eins óaðlaöandi og ætla mætti af því, hve margir hafa leitað frá þeim í seinni tíð. Þvert á móti er sú skoðun að vinna sér fylgi, að þau störf, sem mest eru unnin innan dyra, séu leiðigjörnust og ó- heilbrigðust er til lengdar læt ur. Það gildir þó ekki sízt um hverskonar skrifstofu- mennsku. Sannleikurinn er og sá, að fá störf eru öllu hollari og heilbrigðari en sveitavinnan og sjómennskan. Bóndinn nýt ur viö störf sín miklu meira svigrúms og frelsis en skrif- stofumaðurinn eða iðnaðar- maðurinn, þótt vinnudagur- inn hans sé enn, sem komið er, oftast lengri. Margfallt meiri tilbreytni fylgir líka störfum hans. Sjómennskan hefir líka upp á mikla til- breytnj að bjóða og fullnæg- ir vel þeirri ævintýralöngun og karlmennskuþrá, sem flest um er í brjóst í borinn og ger ir þá, sem ekki fá henni sval- að, oft að minni mönnum. Þegar til lengdar lætur, finna menn ekki fullnægju í stutt- g'íjériaarsaisaviíma Iiænda og' verkamaimaj Iiafin á ný í Svíþjóð Nú um mánaðamótin urðu stjórnarskipti í Svíþjóð. Flokks stjórn jafnaðarmanna, er farið hefir óslitið með völd síðan stríð inu lauk, fór þá frá, en i stað hennar kom samstjórn jafnað- armanna og Bændaflokksins. í hinni nýju stjórn eiga 16 ráð- herrar sæti, 10 jafnaöarmenn, 4 bændaflokksmenn og tveir utanflokkamenn. I sambandi við þessi stjórnai skipti lögðu tveir kunnir leið- togar jafnaðarmanna niður ráð herrastörf eða þeir Gustav Möll er, sem verið hefir félagsmála- ráðherra um nær 20 ára skeið, og Allan Vougt, sem verið hefir hermálaráðherra og orðið fyrir talsverðu aðkasti í því starfi. Stafaði það ekki sízt af því, að hann þótti hliöhollur Þjóðverj- um á stríðsárunum. Við em- bætti Möllers hefir tekið Gunn- ar Strang og við embætti Vougts Thorsten Nilsson, sem eru mun yngri menn. Ráðherrar Bændaflokksins eru þeir Gunnar Hedlund, er fer með innanríkismál, Sam Norup, er fer með landbúnað- armál, Ivar Person, er fer m.eð menntamál, og Hj. Nilsson, sem er ráðherra án sérstakrar stjórn ardeildar, en hann mun einkum hafa afskipti af samgöngumál- um. Tage Erlander, foringi jafnað armanna, er forsætisráðherra áfram. Afstaða Bændaflokksins. Þessir tveir flokkar, jafnaöar menn og Bændaflokkurinn hafa áður farið saman með stjórn í Svíþjóð. Samstjórn þeirra fór þar með völd á árunum 1933— ’39, að undanskildum fáum mán uðum 1936, er minnhlutastjórn Bændafloksins sat að völdum. Á stríðsárunum fór samsteypu- stjórn allra lýðræðisflokkanna með völd. Eftir stríðslokin nynd uðu jafnaðarmenn hreina ílokksstjórn. Strax eftir þing- kosningarnar 1948 byrjuðu jainaðarmenn að.leita eftir sam starfi við Bændaflokkinn um stjórnarmyndun. Af hálfu Bændaflokksins var þá talið, að æskilegra væri að mynda sam- steypustjórn allra lýðr£C-ðis- flokkanna. Því höfnuðu jafnaö- armenn. í sumar hófust samri- ingar að nýju milli flokkanna íyixr frumkvæði jafnaðar- manna og leiddu þeir til sam- komulags. Af hálfu Bænda- flokksins var því þó lýst yíir við stjórnarmyndunina, að hann hefði talið myndur. sam- steypustjórnar allra lýðræðis- flokkanna æskilegri. í flokkn- um á sú stefna allsterk ítök, áð hann eigi að starfa sem óháður miðflokkur og bindast ekki í ein hliða samtök til vinstri eða hægri. Þessi stefna er líka rök- studd með því, að á jafn við- sjárverðum tímum og nú eru, sé heppilegast, að stjórnin haíi allar aðalstétir landsins og sam tök á bak við sig, því að húr. verði traustust meö því mnti. Þar eigi ekki aðeins að vera fulltrúar verkamanna og bænda, heldur líka atvinnurek- enda. Jafnaðarmenn hafa iiins vegar hafnað slíkri samsteypu og foringi Bændaflokksms, Gunnar Hedlund, hefir smám saman þokað flokki sínum inn á þann grundvöll að taka upp samvinnu við þá. Hann hefir talið, að hlutur landbún- aöarins yrði bezt tryggður með því móti. Hann virðist að bessu leyti hafa sömu stefnu og hinn gamli leiðtogi flokksins, Bram- terr, er hélt uppi samvinnu við Per Aibin Hanson. Tregða sú, sem Bændaflokk- urinn hefir sýnt í að ganga til samstarfsins, stafar senni- lega mest af því, að hann ott- ast auknar árásir af hálfu írjáls lynda flokksins og íhaldsmanna, en vonir þeirra um að komast fijótlega í stjórn eru stórum meiri eftir það, að Bænda- flol’kurinn hefir tekið þe.s-, i af íitööu. Afstaða jafnaðarmanna. Ástæðan til þess, að jaínaöar menn hafa sótzt eftir sam- starfi við Bændaflokkinn, er einkum sú, að þeir hafa óbeint orðið að styðjast við hlutleysi eða stuðning kommúnista í neðri þingdeildinni. Þeir eiga þar 112 fulltrúa af 230 alls. Borg aralegu flokkarnir eiga þar 109 fulltrúa eða frjálslyndi flokkur inn 57, Bændaflokkurinn 30 og hægri menn 22. Kommúnistarn ir 9 hafa því getað ráðlð úr- slitunl. Þetta hafa jafnaðar- menn eðlilega talið óheppilegt. Þá er og talið, að flokksst.iórn- in hafi óttast, að í næstu kosn- ingum fengju borgaralegu flokk arnir fleiri þingsæti samanlagt en jafnaðarmenn og hefði af því leitt hægri stjórn undir for- ustu frjálslynda flokksins. Með því að tryggja sér stuðning Bændaflokksins í tíma, hafa jafnaðarmenn sennilega tryggt sér áframhaldandi stjórnarfor- ustu, þótt þeir tapi í næstu kosningum. Uggur við þetta sama kann og að hafa ráðið nokkru um af- stööu Bændaflokksins. Margir af foringjum hans munvr- vera ófúsir til stjórnarþátttöku und- ir forustu frjálslynda flokksins og óttast að það gæti enn eflt hann á kostnað Bændaflokks- ins. Þessvegna hafi þeir talið rétt að vera búnir að marka sér afstöðu fyrir kosningarnar. Af þessum ástæðum er ekki óeðlilegt, þótt hin nýja stjórn sæti haröri gagnrýni í blöðum um vinnutíma, tilbreytingar- lausu starfi og þægindum. Heilbrigöir menn verða aö finna sér verkefni til að ( glíma við og sjá árangurj starfa sinna. Fáar atvinnu-. greinar fullnægja þessu bet- j ur en landbúnaðurinn og raunar líka sjávarútvegurinn. j Það er vissnlega gleðilegt aö sjá þess merki, að unga! fólkið í höfuðborginni er að breyta viðhorfj sínu til aðal- j atvinnuvega landsins, og að á- j hugi þess beinist að þvi að, kjósa.sér lífsstarf á þeim vett- ! vangi. Það er ekki sízt á- j nægjulegt að sjá vaxandi skilning þess á gildi og holl- ustu sveitanna. Framtíð þjóð arinnar byggist einmitt á því, aö nógu margir þegnar henn- ar geri sér þetta ljóst og kjósi sér heldur starf á sviði fram- leiðslunnar en milliliðaþjón- ustunnar. En það er ekki nóg að æskan skilji þetta, heldur verður þessi sami skilningur að móta hug og afstöðu forráða- mannanna, ef vel á að fara. Þeir verða aö gera ráðstafan- ir til tryggingar því, að framleiðslustörfin séu metin jafnhátt og önnur störf í þjóð félaginú, og að þeir, sem þau stunda, séu ekki látnir bera skarðan hlut frá borði. Það verður að koma til móts við æskuna. Ekki síst þarf að greiða fyrir þvi, að þeim ungu mönnum og konum, er vilja hafa bólfestu sína í sveitun um, sé tryggð aðstaða til þess, því að afkoma og menning þjóðarinnar byggist öðru fremur á því, að þar geti þróast blómlegt og vaxandi athafnalíf, GUNNAR HEDLUND frjálslynda flokksins og bitnar hún þó einkum á Bændaflokkn um. Annars gánga ásakanirnar nokkuð á víxl. í sveitum. er sagt, að Bændaflokkurinn sé orðinn háður verkamönnum, en í borgunum að jafnaðarmenn verði að greiöa stjórnarþátt- töku Bændaflokksins með hækk uðu afurðaverði á kostnað yerkamanna. Stefna stjórnarinnar. Hér á eftir verður getið nokk urra höfuðatriöa úr stefnuyfir- lýsingu stjórnarinnar: Stjórnin mun reyna að hefja utanríkismálin yfir flokkadeil- ur og skapa samhug um megin- stefnuna. Hún vill láta vinna að betri sambúð þjóðanna innan samtaka S.Þ. Hún vill efla norræna samvinnu. Svíþjóð verður að halda sér áfram utan hernaðarsamtaka, er leiða til andstöðu við önnur ríki. Öflug- ar landvarnir eru nauðsynlegar til að tryggja sjálfstæði lands- ins. Ríkisstjórnin mun stefna að því, að tryggja öllum atvinnu, vinna gegn skorti og stuðla að réttlátri tekjuskiptingu milli þegnanna. Reynt verður að vinna gegn verðbólgu, en leitast við að tryggja verðgildi pening- anna og hagstæðan verzlunar- (Framhald á 6. siðu) R.addir nábúanna Enski sagnfræðingurinn Ed ward Crankshaw er talin manna fróðastur um Rúss- land. Hann hefir nýlega ritaö bók, sem hann nefnir „Rúss- land í dagsljósi". Þar sýnir hann m.a. fram á, hvernig bylting Lenins hefir mis- heppnazt. Mbl. birtir þennan samanburð hans á sunnudag inn og segir þar m.a.: „í staðinn fyrir lýðveldi verkamanna og bænda er al- gjört einræði. í stað sjálfstæðis einstakra þjóðflokka, er þeim stjói'naö með harðri hendi frá höfuð- borginni. 1 staðinn fyrir jafnaðar- stefnu ér ríkisauövald. 1 staðinn fyrir sambland af samvinnu- og sjálfseignarbú- skap, er haröhentur samyrkju búskapur, sem gert hefir hlut bændanna verri og verri, svo að nú eru þeir naumast ann- að og meira en ríkisþrælar. í stað þess að verkamenn- irnir ráði yfir iðnaðinum, þá eru þeir seldir undir harka- legustu vinnulöggjöf i heimi, sem haldiö er uppi af verka- lýðsfélögum, sem eru orðin að verkfæri í höndúm ríkisstjórn arinnar. Þeir eru reknir áfram af nýrri forstjórastétt, sem lít ur á verkalýðinn sömu aug- um og nítjándu aldar verk- smiðjueigendur í Lancashire litu á verkamenn sma.“ Samanburð þennan styður Crankshaw með augljósum dæmum og sönnunum. Það hefir líka orðið hlutskipti flestra þeirra, er dyggast fylgdu Lenin á sínum tíma, að falla fyrir blóðexi hinna |nýju einræðisherra. ForfallahjáEp húsmæðra Frumvarp Rannveigar Þor- steinsdóttur um forfallahjálp húsmæðra er nú komið til 2. umræðu í efri deild og nefnd- ar. Efni frumvarpsins var rak ið hér í biaðinu fyrir nokkru, en hér á eftir fer greinargevð þess, þar sem tilgangur frv. er rakin í megindráttum: „Á þingi 1949 var borin fram af flutningsmanni þessa frum varps og samþykkt þingsálvkt unartillaga, þar sem ríkis- stjórninni var falið að láta undirbúa löggjöf um vinnu- hjálp húsmæðra í veikinda- forföllum þeirra og leggja frumvarp um það efni fvrir Alþingi á árinu 1950. Haustið 1950 var af félags- málaráðherra skipuð nefnd til þess að undirbúa þetta mál. Hafði nefndin til hliðsjónar lög og reglugerðir frá hinum Norðurlöndunum um þetta efni og studdist einnig við vitneskju, sem hún hafði feng ið um framkvæmd laganna í Danmörku. Frv. það, sem nefndin undirbjó, var svo lagt fram á síðasta þingi, en varð ekki útrætt. Er það nú lagt fram á ný lítið eitt breytt. Hér er um nokkur nýmæli að ræða í löggjöf, en þó um málefni, sem konur landsins hafa haft mikinn áhuga fyrir árum saman og hafa reynt að koma í framkvæmd á ýmsum stöðum. Frumv. felur í sér heimild til sveitastjórna (þ. e. bæjarstjórna og hrepps- nefnda) og sýslunefnda til þess að koma á fót og starf- rækja hjálparstarfsemi, sem er í því fólgin, að þessir aðil- ar hafi á sínum vegum konur, er séu til þess ráðnar að fara heim á heimilin og taka að sér störf húsmóðurinnar, þeg- ar hún forfallast vegna veik- inda eða sængurlegu. Sjúkdómslegur skapa æt?ð mikla erfiðleika á heimilum, en þó mesta erfiðleika þegar það er húsmóðirin sjálf, sem getur ekki sinnt sínum dág- legu störfum. Þggar svo ber undir kemst heimilislífið allt á ringulreið, ef enginn er til þess að taka við þessum störf um. Flest heimili eru svo mannfá, að ekki er öðrum til að dreif, ef húsmóðurinnar missir við, og oft neyðist hún til að vera á fótum sjúk, vegna þess aö hún finnur, aff störf hennar mega aldrei nið ur falla. Stundum verður mað urinn að fara frá síörfum sín um utan heimilisins til þess að sinna heimili og börnum, þegar konan er veik, og ekki mun það óalgengt, að leysa verði upp heimilj og koma börnunum fyrir á barnaheim ilum eða annars staðar, þegar svo ber við. Með frv. þessu er ætlazt til, að aðstoð sé veitt í þeim erfið leikum heimilanna, sem skap ast þegar húsmóðirin getur ekki vegna veikinda unnið dagleg störf sín. Þegar kona, sem kann sitt verk, kemur heim á heimilið undir slík- um kringumstæðum, er mikl- um áhyggjum létt af húsmóð urinni, iriaðurinn fer til vinnu sinnar svo sem vcnja er og börnin eru kyrr heima á heim ilinu. í stuttu máli: heimilis- lífið er í sínum venjulegu skorðum þrátt fyrir veikindi húsmóffurinnar. Gert er ráð fyrir því, aff konum, sem taka vilja þenn- an starfa að sér, sé veittur til (Framhald á 6. siðu) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.