Tíminn - 20.10.1951, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLIT4Í í DAG:
Ófriðarblikun ?#fir Nílurdulnum
S5. árgangur.
Reykjavík,
20. október 1951.
237. blað.
itinfI. heii?iiSisdrátfar°
véla ©g landijánaiar-
bifreiða verði frjáls
l»isi«’sáSykíssHai*íill. Ásgeirs Bjarnasouar
ÁKgeir B’arnason þingmaður Dalamanna ílytur í samein-
uðu þingj þingsályktunartillögu um frjálsan Innflutning
heimilisdráttarvéla og bifreiða til lanflbímaðarþarfa. í til-
lögunnj scgir, að alþingi feli ríkisstjórninni að gefa nú þegar
frjálsan inni'lutning á þessum tækjum, enda verðj jafnframt
settar reglur, sem komi í veg fyrlr, að þessi tæki farj til
annarra nola en landbúnaðarstarfa á sveitabýlum.
Signrhorfur brezka
íhaldsfiokksins
ramnka
Konur til starfa í
I
Iögreglunni ? :
Á . bæjarstjórnarfundi í
fyrr&dag flutti Sigríður Ei-
ríksdóttir fulltrúi Framsókn-
armanna, þá tillögu, að kona
með sálfræði-, kennara- eða
hjúkrunarmenntun, yrði ráð-
in til þess að starfa með lög-
reglunni að yfirheyrslum,
þegar um siðferðisbrot kvenna
væri að ræða, einkum þó er
ungar stúlkur ættu hlut að
máli.
Koma hins erlenda hers
hingað hefði haft það í för
með sér, að yfir kornungum
stúlkum vofði nú miklu meiri
hætta í siðferðisefnum en áö-
ur, og bæri því nauðsyn til,
að öll slík mál fengju sem
æskilegasta afgreiðslu og iim
þau fjallað á þann hátt, er
helzt væri 1(1 þess fallinn
að leiða stúlkurnar á réttan
veg. — |
Sjálfstæðisfulltrúarnir sam
þykktu að vísa þessari til-
lögu Sigríðar til bæjarráðs,1
en þó eru allar líkur til þess,
að það komist nú fram, aö
kona eða konur verði fengnar
til starfa í lögreglunni að
þeim málum, sem hér hafa
verið nefnd.
Bretar bera þungar
sakir á Egypta
Brezka stjórnin afhenti
egypzku stjórninni enn orð-
sendingu í gær vegna óeirð-
anna í Ismaela og Port Said
að undanförnu. Segir í orð-
sendingunni, að egypzk yfir-
völd eigi verulega sök á því,
hvei’nig farið hafi og á því
tj óni, sem unnið var, því að j
lögreglan hafi enga tilraun
gert. til að hafa hemil á mann;
íjöldanum. Verði egypzka I
stjórnin krafin um mildar |
skaðabætur. Herflokkar
Egypta á leið til Súes sneru'
við í gær að tilmælum brezku
lierstjórnarinnar, og einnig j
liættu egypzkir herflokkar í
skotgrafagerð, sem þeir höfðu
hafiö. Brezka herstjórnin hef
ir varað egypzka hermenn við
að nálgast um of þau svæði,'
sem brezki herinn hefir til
umráða samkvæmt samning-
unum um varnir Súes.
Miklar mótmælaöldur eru
gegn Bretum í egypzkum borg
um, og hvetja ýmsir egypzkir
leiðtogar fólk til að hafa ekk-
ert samneyti við Breta né
kaupa vörur af brezkum upp-
runa.
I greinargerð eru leidd rök
að því, að þar sem allur inn-
flutn'ngur sé nú orðinn miklu
frjálsari en áður en breyting
ar í búnaði ísiendinga síðustu
árin hafi oröið svo miklar á þá
lund, að vélar þessar séu land
búnaðinum ómissandi, vegna
þess hve vinnuaflið í sveitun
um er oröið lítið, og ef fram-
leiðslan eigi að haldast í horf
inu, sem sé landinu lífsnauð-
syn, veröi að vera kostur þess
ara véla, og því virðist ekki
vera nein goðgá að ætlast til
þess, að bændur fái tæki þessi
til framleiðslunnar og inn-
flutningur þeirra verði alger-
lega frjáls.
Tepparnir í kaupstöðunum
og- pantanir bænda.
Að lokum segir orðrétt í
greinargerðinni, og mun
mönnum ekki þykja þær upp
lýsingar með öllu ófróðlegar:
„í árslok 1949 voru jeppa-
pantanir hjá Búnaöarfélagi
íslands 2000 og dráttarvéla
pantanir 1000. Síðan hafa
verlð fluttar inn um 240
dráttarvélar og nálægt 120
landbúnaðarbílar, svo að
æði mikið vantar á, að þörf
inni sé fullnægt.
Landbúnaðarbílar (jepp-
ar, landrover) munu vera ná
lægt 1800 á öllu landinu og
þar af um 460 skrásettir í
Reykjavík, Dráttarvélar eru
nálægt 1500, svo að það læt
ur .nærri, að fjórði hver
bóndi .hafj dráttarvél, en
varla sjötti hver bóndi land
búnaðarbíl. Það er því öll-
um augljcst, að hér er um
að ræða mikla þörf á aukn
um vélakosti, svo að aðstaða
og möguleikar bændanna við
framlelðsluna batni“.
Ný skoðanakönnun hsfir
íarið fram i Bretlandi um
fylgi flokkanna, og hefir
sama sagan g«rzt og jafnan
fyrr, aö fylgi verkmanna-
flokksins virðist vaxa eftir
því sem nær dregur kpsnlng-
um, en fylgi íhaldsílokksins
minnka aö sann skapi. Sam-
kvæmt næstsiðustu skoöana-
könnuninni, sem fór fram fyr
ir hálfum mánuði, virtist
meirihluti íhaldsflokksins
vera 10% en við siðustu skoð-
anakönnun ekki nema 4%.
Ekið á dreng á
á I ngólf sstræti
Kluklcan hálf-fjögur i gær
varð það óhapp á Ingólfs-
stræti fyrir framan Gamla
Bíó, að maður á reiðhjóli ók
á dreng, sem ætlaði yfir göt-
una. Drengurinn féll á göt-
una, og reiöhjóliö yfir hann.
1 Af misgáningi hélt maður-
inn brott, án þess að segja til
nafns síns, og óskar rann-
sóknarlögreglan, aö hann gefi
sig fram. Ennfremur vill lög-
reglan hafa tal af sjónarvott
að þessum atburði.
oorrænna Irjálsíþrótta-
]a hefst hér 26. þ. m.
Fyrsta skipít, seia n®rrænt iþröttaíiinjí cr
haidiS hér. — FRÍ sýnir íþróttamyndir á
siinmidaR’iim kemur
4 föstudaginn kemur verður sett hér í Reykjavík þing
norrænna frjálsíþróttaleiðtoga og munu 7—8 fulltrúar frá
hinum Norðurlöndunum sitja þingið. Þar verða tekin til um-
ræðu ýms mál og rædd sameiginleg afstaða Norðurlandanna
1 þcira eins og t. d. með Olympíuleikana, sem haldnir verða
i Finnlandi næsta sumar. Stjcrn Frjálsíþróttasambands ís-
lands skýrðí blaðamönhum frá þessu í gær, og hafði form.
FRÍ, Garðar S. Gíslason orð fyrir stjórninni.
Raaipgjnldsmál á
dagskrá í Norcgi
í gær hófust viðræður full
trúa verkalýðssambandsins
og atvinnurekendasamtak-
anna í Noregi um kauphækk-
anir. Vísitalan í Noregi hefir
hækkáð nokkuð í seinni tíð
og samkvæmt henni eiga
verkamenn að fá um 25 aura
hækkun á klukkustund, en
kröfur verkamanna eru þó all-
miklu hærri.
Fuiltrúar fyrir ísland hafa
mætt á þremur þingum.
Slík þing frjálsíþróttaleiö-
toga Norðurlanda hafa verið
haldin nokkrum sinnum á und
anförnum árum, en fulltrúi
fyrir ísland, Svíinn Ekberg,
sem var hér þjálfari um nokk
urt skeið, sat 8. þingið, sem
lialdið var í Stokkhólmi 1948.
Arið eftir var slíkt þing hald
ið í Kaupmannahöfn og mætti
Guðm. Sigurjónsson þá fyrir
íslands hönd. 1950 var þingiö
iialdið í Helsingfors og mætti
iorm. FRÍ, Garðar S. Gísla-
son á þingið. Þar var ákveðið
aö næsta þing skyldi haldið
á íslandi, og verður frjáls-
jþróttasambandið því fyrsta
sérsambandið, sem heldur
form., Bragi Kristjánsson,
bréfritari, Brynjólfur Ingólfs-
son, fundarritari og Gunnar
Vagnsson gjaldkeri. Þá skýröi
Garðar frá því, að stjórnin
hai’i ákveðið að nokkrir beztu
/rjálsíþróttamenn okkar hefji
í næstu viku þjálfun fyrir
óiympíuleikana. Hefir hús til
æfinga íengizt, og mun Bene-
dikt Jakobsson verða þjálíari.
Þá hefir stjórnin haft ýmis-
iegt annað með höndum síð-
an hún tók við. M. a. hefir
verið leigt herbergi að Klapp
arstig 26, og hefir það jafn-
Góður árangur af
vopnahlésviðræðum
Allgóður árangur er talið
að náðst hafi á fundi sam-
bandsliðsforingja herjanna í
Kóreu í gær. Fulltrúar norö-
urhersins féllust á miðlunar-
tillögu fulltrúa súðurhersins
á þá lund, að hlutlaus svæði
umhverfis aðalstöðvar full-
trúa beggja, Munsan og Kae-
song yrði fimm km. út frá
bæjunum á alla vegu. Enn er
eftir að semja um aðgerðir
vegna frjálsra ferða um vegi
írá þessum stöðum til við-
i æðustaðarins.
Harðir bardagar geisuðu á
vígstöðvunum í ^ær og sótti
suðu’-herinn enn okkuð fram.
P.n.v''r’t er nú fast við bæinn
Kumchon.
„Ég veit ekki betur”
eftir Hagalín komin út
Fyrsta biiidi sjáifsævisög'H og fjallai* um
hernsku höf. í Lokinhömruin í Arnarfirði
Hjá Bó?< fe11 sútgáfunnj er komin út bókin „Ég veit ekki
betur'* eftir Guðmund Gíslason Hagalín, rithöfund. Bók
þessi cr frásagnír höfundar af æsku og uppvexti og lífinu á
Lokinhömrum, þar sem höfundur er fæddur og alinn upp
bernskuár sm. Bók þessi er allstcr, smekklega og vel út gefin.
vel komið til máia. að hafa
þar opna lesstofu 2—3 kvöld
í viku. og munu þá liggj a
ýmsar íþróctabækur og blöð
þar frammi.
íþróttamyndir sýndar
á sunnudaginn.
Á sunnudaginn kemur mun
FRÍ syna nokkrar íþrótta-
kvikmyndir í Tjarnarbló og
mun sýningin hefjast kl. 1.
Þar verða sýnd atriði úr
kvikmyndinni frá Evrópu-
meistaramótinu, frá lands-
keppni íslands og Danmerk-
ur og frá landskeppninni í
Osló i sumar. Þá verður einn-
ig sýnd ágæt mynd frá tug-
þrautareinvígi Arnar Clausen
og Heinrich, sem Viggó
Nathanelsson tók.
(Framhald á 7. síðu.)
Akranes - |teyk javík
keppa á morgrni
Á morgun kl. 2 fer fram
knattspyrnuleikurinn milli
1 Akurnesinga og úrvalsliðs
Reykjavíkurfélaganna, sem
átti að fara fram sl. sunnu-
dag, en varð þá að fresta
vegna veðurs. Völlurinn er
eftir atvikum góður, og ef veð
ur verður sæmilegt, má bú-
ast við mjög skemmtilegum
leik. Úrvalslið Reykjavíkur
verður skipað fimm leik-
mönnum úr Val, en tveimur
leikmönnum frá hverju hinna
félaganna, Fram, KR og Vík-
ing. —
| Svo virðist, sem hér sé upp
haf að ævisogu og mun mörg
j um leika hugur á að kynnast
I því, hvernig Hagalín tekst
' að rekja sína eigin sögu, þar
sem honum hefir svo vel tek-
| izt um þapr ævisögur ann-
! arra, er hann hefir ritað.
Bók þessi sýnir og, að rlaga
iín hefir harla margt að segja
j frá æskuárunum. Kynni hans
af lífinu og fólkinu, sem um-
hverfis hann var e'inkum
hinu eldra hafa verið hon-
um ótrúlega auðug lind lífs-
mynda og fróðleiks, og hann
hefir snemma „heyrt, séð og
lifað“ eins og undirtitill bók-
arinnar er, ótrúlega margt
og verið athugull, eftirtektar-
samur og minnisgóður svo að
af ber, enda morar bókin af
skemmtliegum smásögum og
alþýðukveðskap, er bregður
, Ij ósum myndum yfir umhverf
ið og fólkið.
ileildarupprif jun
hins íiðna.
j Annars verður bók þessi
bezt kynnt með orðum Haga-
líns sjálfs, er hann gerir
nokkra greln fyrir verki sínu
á kápu bókarinnar:
„Margt af því, sem ég hefi
séð,. heyrt, lifað eða lesið hef--
ir þegar komið fram beint og
óbeint í sögum mínum, og
ienn fleira af því, sem fest
(Framhald á 2. slðu.)
• •
Oryggisráðið sam-
þykkir frestun
Öryggisráðið hélt fund um
olíuleiluna í gær. Á fundin-
um var samþykkt dagskrár-
tillaga þess efnis, að fresta
umræðum um deiluna þar til
alþjóðadómstóllinn í Haag
hefð; kveðið upp fullnaðar-
úrskurð sinn í málinu. Til-
lagan var samþykkt með átta
atkvæðum gegn atkvæði full
trúa Rússa einu, en Júgó-
slavía og Bretar sátu hjá.
Sæmilcgar togara-
sölur
| Tveir togarar seldu í Bret-
I iandi'í gær, Jörundur 3324 kit
1 fyrir 8829 sterlingspund, og
jFylkir 4224 kit fyrir 10688
I sterlingspund.