Tíminn - 28.10.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, suimudag-iim 28. oktáber 1951. 244. blað. Bréf úr „viilta vestrinu" Skrlfað á fornum slóðum Niðurl. •Greyhound-ferðirnar. Þar sem margir bílstjórar og ýmsir, sem ferðast mikið eru góðir kunningjar mínir,- iangar mig' til þess að segja einkum þeim frá áætlunar- toifreiðunum og ferðalögum með þeim. — Það er sérstak- lega eitt afarstórt félag, sem hefir mjög fullkomið áætlun- arbifreiðakerfi hér um öll Bandaríkin og talsvert norður í Kanada líka, þ.e. Greyhound félagið. Það hefir mesta fjölda jstórra bifreiða í förum. Þær eru allar eins útlits, blágrá- ieitar á lit, einna líkastar á litinn bifreiðum Þ.Þ.Þ. á Akra nesi, en þó nokkru „mattari“. Þær hafa venjulegast sæti fyrir 36 farþega, en bílstjóra- sætið er einstakt fremst. — Gangur er eftir miðjunni og tveir stólar alltaf sitthvoru megin hlið við hlið. Eru stól- arnir méð háum bökum, sem hægt er að fella talsvert aft- ur, þegar menn vilja sofna, en það er oft nauðsynlegt, því æði oft ferðast farþeginn all- an sólarhringinn í sömu bif- reiðinni. Ferðatöskur far- þeganna eru látnar í sérstök hólf (opnuð utanverðu á bíln- um) undi.r sætunum, milli fram- og af turhj ólanna, nema smærra dót, sem látið er í hillu yfir sætum farþeg- anna. — Bílstjórarnir eru venjulega myndarlegir í sjón og líta út fyrir að vera traust- ir dugnaðarmenn. Þeir eru allir eins klæddir, á dökkgrá- um fötum, vestislausir í ljós- gráum skyrtum. Þegar þeir sitjast undir stýrið fara þeir oftast úr jakkanum. Þeir aka um sex klt. hver í einu og hverfa svo, þegar nýr maður tekur við. En bifreiðin heldur áfram daga og nætur. Oft liggur leiðin um margfaldar krossgötur og allskonar króka i box-gum, en leiðarmerki er lítið um. Undrast ég oft hve óhikað og ákveðið bílstjór- arnir aka um allar þær króka leiðir og krossgötur — alltaf að því er virðist, réttu leið- ina. Það eru þó ekkj fjöllin á sléttunum til leiðbeiningar. Stanzað er venjulega á 2V2 —3ja kl. tíma fresti. Þá oftast í 15 mínútur .Stundum á mál- tiðatíma í 30 mínútur. Sjald- an eða aldrei lengur, nema jþegar einhvei’jar tafir verða. Áð er yfirleitt á úrvalsstöð- um. Þar sem sérstaklega fag- urt er, eða í aðal „central" borganna. Veitingastaðirnir, þar sem áð er, eru yfiiieitt hreinir, einfaldir og mjög hag anlega útbúnir. Aldrei eru borð t.d. „dúkuð“. Afgreiðsl- an er fljót. Mest er neytt „sandwiches“, þ.e. tvær stór- ar hveitibx-auðsneiðar og á rnilli þeirra er kjöt eða egg o.s.frv. Skorið svo sundur í þríhyrninga á diski og feng- ið þannig gestunum, en þeir nota svo „guðsgaxflana.“ — Mjólk, kaffi eða annan drykk fá sér flestir með sandw. — Vei'ðinu er venjulega mjög stillt í hóf. Reyndar er allt dýrt hér. Okur er ekki til eins og sums staðar á sér stað í veitingahúsum heima og sem er þar að hjálpa til.að drepa veitingastarfsemina, þar sem hið óhæfilega háa verð knýr fólk til að hafa með sér hesti, sem er þó bæði dýi't og heldur ónotalegt fyrir ferða fnenn, Greyhound-félagið (grár hundur) rekur ýmist greiðasölustaðina eða semur við veitingamenn á öðrum stöðum. — Það er ágætt að ferðast með þessum áætlun- arbílum. Keppa þeir fast við flugvélar og jái'nbrautir. Þeir eru reyncíar talsvert mikið seinni í förum heldur en járn brautirnar (en flugvélarnar auðvitað fljótastar, en líka dýrastar) en fargjöldin eru miklu lægri og það er miklu betra að sjá sig um úr „bus“ heldur en járnbrautarlest. Og alltaf er hægt að fara úr svo að segja þar sem menn vilja og stanza ef til vill stutt eða lengur og hefja svo ferðina að nýju (frá næstu afgr.stöð) á sama farseðlinum, þangað sem hann gildir. Einnig er hægt að fara ótal króka, því nær alls staðar er Grái hund- urinn. T. d. keypti ég mér far frá New York til Chicago með viðkomu í Washington. Það kostaði aðeins tveimur doll urum meira, að fara til Was hington, heldur en beint til Chicago. Með því að líta á Bandaríkjakort sjá menn nokkuð, hve það er stór krók- ur á leiöinni. Þegar íslend ingar fara að kappkosta að hafa verulega „praktiskar“ og góðar samgöngur um land sitt, þá held ég að þeir gætu ýmislegt lært af Greyhound. M.a. ýmislegt viðvíkjandi veit ingastöðunum. Þá held ég verði t.d. tæplega reynt að drepa niður af ríkisvaldinu þá áhugamenn, sem lagt hafa krafta sína fram, að halda uppi gestaheimilum (þótt af vanefnum væri) þar sem þeirra er þörf. Heldur myndi þeim hjálpað til að gera þau fullkomnari og fjöl- sóttari, svo að veitingastað- irnir geti orðið sem þægileg- ust og ódýrust skyndiheimili ferðamanna. Fornar slóðir. Jæja. Nú er ég þá kominn hingað aftur, eftir nær v3 úr öld. Hefi haft hálfgerða á- stríðu síðustu árin, að fá að líta aftur þessar slóðir, er ég dvaldi á fáein af beztu ár- um æfinnar. — Þegar fjalla- hringurinn hér opnaðist frá sléttunni voru tilfinningarnar í ætt við þær, sem bæi'ast þegar fjöll fósturjarðarinnar rísa úr sæ. Hér í faðmi Kletta fjallanna hefði ég líka helzt viljað eiga heima utan ís- lands — eða nánast sagt utan Borgarfjarðarhéraðs — af öllum þeim stöðum, þar sem ég hefi farið. Ég er að spyrja sjálfan mig: Gerði ég rétt, ungur maður, þegar komið var -yfir örðugasta hjallanxx hér að fara þá héðan og heim til íslands? Hér blöstu við mér mikil tækifæri, a.m.k. til þess að vei'ða auðugur. Hér fékkst stórt og gott land gef- ins, aðeins gegn því að verða þegn Bandaríkjanna. Hér var upplagt að koma- upp stórri sauðfjárhjörð, jafnvel nókkr- um þúsundum fjár. Og fjár- mennska hafði mér fallið allra verka bezt frá því ég var Örlítill drengur, enda þaul vanur við hana. Aðstæðurnar voru góðar. En ég valdi, og var aldrei í vafa um valið, þótt það væri þvert á móti vali flest alli'a Íslendinga, er fóru tíl Vesturheims til þéss að reyna að verða þar efna- lega sjálfstæðari menn. — Held það hafi verið ung- mennafélögin, æskuheimilið og íslendingasögurnar, er höfðu einkum blásið mér í brjóst þeim þjóðernisanda, að vilja taka þátt í framfara baráttunni á ættjörðinni. — Þegar svo jafnaldrar mínir heima, með hinn gáfaða vor- m'ánn og brimbrjót, Jónas frá Hriflu í fylkingarbrjósti og rétt á eftir glæsimennið Tryggva Þórhallsson lika, tóku höndum saman að koma upp blaði og stjórnmálaflokki til þess að berjast fyrir marg háttuðum framförum og stór umbótum og í'áðast á fúann í þjóðfélaginu, þá var ég strax ákveðinn með í hópnum. Var ég víst sá, sem var lang lengst í burtu, af þeim 60 hluthöf- um, er lögðu krónur í Tím- ann í fyrstu. Er freistandi að renna hug- anum um farinn veg, þegar komið er á þessar fornu slóð- ir. — F;n hvað vildum við? Við flestir vildum „ísland frjálst .og það sem fyrst.“ Við vildum því skilnað við Dan- mörku. Við höfðum mikið barizt fyrir að ísland fe-ngi sinn séi’staka fána og hafði baráttan um Hvítbláinn hitað mörgum unga manninum, en allt það óíslenzkasta í þjóð- inni, að Dönum meðtöldum, var á móti að sá fáni fengi að „skína eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð." Dugði ekki þótt Einar Ben. kvæði hon- um í vöggugjöf hið kröftuga snilldarkvæði: „Rís þú unga íslands merki.“ — En barátt- an út á við var ekkinóg. Bar- áttan inn á við var ekki síð- ur aðalatriði. Allir vissu og þó einkum þeir, sem höfðu eltth»ifað verið erlendis,. að við íslendingar vorum orðnir langt á eftir öðrum þjóðum. Okkur vantaði fleiri og betri skóla, þar sem námsfúst fólk fengi gott tækifæri til þess að læra og menntast (ekki skóla þvingun til þess að drepa námslöngunina, eins og nú er). Vantaði vegi, brýr yfir flestar árnar, hafnir og sam- göixgutæki. Vantaði meiri ræktun, betri byggingar, betri og fleiri verkfæri o. m.m. fl. Okkur vantaði réttlátari skipt ingu eignanna. Við höfðum tröllatrú á frjálsum samtök- um og samvinnu og aö með slíku gætum við gert stór- mikiö og þó einkum fyrir þá mörgu og smáu. En við víld- um ekki efla neina auðmanna og foi-réttindastétt, er reisti sér stórar og rándýrar luxus-villur, með- an almenningur yi'ði aö hýr- ast í hreysum. Heldur ættu forustumenhirnir að deila sem jafnast lífskjörunum við almenning, ;þótt þefir gætu haft tækifæri í aðrar áttir. Margt hefir mistekizt, en líka margt gengið fram. En vilja ungir íslendingar nú, sem hafa góð tækifæri ex'lendis, hverfa heim og taka þátt í framfarabaráttunni á ættjörðinni? Hennar er á- reiðanlega full þörf þar enn þá. Og „rótarslitrinu visnar vísir ,þótt vökvist hlýrri morg undögg.“ Með beztu kveðju til vina nxinna og velunnara. 'Það er yfirleitt háttur minn’ að láta gestina tala hér í bað- stofunni, en leggja lítið til mál anna sjálfur, nema mér þyki sérstök ástæða til. Þessari venju ætla ég að halda áfram meðan ég er hér húsbóndi. 'Þó hefi ég hugsað mér að bregða nokkuð út af henni á sunnudögum og segja þá ýmsar smáfréttir, er skrafað hefir vei'ið um í baðstofunni og manna á meðal, en lítið rætt um opinberlega. Annars ætla ég ekki að láta fylgja þessu neinn langan formála eða skýringar, enda sjáið þið það á því, sem hér fer á eftir, hvernig ég hefi hugsað mér þetta. Ef kunningj ar mínir vilja koma fréttum í þessum stil á framfæri hér í baðstofunni, ættu þeír að senda mér línu. Nú er nokkuð rætt um það, að horfur séu á togaraverkfalli. Togarasjómenn hér í Reykja- vík og víðar hafa ákveðið að segja upp samningum. Hins vegar var það fellt af sjómönn um á Akranesi og sjómenn á Austurlandi munu ekki að svo stöddu segja upp samningum þar. Líklegt er því, að togara- verkfall, ef til þess kæmi, næði aðeins til Reykjavíkur og nokk urra útgerðarstaða annarra. Sagt er, að togaraútgerðar- mönnum hér í bænum sé mjög illa við það, að verkfallið beri þannig að, og hafi því til athug unar að segja upp samningum á undan sjómönnum og myndi þá stöðvunin ná til alls togara flotans, því að útgerðarfélögin út á landi eru í landssamtök- um togaraeigenda. Slíkt væri þó fullkomlega ábyrgðarlaust af togaraeigendum og gæti or sakað langa stöðvun, er þeir bæru alla sök á. Þegnlegra væri af þeim að hef jast þegar handa um samninga og reyna að koma í veg fyrir, að til verk- falls kæmi. Helgi Sæmundsson hefur nú ákveðið að fara i slóð Benedikts Gröndals og hætta störfum hjá Alþýðublaðinu. Alþýðublaðið mun eiga erfitt uppdráttar fjár hagslega, enda hefir hækkun á pappírsverði o. fl. þrengt mjög kost blaðanna að undanförnu. Heyrzt hefir, að ýmsum forráða mönnum flokksins hafi flogið í hug að selja blaðið gegn því, að flokkurinn hefði þar ákveðiö rúm fyrir pólitískar greinar. Vafasamt er hins vegar, að nokk ur kaupandi finnist. Aðalblað enska Verkamannaflokksins, Daily Herald, er gefið út af óháðu útgáfufyrirtæki, en flokk urinn ræður pólitískri stefnu þess. Það hefir vakið athygli, ,að Gísli Jónsson alþm. hefir á undanförnum þingum flutt frumvarp um stofnun iðnaðár- málastjóraembætti. Gísli talar manna mest um sparnað og þyk ir því ýmsum kynlegt, að hann skuli beita sér fyrir nýju skrif stofubákni. Skýringin er talin sú, að ákveðið er, að Þorsteinn sonur Gísla og tengdasonur Ólafs Thors verði iðnaðarmála- stjóri, ef frv. verður samþykkt. Þetta minnir á skrif Júlíusar sýslumanns um landhelgismál- in, sem m. a. eru sprottin af því, að hann vill gera einn af sonum sínum að yfirmanni landhelgismálanna. Talsverð umbrot hafa átt sér stað að undanförnu í pöntunar félaginu á Grímsstaðaholti. Kommúnistar hafa þar nú völd in. Þeir vilja bola í burtu Stefáni Árnasyni, sem verið hefir for- göngumaður félagsins, og koma 1 að í staðinn Stefáni nokkrum | Halldórssyni, er var einn aðal- stuðningsmaður þein-a í auka- kosningunni i Mýrasýslu í sum ar. Kommúnistar kvarta nú und an því, að deyfð sé í flokksstarf inu. Sellufundir séu mjög illa sóttir og ungt fólk gangi miklu minna í flokkinn en áður. Hall- dór Kiljan segir líka í viðtali sínu við Berlingske Tidende, að íslendingar séu áhugalausir í pólitík um þessar mundir. Stúdentar eru sagðir allreiðir Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir að flytja tillögu um, að stjórnin láti und irbúa lög um námslánasjóð. Þeir hafa sjálfir undirbúið frv. um þetta og telja, að tillaga Gylfa geti orðið til þess að tefja fyrir málinu. Fulltrúar íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem hald ið er í París að þessu sinni, verða þeir Thor Thors, Kristján Albertsson og Finnur Jónsson alþm., ef heilsa hans leyfir. Hann hefir legið á spítala eftir uppskurð, en er á batavegi. | Starkaður. Tækifærisgjafir í miklu úrvali I GJAFABÚÐ HINNA VANDLÁTU Sendum gegn póstkröfu. Úr & skrautvörur Laugavegi 39 Vigfús Guðmundsson. Laugaveg 39 Sími 3462

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.