Tíminn - 28.10.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1951, Blaðsíða 5
244. blað. TÍMINN, smmudaginn 28. október 1951. 5. Guðni Þórðarson: 11. grein úr Bandaríkjaför Sunnud. 28. okí. * Urslit brezku þing- kesninganua Norskj blaðamaðurinn Per Thorstad, sem dvaldi í Bret- landi meðan kosningabarátt- an stóð þar yfir og skrifaði greinar um hana í „Dagblad- et“ í Osló, segir í einni grein- inni frá því, að hann hafi tal- að við lækni, sem hafi fylgt Verkamannaflokknum í kosn ingunum 1945 og 1950. Lækn- irinn sagði honum, að hann myndi kjósa með íhaldsmönn um að þessu sinni. Thorstad spurði, hvort það stafaði af tryggingalöggjöfinni, er ýms- ir læknar höfðu beitt sér á móti. Læknii'inn kvað nei við þeirri spurningu, enda væri tryggingalöggjöfin eitt það bezta, er lengi hefði ver ið gert í Bretlandi. Hvað veld ur þá þessari breyttu afstöðu þinni? spurði Thorstad. — Ein vörðungu það, sagði læknir- inn, að| ég vil sííipta um stjórn. Það er áreiðanlega þetta viðhorf margra brezkra kjós- enda, er ráðið hefir mestu um sigur íhaldsflokksins í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudaginn. Það er rót- gróin venja í Bretlandi að láta aldrei sama flokkinn hafa völdin til langframa, heldur skipta um stjórnir með hæfilegu millibili. Þessi venja á sér nærri því eins sterkar rætur og konungsdýrkun Breta. Ef Verkamannaflokk- urinn hefði sigrað nú og þannig unnið þrjár kosning- ar í röð, hefði það verið at- burður, er ekki hefði átt sér hliðstætt dæmi í sögu Bret- lands síðan kosningaréttur var almennur. Þessi brezka stjórnmála- venja hefir vissulega margt til síns máls. Stjórnir reyn- ast oftast bezt fyrst. Hætt er við klíkuskap og spillingu hjá stjórn, sem fer lengi með völd. Þá er það ríkt í eðli Breta, sepi rekur rætur til í- þróttamennsku þeirra, að gefa keppinautum jafna að- stöðu. Þeir hugsa sem svo, að nú sé þessi stjórn búin að sýna sig, og því sé rétt að gefa keppinautum tækifæri til að sýna, hvort hann get- ur ekkj betur. Þegar tekið er tillit til þess ara fornu stjórnmálahefðar Breta og þeirra miklu erfið- leika, sem verkamannastjórn in hefir átt að mæta, er vissu lega ekki hægt að telja sigur íhaldsmanna mikinn. Þegar litið er á atkvæðatölurnar kemur það t.d. í ljós, aö Verka mannaflokkurinn fær meira fylgi nú en 1950, eða 49% at- kvæða í stað 46.6% þá. Hann fær nú 13.9 millj. atkvæða, eða um 700 þús. atkvæðum meira en 1950. íhaldsmenn og frjálslyndir fá hinsvegar 14.5 millj. atkvæða nú, en fengu 15 millj. atkvæða sein- ast. Raunverulega hefir því fylgi andstööuflokka hans minnkáð síðan 1950 en fylgi Verkamannaflokksins aukist. Sigur sinn hafa íhalds menn unnið vegna þess, að kjósendur frjálslynda flokks- ins hafa snúist meira á sveif með þeim en Verkamanna- flokknum. Sennilega hefir ráðið mestu um þá ákvörðun Logandi málmgrýti - rennandi stá! Heimsókn i stálver'ksmiðju - tlncistar af logantlf stálf - KeröUl og tengur í loftunum -Galdrarog gjörnfngar á stórvötnunuin - Kaldur blástur, sem hlevpir upp suðunni - Hálf önnur inillj. verka niaiina við stáigerð i U.’S.A. - Ef við tvndum stálinu «r tilveruimi Loftið logar af leiftrandi bloss um í verksmiðjuhverfinu, þar sem stálið verður til. Járngrýtið bráðnar og verður að logandi glóð, rauðum vökva, sem felur í sér töfralykilinn að nútíma- þægindum, framförum og tækni mannsandans. Við erum stödd í einni af stærstu stálverksmiðjum verald arinnar, U. S. Steel verksmiðj- unni, norður við hin miklu vötn norðurríkjanna, skammt frá Chicago. Rauðir logar og dögun nýs tímabils. Logandi eldglæringar leggja til himins frá þessu stóriðjuveri. þar sem fimmtán þúsund verka menn vinna að því að búa til stál, breyta köldum járnsteinin um í lífsþægindi samborgar- anna. Saga járnsins og stálsins er saga um sigra mannkynsins á ævintýralegri framfarabraut. Logandi eldblásturinn upp um verksmiðjuþakið, þar sem málm grýtið brennur, er tilkomumikil sjón. En þar sem rauður loginn brennur i risavöxnum eldpott- um, þegar fært er upp úr suð- unni, sérðu sögu mannkynsins á járnöldinni, því að öll sú saga sem við þekkjum bezt, það tírna bil í lífi mannsins á jörðinni, er nátengt járninú, þessum rauða loga, sem lengst af brann í smærri mynd við rauðablástur og járnsmíðar frumstæðra skil- yrða, þar sem lykill. framfar- anna fannst í hörðu járngrýt- inu í dögun hins nýja tímabils, þegar járnöldin hefst. Neistaflug af logandi stáli. Logandi málmgrýtið rennur úr risavöxnum blásturkatlinum í stór keröld, sem stýrt er með raftækjum um hina stóru verk- smiðjubyggingu. Logarnir hrynja og eru orðnir að svörtum járnmolum, þegar þeir falla til jarðar á verksmiðjugólfinu. Ketilblásturinn og málmgrýtis bræðslan er í byggingu, þar sem vítt er til veggja og hátt til lofts. Risafenginn bræðsluketill með tilheyrandi tröllauknum hit unartækjum er næstum því á miðju gólfi, en hátt uppi undir verksmiðjuþakinu eru gangpall ar og stjórntæki þessarar log- sú forna hefð Breta, að i'étt væri að skipta um stjórn til þess að gefa íhaldsmönnum færi á að sýna, hvað þeir gætu. Af úrslitum kosninganna verður lítið dæmt um við- horf kjósenda til átaka þeirra, er hafa átt sér stað innan Verkmannaflokksins. Allir ráðherrar flokksins, sem voru í andstöðu við Bevan, náðu kosningu, en sama gildir líka um alla helztu fylgismenn Bevans. Almennt virðist það álitið í Bretlandi, að þessi á- greiningur innan Verka- mannaflokksins sé stórum minni en íhaldsmenn hafa gert úr honum. Þó kann í- haldsmönnum að háfa tekist að fæla eitthvaö af frjálslynd um kjósendum frá Verka- mannaflokknum með því að Logandi stálinu liellt úr flutningskeraldinu. andi stálveraldar, þar sem menn vinna við neistafiug hins logandi stáls. Þegar járngrýtið er orðið að logandi, rauðri leðju, er katlin- um hallað á lögg með því að styðja á rafknúið stýritæki uppi á gangpöllunum. Hellt er í ker- öldin miklu, sem síðan eru send hangandi í loftinu um bygging- una, að stálbræðsluofnunum, þar sem ér aftur ú rþeim hellt og önnur umferð byrjar. Stál- bræðslan er næsta skref, þar sem logandi járnsteinninn verð ur að stáli með tilheyrandi efna breytingum. Keröldin uppi í háloítunum. Þannig ganga þessi mikilfeng legu keröld fram og aftur um húsakynni stálbræðsluofnanna, þar sem logandi eldglæringar, sem hrökva út af börmum ker aldanna og tvístrast um loftið, setja tignarlegan svip á um- hverfið. Öðru hvoru eru dreggj ar hins rauðleita vökva tæmdar úr keröldunum, með því að steypa þeim úr nokkurri hæð niður á verksmiðjugólfið við hlið ina á bræðslukatlinum. Þessar járnflísar eru síðan aftur látn ar í pottinn í næstu suðu og komast að lokum í fljótandi á- stand í stálbræðsluofnana. Verkamennirnir, sem stjórna þessu glæfralega fyrirtæki í eld glæringum logandi járnflísa og steikjandi hita, verða að kunna sitt verk. Handtökin eru hnit- miðuð og smávægileg mistök, geta valdið slysum og dauða. Samt eru slysin sjaldgæf við þessi hættulegu störf stálgerðar mannanna. Þar sem stálið bullar og sýður. Á upphækuðum palli í öðrum enda hinnar miklu stálbræðslu byggingar eru stálbræðslu- og herzluofnarnir. Logandi málm- grýtinu er hellt í ofnana og nauðsynlegum efnum bætt í lög in, til að herða járnið í stál. Síðan er ofnunum lokað. Stálið hampa Bevan sem grýlu. Fyr ir Verkamannaflokkinn hefir það verið verulegt tap, að sá foringi hans, sem talinn er snjallasti kosningaáróðurs- maðurinn og mests trausts nýtur hjá miöstéttunum, Her- bert Morrison, gat lítið beitt sér í kosningunum vegna ann ríkis við utanríkismálin. Þá er og talið, að komm- únistar hafi heldur spillt fyr- ir Verkamannaflokknum. — Þeir léku þann furðulega hrá skinnaleik í kosningabarátt- unni, að skamma Vefka- mannaflokkinn allra flokka mest, en skora síðan á fylgis- menn sína að kjósa fram- bjóðendur hans. Frambjóð- endur Verkmannaflokksins afþökkuðu yfirleitt þennan stuðning, en íhaldsmenn aug lýstu hann eftir megni. Tveim ur dögum fyrir kosningar gáfu þeir t. d. út falsbækling í nafni kommúnista, þar sem lýst var yfir samvinnu þeirra og Bevans. Falsið komst upp og þessi leikur heppnaðist þvi ekki, en sýnir eigi að síður, að íhaldsmenn töldu stuðn- ing kommúnista skaðlegan Verkamannaflokknum. Það mun veröa örðugt verk, sem bíður hinnar nýju stjórn ar Churchills. Bretar horfast nú í augu við mikla efnahags lega erfiðleika. Þingmeirihluti stjórnarinnar er mjög veik- ur. Rísi ekki upp sundrung í Verkamannaflokknum er eng an veginn ólíklegt, aö hann fái völdin fljótlega aftur. — Talsvert fer þetta þó eftir því, hvernig íhaldsmenn nota það tækifæri, er kjósendur hafa nú veitt þeim. bullar og sýður í pottunum i tólf klukkustundir. Hitinn er 1200—1400 stig og í nýtízku stál bræðsluofnunum sést lítið af þessu sjóðandi járngrýti með berum augum. Stáliö verður til inn í lokuðum ofnum, sem helzt má líkja við stóra bökunarofna í brauðgerðarhúsum. Öðru hvoru eru langar ckciíar reknar inn um gat á oínhur'j'- inni, inn i logandi stálsuðuna og sýnishorn færð út til rannsókna. Er fyigzt nákvæmlega með því, að rétt efnaskipting éigi sér stað, því að undir því eftirliti geta gæði stálsins verið komin. Logandi yfirborð sólarinnar. Með berum augum má ekki - horfa inn í þétta logandi viti. En það er auganu óskaðlegt að skoða það með til þess gerðum bláleitum hlífðargleraugum. Að sjá inn í logandi stálsuðuna er eins og sjá inn í heim undar- legra ævintýra. Þykk stálleðja freyðir og yfirborðið sýður. Loft bólur lyftast og skilja eftir sig opna gýgi, sem síðan falla sam an. Leikmanni getur dottið í hug, að eitthvað þessu líkt sé að sjá logandi yfirborð sólarinnar. Þegar logandi stálleðjan er aftur tekin úr ofnunum, er enn komið með keröld og stungið und ir lekann. Mennirnir, sem stjórna því verki eru vel varðir í sérstökum smáhýsum, sem renna til neðan í loftskífunni og fylgja pottinum eftir. Log- andi stálið flæðir út yfir barma keraldsins og yfirborðið verður strax að skorpinni skán. Þar sér í gegnum sprungurnar í rauðlogandi stálið. .t • Hin fyrsta mótun stálsins. Úr keröldunum er stálinu helt í meira en mannhæðarháa kassa, eða mót, sem raðað er eins og tómum mjólkurbrúsum, hlið við hlið, á járnbrautarsleða á verksmiðjugólfinu. Síðan renn ur sleðinn með fullfermi milli verksmiðjuhúsanna inn í næstu byggingu, þar sem mótun stáls ins byrjar. Glóandi stálstykkjunum, sem nú hafa tekið á sig fast forip, sem enn er breytilegt meðan það helzt heitt, er hvolft úr flutningsmótunum og kjaftvíðar tengur teygja krumlur sínar of an úr rjáfrum og taka logandi stálbitana og fleygja þeim niður á færibönd, þar sem þeir renna fram og aftur með hávaða og gauragangi. Renna rauðglóandi stálstykk- in milli hindrana og þvingna, gegnum þrengsli, sem breyta lög un þeirra í það form, sem óskað er. Sumir hnullungarnir halda áfram og renna um ótal þving ur, þar til stálstykkin, sem töng in tók úr mótinu, eru orðin að þunnri og útsléttri stálplötu hentugri í skipsbyrðing, planka i brúarsmíði, eða örmjóum stál- vír, sem endar kannske sköpun arskeið sitt sem veiðitæki í hönd um íslenzkra sjómanna á Hala- miðum. Hvert færibandið tekur við af öðru, þar til stálið kemur til flokkunarmanna og teljara, sem fullunnin vara í mismunandi lög un. Að lokum er hverri tegund staflað upp á sinum stað, til útflutnings og afgreiðslu. En saga stálsins er ekki þar með á enda. Það verður aftur á vegi okkar í annríki hins dag- lega lífs, hvar sem við förum og hvaða störfum, sem við kunn um að gegna í þjóðfélaginu. Það á fulltrúa sinn í ritvélinni, sem þessi grein %r skrifuð á, prentvél inni, sem prentaði blaðið og bíln um, sem flutti það áleiðis til hátt virtra lesenda. (Framhald á 7. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.