Tíminn - 03.11.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1951, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLIT44 í DAG: Hvmð gen> Churehill? 35. árgangur. Reykjavík, 3. névember 1951. 249. blað. Ný vefnaðarvöra- bnð við Langaveg . í fyrradag var opnuð ný vefn aðarvörubúð á horni Laugaveg ar og Klapparstígs, þar sem áð ur var verzlun Egils Jacobsens. Heitir hin nýja búð verzlunin Grund. Er hún björt og rúmgóð, og á boðstólum mikið úrvai .af veínaðarvörum og ýmsum varn ingi öðrum og sérlega lipurt fólk til afgreiðslu. Eigendur hinnar nýju búðar eru Björgvin Jónsson, kaupmað ur í Vaðnesi, og Sigríður Erlends dóttir. Sögðu þau Við blað- ið, að þau hefðu fullan hug á því að afla verzlun sinni vin- sælda og hafa á boðstólum sem vandaðastar vörur. Meðal ann ars mun þessi nýja verzlun senda vörur í póstkröfu hvert á land sem er og á allan hátt annan greiða sem bezt fyrir við skiptavinunum. VerzL Olympia flyt- ur að Laugaveg Verziunin Ólympía opnar í dag í nýjum húsakynnum að Lauga veg 27. Hefir þar gamalt verzl- unarhúsnæði verið innréttað að nýju cg komið fyrir hillum og húsgögnum í nýjum stíl. Hjörtur Jónsson og Jón Hjart arson, faðir hans, eiga verzlun- ina eins og áður, en þeir stofn uðu hana í byrjun nóvember 1938. Var hún þá á Vesturgötu 11, og hefir verið þar, unz nú aö hún flytzt í rýmri og betri húsakynni. Er blaðamenn hittu eigend- urna í hinum nýju húsakynnum í gær, var búið að ganga frá öllu undir opnun verzlunarinn ar í dag. Lét Hjörtur þau orð falia við það tækifæri, að hann vonaðist til, að verzlunin nyti sinna fyrri vinsælda í hinum nýju húsakynnum, eða með öðr um oröum að vinsældirnar flytt ust með vérzluninni af Vestur- götunni upp á Laugaveginn. Frá upphafi hefir Ólympía ver ið sérverzlun með hvers konar vefnaðarvöru og flest, sem þarf til fatnaðargerðar. Vegna hins aukna húsrýmis verða nú í verzluninni einnig tilbúin föt og allt annað, sem sérverzlun af þessu tagi þarf að hafa. Hér sjást þeir átta ráðlierrar, sem Churchill skipaði fyrst í ráðuneyti sitt. heir eru taldir frá vinstri: Anthony Eden utanríkisráðherra, Wooltcn lávarður, landbúnaðarráðherra, Salisbury lávarður innsiglisvörður, David Fyfe, innanríkisráðherra. Neðri röð frá vinstri: Butier fjármála- ráðherra, Ismay samveldismáiaráðherra, Monckion verkamálaráðherra og Lyttelton nýlenduráðh. Bílþjófurinn, er flúði, var handsamaður í gær Hefir meðgenglð fleli€i bílþjófnaði Umferðarlögreglan hefir nú liaft hendur í hári manns þess, sem síal bifreiðinni R-1505, eign Steingríms Aðalsteins- sonar alþingismanns, og flúði síðan úr henni eftir árekst- ur á mótum Guðrúnargötu og Rauðarárstígs. Rússneska sendi- aefndin komin tií Parísar Rússneska sendinefndin á alisherjarþingið kom til Par- ísar í gær 1 fjórum flugvél- um undir forustu Maliks. — Vishinsky, sem verður for- maður nefndarinnar á þing- inu, er ekkj kominn enn, en er væntanlegur þangað næstu daga. EMeii* í járnsmiða- verkstæðl í gssr var slökkviliðið kvatt í járnsmiðaverkstæði Sigurð- ar Syeinbj örnssonar við Borg- artún. Hafði kviknað þar i þaki út frá reykpípu, en skemmdir urðu aðeins smá- vægilegar. Eins og áður var frá skýrt var í bifreiðinni farþegi, sem þó komst einnig á brott, án þess að vitað væri, hver hann var. En maður, sem að kom eftir áreksturinn, talaðf við hann og vildi svo til, að hann þekkti þennan náunga í sjón og gat látið lögreglunni í té nákvæma lýsingu á honum. Fannst eftir lýsingunni. Að fenginnf þessari lýsingu gat lögreglan gert sér allvel rökstudda grein fyrir því, ■hver farþeginn hefoi verið. Var gerð ieit að honum, sem þó bar ekkj árangur, þvi að maðurinn fannst ekki að sinni. En í gærmorgun gaf hann sig loks fram, þar eð hann hafði þá haft fregnir af því, að iögreglan væri að leita hans. Hefir játað íleirj bHþjöfnaði. Maðurinn skýrði nú frá því rið yfirheyrslu, hver bílnum hef'ðj ekið, og var hann síð- an handsamaður. Við yfir- heyrslu í gær játaði piltur sá, Harriman staddur í London Harriman, sendimaður Tru mans forseta, kom til Lon- dori flugleiðis í gærmorgun og ræddi alllengi við Churc- hill og Eden. Samtalið sner- ist um endurreisnarstarfið i Evrópu og sameiginlegar varnir álfunnar. Karriman Jiélt áfram til Parísar í gær- kvöldi. að hafa stolið bifreiðinni og ekið henni, er áreksturinn varð. Jafnfi-amt játaðj hann á sig fleiri bílþjófnaði. Er hann nú í varðhaldi, því að rannsókn er ekki lokið, og jaí'nvel ekki grunlaust um, að hann hafi stolið fleiri bif- reiðum en enn hefir komið íram. Féim frá Steioholti í Skagafirði faráað Frá fréttaritara Tímans á Sau'ðárkróki. Um þessar mundir er lóg- að öilu sauðfé frá Steinholti í Skagafirði, þar sem jarðar- berjafótrotsins hefir gætt. — Vegna heyskortsins ætlaði eigandinn ýmist að leigja ærn ar eða koma þeim í fóður í vetur, en vegna sýkingar- hættu varð hann að hverfa írá því ráði og farga öllu fénu. — Fiskideild Vestfjaröa krefst samræmingar olíuverðs Frá fréttaritara Timans á ísafirði. Fjór5ungsþing Fiskideildar Vestfjarða hið 22. í röðinni var haldið á ísafirði 21. og 22. okt. Mörg mál voru rædd og áfyktanir gerðar, og eru þessar hinar helztu. Landhelgismálin voru tölu- vert rædd, cg ályktað að út- færsla landhelginnar væri brýn nauðsyn, svo og aukin jandhelgisgæzla og björgun- arstarf íyrir Vestljörðum. Varðandi slysatryggingar var talið eðlilegast, að Trygg- ingastofnun ríkisins annað- :st slysabætur sjómanna, en útgerðin væri iosuð við þann kosUiað. Þá voru einnig gerðar álykt anir um vitamál Yestfjarða, íræðslumál sjómanna, tal- itöðvar í fsskibátum, samræm i’rg olínverðs og þess krafizt, að oiiuverðió verój hvarvetna hið sama á landinu. f j órðungsstj órnm var end- urkjörin og skipa hana Arn- grimur l r. Btarnason forrnaö- ur, Kristján Jcnsson frá tlarðs stöðum ritari og Páll Pá’sscn írá Hníisöal gjaldLeri. Bjúpá loks að verða rekstrarfær Hannes bóndi á Núpstað bjóst við því i gærkvöldi, að hann myndj nú loks í dag geta rekið fé til slátrunar að Kirkjubæjarklaustri. Er það Djúpá, sem er svo erfiður far artálmi, að fé hefir ekki ver- ið rekandi í hana um langt skeið. Þess er þó að vænta, að þetta verðj í síðasta sinn, að Djúpá gerir bændunum að Núpstað og Rauðabergi þenn an grikk, því að búið er að steypa brúarstöpla við ána, og kemst brúin sennilega á hana næsta sumar. Frarasóknarfélags- fnndur á þriðjud. Framsóknarfélag Reykja- víkur heldur fund í Breið- flrðingabúð á þriðjudags- kvöldið og hefst hann kl. hálf-níu. Kristján Friðriksson flyt- ur framsöguerindi um eitt af grundvallarstefnumálum flokksins og ræðir auk þess nokkuð áhrif ríkjandj stjórn arfars á efnahagsmálin. Stjórn félagsins væntir þess sérstaklega, að ráð- herrar flokksins og þing menn sæki fundinn, Eisenhower ber fram nýja varn- aráætlun Eisenhower hershöfðingi mun'í næstu viku leggja fram og ræða við Truman forseta nýja áætlun um varnir Vest- ur-Evrópu. Ekki hefir neitt verið tilkynnt um þaö, í hverju þessj áætlun sé fólg- m en sagt er, að. hún muni hafa það í för með sér, að hersveitirnar undir stjórn Eisenhowers verði miklu fyrr tiibúnar og færar um hern- aðaraðgeröir til varnar, en áður var ráð fyrir gert. Kynnir sér verk- nám í Noregi Þorsteinn Víglundsson, skóla- ( stjóri gagnfræöaskólans í Vest- l mannaeyjum, dvelur um þessar mundir í Noregi og kynnir sér þar fyrirkomulag norskra skóla við verklega. kennslu. En Þor- ( steinn hefir eins og kunnugt er , haldið uppi mjög myndarlegri forustu í þessum málum hér á landi. Kom hann á fót slíkri kennslu við skóla sinn í Eyjum löngu áður en almennt var vakn aður áhugi fyrir þessum mikil væga þætti skólafræðslunnar hér á landi. Hefir Þcrsteinn gengið lengra en allir aðrir í slíkri kennslu og jafnvel látið nemendur sina vinna dag og dag við lífæð at- vinnulífsins niðri við höfnina i Eyjum, þegar bezt aflast og allar bryggjur eru fullar af þeim gráa. Þorsteinn er kunnugur í Noregi, og var þar við nám 1924. Hann hefir því þekkingu á norsk um skólamálum og getur á stutt um tíma gert sér glögga grein fyrir breytingum, er orðiö hafa Við aukna verknámskennslu. í þessum mánuði og framan af þeim næsta mun Þorsteinn ferðast um Vestur-Noreg og flytja þar fyrirlestra og sýna' myndir frá Islandi á vegum norskra samtaka. Kirkjubygging að Asólfsskála í sumar hefir verið í smíð- um ný kirkja að Ásólfsskála undir Ej'jafjöllum. Var gamla kirkjan þar orðin mjög af sér gengin. Ekki verður kirkjusmíðinni þó lokið í haust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.