Tíminn - 28.11.1951, Qupperneq 4
TÍMINíN, Tniðvikudaginn28. nóvember 1951.
27». blað.
Skattgreiðslur samvinnufélaga
Oft er um þaS talað og
skrifað, að samvinnufélögin
hér á landi búi við óeðlilega
góð kjör í skattamálum.
Stundum heyrist meira að
segja talað um skattfrelsi
samvinnufélaga.
Þetta er vitanlega hin
mesta fjarstæða. Um það
vitna skattaskrárnar, sem
sýna, að í mörgum héruðum
landsins, þar á meðal t. d. í
höfuðstaðnum, eru samvinnu
félögin hæstu, eða með hæstu
skattgreiðendum til ríkis og
sve:tarfélaga.
Vegna þess hvað sú villu-
kenning skýtur oft og viða
upp kollinum, að samvinnu-
félögin njóti óréttmætra fríð
inda í skattamálum, er á-
stæða til að fara nokkrum
orðum um skattgreiðslur sam
vinnufélaganna.
Lagaákvæðin um tekjuskatt
samvinnufélaganna eru þann
ig, að þau borga 8% af skatt-
skyldum tekjum sínum, hvort
sem þær eru háar eða lágar.
En samkvæmt lögunum urn
tekjuskattsviðauka og lögum
um stríðsgróðaskatt, eru þeir
skattar lagðir á samvinnufé-
lögin eftir sömu regluir. og
gilda um önnur félög og ein-
staklinga, þ. e. stighækkandi
skattar.
Þegar rætt er um skatta
samvinnufélaga og þeir born
ir saman við skattgreiðslur
annara aðila, þurfa menn að
gera sér grein fyrir eðli og
starfsháttum þeirra. Sam-
vinnufélögin eru mjög frá-
brugðin öðrum félögum, t. d.
hlutafélögum. Hlutafélögin
eru lokuð félög, en samvinnu
félögin opin öllum, sem búa á
þeirra starfssvæði. í hluta-
félögum fer valdið í málum
félaganna og hlutdeild í hagn
aði af félagarekstrinum, eft-
ir framlögðu hlutfé félags-
manna. En í samvinnufélög-
um hafa allir félagsmenn jafn
an atkvæðisrétt í félagsmál-
unum, og tekjuafgangi, sem
myndast kann í rekstri fé-
lags, er skipt milli félags-
manna í hlutfalli við við-
skipti þeirra hjá félaginu, að
svo miklu leyti sem tekjuaf-
ganginum er ekki varið til að
efla sameiginlega sjóði félags
ins. í lögum um samvinnufé-
lög eru fyrirmæli um það, að
ákveðin upphæð, miðuð við
vörusölu félags, skuli ár hvert
lögð í varasjóð eða aðra ó-
skiptanlega sameignarsjóði. í
þeim lögum er líka svo fyrir
mælt, að innstæðufé í óskipti
legum sameignarsjóðum skuli
ekki útborgað við félagsslit,
heldur sé það, að loknum öll
um skuldbindingum, sem á fé
lagsheildinni hvíla, ávaxtað
undir umsj ón hlutaðeigandi
héraðsstjórnar, unz sam-
vinnufélag eða samvinnufé-
lög með sama markmiði taka
til starfa á félagssvæðinu.
Fær það félag, eða þau félög,
þá umráð sjóðeignarinnar, að
áskildu samþykki sýslunefnd
ar eða bæjarstjórnar og at-
vinnumálaráðherra. Með
þessum lagafyrirmælum er
svo um búið, að varasjóðir
samvinnufélaganna, að svo
miklu leyti sem ekki þarf á
þeim að halda til að mæta
töpum, sem félögin kunna að
verða fyrir, verða ævarandi
eign þeirra héraða, þar sem
félögin starfa, til hagsbóta
fyrir það fólk, sem þar býr.
Vegna þessa ákvæðis um
varasjóði samvinnufélaga
væri fullkomlega eðlilegt að
Eftir Skiila Guðmimdsson
það fé, sem félögunum er allt annað verður uppi á ten-
skylt samkvæmt lögum að ingnum, þegar skattur er lagö
leggja í varasjóðina, væri und ur á félög, eða m. ö. o. á sam
Hér er kominn Þórarinn á
anþegið tekjuskatti til ríkis- ' ansafnaðar tekjur eða eignir, skúfi °S hefir kvatt sér hljóðs:
„Komdu sæll Starkaður minn
*/3 af varasjóðstillagi sam- ósanngjarn, þó að hann sé
vinnufélaga undanþegin réttmætur þegar um einstak-
tekjuskatti. j lings tekjur eða eignir er að
Af samvinnufélögum hér á
landi eru kaupfélögin algengj Þetta er auðvelt að skýra
ust og þekktust, því að þau. nánar með einföldu dæmi. Við
enginn éti yfir sig
undir þessum borðum.
Bezt er svo ég bæti mig,
— bendi til bín séra! —
En að tala yfir sig
allir mega gera.
Þá er bragur,
Þvottadagur:
sem nefnist
íns. En svo er nú ekki. I gild- fjölda manna. Þá getur stig-
andi skattalögum er aðeins hækkandi skattur verið mjög' góg“”“‘Ég hefi birt svo'fátTaf
’/ri af varasióðstillaai sam- ósanneiarn. bó að hann sé yísum núna lengi í baðstofunni
þinni, að mér finnst ég megi
til að senda þér eitthvað, ef vera
niætti að það vekti upp eitt-
hvað gott og fallegt hjá öðrum.
Þú sérð, að það er ekki lítið, sem
em starfandi í ÖHum sýslum skulum segja að 400 manna en bSa
og kaupstöðum landsins. Aðal samvmnufélag hafi 100 þus. hjá öðrum> ekki hjá mér sj41f_ ......... ..............
verkefni kaupfélaganna er fé kr- hreinar árstekjur, eða að um Það ku vera, ekki hægt. En eins og skolp í þvottabala.
lagsleg innkaup á vörum fyr- j meðaltali 250 krónur á hvern frægur rithöfundur getur skrif-
ir félagsmenn og sala á fram- J félagsmann. Annað félag, sem að svo lengi og oft, einhverja
ieiðsluvörum þeirra. Flest hefir samskonar starfsemi, bölvaða vitleysu, eins og t.d.
kaupfélögin hafa einnig nokk if^fir 4000 félagsmenn og 1 »ku > að ahir fari að sjá, hvern
ur skipti viö utantélagsmenn imiljóna teöna1hreina^ teki ;Stera5reímmSir.r goToI
en su verzlun er yfirleitt til ur> sem eru lika 250 kronur faU t með andstæða 0g
tölulega lítill þáttur í starfi a hvern félagsmann. Utkom-, láta heimskuna gera menn
fálaganna. |an af rekstri beggja félaganna vitra_ En því á ég nú samt bágt
En hvers eðlis eru þessi er t>a raunverulega sú sama, með að trúa. Nema það sann-
sameiginlegu vörukaup kaup- ' miðað við félagsmannafjölda ist að lokum, að Hitler og nazist
félagsmanna? Þau eru ekki °S viðskiptaveltu, sem má
gera ráð fyrir að sé í nokkurn
veginn samræmi við félags-
mannatöluna í félögunum.
Og þá er vitanlega engin sann
verzlunarrekstur. Það ætti öll
um að vera ljóst, sem athuga
þetta nánar. Ef t. d. einn mað
ur kaupir sjálfur beint frá út
löndum einhverjar vörur, til'Sirni f Þvf fyrirkomulagi, sem
nota á slnu eigin heimili, þá nu er f þessum efnum, að fjöl
er það ekki verzlunarrekstur. j mennara félagið borgi miklu
Sama er að segja um það, þójfiærri hundraðshluta af tekj
að tveir eða þrír menn kaupi!um sínum í skatta heldur en
inn í félagi vörur, sem þeir1 fámenna félagið. Bæðr ættu
nota eingöngu sjálfir handa Þau aÞ borga jafn háa % af
sér og fjölskyldum sínum. Og tekjunum, svo að skatturinn
þá er vitanlega alveg sama,1 væri íafn mikill á hvern fé-
þó að mennirnir, sem slá sér. lagsmann í báðum félögun-
saman um slík vörukaup til um, vegna þess að tekjur
eigin nota, séu 2 eða 3 hundr þeirra beggja eru jafn miklar
uð eða 2 eða 3 þúsund. Er
þessir menn nota vörurnar
eingöngu sjálfir, fyrir sig og
sín heimili, þá eru þessi fé-
lagslegu innkaup þeirra ekki
verzlunarrekstur. Þá fyrst,
þegar þeir fara að selja ein-
hverjum, sem er utan félags-
skaparins, eitthvað af hinum
keyptu vörum, er starfsemi
þeirra orðin verzlunarrekstur.
Engum dettur í hug að
skattleggja sérstaklega þá
starfsemi þó að einn maður
kaupi sjálfur inn frá útlönd
um vörur handa sínu eigin
heimili. Ekki heldur þó að 2
eða 3 menn slái sér saman
um slík innkaup, eingöngu fyr
ir eigin heimili. Það er ekki
verzlun og ekki skattlagt sem
verzlunarrekstur. Og auðvitað
ætti að vera alveg sama þó að
mennirnir séu fleiri, sem
kaupa nauðsynjar sínar á
þennan hátt í félagi. Þess
vegna ættu kaupfélögin ekki
að borga skatta af félags-
mannaviðskiptum sínum.
Öðru máli gegnir vitanlega
um það, þegar kaupfélögin
selja vörur til utanfélags-
manna. Sá þáttur í starfsemi
þeirra er verzlunarrekstur, en|ir eru við tekjurnar, en þeir
félagsmannaviðskipti eru það eru nú þrír, tekjuskattur,
á hvern félagsmann.
Það kemur einnig glöggt í
ljós, þegar samanburður er
gerður á skattgreiðslum ein-
stakra manna og fjölmennra
félaga, eins og samvinnufé-
laga, að það er ekki sann-
gjarnt að sömu reglur gildi
um skattlagningu samvinnu-
félaga og einstaklinga. Hér
að framan hefir verið nefnt
sem dæmi 400 manna kaupfé
lag, sem hefði 100 þús. kr. í
hreinar árstekjur. Svo getum
við hugsað okkur einstakling,
sem hafi jafn miklar tekjur
og félagið, 100 þús. kr. Engin
sanngirni er í því að leggja
jafn háa skatta á 100 þús. kr.,
sem eru félagstekjur 400
manna, eða aðeins 250 kr. á
hvern eiganda þeirra, eins og
á aðrar 100 þús. kr., sem eru
tekjur eins manns. Þetta sýn
ir, að þaö er ekki réttmætt '
að skattleggja samvinnufé-!
lög eftir stighækkandi skatt- j,,
stiga eins og einstaka gjald- r
endur. | < >
Hér að framan hefir verið
rætt um skattlagning á tekj-l
ur samvinnufélaga, þ. e. þá
skatta til ríkisins, sem miðað'
arnir hafi nú eftir allt saman,
verið salt jarðar. Ekki þó ,,hjart
arsalt“. Það voru þeir andskot-
ann ekki.
En þetta er nú bara kjaftæði,
ekki svo mikið sem hundalógí,
og skal því snúið að kveðskapn-
um, þ. e. leirburðinum:
Fyrst eru hér vísur kveðnar
til Sveins frá Elivogum, þegar
hann lá í banasótt:
Skrauts þó kögur mærðin meini
— mér að lögunum;
vil ég bögur bera Sveini, brags
úr þvögunum.
Norðanátt með ís í spori, óðs
var háttur þinn.
Króknar þrátt á köldu vori, kær
leiks mátturinn.
Gullnar sylgjur grafast víða,
gefast bylgjunum.
Illar fylgjur óláns tíða, ota
dylgjunum.
Inn til fjalla fennir slóðin, feigs
á stallinum,
Sveinn þó falli, lifa ljóðin, leng
ur kallinum.
Næst eru hér vísur með yfir-
skriftinni: Gengið til borðs með
presti:
Sýnt er nú ég signi mig
sönnum reifi orðum;
Hylja ásýnd héluð fjöll,
haustsins vindar napurt gala;
himins skýin eru öll,
Hranna gruggug himins tjald,
hryssings ský og djúpið troða;
nuggast þó um næturfald,
norðurljósa sápufroða.
Þó að hafi þvottavél,
þrifna gamla himinfrúin,
— efalaust, sem vinnur vel, —
verður ’ún bæði þreytt og snúin.
Ei er grand um uppheimsland,
eða kalt og neitt sem bagar;
en þetta fjandans þvottastand,
það eru alltaf verstu dagar.
Svo eru hér að endingu gaml
ar vísur, sem rifjuðust upp fyrir
mér nýlega. Þær heita: Veiztu
fréttir: j
Virðar lofa veizluna,
— valinn sérhver nautur, —
hakkað var í hungraða
hangikjöt og grautur.
Voru mikil veizlu gögn,
varð samt bjóður hnoðinn.
Þetta er annars eftir sögn,
ekki var ég boðinn.
Margur á sig slöpum slær
slápur, hófs til kvaddur.
Ef að væri vegur fær, 1
væri ég betur saddur.
Krásar glaðann karl ég fann,
kominn úr veizlu hita. —
Seinna hélt ,ann hollastann,
heimafenginn bita.“
Hér lýkur kveðskap Þórarins
og læt ég baðstofuhjalinu lok-
ið í dag ,þótt margir séu á mæl-
endaskrá.
Starkaður.
><» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦^
I,
RJÚPUR
L U N D I
Heiysölubirgðir bjá:
ekki. Það er því eðlilegt að
félögin borgi skatta af hagn-
aði, sem verða kann af
utanfélagsma|nnaviðskiptum
þeirra.
Þá er ástæða til að íhuga
hvort sanngjarnt sé og eðli-
legt að samvinnufélögin borgi
stighækkandi skatta á sama
hátt og einstaklingar. Stig-
hækkun skattanna mun
byggð á því, að það er talið
eðlilegt að sá, sem hefir t. d.
100 þúsund króna árstekjur
borgi hlutfallslega meira af
þeim til opinberra þarfa held
ur en sá, sem hefir ekki nema
10 eða 20 þúsund kr. í tekjur.
Þetta er skiljanlegt og sann
gjarnt sjónarmið, þegar um
einstaklinga er að ræða. En
i:
tekjuskattsviðaukj og stríðs-
gróðaskattur. Sýnt hefir ver-
ið að ekki er rétt að leggja
þessa skatta á félögin eftir
sömu reglum og gilda um
einstaklinga.
Um eignarskattinn á sam-
vinnufélögunum er svipað að
segja. Eignarskatturinn til
ríkisins er stighækkandi, eins
og tekjuskattarnir, og sömu
álagningarreglur gilda þar
um alla gjaldendur, hvort sem
þeir eru einstaklingar eða fé-
lög. Og vitanlega er það jafn
fráleitt að láta sömu reglu
gilda um álagningu eignar-
skatts á samvinnufélög og
einstaklinga, eins og um
tekjuskattana. Það er engin
(Framhald á 7. síðu)
HERÐUBREIÐ
Simi 2678
FYRIRLIGG JANDI:
vatnskassaelement í jeppa.
Önnumst viðgerðir á alls konar vatnskössum.
Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzíngeymum og hljóð-
deyfurum bifreiða og annarra ökutækja.
o
o
o
i >
o
I >
o
o
o
o
♦
♦♦♦♦♦
Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga.
Sent um allt land gegn póstkröfu.
BðikksmBðjan Orettir
Brautarholti 24. Símar 2406 og 7529.
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦